Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Side 17
Fimmtudagur 2. apríl 2009 17Sport
Terry Tryggði englandi sigur England er komið í afar þægilega stöðu í
sínum riðli í undankeppni heimsmeistaramótsins með fullt hús stiga eða fimmtán eftir
fimm leiki. Það lagði Úkraínu á Wembley-leikvanginum í gærkvöldi, 2-1, þar sem peter
Crouch og John terry skoruðu mörkin. Crouch kom Englandi yfir í fyrri hálfleik áður en
einvígi fyrrverandi og núverandi Chelsea-manna hófst. andriy Shevchenko var nærri því
búinn að skemma veisluna hjá enskum þegar hann jafnaði metin á 74. mínútu en hann
sagðist fyrir leikinn vera staðráðinn í að sýna að hann væri ekkert „flopp“ vegna tíma síns
hjá Chelsea. annar maður sem svo sannarlega er ekkert flopp hjá Chelsea, fyrirliði enska
landsliðsins John terry, skoraði þegar fimm mínútur voru eftir og tryggði Englandi sigur.
Frábæru úrslitaeinvígi Hauka og KR
í Iceland Express-deild kvenna lauk
í gærkvöldi með 69-64 sigri Hauka í
oddaleik að Ásvöllum. Mikil spenna
var undir lokin þegar KR gerði hvað
það gat til að tryggja sér sigur eða
framlengingu en Slavica Dimovska,
leikmaður Hauka, sýndi mikla yfir-
vegun á vítalínunni og tryggði Hauk-
um sigur. Hún var síðar kjörin mikil-
vægasti leikmaður úrslitaeinvígisins.
„Þetta var frábær leikur af beggja
hálfu,“ sagði sigurreifur þjálfari
Hauka, Yngvi Gunnlaugsson, við DV
eftir leik. „Mætingin á leikinn var
frábær og miðað við úrslitin í þess-
um landsleik (Íslands og Skotlands)
hefði fólk betur mætt til okkar.“
Sería liðanna bauð upp á mikla
skemmtun í hverjum einasta leik.
„Þetta byrjar náttúrlega þannig að
heimavallarétturinn okkar fer fyrir bí
þegar við töpum fyrsta leik. Svo vinn-
um við hann aftur en það var bara
ekki hægt að rýna í hvernig þess-
ir leikir spiluðust. Eina sem maður
vissi var hverjar væru í hópnum og
svo fór maður bara með liðið inn á
völl,“ sagði Yngvi sem hefur þjálfað
sumar af Íslandsmeistarastelpunum
lengi.
„Fimm af stelpunum í liðinu hef
ég þjálfað síðan þær voru ellefu ára
og það er æðislegt að upplifa sig-
ur með þeim í meistaraflokki og sjá
þær stíga sín fyrstu skref í landslið-
inu. Við höfum misst mikið úr liðinu
sem varð Íslandsmeistari 2007 en
þær stelpur sem eru eftir núna hafa
einfaldlega viljað bæta sig þannig að
það er alveg frábært að hafa endur-
heimt titilinn,“ sagði Yngvi Gunn-
laugsson Íslandsmeistari.
tomas@dv.is
Haukar eru Íslandsmeistarar kvenna í körfubolta:
„Hefðu beTur mæTT Til okkar“
umSJón: tómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is / sport@dv.is
MAÐUR LEIKSINS
svona sTóðu
sTrÁkarnir sig
GUNNLEIFUR V.
GUNNLEIFSSON
Átti ekkert í
mörkunum. Varði vel
inn á milli og greip
þokkalega inn í.
GRÉTAR RAFN
STEINSSON
Ekki sá grétar rafn
sem maður er vanur
að sjá. lét lítið á
sér bera og ekki
nægilega sterkur
sóknarlega.
KRISTJÁN ÖRN
SIGURÐSSON
Enn einn
stjörnuleikurinn
hjá Kristjáni með
landsliðinu. Var
mjög traustur og átti
ekkert í mörkunum.
HERMANN
HREIÐARSSON
Fyrirliðinn bar
hjartað á erminni og
lagði allt í sölurnar.
nálægt því að skora
jöfnunarmarkið undir
lokin.
BJARNI ÓLAFUR
EIRÍKSSON
Versti leikur Bjarna
fyrir landsliðið. lét
fífla sig hvað eftir
annað í vörninni.
arfadapur.
ARON EINAR
GUNNARSSON
aron ekki líkur
sjálfum sér.
Sendingar mjög
lélegar og var oft
undir í baráttunni.
Hans versti leikur.
HELGI VALUR
DANÍELSSON
Var sendur inn á til
að berjast og gerði
það. Skilaði ágætum
boltum frá sér inn á
milli en kom út á pari.
EIÐUR SMÁRI
GUÐJOHNSEN
Furðulega seinn
að skila boltanum
frá sér og var oft
maðurinn sem hægði
á sóknarleik íslands.
Það gerist ekki oft.
PÁLMI RAFN
PÁLMASON
Byrjaði afleitlega en
vann sig inn í leikinn.
Átti stærstan þátt
í markinu og var
nálægt því að skora
jöfnunarmarkið.
INDRIÐI
SIGURÐSSON
Erfitt að meta
miðvörð sem leikur á
kantinum. gat varla
skilað mikið betri
leik. Skoraði markið.
4 5 6 78 9 10
2 3 4 5 6 7 8
5 6 7 8 9 10
4 5 6 78 9 10
0 1 2 34 5 6
1 2 3 45 6 7
3 4 5 6 7 8 9
2 3 4 56 7 8
3 4 5 67 8 9
4 5 6 78 9 10
ARNÓR
SMÁRASON
Kom virkilega
sterkur inn. mikil
fótboltaleg geta í
Skagamanninum
sem gagnaðist
íslandi vel í leiknum.
4 5 6 78 9 10
EGGERT GUNNþÓR JÓNSSON (70. mín) 6
ÁRMANN SMÁRI BJÖRNSSON (80. mín) -
Það var eins og vitað var að yrði.
Skotar pressuðu stíft á íslenska
landsliðið á fyrstu tuttugu mínút-
unum í gær þegar liðin mættust í
níunda riðli undankeppni heims-
meistaramótins. Ekkert frekar en
fyrri daginn náðu Skotar þó að
skapa sér afgerandi marktæki-
færi. Þeir eru bara ekkert betri en
það enda höfðu þeir aðeins unnið
einn leik af síðustu átta og það var
gegn Íslandi!
Skotland er því komið í bíl-
stjórasætið um annað sætið í riðl-
inum sem allt snerist um inni á
vellinum í gær. Íslenska liðið lék
oft á köflum vel þrátt fyrir að í það
vantaði mikilvæga menn. Mögu-
leikinn á öðru sætinu er ekki alveg
úti, en vissulega fjarlægari vegna
tapsins.
Mörk gegn gangi leiksins
Eftir að Ísland komst yfir erfið-
asta hjallann, fyrstu tuttugu mín-
úturnar, fór það að spila oft ágæt-
lega. Svo fór að Ísland tók völdin í
leiknum en það var einmitt þá sem
Alan Hutton skildi Bjarna Ólaf Ei-
ríksson eftir í bakverðinum, gaf
boltann fyrir og Ross McCormack
skoraði sitt fyrsta mark fyrir lands-
liðið með bylmingsskoti eftir tæp-
lega fjörutíu mínútna leik.
Þegar markið kom var Ísland
mun sterkari aðilinn í leiknum
og var búið að gera sig líklegt við
mark Skotanna. Margt mátti þó
betur fara í leik íslenska liðsins
hvað varðar skyndisóknir. Strák-
arnir fengu fín færi á þeim en
ákvarðanatökur oft slæmar á loka-
sendingu og þar var Eiður Smári
Guðjohnsen hvergi undanskilinn
sem átti því miður ekki nægilega
góðan leik.
Skotar byrjuðu mun betur í
seinni hálfleik en þá voru það Ís-
lendingar sem sneru vörn í sókn.
Pálmi Rafn Pálmason stóð af sér
tæklingu og átti hörkuskot í stöng-
ina sem Indriði Sigurðsson fylgdi
eftir og jafnaði. Eftir það tók Ís-
land völdin og litu hlutir mjög vel
út næstu mínútur. Þá kom annað
áfall. Eftir hornspyrnudóm sem
var aldrei hornspyrna skoruðu
Skotarnir aftur, nú Steven Fletcher
sem var einnig að skora sitt fyrsta
mark fyrir skoska landsliðið.
Jákvætt en stigaskortur
Ef farið er í leikinn ef og hefði má
spyrja sig hvað hefði gerst ef Brynj-
ar Björn hefði verið á miðjunni,
Birkir Már á hægri kantinum, Emil
á þeim vinstri og Heiðar Helguson
í framlínunni, liðið sem Ólafur vill
hvað helst stilla upp. Án þessara
lykilmanna var íslenska liðið allt
annað en lakari aðilinn í leiknum
frekar en fyrri daginn þegar það
mætir Skotum. Það virðist samt
bara aldrei skipta máli hvernig
er stillt upp, aldrei ætlum við að
vinna Skotana.
Arnór Smárason kom gífurlega
sterkur inn og getur vel hafa tryggt
sér sæti í byrjunarliðinu þegar Ís-
land mætir Hollandi í sumar. Að
sama skapi gerði Helgi Valur Dan-
íelsson allt sem fyrir hann var lagt
á miðjunni og þá kom Indriði Sig-
urðsson skemmtilega á óvart á
kantinum. Góð frammistaða Ís-
lands og sýndi Ólafur Jóhannesson
að hann veit alveg hvernig hann á
að stilla upp liðinu en byrjunarlið-
ið í leiknum vakti mikla undrun.
Gegn því jákvæða áttu Aron Einar
og Bjarni Ólafur líklega sína verstu
landsleiki og þá vantaði Ísland
mun betri frammistöðu frá Eiði
Smára og Grétari Rafni.
Það er alltaf talað um að liðið sé
á réttri leið og það er það svo sann-
arlega. Baráttan í liðinu undir lok-
in þegar það reyndi hvað það gat
að jafna eins og stórþjóð að tapa
fyrir minna liði var virðingarverð.
Þrátt fyrir beinu brautina eru að-
eins fjögur stig í húsi og draumur-
inn um HM orðinn fjarlægur.
Ísland tapaði enn einum leiknum fyrir Skotlandi, nú 2–1, þegar liðin mættust á
Hampden Park í gærkvöldi. Indriði Sigurðsson skoraði mark Íslands sem virðist
fyrirmunað að sigra Skotland sama hversu vel liðið spilar. Skotar hafa unnið tvo
leiki af síðustu níu, báða gegn Íslandi!
Það ætlar
aldrei að
takast!
TÓMAS þÓR þÓRÐARSON
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Svekktur Fyrirliðinn
Hermann Hreiðarsson átti
erfitt með sig eftir leik.
MyND AFP
Íslandsmeistarar 2009 Haukakonur hlaupa sigurhringinn með íslandsbikarinn í
gærkvöldi. MyND RÓBERT REyNISSON