Dagblaðið Vísir - DV - 02.04.2009, Síða 21
Fimmtudagur 2. apríl 2009 21Fókus
á fimmtudegi
hvað heitir lagið?
„Þér líður eins og ókunn-
ugum, aleinn, skinn og
bein, við símann.“
Konur hrapa
Metsölubókin Karlar sem hata kon-
ur situr þriðju vikuna í röð á toppi
sölulista Eymundsson og Bókabúð-
ar Máls og menningar. Bókin, sem
er eftir hinn látna Stieg Larsson,
kom nýlega út í kilju og hefur fengið
gríðarlega góðar viðtökur. Athyglis-
vert er að Konur eftir Steinar Braga
hrapar úr öðru sæti niður í það
sjötta eftir að hafa verið á toppnum
og við hann í þó nokkrar vikur, eða
frá því kiljuútgáfa þessarar mögn-
uðu sögu kom út snemma á árinu.
Sæti Kvenna í öðru sætinu hefur
tekið Stóra myndaorðabókin en fast
á hæla henni kemur skáldsagan Hús
moskunnar eftir Abdolah Kader.
egó á aKureyri
Hin goðsagnakennda Egó spilar
í Sjallanum á Akureyri á laug-
ardagskvöldið. Alllangt er síðan
hljómsveitin spilaði síðast á Ak-
ureyri en það var í Sjallanum fyrir
troðfullu húsi. Undanfarið hefur
Egó átt vinsælasta lagið á Íslandi,
Í hjarta mér, og er það af vænt-
anlegri geislaplötu sveitarinnar
sem kemur út síðar á þessu ári.
Á prógrammi hljómsveitarinnar
eru, ásamt Egó-lögunum, mörg
af vinsælustu lögum Bubba í
gegnum tíðina, bæði með öðrum
hljómsveitum hans og frá sóló-
ferlinum. Miðaverð er 1.800 krón-
ur og miðasala er á midi.is.
pops á Kringlu-
Kránni
Í tilefni af tuttugu ára afmæli
Kringlukrárinnar verður slegið upp
Bítlaballi á kránni með „unglinga-
hljómsveitinni“ Pops, lifandi goð-
sögn frá sjöunda áratugnum, um
helgina sem fram undan er, bæði
föstudag og laugardag. Pops er með
valinn mann í hverju rúmi, þar á
meðal stórstjörnurnar og Keflavíkur-
bítlana Gunnar Þórðarson og Magn-
ús Kjartansson. Pops sýndi það
um síðustu áramót að sveitin hefur
aldrei verið þéttari og lofar Óttar Fel-
ix, umboðsmaður bandsins, nógu af
rokki, rytmablús og bítli í anda sjö-
unda áratugarins. Miðasala á böllin
hefst á Kringlukránni klukkan 22
bæði kvöldin.
Þrándur Þórarinsson listmálari
opnar einkasýningu á Laugavegi 51
á laugardaginn klukkan 14. Á sýn-
ingunni verða átján olíumálverk
sem Þrándur hefur unnið frá því á
síðustu sýningu sinni, sem haldin
var fyrir ári, til dagsins í dag. Þránd-
ur sækir viðfangsefni sín meðal
annars í þjóðsögur og Íslendinga-
sögurnar og eru Grýla, Grettir Ás-
mundsson, Heklugos, Þorgeirsboli,
Egill Skallagrímsson, fjallkonan,
Illugadrápa og Flugumýrarbrenna
meðal þess sem birtist ljóslifandi í
verkum Þrándar.
„Ég mála svona í stíl gömlu
meistaranna sem voru allir í olíu
og þessum barokkstíl,“ sagði Þránd-
ur í viðtali við DV fyrir sýninguna í
fyrra. Þar kom einnig fram að aðal-
átrúnaðargoð Þrándar væri Rembr-
andt, eins og glöggt má sjá í verkum
hans.
Þrándur er fæddur árið 1978 og
nam málaralistina hjá norska list-
málaranum Odd Nerdrum á árun-
um 2003 til 2006 en Nerdrum er
stórt nafn í natúr-
alíska geiranum.
Áður hafði Þrándur
sótt fornámsdeild
Listaháskóla Ís-
lands og hvort sitt
árið í málaradeild
Myndlistaskólans
á Akureyri og mál-
aradeild Listahá-
skóla Íslands.
Sýningin stend-
ur til 19. apríl og er
opin daglega frá
klukkan 13 til 17.
grýla, grettir og Þorgeirsboli
Madworld ber nafn með rentu. Það
er varla til geðveikari og ofbeldisfyllri
heimur en framleiðendum þessa
leiks hefur tekist að skapa. Ofbeld-
ið er algjört og blóðsúthellingarn-
ar eftir því. Það er svo sem ekki við
neinu öðru að búast í leik þar sem
aðalpersónan er með vélsög fasta við
framhandlegginn.
Í leiknum Madworld bregður
maður sér í hlutverk hins grjótharða
málaliða Jacks Cayman. Hann er eini
maðurinn sem fer vísvitandi inn á
eyju í borginni Varrigan City sem
hefur verið hertekin af hryðjuverka-
mönnum sem kalla sig The Organ-
izers. Samtökin standa fyrir leik sem
ríkt og sjúkt fólk fylgist með. Leikur-
inn heitir Death Watch og gengur í
raun út á að drepa aðra áður en þeir
drepa þig.
Á ferð sinni um borgina sigrar Jack
alls konar óþverralið en skipuleggj-
endur leiksins komast brátt að því að
Jack karlinn er ekki allur þar sem hann
er séður.
Mad World er allur svarthvítur að
einu undanskildu. Blóðið er rautt og
það er nóg af því. Leikurinn gengur
ekki bara út á að slátra þeim sem á
vegi þínum verða heldur að gera það
á eins ofbeldisfullan hátt og hugs-
ast getur. Þú færð fullt af stigum fyrir
að saga mann í sundur með vélsög-
inni þinni en þú færð fleiri stig fyrir
að grýta honum í gaddavegg. Þú færð
svo enn fleiri stig ef þú treður hon-
um í tunnu og rekur umferðarskilti í
gegnum höfuð hans áður en þú kast-
ar honum á gaddana.
Hvert borð er svo byggt upp með
alls kyns frumlegum leiðum til þess
að slátra andstæðingunum. Þeir eru
margir og koma í bunkum. Í hverju
borði er svo yfirleitt einn öflugri
andstæðingur fyrir utan aðalóvin-
inn. Endakarlarnir eru fjölbreyttir og
skemmtilegir. Þeir eru miserfiðir en yf-
irleitt er auðvelt að afgreiða þá eftir að
maður lærir á veikleika þeirra.
Grafíkin í Madworld er frábær.
Svarthvíta útlitið er bara ferskt og gef-
ur blóðinu, ó öllu blóðinu, nýja vídd.
Tónlistin í leiknum er fín líka og það
sem kryddar skemmtunina eru lýs-
endurnir sem lýsa ofbeldisverkum
manns eins og afrekum í íþróttaleik.
Framboðið af endakörlum er mikið og
það er jákvætt. Þeir mættu þó vera erf-
iðari sumir.
Helsti galli leiksins er að hann er
allt of stuttur. Það er hægt að spila
hann tvisvar í gegn án þess að fá leið
en hann er samt of stuttur. Þá mætti
bardagakerfi leiksins vera mun fjöl-
breyttara. Á endanum er maður hætt-
ur að nenna að berja menn í spað og
aflífa þá svo. Vélsögin er á lofti mest-
allan tímann. Myndavélin sem fylgir
manni getur líka verið vel pirrandi
og fylgir oft illa eftir þeim hamagangi
sem Jack virðist laða að sér.
Mesta skemmtunin er þó senni-
lega allar áskoranirnar í boði The
Black Baron. Allt frá því að kasta
líkum eins og pílum eða nota höf-
uð sem golfkúlur. Söguþráður leiks-
ins er líka ágætis skemmtun og allir
raddir í leiknum eru sannfærandi og
skemmtilegar.
Ásgeir Jónsson
Blóð
og
aftur
Blóð
Jack Cayman Finnst fínt að
koma hlutum fyrir í mönnum
áður en hann aflífar þá.
Svar: personal Jesus með Johnny Cash, depeche mode o.fl.
Madworld
Tegund: Hasarleikur
Spilast á: Nintendo Wii
tölvuleikir
Þrándur Þórarinsson listmálari
lærði hjá listmálaranum fræga Odd
Nerdrum á árunum 2003 til 2006.
MYND Sigurður guNNarSSoN
grýla
Eitt af verkunum sem berja
má augum á sýningunni.