Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Side 7
mánudagur 20. apríl 2009 7Fréttir
Sverrir Hermannsson segir frá því á
nýopnaðri heimasíðu sinni að Kjartan
Gunnarsson, þáverandi framkvæmda-
stjóri Sjálfstæðisflokksins, hafi árið
1995 komið á fund til sín þegar hann
var bankastjóri Landsbankans og beð-
ið sig um að gjaldfella skuldir Styrm-
is Gunnarssonar, ritstjóra Morgun-
blaðsins, í bankanum. Miklar sögur
hafa löngum gengið um erfiða skulda-
stöðu Styrmis, en talið er að skuld-
ir hans hafi numið um 80 milljónum
króna um miðjan síðasta áratug, og er
hún, samkvæmt gögnum sem DV hef-
ur undir höndum, enn ákaflega erfið.
Áður hefur verið minnst á þennan
fund í fjölmiðlum í gegnum tíðina en
Sverrir hefur ekki áður viljað segja frá
því undir nafni að fundurinn hafi átt
sér stað og hvað hafi farið þeim á milli
á honum. Sverrir hefur nú gert það á
heimasíðu sinni sem hann opnaði
um hádegisbilið í gær og hýsir fjölda
greina eftir þingmanninn og banka-
stjórann fyrrverandi.
Erfiðleikar í samstarfi Davíðs og
Jóns Baldvins
Ástæða þess að Kjartan bað Sverri
um þetta, að sögn bankastjórans fyrr-
verandi, er sú að forystu Sjálfstæðis-
flokksins líkaði ekki hvernig Styrmir
Gunnarsson stjórnaði Morgunblað-
inu á þeim tíma en Styrmir og Jón
Baldvin Hannibalsson, formaður Al-
þýðuflokksins sem þá sat í ríkisstjórn
með Sjálfstæðisflokknum, eru alda-
vinir. Stjórnarsamstarf Davíðs og Jóns
Baldvins var orðið mjög laskað um
þetta leyti en formennirnir munu ekki
hafa ræðst við síðasta árið sem flokkar
þeirra sátu saman í stjórn. Sverrir seg-
ir að með þessu hafi Davíð og Kjart-
an ætlað sér að kúga ritstjórann til
að fjalla betur um Sjálfstæðisflokkinn
sem taldi nokkuð á sig hallað á síðum
Morgunblaðsins þegar fundur þeirra
átti sér stað.
Vildu koma Styrmi á kné
Sverrir segir á heimasíðunni að hann
geti greint frá efni fundarins þar sem
um sé að ræða pólitískt mál sem ekki
sé bundið bankaleynd auk þess sem
Kjartan hafi tekið það skýrt fram á
fundinum að hann
kæmi
ekki til
Sverris sem bankastjóra Landsbank-
ans heldur sem æviráðins trúnaðar-
manns Sjálfstæðisflokksins. Þessari
fléttu Davíðs og Kjartans lýsir Sverrir á
eftirfarandi hátt á heimasíðu sinni:
„Erindið kvað Kjartan vera að Dav-
íð telji Styrmi Gunnarsson stjórna
Morgunblaðinu með þeim hætti að
hann liggi þar undir áföllum sjálfur,
en Styrmir mylji hinsvegar undir Jón
Baldvin. Davíð vilji ekki við þetta una,
og ætli að koma Styrmi á kné. Dav-
íð hafi komizt að því, að Styrmir væri
það skuldum vafinn að hægt væri að
ganga að honum og gera hann gjald-
þrota. „Hvað höfum við á hann?“ varð
Davíð jafnan að orði þegar hann þótt-
ist þurfa að ná sér niðri á mönnum,“
segir Sverrir á síðunni og bætir því við
að það sé ljóst að Kjartan hafi komist
að skuldastöðu Styrmis í bankanum
og lekið henni í Davíð Oddsson. For-
maðurinn hafi svo viljað að Lands-
bankinn segði upp lánaviðskiptum
við Styrmi og gerði hann gjaldþrota.
Mátti vart mæla
Sverrir segir á síðunni að hann hafi
orðið þrumu lostinn þeg-
ar hann heyrði tillögu
Kjartans og að mál-
ið hafi komið hon-
um í opna
skjöldu.
Svo segir
Sverrir:
„En svör-
in gáfust
Kjartani von
bráðar,
sem sé þau að nærri slíkum vinnu-
brögðum muni hann aldrei koma.
Með það svar fór Kjartan af fundi,
mjög lasmeyr, hækilbjúgur og hæl-
dreginn á göngunni, svo vitnað sé í
Bandamannasögu,“ segir Sverrir og
bætir því við í lok umfjöllunarinnar
að geta megi nærri að Davíð hafi ekki
verið með hýrri há þegar Kjartan sagði
honum frá viðbrögðum bankastjór-
ans. „Það hefir verið geymt en ekki
grafið, enda mótgerðir aldrei fyrir-
gefnar þar á bæ,“ segir Sverrir.
Bréfið úr bankahólfinu
Sverrir birtir einnig á síðunni upp-
skrifað nafnlaust bréf sem Matthíasi
Johannessen, ritstjóra Morgunblaðs-
ins, barst í aprílmánuði árið 1998.
Um þetta bréf hefur einnig verið rætt
nokkuð í fjölmiðlum. Sverrir hefur
aldrei áður birt það og greindi frá því
aðspurður fyrir nokkrum árum að
hann geymdi bréfið í bankahólfi og
biði með að birta það þar til tíminn
væri réttur.
Í bréfinu, sem Sverrir telur víst að
Kjartan Gunnarsson hafi skrifað, eru
ritstjórar Morgunblaðsins gagnrýnd-
ir harðlega fyrir að leyfa Sverri Her-
mannssyni að skrifa greinar í Morg-
unblaðið. Í greinunum ræddi Sverrir
um Landsbankamálið svokallaða,
sem snérist um að Sverrir og
tveir aðrir bankastjórar Lands-
bankans höfðu tilneyddir sagt
upp störfum í bankanum í kjöl-
far spillingarmáls, og var afar
gagnrýninn á Davíð Oddsson
og Finn Ingólfsson, ráðherra
Framsóknarflokksins, út af
málinu.
Styrmi enn hótað
Í bréfinu er Matthí-
as beðinn um að
hætta að birta
skrif Sverris
um Lands-
bankamál-
ið og enn
og aftur er
vísað til
skulda-
stöðu hins ritstjóra blaðsins, Styrmis
Gunnarssonar. Umræðan um skulda-
stöðu Styrmis í bréfinu rennir stoðum
undir að frásögn Sverris af fundinum
með Kjartani nokkrum árum áður sé
sönn því vísað er til persónulegra við-
skipta Davíðs og Styrmis um málið. Í
bréfinu segir orðrétt: „Davíð fór illa
með aumingja Styrmi þegar sá síðar-
nefndi ætlaði að taka hann í bakaríið
fyrir að breiða út um bæinn hvernig
skuldastaða hans væri í bankakerf-
inu. Svaraði honum fullum hálsi og
sagði það rétt og að honum dytti ekki í
hug að liggja á því. Úr því hann notaði
Moggann til að rakka sig niður skyldi
hann launa honum lambið gráa með
því að upplýsa sem flesta um þessi mál
hans. Þeir skyldu bara sjá til hvor lifði
þetta af, hann eða Styrmir. Þeir hljóta
að hafa samið vopnahlé bræðurnir,“
segir í bréfinu en þarna er væntan-
lega verið að vísa til umræðunnar um
skuldastöðu Styrmis sem rædd var hér
að framan.
Engum til góðs
Bréfritari segir að það verði engum
til góðs að halda áfram að birta skrif
Sverris Hermannssonar. „Þið hafið
ekkert fjallað um bakgrunn málsins
og eðli þess sem ég hélt að hefði snú-
ist um siðferði og óráðsíu. Þess í stað
virðist þið leggja höfuðáherslu á að
láta Sverri ryðja úr sér öllu mögulegu
og ómögulegu og þóknast honum síð-
ar í skítkastinu [...] Svona málflutning-
ur verður engum til góðs, síst af öllu
Mogganum, þessu virðulega blaði.
Mér finnst að þið ættuð að halda ykk-
ur við málið sjálft en reyna ekki að
draga óskyld mál og menn inn í leðju-
slaginn. Slíkt verður hvorki málgagni
ykkar né stjórunum til góðs [...] Mér
finnst að Moggi ætti að gæta sín og
egna ekki það versta upp í mannfólk-
inu,“ segir í bréfinu fræga og ljóst er að
ritara þess var mikið í mun að þagga
niður í Sverri. Það gekk þó ekki þrátt
fyrir hótanirnar til ritstjóranna tveggja
því Sverrir hélt áfram að skrifa greinar
til birtingar í blaðinu og gerir enn og
má meðal annars lesa þessi skrif hans
á heimasíðunni sverrirhermanns.is.
Sverrir Hermannsson greinir frá því í fyrsta sinn undir nafni að Kjartan Gunnars-
son hafi beðið sig fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins að gjaldfella skuldir Styrmis Gunn-
arssonar ritstjóra Morgunblaðsins. Forystu Sjálfstæðisflokksins þótti á sig hallað í
umfjöllun Moggans og vildi breyta því. Styrmi var aftur hótað í nafnlausu bréfi sem
Sverrir hefur undir höndum og birtir á heimasíðu sinni sem hann opnaði í gær. Sverr-
ir telur Davíð Oddsson hafa staðið á bak við hótanirnar.
VILDU GERA STYRMI
GJALDÞROTA
Davíð og skuldir Styrmis
Sverrir segir að Kjartan hafi
beðið sig um að gjaldfella
skuldir Styrmis. Sverrir telur
davíð hafa komið að málinu.
„Davíð hafi komizt að því, að
Styrmir væri það skuldum vafinn
að hægt væri að ganga að hon-
um og gera hann gjaldþrota.“
InGI F. VIlHJálMSSOn
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
Beðinn um að
gjaldfella skuld
Sverrir segir frá því á
nýrri heimasíðu sinni
að Kjartan hafi beðið
sig um að gjaldfella
skuldir Styrmis.
„lasmeyr, hækilbjúg-
ur og hældreginn“
Sverrir segir að Kjartan
hafi gengið af fundi
sínum „lasmeyr, hækil-
bjúgur og hældreginn“.
Skuldum vafinn ritstjóri
Skuldir hafa, að sögn Sverris,
að minnsta kosti tvívegis
orðið til þess að forysta
Sjálfstæðisflokksins hefur
reynt að knésetja Styrmi.
Evrópusinnar úr
Sjálfstæðis-
flokknum
Benedikt Jóhannesson, fram-
kvæmdastjóri Talnakönnun-
ar, sagði í Silfri Egils í gær að
fylkingar innan Sjálfstæðis-
flokksins með og á móti að-
ildarumsókn að Evrópusam-
bandinu hefðu verið jafnar
síðastliðið haust. Nú væri varla
nema þriðjungur og jafnvel að-
eins fjórðungur flokksmanna
hlynntur aðildarumsókn.
Ástæðuna sagði Benedikt vera
þá að fylgismenn aðildarum-
sóknar innan flokksins hefðu
snúið sér annað.
Hávaði og
partístand
Aðfaranótt sunnudags var er-
ilsöm hjá lögreglunni á höf-
uðborgarsvæðinu; mikið var
um útköll í heimahús vegna
hávaða og partístands og sjö
einstaklingar gistu fanga-
geymslur.
Ekkert stórvægilegt átti
sér þó stað á höfuðborgar-
svæðinu sem lögreglan þurfti
að skipta sér af. Þrátt fyrir
nokkurn mannfjölda í mið-
bæ Reykjavíkur fór skemmt-
anahald þar fram án teljandi
vandræða.
Unglingar lenda
í lögreglunni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv-
aði í fyrrinótt 16 ára ökumann
en eins og alþjóð veit fá íslenskir
unglingar ekki ökuréttindi fyrr
en þeir eru 17 ára. Annars var
frekar rólegt hjá lögreglunni á
Suðurnesjum.
Einn maður gisti þó fanga-
klefa hjá lögreglunni á Suður-
nesjum vegna ölvunar og óláta.
Einnig voru höfð afskipti af
þremur ölvuðum ungmennum á
aldrinum 15 til 16 ára.
Vill sameina
ráðuneyti
Össur Skarphéðinsson utan-
ríkis- og iðnaðarráðherra vill
sameina ráðuneyti iðnaðar,
sjávarútvegs og landbúnaðar
í einu ráðuneyti sem væri at-
vinnuráðuneyti. Þetta kom fram
í máli hans í þættinum Kosn-
ingagrillið á Útvarpi Sögu. Jafn-
framt vill hann færa eftirlit og
vöktun auðlinda frá áðurnefnd-
um ráðuneytum yfir til umhverf-
isráðuneytisins. Þetta er á meðal
víðtækra sparnaðarhugmynda
ráðherrans sem einnig vill láta
dómsmálaráðuneytið og sam-
gönguráðuneytið renna saman.
Össur nefndi einnig samruna
ríkisfyrirtækja í hagræðingar-
skyni.