Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Blaðsíða 15
mánudagur 20. apríl 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Þórir Hergeirs- son, 45 ára Selfyssingur.“ Hvernig er að alast upp á Selfossi? „mjög gott. Flottur staður fyrir börn og unglinga.“ Hvað drífur þig áfram? „lífsgleð- in.“ Hvað hefur þú verið búsettur lengi í Noregi? „Frá árinu 1986. Ætlaði að vera í 2–3 ár en hef verið hér síðan.“ Hver er helsti munurinn á Noregi og Íslandi? „noregur er náttúrlega miklu stærra land, með fleira fólk og mikla olíu.“ Þjálfaðir þú hér heima? „Ég þjálfaði yngri flokka á Selfossi í 5-6 ár, hugsa að ég hafi byrjað í kringum 16 ára aldurinn. Handboltinn var frekar ung íþrótt þá á Selfossi og við eldri strákarnir þurftum því að koma snemma inn í þjálfun þeirra yngri.“ Hver er lykillinn að hinum ótrúlega góða árangri norska kvennalandsliðsins? „Samfellan í þjálfarateyminu er aðalástæðan. Sem dæmi hafa einungis tveir þjálfarar þjálfað liðið síðustu 23 ár og teymisvinnan er mikil.“ Finnurðu fyrir aukinni pressu nú þegar þú ert orðinn aðal- þjálfari liðsins? „Það er náttúrlega alltaf mesta pressan á þeim sem ber aðalábyrgð á árangrinum. Og það er ætlast til þess í noregi að kvennaliðið sé á palli á öllum mótum. annars finn ég ekki mikinn mun því ég hef alltaf tekið þetta alvarlega og verið í teymi með marit Brevik [fráfarandi þjálfara] þar sem ég hef fengið mikla ábyrgð.“ Verða breyttar áherslur undir þinni stjórn? „Sjálfsagt einhverjar, já.“ Hvernig er að fylgjast með efna- hagshruni Íslands úr fjarlægð? „Ekki skemmtilegt. En íslendingar eiga eftir að vinna sig út úr þessum erfiðu tímum.“ Einhver skilaboð heim til Íslands? „Bara að drífa sig í að fá olíuna upp. Það er ekki eftir neinu að bíða!“ Er spilling á Íslandi? „Já, ég myndi segja það. Sérstaklega í pólitíkinni.“ StEiNdór EiNarSSoN 17 ára nEmi „Já, heldur betur.“ SVala dÍS Sigurðardóttir 18 ára nEmi „Það er spilling alls staðar.“ Birkir FaNNar EiNarSSoN 21 árS nEmi „Ég veit það ekki.“ ElÍN Halla HólmFrÍðardóttir 18 ára nEmi Dómstóll götunnar Þórir HErgEirSSoN var ráðinn þjálfari heims- og ólympíumeistara norðmanna í kvennahandbolta fyrir helgi. Þórir hefur síðustu ár gegnt stöðu aðstoðarþjálfara liðsins. Upp með olíUna „Örugglega.“ BjarNi BErNHarður 59 ára liStamaður maður Dagsins Upphrópanir bergmála í stað vitrænnar umræðu. Glímutök kosningabaráttunnar eru nú í algleymingi og brennidepill stjórnmálanna skekst á milli góðu og vondu kallanna. Óvíst er um nauð- synlegar lagfæringar á stjórnarskrá, stefna flokkanna til framtíðar er óskýr svo ekki sé meira sagt og óviss- an um komandi vegferð algjör. Eng- inn stjórnmálaflokkur virðist tjalda lengur en til einnar nætur. Vinstri stjórn blasir við eftir kosn- ingar, Sjálfstæðisflokkurinn hennar sterkasti atkvæðasmali. Vinstri öfl- in tvö hafa marglýst yfir samstarfi og segjast boðberar lýðræðisumbóta og upplýsingar. Hvers vegna semja foringjar þessara flokka ekki sátt- mála fyrir kosningar svo lýðum sé ljóst hvað skal gera? Kjósendur eru í lausu lofti með brýn mál eins og efnahagsvanda heimilanna, vexti og verðtryggingu, eignarhald auðlinda, hvernig útfæra á breytingar á fisk- veiðistjórnuninni, Evrópumálin og stjórnskipulag. Ekkert liggur fyrir þó margt hafi borið á góma. Sameigin- legt stefnu- og vinnuplagg yrði þakk- látt verk og góður leiðarvísir í fram- haldinu. Varðandi framhaldið er gott að horfa til nýafstaðinna hremminga. Þegar íslenska hagkerfið hrundi hætti einkavæðingin að vera einka- væðing og varð að ríkisvæðingu með tilheyrandi skuldbindingum fyrir ís- lenskan almenning. Starfsbyrjunar- samningar, starfsfríðindi, starfsloka- samningar, innantökur og yfirtökur, allt klabbið sem engum kom við varð að allsherjarsameign þjóðar sem aldrei var spurð. Fyrir okkar hönd svöruðu Bretarnir strax með álagn- ingu hryðjuverkalaga og fengu heilt ríkjabandalag í lið með sér þegar umleitanir hinnar ógæfusömu þjóð- ar bar á góma. Íslenskur almenning- ur skyldi borga blekkingarleik sam- landa sinna á útlenskri grundu, að öðrum kosti fengju þeir ekki græn- an úr gjaldeyrissjóðnum alþjóðlega, bjarghringnum sem Ísland tók þátt í að koma á flot endur fyrir löngu. Þetta margumtalaða ríkjabandalag meinaði Íslendingum að leita rétt- ar síns vegna blekspýju eins stærsta kolkrabbans sem þar svamlar. Og nú sitjum við uppi með fúlgur til að geta borgað öðrum sínar töpuðu fúlgur og himinhátt vaxtastig til hjálpar lán- ardrottnum. Þetta kallast alþjóða- samstarf og samkvæmt yfirlýsing- um stjórnmálamanna eina bjargráð hinnar óupplýstu þjóðar. En hvernig kveikjum við hér ljós að nýju? Við gætum til dæmis selt hinni landlausu þjóð, Palestínu- mönnum, Reykjanesskagann og þeir þar stofnað sitt eigið ríki. Alþjóða- samfélagið hlýtur að taka slíku til- boði fagnandi og söguþjóðin gæti í einu vetfangi breytt mínus í plús. Líka má reka gjaldeyrissjóðinn af landi brott, taka slaginn við tjallann og lánardrottna, lifa á landsins gögn- um og hefja okkur þannig til flugs. Allavega, í ljósi viðbragða Evrópu- ríkjanna gangnvart þjóð í neyð, fæ ég ekki séð að þau láti sig hag íslensks almennings miklu varða. Sá kostur, að taka skellinn og síðan kúrsinn, er langt í frá auðveldur en myndi veita þjóðinni landsýn. Tökum skellinn kjallari lÝður ÁrNaSoN heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Vinstri stjórn blasir við eftir kosningar, Sjálf- stæðisflokkurinn hennar sterkasti atkvæðasmali.“ mynDin miSgott aðgENgi mnd-félagið stóð í gær fyrir athugun á aðgengi fyrir fólk í hjólastólum á kosningaskrifstofum í reykjavíkurkjördæmunum. rakel Ósk Sigurðardóttir ljósmyndari fylgdist með og komst að því að þó einhverjir geri ráð fyrir hjólastólum á skrifstofunum er almenna reglan sú að fólk í hjólastólum virðist ekki velkomið. myNd rakEl óSk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.