Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Qupperneq 17
mánudagur 20. apríl 2009 17Sport
Tveir farseðlar í boði í úrsliTin Fjendurnir í Fram og Val geta tryggt sér sæti í úrslitaeinvígi
n1-deildar karla í kvöld þegar leikir tvö í undanúrslitaeinvígunum fara fram. Valsmenn sem unnu HK-inga sann-
færandi á heimavelli fara í digranesið og geta með sigri komist í úrslit. Framarar sem unnu ríkjandi deildar- og
íslandsmeistara Hauka óvænt að ásvöllum geta einnig komist í úrslit vinni þeir sigur í kvöld. leikur tvö milli
Fram og Hauka fer fram í Framhúsinu í Safamýri. Valsmenn höfðu undirtökin mestallan leikinn gegn
HK og spiluðu gífurlega sterka vörn. Þá var Ólafur Haukur gíslason frábær í Valsmarkinu. að ásvöll-
um höfðu Haukar sex marka forskot, 17-11, snemma í seinni hálfleik en mögnuð endurkoma
Framara tryggði þeim góðan sigur. Viggó Sigurðsson, þjálfari Fram, verður kominn aftur á
hliðarlínu sinna manna en hann tók út leikbann gegn Haukum í fyrsta leiknum.
Red Bull-liðið fagnaði sínum fyrsta
sigri frá því það kom í Formúlu 1 í
gærmorgun þegar Sebastian Vettel
brunaði fyrstur í mark. Kappakstur-
inn fór fram í Sjanghæ í Kína í mikilli
rigningu en sigur Vettels er sá annar
hjá honum. Hann sigraði í fyrra fyrir
Toro Rosso, einnig í mikilli rigningu,
en eins og hans helsta stuðnings-
manni, Michael Schumacher, virðist
Þjóðverjanum unga líða vel á blautri
brautinni.
Dagurinn varð enn betri fyrir Red
Bull sem vann tvöfaldan sigur. Ástr-
alinn Mark Webber kom annar í
mark eftir að hafa þotið fram úr sig-
urvegara síðustu tveggja móta, Jen-
son Button á Brawn. Button heldur
því góðri forystu í keppni ökuþóra.
Hann er með tuttugu og eitt stig,
sex meira en samherji hans, Rubens
Barrichello. Sebastian Vettel og Timo
Glock koma því næstir með tíu stig.
Brawn GP hefur afgerandi forystu
í keppni bílasmiða með 36 stig en
næst kemur Red Bull með nítján og
hálft stig.
Ferrari gekk engu betur en í síð-
ustu keppnum. Heimsmeistarinn
frá því 2007, Kimi Raikkonen, náði
tólfta sæti en hann hefur ekki byrj-
að verr frá því 2001. Felipe Massa féll
úr keppni með bilað rafeindakerfi en
hvorugur Ferrari-ökuþóranna hefur
hlotið stig í fyrstu þremur keppnun-
um.
Öllu betur gekk hjá McLaren sem
komst í fyrsta skiptið nær klakk-
laust frá keppni. Þó heimsmeistar-
inn Lewis Hamilton hafi gert mikið
af akstursmistökum náði hann sjötta
sætinu. Finninn Heikki Kovalainen,
liðsfélagi hans, gerði einum betur og
nældi sér í fimmta sætið. Ein keppni
er eftir áður en keppnisliðin komast
til Evrópu. Næsta keppni fer fram í
Barein um næstu helgi.
tomas@dv.is
Sebastian Vettel sigraði í Kína-kappakstrinum:
snillingur í rigningu
umSjÓn: tÓmaS ÞÓr ÞÓrðarSon, tomas@dv.is / sport@dv.is
enska úrvalsdeildin
Aston Villa - West Ham 1–1
1-0 Emile Heskey (11.), 1-1 Diego Tristan (85.).
Middlesbrough - Fulham 0–0
Portsmouth - Bolton 1–0
1-0 Nwankwo Kanu (79.).
Stoke - Blackburn 1–0
1-0 Liam Lawrence (75.).
Sunderland - Hull 1–0
1-0 Djibril Cisse (45.).
Tottenham - Newcastle 1–0
1-0 Darren Bent (24.).
Man. City - WBA 4–2
1-0 Robinho (8.), 2-0 Nedum Onuoha (21.), 2-1
Chris Brunt (37.), 2-2 Chris Brunt (54.), 3-2 Elano
(56. víti), 4-2 Daniel Sturridge (90.).
Staðan
Lið L U J t M St
1. man. utd 31 22 5 4 54:21 71
2. liverpool 32 20 10 2 59:21 70
3. Chelsea 32 20 7 5 55:20 67
4. arsenal 32 17 10 5 54:28 61
5. aston V. 33 15 9 9 49:43 54
6. Everton 32 14 10 8 47:34 52
7. West Ham 33 12 9 12 38:37 45
8. Fulham 33 11 11 11 33:28 44
9. tottenh. 33 12 8 13 39:36 44
10. man. C. 33 12 5 16 51:44 41
11. Wigan 32 11 8 13 31:36 41
12. Stoke 33 10 9 14 33:48 39
13. Bolton 33 11 4 18 39:50 37
14. portsm. 32 9 10 13 35:48 37
15. Sunderl. 33 9 8 16 31:43 35
16. Hull 33 8 10 15 36:56 34
17. Blackb. 33 8 10 15 35:55 34
18. m. Boro. 33 7 10 16 25:47 31
19. newcas. 33 6 12 15 37:53 30
20. WBa 33 6 7 20 30:63 25
Championship
Ipswich - Norwich 3–2
Sheff. Wed. - Southampton 2–0
Reading - Barnsley 0–0
Swansea - Bristol City 1–0
Charlton - Blackpool 2–2
Nott. Forest - Coventry 1–0
Preston - Cardiff 6–0
Plymouth - Doncaster 0–3
C. Palace - Derby 1–0
Wolves - Q.P.R. 1–0
Watford - Birmingham 0–1
Staðan
Lið L U J t M St
*1. Úlfarnir 44 26 8 10 78:51 86
2. Birming. 44 22 14 8 51:34 80
3. Sheff. utd 43 21 13 9 63:38 76
4. Cardiff 43 19 16 8 63:47 73
5. reading 43 19 14 10 67:38 71
6. Burnley 43 19 12 12 65:58 69
7. Swansea 44 16 20 8 63:48 68
8. preston 44 19 11 14 62:52 68
9. Ipswich 44 15 15 14 57:52 60
10. Bristol C. 44 15 15 14 53:49 60
11. Q.p.r. 44 15 15 14 41:42 60
12. Sheff. W. 44 15 12 17 49:57 57
13. C. palace 44 15 11 18 52:53 56
14. doncas. 44 16 7 21 40:52 55
15. Covent. 43 13 14 16 43:52 53
16. Watford 44 14 10 20 62:69 52
17. Blackp. 44 12 16 16 45:57 52
18. derby 43 13 12 18 53:62 51
19. plymth. 44 13 11 20 43:55 50
20. nott. F. 44 12 13 19 46:63 49
21. Barnsley 43 12 11 20 41:55 47
22. norwich 44 12 10 22 55:64 46
23. South. 44 10 14 20 43:64 44
24. Charlton 43 7 14 22 46:69 35
*Úlfarnir eru komnir í úrvalsdeildina.
enski bikarinn
Arsenal - Chelsea 1–2
0-1 Theo Walcott (18.), 1-1 Florent Malouda (33.),
2-1 Didier Drogba (84.).
Man. United - Everton 0–0
Everton sigraði 4-3 í vítaspyrnukeppni.
Úrslitaleikur Chelsea og Everton fer fram á
Wembley-leikvanginum 30. maí.
Það verður blátt um að lítast á
Wembley-leikvanginum 30. maí
þegar úrslitaleikur ensku bikar-
keppninnar fer fram. Chelsea og
Everton munu leika til úrslita en
bæði höfðu þau betur í undanúr-
slitaviðureignum sínum um helg-
ina. Chelsea lagði Arsenal 2-1 þar
sem Didier Drogba skaut sínum
mönnum áfram undir lok leiksins á
meðan vítaspyrnukeppni þurfti til í
daufum leik Manchester United og
Everton.
Margir hvíldir
Manchester United á mikilvæg-
an leik á miðvikudaginn í deild-
inni gegn Portsmouth. Það mæt-
ir svo Tottenham á laugardaginn
eftir það og var augljóst í gær hvar
áhersla Sir Alex Ferguson liggur.
Hann hvíldi urmul lykilmanna í
gær en í lið United vantaði Van Der
sar, Gary Neville, Patrice Evra, Mi-
chael Carrick, Ronaldo, Rooney
og fleiri. Því fengu Darron Gibson,
Federico Macheda og Danny Wel-
beck óvænt tækifæri.
Everton stillti upp sínu sterkasta
liði enda staðráðið í að komast í úr-
slit í fyrsta skiptið í fjórtán ár. Síðast
þegar Everton lék á Wembley lagði
það einmitt Man. United í úrslita-
leik, 1-0, árið 1995.
Stefndi alltaf í vító
Hvorugt liðanna, United eða Ever-
ton, tók neina áhættu enda Eng-
landsmeistararnir með marga lyk-
ilmenn frá og mikið var undir hjá
Everton. Leikurinn stefndi alltaf í
vítaspyrnukeppni enda lítið að ger-
ast í leiknum og færin ekki mörg.
Man. United hafði fyrir gærdaginn
unnið þrjár vítaspyrnukeppnir í röð
á Wembley, þar af tvær í ár, og blés
nú byrlega þegar Tim Cahill þrum-
aði knettinum yfir markið.
Gamli United-markvörðurinn
Tim Howard varð svo hetja Evert-
on þegar hann varði tvær spyrnur
frá United-mönnum. Aðra laflausa
frá Dimitar Berbatov og hina frá
Rio Ferdinand. Varnarjaxlinn Phil
Jagielka skaut svo Everton í úrslit.
Manchester United hefur nú leik-
ið 330 mínútur á Wembley í ár án
þess að skora og því ánægjulegt
fyrir hlutlausa áhorfendur að það
verður ekki í úrslitaleiknum.
Drogba hetjan
Didier Drogba hefur svo sannar-
lega fundið fjölina sína undir stjórn
Guus Hiddink hjá Chelsea. Hann
skoraði sigurmark liðsins á Wemb-
ley á laugardaginn og skaut liðinu í
úrslitaleikinn. Theo Walcott hafði
komið Arsenal yfir snemma leiks
en Florent Malouda jafnað fyrir
Chelsea. Drogba er ekki sami mað-
urinn og fyrr á leiktíðinni en hann
gerði varnarmönnum Arsenal lífið
leitt allan leikinn og skoraði sigur-
markið af mikilli yfirvegun.
„Þetta var alveg magnað,“ sagði
Guus Hiddink, stjóri Chelsea, eftir
sigurinn og hrósaði Drogba mik-
ið. „Drogba er að spila marga leiki,
á þriggja til fjögurra daga fresti og
hann spilar allan tímann. Maður
getur ekki metið framherja bara á
mörkunum. Hann getur gert marga
aðra hluti fyrir liðið,“ sagði Hiddink
sem getur enn unnið þrjá titla með
Chelsea.
tÓMaS ÞÓR ÞÓRðaRSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Bikarinn
málaður Blár
Það verða Chelsea og Everton sem bítast um enska bikarinn í úrslitaleik í maí.
Chelsea lagði granna sína í Arsenal í undanúrslitum á meðan vítaspyrnukeppni
þurfti til þegar Everton hafði betur gegn Manchester United.
Frábær didier drogba að skora
sigurmarkið gegn arsenal.
MynD aFP
Phil neville Skoraði í vítaspyrnukeppninni og
komst í úrslit á kostnað sinna gömlu liðsfélaga.
MynD aFP
Fyrsti og annar sigur Sigur
Vettels í Sjanghæ var númer tvö
hjá honum. Sá fyrsti hjá red Bull.
MynD aFP