Dagblaðið Vísir - DV - 20.04.2009, Qupperneq 21
mánudagur 20. apríl 2009 21Fókus
á m á n u d e g i
Hvað veistu?
1. Kvikmyndahátíðin Bíódagar hófst í Háskólabíói um
helgina. Opnunarmyndin er íslensk, hvað heitir hún?
2. Frambjóðandi Samfylkingarinnar keyrir um á jeppa
sem 365 á. Hver er maðurinn?
3. Hver var valinn mikilvægasti leikmaður úrslitakeppni
íslandsmótsins í körfuknattleik sem lauk í síðustu viku?
Útskriftar-
sýning LHÍ
Vídeóskúlptúrar, ljósmyndir, furðu-
verur, hljóðbókhlaða, veggflísar,
maríubjalla, innsetningar, útiverk,
friðasúlur og besti vinur mannsins.
Þetta og margt fleira getur að líta á
útskriftarsýningu nemenda mynd-
listardeildar og hönnunar- og arki-
tektúrdeildar Listaháskóla Íslands
sem opnuð verður á Kjarvalsstöð-
um á fimmtudaginn, sumardaginn
fyrsta, klukkan14. Í ár eru um sjötíu
útskriftarnemendur sem sýna verk
sín, meirihlutinn í hönnunar- og
arkitektúrdeild en aðrir í myndlistar-
deild. Sýningin stendur til 3. maí og
er opin daglega frá klukkan 10 til 17.
Aðgangur er ókeypis. Meðfylgjandi
mynd er frá útskriftarsýningunni á
Kjarvalsstöðum í fyrra sem fjölmarg-
ir sóttu.
kaLLað á end-
urfLutning
Einleikurinn Ódó á gjaldbux-
um eftir Ásdísi Thoroddsen og í
hennar leikstjórn var frumsýnd-
ur í Hafnarfjarðarleikhúsinu
í gær. Verkið er þjóðleg hroll-
vekja skrifuð árið 2005 en kveikja
einleiksins var andrúmsloftið í
þjóðfélaginu á þeim tíma, ekki
síst viðtöl í fjölmiðlum við út-
rásarvíkinga. Einleikurinn var
fluttur í Útvarpsleikhúsinu 2007
undir heitinu Kvöldstund með
Ódó. Jóhanna Vigdís Arnardóttir
fór þá með hlutverk ódæðunn-
ar en nú fer Þórey Sigþórsdóttir
með hlutverk hennar. „Sérstakar
aðstæður íslensku þjóðarinnar
kölluðu á endurflutning,“ segir í
tilkynningu. Næstu sýningar eru
á fimmtudag og laugardag og er
miðasala á midi.is og í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu.
ÖfLug
kiLjuÚtgáfa
JPV-útgáfa ryður út kiljum þessa
dagana. Fimm kiljur sem nutu nokk-
urra vinsælda í innbundnum útgáf-
um fyrir jól hafa komið út síðustu
daga. Þetta eru 10 ráð til að hætta að
drepa fólk og byrja að vaska upp eftir
Hallgrím Helgason, Sjöundi sonur-
inn eftir Árna Þórarinsson, Dóttir
myndasmiðsins eftir Kim Edwards,
Bókaþjófurinn eftir Markus Zusak
og loks spennusagan Fundið fé eftir
sænska lögfræðinginn Jens Lapidus.
Þá kom út í kiljuformi í síðustu viku
bókin Dóttir hennar, dóttir mín, sem
ekki hefur áður komið út á íslensku.
Bókin er eftir Dorothy Koomson sem
notið hefur mikilla vinsælda í Bret-
landi en þetta er fyrsta bók hennar
sem þýdd er á íslensku.
Maður hefur svo sem aldrei spáð al-
mennilega í stera. Maður sér þetta
við og við í fréttunum, og svo held-
ur maður að menni fái lítið typpi
og verði skapvondir af þessu. Þeg-
ar maður horfir á Bigger Stronger
Faster kemst maður hins vegar að
því að það er haugalygi. Svona rétt
eins og þegar okkur er talin trú um
að sígarettur og áfengi séu skaðm-
inni efni en kannabis. Chris Bell,
sögumaður og aðalstroff myndar-
innar er nett vöðvatröll. Hann hef-
ur aldrei eitrað (notað stera) vegna
þess að honum finnst það óheið-
arlegt. Bræður hans hinsvegar eru
báðir á djúsnum og ná miklu betri
árangri en hann. Reynir hann því að
komast að nákvæmlega hver áhrif
stera eru og hversu útbreiddir þeir
eru. Bell kemst að ýmsu á ferðalagi
sínu, talar meðal annars við virta
lækna og sérfræðinga, sem spyrja
heiðarlega; hvernig geta sterar bætt
þá sem eru veikir fyrir, en eiga svo
að hafa neikvæð áhrif á hina? Þá
fjallar hann um hið tvöfalda siðgæði
Bandaríkjamanna, þjóðarinnar sem
bannar steranotkun, en hverrar for-
seti ræður Arnold Scwharzenegger
til að vera lýðheilsuráðgjafi sinn. En
Arnold segir opinberlega að hann
myndi ekki hika við að nota stera,
ætti hann að endurtaka lyftingaferil
sinn. Chris er stórgóður heimildar-
myndagerðarmaður, sem hikar ekki
við að spyrja erfiðra spurninga þeg-
ar þess þarf. Bigger Stronger Faster
er ekki aðeins heimildarmynd um
intressant efni, heldur heimild um
ákveðið lífsviðhorf. Vöðvadraum-
urinn. Muscle Beach í Kaliforníu,
Golds-Gym. Afhjúpanir á lyfjanotk-
un bandarískra íþróttamanna. Sjáið
þessa, hún er illa feit á því. Og djöf-
ull langar mig að dæla í mig testa,
deka, HGH, you name it.
Dóri DNA.
Óþægilega steraður sannleikur
Þar sem bæði Svíar og vampírur eru
fórnarlömb alls kyns fordóma er hætt
við því að fólk sniðgangi umhugsun-
arlaust bíómynd sem sameinar þessi
tvö fyrirbæri. Þess vegna er best að
taka það fram áður en lengra er hald-
ið að sænska vampírumyndin Låt den
rätte komma in er alveg hreint frábær
bíómynd og skipar sér í flokk með
allra bestu blóðsugumyndum sem
gerðar hafa verið.
Låt den rätte komma in segir frá
Óskari, álkulegum, einmana og ut-
angátta dreng sem elst upp í hrörlegu
úthverfi Stokkhólms árið 1982. Hann
er lagður í einelti og á undir högg að
sækja en líf hans tekur dramatískum
breytingum þegar jafnaldra hans,
hin dularfulla Eli, flytur í næstu íbúð.
Óskar verður bálskotinn í Eli sem
virðist vera alger himnasending þar
sem hún gefur Óskari styrk til þess að
standa uppi í hárinu á eineltispúkun-
um. Hún er þó ekki öll þar sem hún
er séð. Hún þolir ekki sólarljós, hefur
andstyggð á mat og getur ekki geng-
ið inn í herbergi nema henni sé boðið
sérstaklega inn. Óskar kemst síðan að
því að kærastan hans er búin að vera
12 ára svolítið lengi og tryggir sér eilífa
æskuna með því að bíta fólk í hálsinn
og drekka úr þeim allt blóð.
Þegar Óskar kynnist Eli býr hún
með eldri manni sem er henni til
halds og trausts og ber í hana blóð
sem hann hefur tappað af ungu fólki
sem hann hefur hengt upp á hvolf og
skorið á háls. Lögreglan er því á hött-
unum eftir raðmorðingja og auðvitað
hvarflar ekki að neinum að í raun sé
alvöru vampíra að terrorísera Stokk-
hólm og nærsveitir. Þar sem við erum
með annan fótinn í alvöru hryllingi
en hinn í sænskum sósíalraunveru-
leika eru allar persónur ósköp mann-
legar og um leið klaufalegar þannig
að þjónn Eliar lendir í klóm yfirvalda.
Þegar Eli hefur misst þennan Ren-
field sinn vandast málin þar sem það
fer ekki fram hjá mörgum þegar 12
ára unglingur trylltur af blóðþorsta
fer að drekka úr gestum hverfisbars-
ins. Hringurinn þrengist því um litlu
vampíruna og dauðlegan kærastann
hennar sem sjálfur stendur í bölvuðu
stappi þar sem eineltispúkarnir gera
gagnárás tvíefldir eftir að hann fór að
ráðum blóðsjúgandi kærustunnar og
svaraði áreiti þeirra með ofbeldi.
Styrkur þessarar dásamlegu mynd-
ar er fyrst og fremst fólginn í angur-
værri fegurð hennar. Þetta er ósköp
snotur og falleg ástarsaga tveggja
unglinga með sterka undirtóna
vampírismans í bakgrunninum. Til
einföldunar má segja að Låt den rätte
komma in sé einhvers konar „Eð-
varð Ingólfsson meets Stephen King“
dæmi. Þetta fallega samband Óskars
og Eli er nefnilega auðvitað nett per-
vertískt þar sem það segir sig sjálft að
eitthvað sjúkt hlýtur að búa að baki í
tilfinningasambandi 12 ára stráks og
blóðsugu sem getur þess vegna verið
mörghundruð ára þótt hún sé í 12 ára
líkama.
Þeir sem þekkja til vampíra vita
líka að þeim er ekki vel treystandi og
áhorfandinn hlýtur að spyrja sig út alla
myndina hvað Eli gangi raunverulega
til með því að leggja lag sitt við Óskar.
Elskar hún hann í alvörunni? Eða er
hún kannski bara að krækja sér í nýj-
an framtíðarþjón til að færa sér ylvolgt
mannablóð í bensínbrúsa?
Lögin í þessari sögu eru svo mörg
að hún verður bara dýpri og dýpri eftir
því sem frá líður og hún sækir á mann
löngu eftir að maður hefur stigið út úr
bíóinu. Slíkt gera auðvitað bara góðar
bíómyndir og mjög góðar hryllings-
myndir og Låt den rätte komma in er
bæði.
Sagan er frábær, sögð á skemmti-
legan hátt og vampíran hefur sjald-
an verið jafn trúverðug og þegar hún
dúkkar upp í líki 12 ára, fölrar og
dökkhærðrar stelpu í Svíaríki. Stór-
leikur krakkanna í aðalhlutverkum
gulltryggir svo að myndin hitti mann
beint í hjartastað en maður man varla
eftir öðrum eins tilþrifum hjá ungum
byrjanda og Lina Leandersson sýnir í
hlutverki blóðsugunnar. Kåre Hede-
brant er líka frábær í hlutverki Ósk-
ars en Lina toppar allt þegar hún um-
turnast á augnabliki úr 12 ára stelpu í
blóðþyrst villidýr.
Stundum eru skræfum og við-
kvæmum sálum bent á að sniðganga
ákveðnar hryllingsmyndir en í þessu
tilfelli er rétt að vara fólk við því að
missa af Låt den rätte komma in. Hún
er svo miklu meira en hryllingsmynd
og fólk sem almennt leggur á flótta
undan blóðsugum ætti að kasta sér í
faðm Eliar. Hún bítur ekkert voðalega
fast en maður verður samt ekki samur
maður á eftir.
Þórarinn Þórarinsson
banvænt
krÚtt Hin 14 ára gamla Lina Leandersson Sýnir lágstemmdan stjörnuleik í frumraun sinni á hvíta tjaldinu í hlutverki
vampírunnar eli.
Låt den rätte komma in
Leikstjóri: Tomas alfredson
Aðalhlutverk: Kåre Hedebrant, lina
leandersson
kvikmyndir
Bigger Stronger FaSter
Leikstjóri: Chris Bell
Aðalhlutverk: Chris Bell, mark Bell og
mike Bell.
kvikmyndir
Vöðvarnir hnyklaðir
Heimild um lífsviðhorf og
viðfangsefni.
Svör: 1. Me & Bobby Fischer 2. Sigmundur Ernir Rúnarsson 3. KR-ingurinn Jón Arnór Stefánsson