Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 6
6 miðvikudagur 29. apríl 2009 Fréttir Úrval-Útsýn fer nýstárlega leið til að nálgast eldri klúbbfélaga með sólarlandaferðir: Fjögur þúsund krónur dagurinn „Það má segja að við séum að ýta á eft- ir fólki sem kannski var ekkert að spá í að fara til útlanda. En þegar það sér hvað þetta er ódýrt þá finnst því þetta mjög spennandi,“ segir Guðrún Sigur- geirsdóttir, framleiðslustjóri hjá Úrval- Útsýn. DV hafði spurnir af nokkrum aðil- um sem höfðu fengið upphringingu frá sölumönnum Úrvals-Útsýnar þar sem þeim var boðin 22 daga ferð til Marm- aris í Tyrklandi fyrir um 90 þúsund krónur. Þegar DV hafði samband við ferðaskrifstofuna fengust þau svör að verið væri að hringja í meðlimi ferða- klúbbsins Úrvalsfólks sem er ætlað- ur 60 ára og eldri. „Þetta er ódýr tími. Þetta er sá tími þar sem er of snemmt að fara í vikulegt flug og þess vegna er hægt að gera svona góða samninga. Þessi hópur, sextíu ára og eldri, fær líka gjarnan betri kjör á hótelum en aðrir,“ segir Guðrún. Sú leið að hringja í fólk vekur athygli og segir Guðrún að upphaflega hafi staðið til að auglýsa ferðina í blaði sem á að koma út á vegum eldri borgara. „En síðan tafðist blaðið og okkur vant- aði hreinlega leið til að ná til fólksins. Þetta er í raun ódýrara fyrir okkur en að senda út fréttablað. Eldra fólk er yfir- leitt ekki með netfang þannig að þetta var talin betri leið en að senda klúbb- meðlimum tölvupóst,“ segir Guðrún. Hún segir þessa markaðsaðferð hafa gengið mjög vel og nánast sé uppselt í ferðina. Hins vegar viðurkennir hún að Úrval-Útsýn hafi almennt fækkað ferðum vegna erfiðs efnahagsástands í samfélaginu. „Við erum búin að draga mikið úr framboði,“ segir hún. erla@dv.is Betri kjör Hótel erlendis bjóða eldra fólki oft betri kjör en öðrum til að laða að þennan kúnnahóp. „Minn skjólstæðingur kom inn í þetta mál af tilviljun. Hann er eng- inn skipuleggjandi eða frumkvöðull að einu eða neinu,“ segir Hilmar Ingi- mundarson, lögmaður yngri manns- ins sem handtekinn var vegna árásar og húsbrots við Mávanes um helg- ina. Tveir menn á þrítugsaldri réðust þar inn á öldruð hjón, héldu þeim í gíslingu og veittust harkalega að kon- unni, auk þess sem þeir fóru ráns- hendi um húsið. Lögreglan þögul „Þetta er hlutur sem á ekki að eiga sér stað. En það eru kannski vissar ástæður fyrir því að þeir fara á akkúr- at þennan stað. Þetta var engin tilvilj- un,“ segir Hilmar. Hann vill þó ekki tjá sig nánar um hvað hann á við með því að þetta hafi ekki verið tilviljun. „Þú verður að spyrja lögregluna um það af hverju þau völdu akkúrat þetta hús,“ segir hann. Ómar Smári Ármannsson, yfir- maður auðgunarbrotadeildar lög- reglunnar á höfuðborgarsvæðinu, getur ekki tjáð sig um þetta atriði sér- staklega. „Þeir handteknu upplýsa þá væntanlega um það ef svo er. Þetta er bara eitt af þeim atriðum sem við erum að skoða,“ segir hann. Árásarmennirnir tveir voru í gær úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 19. maí. Tvær konur voru einnig hand- teknar en þeim var sleppt í gær. Önn- ur þeirra hefur játað aðild að málinu. Tekin af lífi Mennirnir tveir hafa verið fluttir upp á Litla-Hraun þar sem þeir eru vistað- ir. Hilmari finnst ekki réttlætanlegt að mennirnir þurfi að sitja í gæsluvarð- haldi í þrjár vikur. „Mér finnst það nú ekki. Þetta er byggt á einhverju sem menn kalla almannahagsmuni. Ég er ekki sammála því og mótmælti kröf- unni á þeim grundvelli,“ segir Hilm- ar. Hann segir skilgreiningu á al- mannahagsmunum vera heldur á reiki. „Ég held að þessu atriði hafi fyrst og fremst verið beint að terror- istum og slíkum aðilum, en ekki máli sem þessu. Mér finnst þetta mál hafa verið afvegaleitt af fjölmiðlum og lög- reglu,“ segir hann. Spurður hvað hann eigi við með því segir Hilmar: „Mér finnst talað um þetta með þeim hætti að þetta sé svo hryllilegur glæpur og það verði að taka mjög hart á þessu, eins og það er orðað. Það er verið að mynda ákveðið almenningsálit gegn þessu blessaða fólki. Þetta er ungt fólk sem á framtíð- ina fyrir sér, sem verður á. Mér finnst nánast eins og það sé verið að taka þetta fólk af lífi,“ segir hann um sak- borningana í málinu. Lamin í höfuðið Konan sem varð fyrir árásinni sagði í samtali við DV í gær að þetta hefði verið mikið áfall. „Sérstaklega þar sem ég var lamin mikið í höfuðið. Ég er með marbletti og andlitið er mjög blóðhlaupið eftir þetta,“ sagði konan. Hún er á áttræðisaldri og eiginmaður hennar tæplega níræður. Mennirnir tveir börðu dyra hjá þeim hjónum í Mávanesinu seint á laugardagskvöldið. Þeir voru hettu- klæddir og með klút fyrir andlitinu. Eiginmaðurinn fór til dyra þar sem honum var mætt með hótunum og ógnað með hnífi. Hilmar Ingimundarson, lögmaður yngri mannsins sem handtekinn var vegna árásar í Mávanesi um helgina, segir það enga tilviljun að mennirnir fóru inn á þetta tiltekna heimili. Hann bendir á að árásarmennirnir séu ungt fólk sem einfaldlega varð á og honum finnist eins og þeir hafi verið teknir af lífi af lögreglu og fjölmiðlum. AfsAkAr gjörðir ÁrÁsArmAnnA „Það eru kannski viss- ar ástæður fyrir því að þeir fara á akkúrat þennan stað.“ ErLa HLynsdóTTIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is neytendur sviðsljós dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 28. apríl 2009 dagblaðið vísir 67. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 þetta var ekkert nætur- blogg stjörnuveisla samkynhneigðra með ofurlaun í greiðslustöðvun logið upp á ásdísi rán búlgarskir miðlar segja hana flutta úr landi fólk fréttir lúxusbíll bankamanns til sölu 21 mil ljón fréttir neytendur græða á esb hjónin í ArnArnesárásinni óttuðust um líf sitt: ÉG HÉLT HANN MYNDI DREPA MIG konan barin í höfuðið svo sér á henniallt að sextán ára fangelsi fyrir árásina innbrotsþjófar ógnuðu með hnífum „ef þið hreyfið ykkur þá skjótum við“ M yn d in er sv ið sett svínaflensan breiðist út um heimsbyggðina erlent fréttir Í gæsluvarðhaldi Árásarmennirnir voru í gær leidd- ir fyrir dómara og úrskurðaðir í þriggja vikna gæsluvarðhald. Þeir hafa verið fluttir á litla-Hraun. Mynd sIgTryggur arI JóHannsson Huldu andlit sín mennirnir huldu andlit sín til að forðast kastljós fjölmiðlanna. lögreglan rannsakar hvernig þeir völdu húsið sem þeir réðust til inngöngu í. 28. ap íl 2009 Þrauka þrátt fyrir útstrikanir Steinunn Valdís Óskarsdóttir heldur sæti sínu á lista Samfylk- ingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður þrátt fyrir 1.443 útstrik- anir í kosningunum síðastliðinn laugardag. Útstrikanirnar hafa því engin áhrif á uppröðun á lista, segir Erla S. Árnadóttir, formaður kjörstjórnar í kjördæminu. Flestar útstrikanir voru hjá Samfylkingunni í kjördæminu; 657 strikuðu út nafn Helga Hjörv- ar og 656 nafn Marðar Árnasonar. 403 kjósendur Sjálfstæðisflokks- ins strikuðu út nafn Sigurðar Kára Kristjánssonar en hann náði ekki kjöri á þing. 300 kjósendur Borgarahreyfingarinnar strikuðu út nafn Þráins Bertelssonar, sem telst hlutfallslega mikið miðað við heildaratkvæðafjölda listans í kjördæminu. fíkniefni í leggöngum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær 28 ára konu í 75 daga fangelsi fyrir að gera tilraun til að smygla fíkniefnum inn á Litla-Hraun þann 3. desember 2008. Þá var hún svipt ökuréttindum ævilangt fyrir að aka bifreið undir áhrifum fíkniefna. Konan reyndi að smygla tæpu grammi af amfetamíni, 0,71 grammi af kókaíni og 10 óþekktum lyfjatöflum inn í fangelsið. Lyfja- töflunum hafði konan komið fyrir í pakkningum í leggöngum sínum. Fyrir dómi játaði konan brot sín greiðlega. Gas á Hverfis- götu Slökkvilið og sjúkrabílar voru kallaðir að Hverfisgötu í Reykjavík í gærmorgun og var götunni lokað fyrir umferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgar- svæðinu mun gaslykt hafa lagt frá húsi að Hverfisgötu 49 sem varð til þess að rannsaka þurfti málið. Engin skýring fannst á gaslyktinni og var umferð aft- ur hleypt um götuna. Skilanefnd fær eignirnar Kyrrsetningu á eignum Glitnis í Noregi, sem staðið hefur frá falli bankans í byrjun október í fyrra, hefur verið aflétt. Það þýðir að skilanefnd bankans fær nú óskorað forræði yfir eignum hans í Noregi, sem eru að and- virði um eitt hundrað milljarðar íslenskra króna. Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, segir þessa niðurstöðu mikilvæga því með henni sé ljóst að hægt verður að standa við allar skuldbindingar bankans í Noregi og hámarka þannig virði eigna. Þá sé jafn- ræðis milli kröfuhafa tryggt en þeir sem kröfðust kyrrsetningar- innar í Noregi þurfa nú eins og aðrir að beina kröfum sínum í þrotabúið á Íslandi og hugsan- legur ágreiningur verður leystur fyrir íslenskum dómstólum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.