Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Síða 8
miðvikudagur 29. apríl 20098 Fréttir „Ógæfa íslensku þjóðarinnar vegna bankahrunsins stafaði ekki nema að hluta vegna glannaskapar hinna svonefndu útrásarvíkinga. Rótin var miklu fremur erfðafyrirkomulag í forystu Sjálfstæðisflokksins.“ Þannig tekur Ólafur Arnarson til orða í nýrri bók sinni, Sofandi að feigðarósi. Ólafur var um skeið fram- kvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðis- flokksins og aðstoðarmaður Ólafs G. Einarssonar í fyrstu ríkisstjórn Dav- íðs Oddssonar eftir 1991. Hann hefur unnið hjá fjölmörgum fjármálafyrir- tækjum hérlendis og erlendis, með- al annars hjá Lehman-bankanum í London fyrir fall hans. Með erfðafyrirkomulagi í forystu Sjálfstæðisflokksins á Ólafur við að með brotthvarfi Davíðs Oddsson- ar úr stjórnmálum hefði ferskt blóð þurft inn í forystu flokksins. Í stað þess hefði tekið við forystunni Geir H. Haarde, „maður sem virtist nán- ast sjúklega hollur sínum gamla leið- toga. Verra var að flokkurinn hans - til skamms tíma stærsti stjórnmála- flokkur landsins - virtist vera í sama sjúklega ástandinu.“ Enn einum bankastjóra hótað Ólafur nefnir dæmi um þetta í bók- inni. Ekki hefur til að mynda áður komið fram með skýrum hætti að Davíð kúgaði Sólon Sigurðsson, bankastjóra Búnaðarbankans, til hlýðni upp úr árinu 2000 þegar Jón Ásgeir Jóhannesson og Baugur gerði fyrstu tilraun til að komast yfir Arcad- ia-verslanakeðjuna í Bretlandi. Davíð fékk þá veður af því að íslensku bank- arnir, þeirra á meðal ríkisbankarnir Landsbankinn og Búnaðarbankinn, höfðu til athugunar að taka þátt í að fjármagna kaupin. Sólon, sem þá var bankastjóri Búnaðarbankans, var einn þeirra sem fékk upphringingu frá Davíð. Ólafur segir Davíð hafi komið sér beint að efninu. „Hann hefði haft af því fregnir að Búnaðarbankinn hygð- ist koma að fjármögnun á kaupum Baugsfeðga á útlendum tuskubúð- um. Þetta litist sér ekki á og myndi ekki láta líðast á sinni vakt. Ráðlegt væri fyrir Búnaðarbankann að kippa að sér höndum í þessu máli; gætu viðbrögð bankans raunar haft áhrif á starfslengd bankastjórnanna. Davíð minnti á að það hefði tekið skamma stund að losna við Sverri Hermanns- son og félaga úr Landsbankanum á sínum tíma. Sólon sagði síðar í góðra vina hópi að hann hefði svo sem ekki þurft að fletta upp orðum for- sætisráðherra til að ráða í merkingu þeirra. Sagist hann aldrei, hvorki fyrr né síðar á langri starfsævi í banka- kerfinu, hafa fengið viðlíka símtal og þetta.“ Ólafur fer ítarlega yfir þjóðnýtingu Glitnis og færir fyrir því rök að Davíð hafi leikið einleik þegar afar alvarleg atburðarás var farin af stað í lok sept- ember. Jafnframt leiðir hann fram í dagsljósið að Davíð missti stjórn at- burðarásinni. Þjóðnýtingin mikla í vaskinn Þjóðnýting Glitnis var aðalfréttin mánudaginn 29. september og fór víða, segir Ólafur. Daginn eftir fór Davíð á ríkisstjórnarfund sem frægt er orðið. Þar lagði hann til að mynd- uð yrði þjóðstjórn. Hann „ráðlagði ráðherrunum að þrefalda mannafl- ann hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra til að hægt væri að rann- saka öll þau glæpaverk em framin höfðu verið í Glitni. Ráðherrar sátu agndofa undir reiðilestri seðla- bankastjórans sem talaði eins og sá sem valdið hefur,“ segir Ólafur í bók sinni. Degi eftir þetta „hringdi Davíð Oddsson í Lárus Welding og var mik- ið niðri fyrir. Taldi hann að mál hefðu ekki þróast eins og ráðgert hafði ver- ið. Nú var Davíð greinilega orðið ljóst að allsherjarlækningin - hið stóra plan hans um þjóðnýtingu - gengi ekki upp. Matsfyrirtækin höfðu öll lækkað lánshæfismat bankanna og íslenska ríkisins jafnskjótt og tilkynnt var um þjóðnýtinguna. Augljóslega var Glitnir og líkast til hinir bankarn- ir líka komnir í miklu stærri vand- ræði en verið hafði.“ Ruglingslegar aðgerðir Seðla- banka Bókarhöfundur bendir á að sér- kennileg óvild Davíðs komi fram víða. Hann bendir á minnisblað sem Seðlabankinn gerði opinbert 23. mars síðastliðinn, en er dagsett 12. febrúar í fyrra eftir fundi Davíðs með bankamönnum og öðrum fjár- málasérfræðingum í London. Ólaf- ur er þess handviss að það sé ritað af Davíð; „málfar og hugtakanotk- un er með þeim hætti að telja verð- ur ólíklegt að þar haldi fagmaður á penna.“ Ólafur segir aðfinnslur höf- undarins furðulegar og hallar undir Landsbankann á kostnað Glitnis og Kaupþings. „Minnisblaðið tekur af öll tvímæli um það að í febrúar 2008 var Seðlabanka Íslands ljóst að allt stefndi í hrun á Íslandi. Samt gerði Seðlabankinn nákvæmlega ekki neitt til að forðast það hrun.“ Síðar segir Ólafur að svo virðist sem ráðherrar, sem meðtóku boð- skap minnisblaðsins, hafi ekki haft miklar áhyggur: „Ekki virðist Seðla- bankinn hafa miklar áhyggjur held- ur því einungis mánuði eftir að þetta minnisblað er lesið upp fyr- ir ráðherra ríkisstjórnarinnar afnam Seðlabankinn bindiskyldu í útibúum íslensku bankanna erlendis. Þar með voru fjarlægðar síðustu hindranirnar sem stóðu í vegi fyrir vexti Icesave- reikninga Landsbankans.“ Seinheppni Geirs Raunar gengur Ólafur svo langt að telja Kastljósviðtalið við Davíð 7. október, „sem virtist einungis ætl- að Íslendingum en setti allt á ann- an endann utan landsteinanna“, vera helstu skýringuna á því að Bret- ar beittu ákvæðum hryðjuverkalaga gegn Landsbankanum með hörmu- legum afleiðingum fyrir allt fjár- málakerfið. Enda hafi breska sendi- ráðið komið efni þess skilmerkilega til stjórnvalda sinna. Forsætisráðuneytið kynnti utan- ríkismálanefnd trúnaðargögn um upphaf bankahrunsins að fengnu samþykki nefndarinnar sem rann- sakar bankahrunið. Einn þeirra þingmanna, sem sat fundinn síðast- liðinn föstudag, segir í samtali við DV að menn hafi varla verið miklu nær um það eftir fundinn hvernig á því stóð að Bretar beittu hryðjuverka- lögunum. En sagði að sú mynd væri að skýrast að helstu orsakir hrunsins væru óhæfir embættismenn, stór og latur valdaflokkur og gráðugir banka- menn. Siv Friðleifsdóttir, Framsókn- arflokki, hefur látið í ljós þá skoðun að forsætisráðherra ætti að hlutast til um að trúnaði verði létt af umrædd- um gögnum. Óvænt birtist Geir H. Haarde á umræddum fundi en hann var hvorki aðalmaður né varamaður í utanríkismálanefnd. Ólafur er sann- færður um að Geir hafi verið sjúklega háður sínum gamla foringja og vísar til landsfundar Sjálfstæðisflokksins í lok mars: „Það er kannski til marks um seinheppni Geirs. H. Haarde í formannsembætti í Sjálfstæðis- flokknum að eitt hans síðasta verk skyldi vera að hleypa Davíð Odds- syni upp í pontu. Menn geta rétt ímyndað sér hvort Davíð Oddsson hefði á formannsárum sínum tekið í mál að einhver fyrrverandi formað- ur flokksins væri að stela senunni á landsfundi. Fyrir vikið lenti svo Geir í þeirri sérkennilegu stöðu að síðasta ávarp hans til sjálfstæðismanna, sem formaður þeirra, var að setja ofan í við fyrrverandi formann fyrir ómak- legar árásir á eigin flokksmenn. Davíð kafsiglir sína menn Ólafur segir aðdraganda banka- hrunsins langan og margþættan. Um árabil hafi verið rekin röng peninga- málastefna. Gjaldeyrisjöfnuður hafi farið úr því að vera í jafnvægi yfir í að vera tæplega 900 milljarðar króna í lok september síðastliðins. „Þetta gerðist með vitund og vilja Seðla- bankans sem stóð í vegi fyrir því að bankarnir fengju að færa reikninga sína í evrum. Slíkt hefði létt miklum þrýstingi af krónunni en yfirstjórn Seðlabankans mátti ekki heyra á þetta minnst.“ Ólafur fullyrðir að með einstrengingslegri afstöðu hafi stjórn bankans grafið undan fjármálakerf- inu þvert gegn skyldum sínum. Eftir samtöl við fagmenn í Seðlabankan- um sé honum ljóst að afstaða bank- ans í þessu efni hafi ekki verið byggð á faglegu mati. Ólafur bendir á að Árni Mathie- sen, fyrrverandi fjármálaráðherra, hafi ekki haft þrek til þess að standa gegn vilja Davíðs í þessu efni og sýnt honum auðsveipni. Rótina að ógæfu íslensku þjóðarinnar er ekki nema að hluta hægt að rekja til glannaskapar útrásarvíkinganna. Ræt- ur bankahrunsins liggja til Sjálfstæðisflokksins og erfðafyrirkomulags flokksforystunnar, segir í nýrri bók, Sofandi að feigðarósi, eftir Ólaf Arnarson, fyrrverandi framkvæmdastjóra þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Ólafur dregur upp mynd af einleik Davíðs og auðsveipni flokksforystunnar við hann. Fram kemur í bókinni að Davíð hafi hótað bankastjóra Búnaðarbankans brottrekstri tæki bankinn þátt í að lána Baugi til kaupa á Arcadia-verslanakeðjunni. Innanbúðarmaður lyftIr lokInu „Sólon sagði síðar í góðra vina hópi að hann hefði svo sem ekki þurft að fletta upp orðum forsætis- ráðherra til að ráða í merkingu þeirra. Sagist hann aldrei, hvorki fyrr né síðar á langri starfsævi í bankakerfinu, hafa fengið viðlíka símtal og þetta.“ JÓhAnn hAukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fyrrverandi flokksformenn geir H. Haarde virtist nánast sjúklega hollur sínum gamla leiðtoga, davíð Oddssyni, segir Ólafur. Ólafur Arnarson „Nú var davíð greinilega orðið ljóst að allsherj- arlækningin - hið stóra plan hans um þjóðnýtingu - gengi ekki upp.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.