Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Blaðsíða 15
miðvikudagur 29. apríl 2009 15Umræða
Hver er maðurinn? „maðurinn er
andri, forstjóri Ölgerðarinnar.“
Hvað drífur þig áfram? „Jákvæðni
og metnaður.“
Hvaða þrjú orð lýsa þér best?
„Jákvæðni, orka og metnaður.“
Hvar ertu uppalinn? „í Fossvog-
inum.“
Hver er uppáhaldsdrykkurinn
þinn? „kristall plús, rauður.“
Ertu ánægður með samninginn
við KSÍ? „Já, ég er mjög ánægður
með samninginn, ég tel að hann
verði báðum aðilum til góðs.“
Af hverju ákvað Ölgerðin að
styðja við knattspyrnuhreyfing-
una? „Okkar samfélagslega ábyrgð
liggur svolítið í því að fá börn og
unglinga til að hreyfa sig meira og
höfum við gjarnan reynt að styðja
við bakið á ungmennahreyfingunni.
Núna eru erfiðir tímar og íþrótta-
hreyfingin á erfitt með að afla fjár,
flestir eru að pakka í vörn og þar
af leiðandi ákváðum við að spila
sóknarbolta.“
Hvert er markmið ykkar með
samstarfinu? „við stefnum að
sjálfsögðu á að auka sölu á pepsi.“
Verður erfitt að taka við sem
styrktaraðili af Landsbankan-
um? „landsbankinn hefur gert
alveg frábæra hluti og það verður
mjög erfitt að feta í fótspor hans
og það væri í raun ósanngjarnt að
bera okkur saman til að byrja með.
við munum gera þetta á okkar
forsendum og fara aðrar leiðir.“
Af hverju Pepsi-deildin, hefði
ekki verið eðlilegra að láta hana
heita í höfuðið á hollari drykk?
„Það má segja að öll þessi gossala sé
svolítið eins og knattspyrnuleikur.
annars vegar við og vífilfell og marg-
ir mismunandi drykkir. við ákváðum
þar af leiðandi að nota efnilegasta
leikmanninn okkar sem er pepsi.
pepsi er einnig alþjóðlegt vörumerki
og mjög tengt fótbolta á alþjóðavísu.
Þar af leiðandi erum við að fá mikinn
stuðning að utan sem gerir okkur
kleift að vinna þetta verkefni.“
Óttast þú svínaflensuna?
„Já. Ég er ekki frá því að ég óttist hana.“
HALLdór Kr.
bakari/kONditOr.
„Nei. Ég óttast hana ekki.“
GuðLAuG StEinGrÍmSdóttir,
64 ára aFgreiðslukONa.
„Já. við vorum einmitt að ræða þetta í
vinnunni. Ég óttast hana.“
HrEfnA Lind,
40 ára útstilliNgahÖNNuður.
„erum við ekki öll jafndauð eftir sem
áður?“
GÍSLi JónSSon,
45 ára Öryrki.
Dómstóll götunnar
Ölgerðin gerði þriggja ára samning
við ksí í vikunni og mun styrkja
sambandið næstu þrjú árin. Andri
Þór GuðmundSSon, forstjóri
Ölgerðarinnar, segir þetta erfiða tíma
en að samningurinn verði báðum til
góðs. efstu deildir karla og kvenna
heita nú pepsi-deildin.
Spilum Sóknar-
bolta í vörninni
„persónulega óttast ég hana ekki en
tilhugsunin um útbreiðslu hennar er
óhugnanleg.“
StEfán ErLEndSSon,
49 ára stJórNmálaFræðiNgur.
maður Dagsins
Meðan Ísland brennur
Með yfirstöðnum kosningum má að
einhverju leyti segja að Búsáhalda-
byltingin hafi verið staðfest. Vissu-
lega hafa margir sem bjuggust við
því að þjóðfélagið myndi gerbreytast
á þessum sjö dögum orðið fyrir von-
brigðum og víst er að enn er meira
ógert en gert. En eigi að síður höfðu
þessir sjö dagar mikil áhrif, sem
kosningarnar sjálfar eru kannski
besta dæmið um. Áður en bylting-
in hófst voru kosningar ekki til um-
ræðu. Nokkrum dögum síðar voru
þær orðnar óhjákvæmilegar. Stjórn-
in féll, Davíð fór úr Seðlabankanum,
stjórnlagaþing hefur ekki enn verið
haldið en að öllum líkindum mun
stjórnarskránni verða breytt í fyrir-
sjáanlegri framtíð. Þetta voru ein-
földustu og skýrustu kröfur bylting-
arinnar og ólíklegt að neitt af þessu
hefði gerst án hennar.
Kosið um fortíðina
Hvað skal gera nú er annað og mun
flóknara mál. Enda snérust kosn-
ingarnar ekki um framtíðina fyrst og
fremst, heldur voru þær uppgjör við
fortíðina. Slíkt uppgjör er einmitt
nauðsynlegt til þess að við getum
lært af mistökum hennar. En enginn
af flokkunum virtist með skýrar hug-
myndir um hvað skuli gera næst.
Vinstrigrænum tókst að sýna
það og sanna á tveimur mán-
uðum að þeir gætu verið ábyrg-
ur stjórnarflokkur. Í síðustu viku
gerðu þeir hinsvegar sitt besta til að
styrkja málstað þeirra sem sögðu
að vinstrimönnum væri ekki trey-
standi í stjórn. Svo virðist sem flokk-
ur sem elst upp í stjórnarandstöðu
eigi erfitt með að höndla velgengni
sína. Ráðherra lagðist gegn olíu-
leit og flokkurinn er búinn að vera
í endalausum vandræðagangi varð-
andi Evrópusambandið, er hlynnt-
ur lýðræði en gerir á sama tíma allt
sem hann getur til þess að tefja fyrir
þjóðaratkvæðagreiðslu. Formaður-
inn er farinn að verða geðvondur í
fjölmiðlum, reiðist spurningum og
vill fá að halda sínum leyndarmál-
um út af fyrir sig. Líklega er það of
mikið á nokkurn mann leggjandi að
vera í senn fjármála-, sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra og mál til
komið að létta af honum og ráða
einhvern í hin ráðuneytin.
Byltingarmenn á þing
Vinstrigrænir bættu vissulega við sig
miklu fylgi, en þó minna en búast
mætti við í kosningum um fortíðina.
Enda er hann eini flokkurinn sem
hefur hreinan skjöld, var með opið
bókhald og ekki á mála hjá neinum
öðrum en kjósendum sínum.
Hinn flokkurinn sem hefur hrein-
an skjöld er sá sem hefur enga for-
tíð, en það er Borgarahreyfingin. Þó
að búsáhaldabyltingarfólk hafi verið
æði fjölbreyttur hópur, þá er Borg-
arahreyfingin eigi að síður skilgetið
afkvæmi byltingarinnar. Það er mik-
ið gleðiefni að raddir þeirra fá nú að
heyrast á þingi. Samt hefur flokkur-
inn gert sín fyrstu mistök í kringum
heiðursverðlaunamál Þráins Bert-
elssonar. Þráinn er vissulega með
skemmtilegri mönnum þjóðarinn-
ar og það verður gaman að fá hann
á þing. En það er óheppilegt að á
tímum þar sem tvöföld laun þing-
manna eru að komast úr tísku skuli
hann ríghalda í listamannalaun sín.
Ekki síður er það vandræðalegt þeg-
ar hann sagðist ætla að kynna sér
hefðir og venjur Alþingis gagnvart
slíkum launum. Flokkur sem ætlar
sér að vera tákn fyrir nýja og betri
tíma verður að gera betur en þetta.
deilumálin leyst
Segja má að fengist hafi niðurstaða
í öllum helstu deilumálum undan-
farinna ára, um kvótakerfið, einka-
væðingu almennt og bankanna sér-
staklega, innrásina í Írak og að því
er virðist Kárahnjúkavirkjun. Í öll-
um þessum málum höfðu vinstri-
menn rétt fyrir sér. Sjálfstæðismenn
þurfa að koma sér upp nýrri hug-
myndafræði, og líklega verður hún
sótt lengra til vinstri en áður, verður
meira í anda Norræna velferðarkerf-
isins sem flokkurinn var jú hlynntur
á árum áður en snérist gegn á tíma
formennsku Davíðs Oddssonar. Í
Silfri Egils daginn eftir kosningar
hljómaði Þorgerður Katrín frekar
sem stjórnmálaskýrandi en stjórn-
málamaður og reyndi að gefa vænt-
anlegri stjórn góð ráð, það hljómaði
næstum eins og hún væri að sækja
um vinnu.
Vorið er komið í Reykjavík og það
er gott að hafa það á tilfinningunni
að maður geti setið á Austurvelli án
þess að hafa stöðugar áhyggjur af
því hvað er verið að plotta hinum
megin við styttuna af Jóni. En vor-
ið endist ekki að eilífu. Almenning-
ur verður að taka mun virkari þátt í
stjórnmálaumræðunni á næstunni
en hann hefur gert undanfarið. Ef til
vill er þetta það mikilvægasta sem
við getum lært af mistökum fortíð-
arinnar.
(Ekkert er fegurra en) vorkvöld í Reykjavík
kjallari
svona er íslanD
1 á ofurlaunum í greiðslu-
stöðvun
stjórnendur og starfsfólk í fjármálafyrir-
tækjum sem eru komin í umsjá
skilanefnda eru enn á topplaunum.
2 „Ég helt að hann myndi
hreinlega drepa mig“
kona á áttræðisaldri sem brotist var inn
hjá á arnarnesinu á laugardagskvöld
óttaðist hið versta.
3 21 milljónar Benz skráður á
spúsuna
Fyrrverandi stjórnandi hjá kaupþingi
skráði lúxusbíl á konuna í kringum hrun
og reynir nú að selja bílinn.
4 Enn logið upp á ásdísi rán
búlgarskur fjölmiðill segir hana og garðar
gunnlaugsson flúin frá búlgaríu.
5 Skrautlegur dúett
ólafur F. magnússon borgarfulltrúi kemst
í fréttirnar vegna þátttöku í skemmtana-
lífi borgarinnar ásamt fasteignasala.
6 Gat ekki mætt vegna gæslu-
varðhalds
rúnar Þór róbertsson sem er í
gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnasmygls
með skútu mætti ekki í aðalmeðferð í
skaðabótamáli sínu gegn ríkinu. hann vill
bætur fyrir gæsluvarðhaldsvist þegar
hann var grunaður um kókaínsmygl
2007.
7 „Þetta var ekkert næturblogg“
magnús Þór hafsteinsson gefur lítið fyrir
umvandanir félaga síns, guðjóns arnars
kristjánssonar, formanns Frjálslynda
flokksins.
mest lesið á dv.is
VALur
GunnArSSon
rithöfundur skrifar
„Hvað skal gera nú
er annað og mun
flóknara mál.“