Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Side 17
miðvikudagur 29. apríl 2009 17Sport
Sir Alex biðlAr til StuðningSmAnnAnnA manchester united og
arsenal takast á í kvöld í fyrri leik sínum í undanúrslitum meistaradeildar Evrópu. Þessi
lið hafa eldað grátt silfur undanfarin ár en frá 1997-2003 sátu þau ein að Englandsmeist-
aratitilinum. aldrei áður hafa þau mæst í meistaradeildinni og kallar Sir alex Ferguson,
knattspyrnustjóri manchester united, á hjálp stuðningsmanna í leiknum í kvöld. „Það var
magnað hvernig fólkið tók við sér eftir að við skoruðum fyrsta markið gegn Tottenham.
við þurftum þann stuðning og munum þurfa hann út tímabilið. Stuðningsmennirn-
ir þurfa að keyra okkur áfram. Þetta hefur verið langt og erfitt tímabil og nú þurfum við
hjálp frá öllum,“ segir Sir alex.
„Þetta var vont en ég er ágætur í dag
[í gær],“ segir handknattleiksmaður-
inn og að eigin sögn gleðigjafinn Sig-
urður Eggertsson, leikmaður Vals,
sem rifbeinsbrotnaði í fyrsta leik úr-
slitarimmunnar um Íslandsmeist-
aratitilinn gegn Haukum að Ásvöll-
um. Hann verður ekki meira með og
verður að horfa á baráttuna um Ís-
landsmeistaratitilinn af áhorfenda-
bekkjunum. Línutröllið í liði Hauka,
Kári Kristján Kristjánsson, gaf Sig-
urði þungt högg í bringuna undir lok
leiksins með fyrrgreindum afleiðing-
um. Sigurður var drifinn á bráðamót-
tökuna beint eftir leikinn. „Ég var þar
til tvö um nóttina. Það var hressandi
svona eftir leikinn,“ segir Sigurður
nokkuð hress.
Sigurður kvaldist mikið þegar
hann lá í gólfinu eftir höggið enda
brotið mjög gróft. „Já, ég og Kári eru
alveg sammála um það,“ segir Sig-
urður um grófleika brotsins. „Hann
hringdi í mig, baðst innilegrar afsök-
unar á þessu og lofaði að vera lélegur
í næsta leik í staðinn,“ segir Sigurð-
ur en tekur hann afsökunarbeiðni
Kára? „Ég tek henni ef hann stendur
við sitt og verður lélegur í næsta leik,“
segir Sigurður kátur en hann fiskaði
einnig rautt spjald á Einar Örn Jóns-
son þegar hann sló Sigurð í andlit-
ið. Brot Kára virkaði þó mun grófara
en hann slapp meira að segja með
tveggja mínútna brottvísun. „Dóm-
arinn var með svo slæmt sjónarhorn
á þetta að ég var nú bara hissa á að
fá aukakast.“
Sigurður hefur síðustu ár þurft að
glíma við ýmiss konar meiðsli. Að-
eins á þessu tímabili hefur hann far-
ið í aðgerð á nára og handarbrotn-
að. „Þau brot komu bara á mun betri
tímum. Þrátt fyrir þessi meiðsli hef
ég samt leikið meira á þessu tímabili
en nokkru öðru. Það er samt alveg
ótrúlega svekkjandi að lenda í þessu
núna,“ segir Sigurður Eggertsson.
tomas@dv.is
Sigurður Eggertsson rifbreinsbrotinn eftir þungt högg frá Kára Kristjáns:
„HAnn lofAr Að verA lélegur næSt“
vildi StórA
ákvörðun
Enski knattspyrnudómarinn,
Howard Webb, hefur sætt mikilli
gagnrýni fyrir vítaspyrnu sem hann
dæmdi manchester united í hag
gegn Tottenham síðastliðinn
laugardagin. Hann hefur viðurkennt
mistök sín og mun dæma í
næstefstu deild um helgina. Hvort
það sé refsing eins og sumir enskir
miðlar halda fram er þó spurning.
leikurinn sem hann mun dæma er
viðureign reading og Birmingham
sem er einn stærsti leikur ársins.
Bæði lið eiga mikinn möguleika á að
komast í úrvalsdeildina með sigri, en
þetta er lokaumferðin. Fyrrverandi
dómari, graham poll, segir í pistli
sínum í blaðinu guardian að eftir að
Webb frétti að hann myndi dæma
bikarúrslitaleikinn á Englandi hefði
hann viljað sanna sig og leitaði því
eftir að taka stóra ákvörðun. Hann
vildi sanna að hann væri bestur segir
poll.
Cruz inn –
zokorA út
Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham
gerir sig æ líklegra til að sækjast eftir
kröftum paragvæska framherjans
roque Santa Cruz sem leikur með
Blackburn. Santa Cruz, sem sló í
gegn á sínu fyrsta tímabili í
úrvalsdeildinni, hefur sjálfur lýst því
yfir að hann vilji leika hjá liði sem
stefndi hærra en Blackburn og
verður erfitt fyrir liðið að halda
honum. Harry redknapp, stjóri
Tottenham, hefur lýst yfir áhuga á
leikmanninum og vill sjá hann
bætast við framherjaflóru Totten-
ham. Á móti þykir líklegt að liðið
missi Fílabeinsstrendinginn didier
Zokora. Zokora hefur fallið niður
goggunarröðina eftir komu Wilsons
palacios en Zokora vill spila
reglulega á næsta tímabili til að
eygja möguleika á sæti í Hm-hóp
Fílabeinstrandarinnar.
umSjón: TómaS Þór ÞórðarSon, tomas@dv.is / sport@dv.is
Vilt þú fjármálaráðgjöf hjá
óháðum aðila?
Fyrsta viðtal er án
endurgjalds!
Bókaðu viðtal á
www.ghradgjof.is
Það er auðveldara að taka
á vandanum strax!
GH Ráðgjöf
Sóleyjargötu 17, 101 Reykjavík,
Sími 510-3500
Geymdu þessa auglýsingu
– hún getur komið sér vel!
Stopp!
Sigurður í góðri gæslu Eyjamann-
anna kára kristjáns og gunnars
Berg í fyrsta úrslitaleiknum.
mynd HEiða HElgadóttir
Það er vægt til orða tekið þegar sagt er
að leikur Barcelona og Chelsea í fyrri
leik liðanna í undanúrslitum meist-
aradeildarinnar hafi staðist vænting-
ar. Liðin skildu jöfn, 0-0, í leik þar sem
Guus Hiddink sannaði snilli sína sem
þjálfari. Enn fremur sannaði leikurinn
hversu ofboðslega sterk ensk lið eru í
því að verjast.
Það átti ekki að vera spurning um
hvort heldur hve mörg mörk Lion-
el Messi átti að skora fyrir Barcelona.
Heimsbyggðin stóð á öndinni yfir
því hver ætti að gæta hans í leiknum.
Portúgalinn Jose Bosingwa fékk það
hlutverk og gerði það vel. Messi sást
ekki í seinni hálfleik.
lok, lok og læs
Guus Hiddink sem stýrir Chelsea
sendi sína menn út með eina dag-
skipun. Barcelona átti ekki að skora.
Barcelona-menn vilja senda boltann
endalaust á milli sín og það fengu þeir
að gera. Þegar að því kom að sækja að
markinu var einfaldlega engin leið inn
að markinu enda varnarleikur Chelsea
gífurlega sterkur.
Það var svo Didier Drogba sem
hefði getað komið Chelsea yfir undir
lok fyrri hálfleiks en hann lét verja frá
sér úr dauðafæri. Barcelona fékk þrjú
mjög góð færi sem það hefði þurft að
nýta en Cech sá við Börsungum í tvö
skipti og eitt skiptið var skallað yfir.
Þetta er í fyrsta skiptið á árinu sem
Barcelona mistekst að skora.
Ástæða fyrir þremur enskum
Það sást greinilega í gærkvöldi af hverju
þrjú ensk lið eru á meðal þeirra fjög-
urra sem keppa í undanúrslitum. Eins
og tíðrætt hefur verið eru ensku liðin
einfaldlega gífurlega sterk. Barcelona
hefur meira og minna hlegið að and-
stæðingum sínum í spænsku deildinni
í ár og rúllaði upp Lyon og FC Bayern
í 16 liða og 8 liða úrslitum. Þegar svo
loks kom að því að mæta ensku liði
eins og Chelsea í gær var eins og það
gengi einfaldlega á vegg.
Ekkert af því sem Barcelona leggur
upp með í hverjum leik virtist ganga
og verður Chelsea talið sigurstrang-
legra liðið fyrir seinni viðureignina á
heimavelli. Börsungar eru þó engir ný-
liðar og geta Chelsea-menn vart farið
að fagna strax. Lionel Messi olli þó án
vafa vonbrigðum kvöldsins. Vissulega
kom það í ljós að maðurinn er mann-
legur en hann verður að sýna miklu
betri leik eftir viku ætli Barcelona sér í
úrslitaleikinn.
Chelsea tókst ætlunarverk sitt þegar það sótti Barcelona heim í fyrri leik liðanna í
meistaradeildinni: Að halda hreinu. guus Hiddink smurði saman varnarleik sem
Barcelona átti ekki svör við í leik sem var langt frá því að standa undir væntingum.
tómaS Þór ÞórðarSOn
blaðamaður skrifar: tomas@dv.is
Erfitt
Eto’o og félagar í Barcelona
áttu erfitt með að brjóta
niður Chelsea í gærkvöldi.
Chelsea
skellti í lás