Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2009, Qupperneq 22
miðvikudagur 29. apríl 200922 Fólkið
Atli Fannar Bjarkason ritstjóri
Monitor fer mikinn á bloggi sínu
þar sem hann fer yfir gjaldþrot
Kaupþings. „Nú er komið í ljós
að gjaldþrot Kaupþings var það
þriðja stærsta í sögunni. Þriðja
stærsta! Ég verð að taka ofan fyr-
ir stjórnendum bankans, þeim
tókst að búa til þriðja stærsta
illa lyktandi ruslahaug heims úr
nokkrum svörtum ruslapokum
– á undraskömmum tíma,“ segir
Atli og bætir við: „Kaupþing er
það sem gerist þegar þybbnir,
sköllóttir stjórnendur líta í spegil
og sjá Brad Pitt.“
barnabókahöf-
undur, bóndi og
baðvörður
Magni Ásgeirsson, söngvari Á móti
sól, fylgist augljóslega vel með
stjórnmálunum því hann á það til
að skrifa afar pólitískar færslur á
bloggsíðu sinni. Í stuttum pistli sem
hann setti inn síðastliðinn sunnu-
dag, daginn eftir þingkosningarnar,
segir Magni ekki laust við að hann
hafi verið frekar spenntur yfir þeim
en söngvarinn fylgdist af áhuga
með kosningasjónvarpinu.
Þar fannst Magna standa upp
úr ræða Bjarna Benediktsson-
ar, formanns Sjálfstæðisflokksins,
sem hann kallar „Tortímandann“ í
færslunni. Með því er Magni að vísa
til ræðu Bjarna eftir að ljóst var að
Sjálfstæðisflokkurinn hefði fengið
sína verstu kosningu frá upphafi en
þar sagði Bjarni eitthvað á þá leið
að sjálfstæðismenn myndu endur-
heimta þau atkvæði sem ekki hefðu
skilað sér að þessu sinni. Magni
segir ræðuna þá hrokafyllstu sem
hann hafi séð lengi.
Magna fannst einnig gaman að
sjá Steingrím J. Sigfússon, formann
vinstri grænna, „lesa yfir“ Bjarna
þegar hinar umdeildu styrkveiting-
ar komu til tals í leiðtogaumræð-
unum. „[Á] tímabili var þetta eins
og foreldrar að lesa yfir sonum sín-
um sem höfðu læðst í vínskápinn.
Priceless,“ segir söngvarinn og bæt-
ir við að fínt væri líka ef stjórnar-
andstaðan „hætti í fýlu fyrr en síðar
og hjálpaði til við að þrífa upp skít-
inn eftir sig.“
kristjanh@dv.is
Þybbinn,
sköllóttur
brad Pitt
Nýir þiNgmeNN:
Meðal þeirra 27 nýju þingmanna sem taka til starfa á Alþingi Íslendinga eru bóndi,
baðvörður og barnabókahöfundur. Einnig kemur inn dýralæknir fyrir dýralækni,
skipstjóri fyrir skipstjóra og Schramari fyrir Schramara. Ekki má gleyma fjöldanum
öllum af fjölmiðlamönnum.
Mikil endurnýjun hefur orðið á Al-
þingi Íslendinga eftir nýafstaðnar
kosningar; 27 nýir þingmenn taka
þar sæti og koma þeir úr hinum
ýmsu áttum. Þar er meðal annars
að finna bónda, baðvörð og barna-
bókahöfund. Einnig verður nýlið-
un í nokkrum tilvikum þar sem inn
kemur dýralæknir fyrir dýralækni,
skipstjóri fyrir skipstjóra og Schram-
ari fyrir Schramara. Þá eru fimm nýir
þingmenn sem hafa einhvern tíma
starfað við fjölmiðla.
Ásmundur Einar Daðason, þing-
maður vinstri grænna í Norðvestur-
kjördæmi, er sauðfjárbóndi en hann
verður yngsti starfandi þingmaðurinn
á Alþingi. Lilja Rafney Magnúsdótt-
ir, sem er einnig þingmaður vinstri
grænna í Norðvesturkjördæmi,
var áður baðvörður í Sundlaug og
Íþróttahúsi
Suðureyr-
ar. Þá er
Mar-
grét
Tryggvadóttir, þingmaður Borgara-
hreyfingarinnar í Suðurkjördæmi,
bókmenntafræðingur og barnabóka-
höfundur. Hún sagði nýlega í samtali
við DV að henni þætti ekki líklegt að
þingsetan yrði henni innblástur til
barnabókaskrifa.
Þó að dýralæknirinn og fyrrum
sjávarútvegs- og fjármálaráðherrann
Árni Mathiesen sé hættur á þingi
kemur nýr inn í staðinn. Það er Sig-
urður Ingi Jóhannsson, þingmaður
Framsóknar í Suðurkjördæmi. Árni
sagði á sínum tíma í viðtali við tíma-
ritið Ísafold að hann óttaðist ekki að
missa þingsæti sitt. Þá myndi hann
bara taka upp geldingartangirnar að
nýju. Spurning hvort Sigurður hafi
þær með sér inn á þing. Þá kemur
skipstjóri inn fyrir skipstjóra. Guð-
jón Arnar Kristjánsson, skipstjóri og
formaður frjálslyndra, fellur af þingi
en inn kemur Björn Valur Gíslason,
þingmaður vinstri grænna í Norð-
austurkjördæmi. Björn er ekki ein-
ungis skipstjóri togarans Kleifa-
bergs frá Ólafsfirði heldur er hann
forsprakki hljómsveitarinnar Roð-
laust og beinlaust sem samanstend-
ur að mestu af áhöfn hans. Síðast en
ekki síst þá kemur Schramari fyrir
Schramara. Þar að segja að þá hætt-
ir Ellert B. Schram, þingmaður Sam-
fylkingar, en Magnús Orri Schram
kemur inn í staðinn, einnig fyrir Sam-
fylkinguna í Suðvesturkjördæmi.
Þá var mikið um það að fjölmiðla-
menn kæmust á þing í þessum kosn-
ingum. Sérstaklega hjá Samfylk-
ingunni en þeir Sigmundur Ernir
Rúnarsson, Skúli Helgason, Róbert
Marshall og Magnús Orri hafa allir
starfað við fjölmiðla. Ekki má held-
ur gleyma fjölmiðlamanninum Guð-
mundi Steingrímssyni sem hætti í
Samfylkingunni og komst inn á þing
fyrir Framsókn í Norðvesturkjör-
dæmi. asgeir@dv.is
Árni og Sigurður Ingi Einn
dýralæknir fyrir annan.
Nýir þingmenn úr öllum áttum Ásmundur Einar daðason, lilja rafney magnúsdóttir og margrét Tryggvadóttir.
MAgnA ÁSgEirSSyni blöSkrA orð forMAnnS SjÁlfStæðiSflokkSinS:
hrokafulli tortímandinn
Bjarni og Terminator
Óneitanlega smá svipur
með þeim félögum.
Fyrsti þátturinn af Circle-
drawers, níu þátta seríu sem
Ólafur de Fleur Jóhannesson
leikstýrir, verður frumsýndur á
netinu á föstudaginn. Logs.is
greindi frá þessu í gær. Þættirnir,
en nafn þeirra gæti útlagst sem
Hringfarar, fjalla um eins kon-
ar lægri stétt engla sem sér um
skítverkin fyrir okkur mennina.
Þættirnir voru teknir upp í New
York og á Íslandi og er Hilm-
ir Snær Guðnason í aðalhlut-
verki. Meðal annarra leikara eru
Benedikt Erlingsson, Ragnhild-
ur Steinunn Jónsdóttir, Logan
Huffman og Sopranos-leikar-
arnir Sharon Angela og Steve
Schirripa, auk Stefans Schaefer
sem skrifaði þættina ásamt Ól-
afi. Þættirnir verða frumsýndir á
nokkrum vefsíðum, þar á meðal
Youtube, iTunes og Poppoli.
com, en þar er nú þegar hægt
að kaupa seríuna og horfa á
alla níu þættina fyrir tæpa þrjá
dollara.
hringfarar
frumsýndir