Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 9
Sænski ræðismaðurinn í brasilísku borginni Recife hefur hitt Ragnar Er- ling Hermannsson, sem situr í Cot- el-fangelsinu í borginni eftir að hafa verið handtekinn með 5,7 kíló af kóka- íni í fórum sínum fyrr í þessum mán- uði. Samkvæmt upplýsingum frá Urði Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hafði sænski ræðismaðurinn það hlutverk að hjálpa Ragnari við að útvega sér lögmann og að koma á sambandi við ættingja heima á Íslandi. Ræðismaðurinn hef- ur einnig verið í sambandi við Ragn- ar fyrir hönd ráðuneytisins til þess að tryggja að hann njóti allra réttinda á meðan hann er á bak við lás og slá. Hann mun verða Ragnari innan hand- ar, óski fanginn þess. Kominn í skárri klefa Ragnar hefur nú verið færður úr fanga- klefanum þar sem hann var vistaður með hátt í 15 öðrum föngum við kom- una í Cotel-fangelsið. Ragnar lýsti að- búnaðinum í fangaklefanum í síma- viðtali við fréttastofu Stöðvar 2, þar sem hann sagðist óttast um líf sitt. Samkvæmt upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu er líðan hans nú mið- að við aðstæður góð, enda aðstæður í nýja fangaklefanum talsvert betri en í þeim fyrri. Hann deilir nú klefa með færri föngum og í honum er aðbúnað- ur skárri samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu. Áfram í Cotel Eins og fram hefur komið fékk Ragnar lyf við magakveisu sem hann þjáðist af. Þá fékk hann einnig senda peninga frá ættingjum hér á landi. Sænski ræðis- maðurinn mun heimsækja Ragnar aft- ur í fangelsið ef þörf krefur. Ljóst er að Ragnar mun að minnsta kosti dvelja næstu mánuði í Cotel-fangelsinu, enda er ekki hægt að óska eftir því að hann afpláni dóm sinn á Íslandi fyrr en dæmt hefur verið í máli hans. Þriðjudagur 19. maí 2009 9Fréttir Sænski ræðismaðurinn í Recife heimsótti Brasilíufangann Ragnar Erling Hermannsson í fangelsið. Hann hefur nú verið færður í fangaklefa þar sem aðbúnaður er skárri en í þeim sem hann var fyrst vistaður í. Samkvæmt upplýsingum frá utanrík- isráðuneytinu hjálpaði ræðismaðurinn Ragnari að útvega sér lögmann. Ræðismaðurinn mun ganga úr skugga um að mann- réttindi Ragnars séu tryggð. FÆRÐUR Í SKÁRRI FANGAKLEFA Samkvæmt upplýsing- um frá utanríkisráðu- neytinu er líðan hans nú miðað við aðstæð- ur góð, enda aðstæður í nýja fangaklefanum talsvert betri en í þeim fyrri. valgEiR öRn RagnaRsson blaðamaður skrifar: valgeir@dv.is Ragnar Erling Hermannsson Hitti sænska ræðismanninn og hefur verið færður í annan fangaklefa. Smiðjuvegi 34 - gul gata Kópavogi • Sími 544 5151 • biljofur@biljofur.is SÉRHÆFÐ ÞJÓNUSTA FYRIR BIFREIÐAVERKSTÆÐI AllAr AlmennAr viðgerðir á húsbílum og ferðAvögnum Afbrotatölfræði sýnir að innbrotum hefur fjölgað mikið: Fjölgar í kreppunni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.