Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 2
Þriðjudagur 19. maí 20092 Fréttir
Íslandsbanki hefur leyst til sín 42 pró-
sent hlutafjár 20 hluthafa Icelandair
með veðköllum. Stærstu hluthafarn-
ir sem um ræðir eru Fjárfestingafé-
lagið Máttur og eignarhaldsfélagið
Naust ehf. Máttur átti rúm 23 prósent
í Icelandair en Naust átti tæp 15 pró-
sent.
Eftir yfirtöku bréfanna er Íslands-
banki, og þar með íslenska ríkið, orð-
inn langstærsti einstaki hluthafi Ice-
landair með 47 prósenta eignarhluta,
en fyrir átti bankinn fimm prósenta
hlut í félaginu.
Í tilkynningu frá Íslandsbanka
kemur fram að veðköllin muni ekki
hafa nein áhrif á starfsemi Icelandair
en líklegt þykir að bankinn muni
selja hlutinn við fyrsta tækifæri.
Lánveitingar veittar þegar Karl
og Einar voru ráðandi í Glitni
Lánveitingarnar fyrir hlutum Mátt-
ar og Nausts í Icelandair áttu
sér stað árið 2006 og 2007
þegar Einar Sveinsson
var stjórnarformaður
og einn stærsti hlut-
hafi Glitnis, nú Íslands-
banka. Einar var þá
aðaleigandi í eignar-
haldsfélaginu Nausti, en
bróðir hans Benedikt var
þar einnig hluthafi, og
stærsti einstaki hluthaf-
inn í eignarhaldsfélag-
inu Hrómundi sem var
skráður eigandi tæplega
32 prósenta hlutar í Ice-
landair. Einar var jafnframt
stjórnarformaður Icelandair
þar til í byrjun mars á þessu
ári.
Stærsti eigandi Icelandair,
með 50 prósenta eignarhlut, var hins
vegar félagið SJ2 sem er í eigu Mil-
estone, félags Karls Wernerssonar,
sem var stór hluthafi og varaformað-
ur stjórnar Glitnis á þeim tíma þeg-
ar lánveitingarnar vegna kaupanna í
Icelandair áttu sér stað.
Lánuðu sjálfum sér
Veðköllin sem Íslandsbanki gerði
í hlutabréf Icelandair í gær eru því
tilkomin vegna lána sem forsvars-
menn félaganna sem áttu bréfin
veittu sínum eigin félögum og fé-
lögum tengdum sér þegar þeir voru
stórir hluthafar í Glitni. Lánveiting-
arnar til félaganna tveggja munu
hlaupa á tugum milljarða króna
samkvæmt heimildum DV en ná-
kvæm lánsupphæð fæst ekki upp-
gefin hjá Glitni. Veðin fyrir lánun-
um sem notuð voru til að kaupa
hlutina í Icelandair voru í hluta-
bréfunum sjálfum.
Ástæðan fyrir því að Íslands-
banki leysir bréfin til sín nú er að
ónógar tryggingar voru fyrir lán-
unum vegna hlutafjárkaupanna og
forsvarsmenn félaganna höfðu ekki
getað lagt fram frekari tryggingar
fyrir þeim.
Eins og í svo mörgum öðrum
tilfellum úr íslensku viðskiptalífi á
síðustu árum voru forsvarsmenn og
eigendur þeirra félaga sem tóku lán-
in til að fjármagna hlutabréfakaup-
in ekki í persónulegum ábyrgðum
fyrir þeim og ganga því skuldlausir
út úr hlutahafahópi Icelandair.
Landsbankinn mun líklega
leysa til sín bréf Langflugs
Með veðköllunum er íslenska ríkið
orðið ráðandi í félaginu, eins og áður
segir, en næststærsti hluthafinn í Ice-
landair er Langflug, fjárfestingafé-
lag sem er að tveimur þriðju hlutum
í eigu Finns Ingólfssonar. En félag-
ið stendur illa um þessar mundir og
nema skuldir þess umfram eignir um
30 milljörðum króna.
Aðspurður hvort Landsbankinn,
stærsti lánveitandi Langflugs, muni
leysa til sín hlut félagsins á næstunni
segir Finnur að Langflug eigi í erfið-
leikum eins og svo mörg önnur fjár-
festingafélög. Hann segist ekki vita
hvenær það komi í ljós hvort bank-
inn muni leysa hlut félagsins til sín.
„Ég get ekkert sagt til um það á þess-
ari stundu,“ segir Finnur en heimild-
ir DV herma að Landsbankinn muni
leysa bréf Langflugs til sín á næst-
unni. Ástæðan er sú að félagið hef-
ur ekki orðið við kalli bankans um
að leggja fram frekari frekari trygg-
ingar fyrir útistandandi láni félagsins
sem notað var til að fjármagna kaup-
in í Icelandair en veðin fyrir kaupum
Langflugs á bréfunum í Icelandair
voru í bréfunum sjálfum.
Áhrif veðkallanna
Áhrifin sem innkall bréfanna í Ice-
landair munu hafa eru að nær öruggt
þykir að Gunnlaugur Sigmundsson
muni láta af stjórnarformennsku í fé-
laginu, en hann átti tveggja prósenta
hlut í því auk þess sem Einar Sveins-
son mun ekki sitja áfram í stjórn þess
sem varaformaður. Samkvæmt upp-
lýsingum frá Hjördísi Vilhjálmsdótt-
ur, ráðgjafa Steingríms J. Sigfússon-
ar fjármálaráðherra, mun bankinn,
en ekki hið opinbera, alfarið ákveða
hvernig brugðist verður við veðköll-
unum, meðal annars hvaða áhrif þau
munu hafa á starfsemi Icelandair.
Það verður því í höndum bankans að
finna nýja stjórnarmenn.
Einnig er spurning hvaða áhrif
veðköllin munu hafa fyrir rekst-
ur olíufélagsins N1 en það er í eigu
eignarhaldsfélagsins BNT en stærsti
hluthafi þess er Máttur, með 29 pró-
senta eignarhluta. BNT átti auk þess
tæplega 50 prósenta hlut í BNT. N1
stendur ekki vel um þessar mund-
ir og tapaði félagið rúmum millj-
arði króna á síðasta ári og námu
skuldir þess um 19 milljörð-
um samkvæmt ársreikn-
ingi þess árið 2008.
Hermann Sævar
Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri BNT og
N1, segir að atburð-
ir gærdagsins muni
ekki hafa áhrif
á rekstur N1.
Hann segir að
N1 hafi lagt
fram hluta-
fé í Naust
á sínum
tíma
en að
InGI F. VILhjÁLmsson
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
LÁNUÐU SJÁLFUM SÉR TIL
AÐ KAUPA Í ICELANDAIR
Íslandsbanki hefur leyst til sín hlutabréf 20 hluthafa í Icelandair með veðköllum. Veðköllin hafa ekki áhrif
á starfsemi Icelandair. Þar af eru hlutabréf sem voru í eigu eignarhaldsfélaga Karls Wernerssonar og Einars
sveinssonar sem lánuðu eigin félögum milljarða til að kaupa hlutina þegar þeir áttu Íslandsbanka. Finnur
Ingólfsson segir Langflug standa illa en að óvíst sé hvort eða hvenær Landsbankinn muni leysa til sín hlut
félagsins í Icelandair. Ríkið gæti orðið um 80 prósenta eigandi í Icelandair.
FImm stærstu núVErandI
hLuthaFar í IcELandaIr:
íslandsbanki hf. um 47%
Langflug ehf. 23,83%
Sparisjóðabanki íslands hf. 9,36%
alnus ehf. 3,30%
icelandair group hf. 2,55%
„Ég get ekkert sagt
til um það á þessari
stundu.“
hættir nær örugglega í stjórn
Einar Sveinsson mun nær örugg-
lega hætta í stjórn icelandair eftir
atburði gærdagsins en hann var
stór hluthafi í félaginu í gegnum
eignarhaldsfélögin Naust og mátt.