Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 16
Þriðjudagur 19. maí 200916 Ættfræði
Pálmi Gunnarsson
kaupfélagsstjóri á Höfn
Pálmi fæddist í Borgarnesi og ólst
þar upp. Hann stundaði nám á
verslunarbraut við framhaldsdeild
Grunnskóla Borgarness, hóf nám
við Samvinnuskólann að Bifröst
1978 og lauk þaðan prófum 1980,
hóf hagfræðinám í Aalborg Univer-
sitetscenter í Álaborg í Danmörku
1989 og lauk þaðan BS-prófi í hag-
fræði 1992.
Pálmi var deildarstjóri matvöru-
verslunar Einars Guðfinnssonar
hf. í Bolungarvík 1980, yfirverslun-
arstjóri þar 1980-83, vöruhússtjóri
hjá Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi
1983-87, vöruhússtjóri hjá KRON,
Kaupstað í Mjódd, í Reykjavík 1987-
88, vann við sölu- og markaðsmál
hjá Japis hf. 1988 og stundaði síðan
ýmis ráðgjafarstörf hjá kaupfélög-
unum 1988-89 og hefur verið kaup-
félagsstjóri hjá Kaupfélagi Austur-
Skaftfellinga frá 1992 og jafnframt
verslunarstjóri NETTÓ á Höfn frá
2007.
Pálmi var formaður skólafélags
Samvinnuskólans 1979-80, sat í
stjórn Golfklúbbs Selfoss 1986-87,
starfaði með framsóknarfélaginu
á Selfossi, m.a. að bæjarmálefnum
þar, starfaði í ýmsum nefndum og
stjórnum á vegum Samvinnuhreyf-
ingarinnar í tengslum við störf hjá
kaupfélögunum, sat í stjórn Dansk
Islandsk forening í Álaborg 1990-
92, var stjórnarformaður Borgeyjar
1992-99, sat í stjórn Innkaupasam-
bands kaupfélaganna 1993-96, sat í
stjórn Vinnumálasambandsins um
skeið og hefur setið í ýmsum nefnd-
um um viðskiptamálefni. Þá hefur
hann starfað í Hestamannafélaginu
Hornfirðingi sl.ár og er sjálfur með
hrossarækt í smáum stíl að Lækjar-
brekku í Nesjum þar sem hann býr.
Fjölskylda
Pálmi kvæntist 14.2. 1981 Elínu
Magnúsdóttur, f. 23.4. 1956, fóta-
aðgerðarfræðingi og bæjarfull-
trúa. Hún er dóttir Magnúsar Thor-
valdssonar, f. 22.6. 1926, d. 24.10.
2002, blikksmíðameistara og upp-
findingamanns í Reykjavík, og k.h.,
Önnu Gestsdótttur, f. 24.6. 1928,
ljósmóður.
Börn Pálma og Elínar eru Guð-
mundur Birkir Pálmason, f. 10.12.
1980, nemi í Stokkhólmi en kona
hans er Rakel Mánadóttir og er dótt-
ir þeirra Lilja Marín Guðmundsdótt-
ir; Hlynur Pálmason, f. 30.9. 1984,
nemi í Danmörku en kona hans er
Hildur Ýr Ómarsdóttir og er dóttir
þeirra Ída Mekkín Hlynsdóttir; Ingi-
björg Lilja Pálmadóttir, f. 17.6. 1988,
nemi og er sonur hennar Sigurður
Pálmi Hafþórsson.
Fósturbörn Pálma eru Bjarki Már Jó-
hannsson, f. 5.9. 1973, pípulagning-
armaður á Húsavík, en kona hans
er Erla Dögg Ásgeirsdóttir og eru
börn þeirra Arnór Orri Bjarkason og
Anna Rakel Bjarkadóttir; Íris Heiður
Jóhannsdóttir, f. 13.8. 1976, kennari
á Höfn en maður hennar er Óskar
Arason og eru dætur þeirra Dagmar
Lilja Óskarsdóttir og Elín Ósk Ósk-
arsdóttir.
Systir Pálma er Margrét Guðmunds-
dóttir, f. 28.10. 1948, fyrrv. fram-
kvæmdastjóri dvalarheimilis aldr-
aðra í Borgarnesi, gift Jóhannesi
Þór Ellertssyni vélvirkja og eru börn
þeirra Ingibjörg, Guðmundur Ellert
og Katrín.
Foreldrar Pálma eru Guðmundur
Ingimundarson, f. 9.3. 1927, lengst
af deildarstjóri Essóstöðvar Kaup-
félags Borgfirðinga í Borgarnesi og
Hyrnunnar, og síðar forstöðumaður,
auk þess oddviti og sveitarstjórnar-
maður í Borgarnesi um langt árabil,
og k.h., Ingibjörg Stefanía Eiðsdótt-
ir, f. 5.8. 1927, húsmóðir, auk þess
sem hún hefur unnið við ræstingar
og fleira.
Ætt
Guðmundur er bróðir Inga, aðal-
bókara hjá sýslumanninum í Borg-
arnesi, föður Ingimars, lögfræðings
og deildarstjóra hjá Eimskip. Guð-
mundur er sonur Ingimundar, b. á
Helgustöðum og síðar verkstjóra í
Borgarnesi Einarssonar, b. í Hjarð-
arnesi á Kjalarnesi Gottsveinsson-
ar. Móðir Ingimundar var Gróa Ingi-
mundardóttir. Móðir Guðmundar
var Margrét H. Guðmundsdóttir, b.
á Hundastapa Jónssonar og Stein-
unnar Jónsdóttur.
Ingibjörg Stefanía er dóttir Eiðs, b.
í Hörgsholti og síðar verkamanns
í Borgarnesi Sigurðssonar, b. á Vil-
mundarstöðum Magnússonar, ætt-
föður Vilmundarstaðaættar Jóns-
sonar. Móðir Sigurðar var Ástríður
Hannesdóttir. Móðir Eiðs var Guðrún
Jónsdóttir, b. á Bæ í Bæjarsveit Þor-
valdssonar, frá Deildartungu Jóns-
sonar, ættföður Deildartunguættar
Þorvaldssonar. Móðir Guðrúnar var
Helga Jónsdóttir, b. í Deildartungu,
bróður Þorvalds. Móðir Ingibjargar
Stefaníu var Anna Björnsdóttir, b. á
Brekku í Skagafirði Bjarnasonar og
Stefaníu Ólafsdóttur.
Pálmi heldur upp á afmælið með
fjölskyldunni.
Guðjón fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp í Ártúnsholtinu. Hann var
í Ártúnsskóla, Árbæjarskóla, stund-
aði nám við Iðnskólann í Reykjavík
og við FB.
Guðjón hóf störf hjá Slippfélag-
inu í Reykjavík er hann var sextán
ára og hefur starfað þar síðan með
námi og öðrum störfum.
Guðjón hóf að æfa og keppa í
handbolta með Fram er hann var
á barnsaldri. Hann hefur leikið um
þrjú hundruð meistaraflokksleiki
með liðinu, orðið Íslandsmeistari
með Fram 2006 og bikarmeistari.
Hann er nú á förum til Þýskalands
þar sem hann mun leika með hand-
knattleiksliðinu Kassel í grennd við
Franfurt.
Fjölskylda
Eiginkona Guðjóns er Dröfn Jónas-
dóttir, f. 24.5. 1979, íslenskukennari.
Dóttir Guðjóns og Drafnar er
Krista Sól Guðjónsdóttir, f. 10.5.
2005.
Bræður Guðjóns eru Stefán Að-
alsteinn Drengsson, f. 8.12. 1980,
kvikmyndagerðarmaður; Samú-
el Þórir Drengsson, f. 17.12. 1981,
verlsunarmaður hjá Byggt og
búið.
Foreldrar Guðjóns eru Dreng-
ur Helgi Samúelsson, f. 21.2. 1960,
starfsmaður hjá Gámastöðinni, og
Sóley Ósk Stefánsdóttir, f. 25.12.
1959, húsmóðir.
Halldór fæddist í Reykjavík en
ólst upp í Kópavoginum. Hann
var í Snælandsskóla í Kópavogi og
stundaði síðan nám við Iðnskól-
ann í Reykjavík þar sem hann lauk
samningsbundnu iðnnámi í raf-
virkun. Hann hóf síðan nám í pípu-
lögnum og lauk samningsbundnu
iðnnámi í pípulögnum á síðasta
ári.
Halldór hefur unnið við rafvirkj-
un og pípulagnir sem sveinn í báð-
um þessum fögum. Á undanförn-
um árum hefur hann unnið við
raflagnahönnun á verkfræðistofu
þar sem hugur hans stendur nú til
frekara náms.
Fjölskylda
Eiginkona Halldórs er Fanney Frið-
þórsdóttir f. 6.1. 1984, nemi í hjúkr-
unarfræði við HÍ. Halldór og Fan-
ney gengu í hjónaband 3.11. 2007.
Börn Halldórs og Fanneyj-
ar eru Ísak Freyr, f. 15.6. 2004;
Harpa Karen f. 5.9. 2007.
Systkini Halldórs eru: Hákon
Davíð, f. 7.4. 1982; Karen Ósk,
f. 27.7. 1989; Ágúst Kaj, f. 15.1.
1991; Jóel Dan, f. 7.9. 1994.
Foreldrar Halldórs eru: Elísa
Nielsen f. 15.12. 1961, flokks-
stjóri Íslandspósts í Hveragerði,
og Björn Ágúst Björnsson, f. 23.1.
1963, pípulagningameistari.
Guðjón F. Drengsson
Handknattleiksmaður
Halldór A. Björnsson
rafvirki og pípulagningamaður
Berglind Svava Grétarsdóttir sem
er þrítug í dag er búin að halda upp
á afmælið. Hún fæddist í Reykjavík
en er í rauninni færeyskur Hafnfirð-
ingur, því hún er alin upp í Hafnar-
firði þar sem hún á enn heima og er
svo jafnframt af færeyskum ættum í
móðurætt.
Berglind stundar nám við starfs-
og endurmenntunarskólann Hrings-
já í Reykjavík þar sem hún er á fullu
í að hanna föt og mála myndir en
vinnur svo með náminu í tískuvöru-
verslun í Firðinum fríða.
En hvernig var afmælisveislan?
„Hún var bara fín. Ég hélt upp á
afmælið síðastliðinn laugardag með
fjölskyldu og vinum - var með mat og
partí. Þetta var engin útrásarveisla
fyrir hálfan Hafnarfjörð. En hún var
samt fín og ég held að fólk hafi bara
skemmt sér vel. Afmælistilstandið
er svo ekki alveg búið því ég fer í af-
mælisferð til Spánar í næsta mánuði
- búið að kaupa miða og allt klárt.“
Heldurðu kannski upp á afmælið
á hverju ári?
„Já, það má eiginlega segja það.
Það vill svo til að afmælið mitt ber yf-
irleitt upp á Eurovision-keppnina. Þá
er upplagt að slá saman Eurovision-
partíi og afmælinu - taka svolítið til
og splæsa í nokkra bjóra, snakk og
ídýfur. Þar með er komin afmælis-
veisla áður en maður veit af.“
Hvert er eftirminnilegasta af-
mælið þitt?
„Finnst stelpum ekki alltaf gam-
an að verða sextán? Mér fannst
það allavega. Þá kom mamma mér
skemmtilega á óvart með flottu af-
mælispartíi. Svo var leigð limm-
ósína og við stelpurnar fengum að
rúnta um bæinn og skemmta okkur.
Svona uppákomu man maður alla
ævi.“
30 ára í dag 30 ára í gær
Berglind Svava þrítug:
sextán ára í limmó - nú til spánar
30 ára
n Darren Michael Hennebry Dælengi 6, Selfossi
n Katrín Bjarney Guðjónsdóttir Hlaðbrekku 11,
Kópavogi
n Berglind Ásmundsdóttir Laufengi 15, Reykja-
vík
n Pétur Halldórsson Skipholti 50e, Reykjavík
n Theodóra Thorlacius Stórakrika 3, Mosfellsbæ
n Jóhanna Thorlacius Ásakór 12, Kópavogi
n Bergþór Morthens Aðalgötu 18, Siglufirði
n Agnar Davíð Stefánsson Vatnsvv Heima-
hvammi, Reykjavík
n Ragnar Kristófer Ingason Hrannarbyggð 12,
Ólafsfirði
n Jóhannes Lange Fannafold 128, Reykjavík
n Bjarni Bjarnason Langholtsvegi 187, Reykjavík
40 ára
n Elí Másson Ferjuvogi 19, Reykjavík
n Sigurður Haukdal Styrmisson Þorláksgeisla
9, Reykjavík
n Óskar Ásgeirsson Þverholti 15, Mosfellsbæ
n Halldóra Sigrún Valsdóttir Ástúni 12, Kópavogi
n Guðný Elín Ólafsdóttir Brúnastöðum 12,
Reykjavík
n Marinó Albertsson Blikaási 15, Hafnarfirði
50 ára
n Artur Piotr Czernichowski Hafnargötu 10,
Hellissandi
n Auður Rut Guðgeirsdóttir Kársnesbraut 75,
Kópavogi
n Andri Geir Arinbjarnarson Sólheimum 23,
Reykjavík
n Grétar Pétur Sigurðsson Goðheimum 18,
Reykjavík
n Halldór Eyþórsson Hörpulundi 7, Garðabæ
n Árni Yngvi Hermannsson Löngumýri 43,
Garðabæ
n Páll Snæfeld Björnsson Suðurhvammi 11,
Hafnarfirði
n Sölvi Rúnar Sólbergsson Hlíðarstræti 8, Bol-
ungarvík
n Svanborg Guðrún Einarsdóttir Kögurseli 25,
Reykjavík
n Guðrún Vilhjálmsdóttir Logafold 15, Reykjavík
60 ára
n Krystyna Petrasz Tjarnargötu 11, Sandgerði
n Svavar Egilsson Kvistalandi 6, Reykjavík
n Guðrún Guðmundsdóttir Hlíðargerði 23,
Reykjavík
n Ólafur Sigurðsson Laugarnesvegi 67, Reykjavík
n Hafsteinn Björnsson Háarifi 61 Rifi, Hellissandi
n Gunnar Haraldsson Bugðutanga 38, Mosfellsbæ
n Jóhannes Jóhannesson Stafholtsveggjum,
Borgarnesi
n Dagný Kristjánsdóttir Beykihlíð 21, Reykjavík
n Sigríður M S Eiríksdóttir Dalbraut 4, Búðardal
n Már Kristjánsson Orrahólum 7, Reykjavík
70 ára
n Jón Anton Magnússon Bæ 1, Drangsnesi
n Einar Magnússon Lækjasmára 96, Kópavogi
n Anna Jórunn Benediktsdóttir Írabakka 12,
Reykjavík
n Elías Sveinsson Brautarholti 1, Ísafirði
n Guðrún Áslaug Árnadóttir Kerlingardal, Vík
n Ívar Ívanovic Hjálmholti 8, Reykjavík
75 ára
n Agnar Sigurjónsson Hvammi, Húsavík
n Gísli Sigurbergsson Svínafelli í Nesjum, Horna-
firði
n Ármann Ásmundsson Kóngsbakka 5, Reykjavík
n Bjarni S Konráðsson Vorsabæ 16, Reykjavík
n Svava Guðjónsdóttir Dalbraut 18, Reykjavík
80 ára
n Súsanna Halldórsdóttir Stigahlíð 14, Reykjavík
n Hilmar S R Karlsson Kleppsvegi Hrafnistu,
Reykjavík
n Bryndís Tómasdóttir Sóltúni 11, Reykjavík
n Þuríður Kristjánsdóttir Sandholti 19, Ólafsvík
85 ára
n Guðjón Hermanníusson Þverbrekku 4, Kópa-
vogi
90 ára
n Jóhanna Friðriksdóttir Klausturhólum 2,
Kirkjubæjarkl.
n Þórunn Jónsdóttir Hraunvangi 7, Hafnarfirði
95 ára
n Kristín Steindórsdóttir Skyggni, Flúðum
Til
hamingju
með
afmælið!
50 ára í gær
Berglind Svava
Grétarsdóttir Hún
heldur Eurovision-
afmæli á hverju ári.