Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 12
Þriðjudagur 19. maí 200912 Fréttir
Páfagarður hefur enn og aftur lent
undir þrýstingi um að fjarlæga grun-
aða morðingja úr röðum sínum eftir
að uppgötvaðist að kaþólskur prest-
ur frá Rúanda, sem grunaður er um
aðild að þjóðarmorðinu þar í landi
1994, hefur starfað á Ítalíu undir
fölsku nafni.
Stjórnvöld í Rúanda hafa unn-
ið að því að fá útgefna alþjóðlega
handtökuskipun á prestinn, Emm-
anuel Uwayezu, síðan það upp-
götvaðist að hann hefur unnið í
Empoli, skammt frá Flórens. Emm-
anuel mun verða sakaður um beina
aðild að fjöldamorðum á yfir átta-
tíu námsmönnum, á aldrinum tólf
til tvítugs, í kaþólskum skóla sem
hann veitti forstöðu.
Virtist „vera ánægður“
Einn fárra sem lifðu fjöldamorðin af
býr í Bretlandi. Um er að ræða konu
sem sökum ótta vill ekki vera nafn-
greind. Hún segist enn fá martraðir
vegna atburðanna.
Í síðustu viku bar hún kennsl á
Uwayezu og lýsti hvernig hann kom
með hermenn inn í skólann í Kib-
ebo og lagði á ráðin með hermönn-
unum um morðin á þeim tútsum
sem voru nemendur þar.
„Hann virtist vera ánægður með
það sem hann aðhafðist. Hann
sagði okkur að vera í kennslustof-
unum. Sumir sem voru að vinna í
eldhúsinu voru skotnir fyrir framan
okkur, en hann sagði ekki orð. Aðrir
voru höggnir til bana, þeim nauðg-
að eða þeir grafnir lifandi,“ sagði
konan.
„Núna nýtur Uwayezu lífsins. Er
hann virkilega prestur?“ sagði hún.
Undir hempufaldi erkibiskups
Uwayezu hefur neitað að hafa átt
þátt í þjóðarmorðinu og fullyrðir að
hann hafi reynt að bjarga nemend-
unum. Hann sagði að dauði þeirra
ásækti hann enn.
Emmanuel Uwayezu er ekki
eini presturinn af ættbálki hútúa
sem leitaði skjóls undir hempufaldi
Páfagarðs eftir skálmöldina sem
tröllreið Rúanda 1994. Athanase
Seromba, stallbróðir Uwayezus
sem einnig lét mikið að sér kveða
í tilrauninni til að útrýma minni-
hluta tútsa, endaði einnig skammt
frá Flórens og gekk undir nafninu
Anastasio Sumba Bura.
Eftir þjóðarmorðið flúðu þeir
báðir til Ítalíu með aðstoð kaþólskra
stuðningsmanna og hófu nýtt líf
sem prestar með blessun erkibisk-
upsins í Flórens.
Kirkja jöfnuð við jörðu
Eftir að flett var ofan af Seromba
var hann fundinn sekur um slátr-
un á 2.000 sóknarbörnum sínum.
Hann hafði gefið fyrirmæli um að
kirkja hans yrði jöfnuð við jörðu
með jarðýtum en innandyra hafði
fólkið leitað skjóls. Seromba var
einnig ákærður fyrir að skjóta sjálf-
ur fólk sem hafði lifað aðfarirnar af.
Seromba var fyrsti presturinn sem
stríðsglæpadómstóll Sameinuðu
þjóðanna réttaði yfir vegna þjóðar-
morðs og glæpa gegn mannkyninu.
Upphaflega var Seromba dæmdur
til 15 ára fangelsis en hann áfrýjaði
dómnum en hafði ekki erindi sem
erfiði því dómnum var breytt í lífs-
tíðarfangelsi árið 2008.
Nunnur og prestar hlið við
hlið
Til langs tíma mótmælti Páfagarð-
ur kröftuglega sekt Serombas, og
bar að auki brigður á hlutleysi dóm-
stóls sem dæmt hafði tvær nunnur
úr reglu heilags Benedikts í Rúanda
til langrar fangelsisvistar fyrir þjóð-
armorð.
Fróðlegt verður að sjá hvernig
Páfastóll bregst við máli Uwayezus,
sem hefur breytt nafni sínu lítillega
og hefur gengið undir nafninu Way-
ezu í sókn sinni.
Árið 1994 var kaþólska kirkjan
valdamesta stofnun landsins á eft-
ir ríkisstjórninni og nokkuð var um
að háttsettir meðlimir kirkjunnar
lýstu opinberlega yfir stuðningi sín-
um við ríkisstjórn hútúa og kirkj-
unni mistókst að koma í veg fyrir
slátrunina. Um 100 daga skeið voru
um 800.000 tútsar stráfelldir. Þess
voru dæmi að prestar og nunnur
slægjust í hópa vígamanna hútúa
og tækju þátt í morðunum.
MEINTUR MORÐINGI
Í SKJÓLI PÁFAGARÐS
Á Ítalíu hefur verið flett ofan af enn einum kaþólskum presti frá Rúanda sem
grunaður er um aðild að þjóðarmorðinu þar í landi 1994. Um er að ræða annan
rúandska prestinn sem leitar skjóls undir hempufaldi Páfagarðs í kjölfar skálm-
aldarinnar í Rúanda.
„Sumir sem voru
að vinna í eldhús-
inu voru skotnir fyr-
ir framan okkur, en
hann sagði ekki orð.“
KolbeiNN þorsteiNssoN
blaðamaður skrifar: kolbeinn@dv.is
Vitnisburður þjóðar-
morðsins í rúanda Tveir
prestar grunaðir um aðild hafa
starfað á ítalíu með blessun
erkibiskupsins í Flórens.
Adolf Hitler og Francisco Franco áttu ýmislegt sameiginlegt:
Einræðisherrar og eineistingar
Í nýrri bók um spænska einræðisherr-
ann Francisco Franco herforingja er
fullyrt að hann og Adolf Hitler hafi átt
fleira sameiginlegt en áður var talið –
að vera með eitt eista.
Líkt og Hitler, leiðtogi nasista í
Þýskalandi á fjórða og fimmta ára-
tug síðustu aldar, missti Franco ann-
að eistað vegna sára sem hann hlaut
í bardaga. Þetta hefur sagnfræðingur-
inn Jose Maria Zavala eftir barnabarni
læknis Franciscos Franco.
Franco særðist neðarlega á kvið-
arholi við El Biutz, skammt frá Ceuta
í Spænsku Marokkó í júní 1916, og
höfðu ævisagnaritarar löngum velt
fyrir sér hvort það hefði haft áhrif á
getnaðarfæri einræðisherrans.
Á síðasta ári fundust skjöl með
upplýsingum frá lækni sem gerði að
sárum Hitlers þegar bardaginn við
Somme stóð yfir 1916.
Læknirinn, Johan Jambor, tjáði
presti sínum að Hitler hefði særst í
kviðarholi og misst annað eistað. Að
sögn læknisins var fyrsta spurning-
in sem brann á Hitler: „Mun ég geta
eignast börn?“
Jose Maria Zavala vitnar í nýrri bók
í Önu Puigvert, barnabarn Anton-
ios Puigvert sem var læknir Francos.
Ana sagði að Franco hefði treyst afa
hennar fyrir leyndarmálinu. „Franco
var eineistingur – hann hafði bara eitt
eista,“ sagði Ana.
Árið 1936 tók Franco þátt í upp-
reisn spænska hersins sem síðar
leiddi til borgarastyrjaldar á Spáni og
varð leiðtogi falangista. Þremur árum
síðar, með aðstoð Þýskalands og Ít-
alíu, vann hann stríðið og kom á ein-
ræði.
Francisco Franco lést árið 1975 og
lýðræði var komið á á Spáni.
Hitler og Franco
Tveir leiðtogar með
eitt eista hvor.
Vonsvikin og
áhyggjufull
drottning
Elísabet II Englandsdrottning
hefur tjáð Gordon Brown, for-
sætisráðherra landsins, að hún
hafi áhyggjur vegna mögulegs
skaða sem þingið kann að verða
fyrir vegna hinna hneykslan-
legu uppljóstrana um risnu
þingmanna sem dunið hafi á
þjóðinni undanfarið. Á fundi
sem drottningin átti með Brown
í síðustu viku tjáði hún sig ekki
um einstaka þingmenn, en að
sögn eins heimildamanns The
Mail on Sunday er hún „alvar-
lega áhyggjufull“ vegna málsins
og óttast að það hafi í för með
sér „langvarandi skaða“ gagn-
vart neðri deild þingsins.
Annar heimildamaður blaðs-
ins sagði að drottningin hefði
lýst „vonbrigðum“ með afhjúpun
risnumála þingmanna.
Létta á sér
í laugina
Nú er að ganga í garð sá tími
þegar sundlaugar fyllast með
fólki á sólríkum sumardögum. Í
ljósi þess eru niðurstöður nýrr-
ar bandarískrar könnunar um
siði sundlaugargesta ekki mikið
gleðiefni.
Könnunin leiddi í ljós að
einn af hverjum fimm skvettir
úr skinnsokknum í laugina og í
raun voru 47 prósent aðspurðra
sek um að menga vatnið með
einum eða öðrum hætti.
Þúsund manns tóku þátt í
könnuninni og svöruðu fjölda
spurninga um hegðun sína í
sundlaugum og ljóst að víða er
pottur brotinn hvað varðar um-
gengni.
Litháar kjósa
kvenforseta
Dalia Grybauskaite hefur ver-
ið kjörin forseti Litháen, fyrst
kvenna þar í landi, samkvæmt
opinberum úrslitum. Þegar öll
atkvæði höfðu verið talin hafði
hún fengið 68,17 prósent at-
kvæða.
Kosningaþátttaka var 51,7
prósent sem er aðeins yfir þeim
mörkum sem hún þurfti til að
sigra í fyrstu umferð kosning-
anna.
Sá sem næstur henni kom
í atkvæðafjölda, sósíaldemó-
kratinn Algirdas Butkevicius,
var henni langt að baki með tólf
prósent atkvæða. Sjö frambjóð-
endur véfengdu kosningarnar
sem fóru fram í skugga áhyggja
af þróun efnahagsmála í land-
inu.