Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 10
Þriðjudagur 19. maí 200910 Neytendur Dísilolía Algengt verð verð á lítra 162,4 kr. verð á lítra 164,8 kr. Skeifunni verð á lítra 160,9 kr. verð á lítra 163,3 kr. Algengt verð verð á lítra 162,4 kr. verð á lítra 164,8 kr. bensín Hveragerði verð á lítra 154,8 kr. verð á lítra 158,2 kr. Selfossi verð á lítra 154,9 kr. verð á lítra 158,31 kr. Algengt verð verð á lítra 162,4 kr. verð á lítra 164,8 kr. umsjón: Baldur guðmundsson, baldur@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i Liðlega þriðjungur þjóðarinnar mun eftir tvö ár búa við átthagafjötra ef spár Seðlabanka Íslands um þróun fasteignaverðs ganga eftir. Að tveim- ur árum liðnum munu um 40 pró- sent húsnæðiseigenda skulda meira í húsum sínum en þeir geta fengið fyrir þau. Hlutfallið jafngildir um 32 þúsund heimilum, eða um 90 þús- und manns, miðað við að á hverju heimili búi að jafnaði þrír einstakl- ingar. Þessir Íslendingar munu eiga mjög erfitt með að flytjast búferlum, nema sitja uppi húsnæðislausir með milljóna króna skuldabagga. 46 prósenta verðfall Íbúðaverð hefur þegar lækkað að raunvirði um 25 prósent frá því það náði hámarki haustið 2007. Þetta kemur fram í nýjustu Peningamál- um Seðlabankans. Bankinn spáir því að íbúðaverð muni halda áfram að lækka, alls um 46 prósent að raun- virði frá árinu 2007 til ársins 2011. Til einföldunar má setja dæm- ið upp svona: Íbúð sem var metin á 20 milljónir haustið 2007 kostar nú fjórðungi minna, eða um 15 millj- ónir. Miðað við 46 prósenta raun- verðslækkun mun íbúðin kosta 10,8 milljónir á þarnæsta ári. Þessi út- reikningur miðast við stöðugt verð- lag. Margir eigendur íbúða í þess- um verðflokki eiga því eftir að tapa í kringum fimm milljónum af íbúðum sínum í viðbót. Verðbólgan gerir það hins vegar að verkum að hærri kónu- tala fæst fyrir íbúðina. Verðrýrnunin sést þó vel. Fimmtungur húseigenda, eða 19,2 prósent, hafa nú neikvæða eig- infjárstöðu, samkvæmt Seðlabank- anum. Fimmtungur í viðbót, eða 21,6 prósent, hefur afar litla jákvæða eig- infjárstöðu, eða núll til fimm milljón- ir. Þessi hópur mun því einnig lenda í neikvæðri eiginfjárstöðu árið 2011. Viðvarandi á landsbyggðinni Þóroddur Bjarnason, prófessor í fé- lagsfræði við Háskólann á Akur- eyri, segir öruggt að neikvæð eigin- fjárstaða auki mjög á upplausnina í samfélaginu. Hann bendir hins veg- ar á að neikvæð eiginfjárstaða sé vandi sem fólk á minnstu stöðunum á landsbyggðinni hafi glímt við mjög lengi. Þar hafi fólk um árabil búið við fólksflótta og lágt fasteignaverð. „Fasteignaverð hefur fallið og fólk hefur ekki getað fengið nema brot af lánunum fyrir húsin sín. Við höf- um horft á þetta í langan tíma með smærri staðina en núna gæti þetta lent harðast á fólki á suðvesturhorn- inu, þar sem verðið hækkaði mjög hratt á löngu tímabili,“ segir Þórodd- ur og bætir því við að stóra spurning- in sé sú hvort neikvæð eiginfjárstaða verði tímabundið eða viðvarandi vandamál. Fasteignamat fylgi markaðsvirði Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hag- fræðingur við Seðlabanka Íslands, segir ljóst að hópur þeirra sem búa við neikvæða eiginfjárstöðu muni stækka á næstunni. Hann slær þó þann varnagla að eiginfjárstaða fólks sé reiknuð út frá fasteignamati en ekki markaðsvirði. „Það er enn fullt af íbúðum sem seljast yfir fasteigna- mati og hafa þess vegna nokkuð upp á að hlaupa enn. Annars staðar selj- ast íbúðir sem eru undir fasteigna- mati,“ segir Þorvarður sem bendir á að fasteignamat fylgi markaðsvirði með nokkurri töf þó. „Þannig að fasteignamat sem gefið var út í desember 2008 hækkaði ekki nærri því eins mikið og fasteignaverð- ið gerði. Markaðsvirðið var ennþá undir toppnum,“ segir hann og bæt- ir því við að nú skipti ástand íbúða og staðsetning mun meira máli en áður. Erfitt sé að áætla hversu hátt verð fáist fyrir íbúðir í dag. Betri staða eftir 2011 Þorvarður segir þó að þessir út- reikningar, að 40 prósent íbúðaeig- enda muni búa við neikvætt eigin- fjárhlutfall eftir tvö ár, séu ekki fjarri lagi. „Þessar spár gera ráð fyrir því að vegna bankahrunsins og alvarleika kreppunnar fari húsnæðisverð að- eins undir það sem við getum kall- að langtímameðaltal, eða eðlilegt verð,“ segir Þorvarður en bætir því við að fasteignaverð muni að líkind- um hækka eftir árið 2011. Það muni hafa þær afleiðingar að fólk geti aftur selt íbúðir sínar án þess að sitja eftir með skuldir. „Á toppnum getur þessi hópur orðið þetta fjölmennur en svo ætti að fækka í honum eftir það,“ seg- ir hann. Spurður hvaða afleiðingar þetta ástand geti haft segir Þorvarður að mestu máli skipti að fólk geti stað- ið undir greiðslubyrðinni sem þessu fylgir. „Það er alveg ljóst að ef þú ert með neikvæða eiginfjárstöðu ertu eiginlega læstur inni, þú flytur ekki mjög auðveldlega,“ segir hann en bætir við að þeir sem geti staðið und- ir þessu muni að líkindum sigla inn í betri stöðu eftir árið 2011. Fólksflótti Þóroddur segir að út frá þeirri reynslu sem landsbyggðin hafi af þessu ástandi geti neikvæð eiginfjár- staða haft neikvæð áhrif á hugarfar fólks. Ungt fólk hafi í stórum stíl flú- ið litlu staðina og hafi verið hrætt við að festa sig þar. Ef þetta gerist á höf- uðborgarsvæðinu muni spurning- in verða sú hvort unga fólkið muni hreinlega flytja af landi brott. „Þetta gætu orðið tveir hópar ungs fólks. Annars vegar þeir sem eru fastir í íbúðum sínum, þeir sem bíða af sér ástandið og vona að hlutirnir lagist. Hins vegar eru þeir sem ættu með réttu að vera að kaupa sér húsnæði núna. Í því er ekkert vit og þá vaknar sú spurning hvort fólk ákveði í stór- um stíl að skoða umheiminn eða ekki,“ segir hann og bætir við að at- vinnuleysi geti ýtt undir fólksflótta frá Íslandi. Áhætta fylgi íbúðarkaupum Þóroddur segir að afleiðingar þessa kunni einnig að verða að til verði kynslóð sem veigri sér við því að kaupa eigin húsnæði. „Fólk hefur undanfarin ár lagt í óskaplega miklar fjárfestingar. Það keypti íbúðir á háu verði og stóð í þeirri trú að þetta væri örugg fjárfesting. Fólk tók ákvarðanir sem eftir á að hyggja voru mjög vafa- samar, en enginn sá afleiðingarnar fyrir. Ef lexían sem yngsta kynslóð- in lærir er sú að það sé meiriháttar áhætta að kaupa húsnæði, þá horf- um við fram á erfiðari stöðu á fast- eignamarkaði til lengri tíma,“ segir Þóroddur að lokum. Um 90 þúsund Íslendingar verða bundnir átthagafjötrum ef spár Seðlabanka Íslands rætast. Um 40 prósent húsnæðiseigenda munu að tveimur árum liðnum skulda meira en þeir geta fengið fyrir hús sín. Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, segir neikvæða eiginfjárstöðu geta aukið upplausn í samfélaginu og gert það að verkum að ungt fólk flytji úr landi. BALDUR GUÐMUNDSSON blaðamaður skrifar baldur@dv.is Hætt við landflótta Þóroddur Bjarnason, prófessor í félagsfræði, segir að ungt fólk gæti flúið land. „Ef lexían sem yngsta kynslóðin lærir er sú að það sé meiriháttar áhætta að kaupa hús- næði, þá horfum við fram á erfiðari stöðu á fasteignamarkaði til lengri tíma.“ 90.000 Íslendingar Í átthagafjötrum Íslendingar í fjötrum næstu tvö árin munu 32 þúsund heimili skulda meira en þau geta fengið fyrir íbúðir sínar. ÍSLAND 2009 ÍSLAND 2011Þeir sem eiga meira en þeir skulda í heimilinu Þeir sem skulda meira en þeir eiga í heimilinu 19,2% 80,8% 40% 60%

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.