Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 11
Þriðjudagur 19. maí 2009 11Neytendur
Ég bý í fjórbýli og svalahandrið mitt er brotið. Einnig er sprunga
í gólfi svala sem nær í gegn og farið er að leka niður á næstu
hæð. Eigandi neðri hæðar telur þetta vera á mína ábyrgð. Hvað
er hið rétta í málinu?
GluGGa- oG
svalaviðGerðir
GuðbjörG Matthíasdóttir, formaður húseigendafélagsins svarar fyrirspurnum lesenda.
Sendið fyrirspurnir á neytendur@dv.is
„Samkvæmt lögum um fjöleignar-
hús telst allt ytra byrði húss, þar á
meðal svalir svo og stoð- og burð-
arvirki þeirra auk svalahandriðs,
vera sameign allra. Sprunga sem
nær niður í gegnum svalagólf er því
sameiginlegt úrlausnarefni allra
eigenda og sömuleiðis endurnýjun
svalahandriðs. Taka þarf málefnið
fyrir á húsfundi þar sem tillaga um
framkvæmdir er lögð til atkvæða-
greiðslu. Sé ákveðið að ráðast í
framkvæmdir skiptist kostnaður á
milli eigenda í samræmi við hlut-
fallstölur samkvæmt þinglýstum
eignaskiptasamningi. Allt að einu
þarf ávallt að gæta formreglna laga
um fundarhald og tilskilið sam-
þykki. Ákvörðun um allt venjulegt
viðhald sameignar þarfnast sam-
þykkis einfalds meirihluta miðað
við hlutfallstölur þeirra sem mæta
á löglega boðaðan húsfund. Við-
gerð svala telst til almenns við-
halds svo lengi sem ekki eru gerðar
breytingar á útliti þeirra.“
Það er í gangi umræða um hvort
setja eigi upp sólskála á svölum.
Ég taldi að það þyrfti samþykki
allra en aðrir segja að einfaldur
meirihluti dugi. Hvað er hið rétta
í málinu?
„Allar breytingar frá samþykkt-
um teikningum húss þurfa sam-
þykki allra. Þá er um bygginga-
leyfisskylda framkvæmd að ræða.
Einnig skiptir hér máli hvers eðlils
svalalokunin er því ýmsar undir-
búningsráðstafanir eru nauðsyn-
legar vegna viðameiri lokunar. Í
byggingarlöggjöf er meðal annars
kveðið á um ýmis atriði er snúa að
brunavörnum. Má til dæmis vera
að skipta verði um hurðar í stiga-
húsi sem ganga inn í íbúðir áður
en lengra er haldið. Í ljósi þessa er
mikilvægt að senda inn fyrirspurn
til byggingafulltrúa hvað varðar
undirbúningsráðstafanir vegna fyr-
irhugaðra framkvæmda. Mál sem
þetta verður að taka fyrir á hús-
fundi. Boða má til almenns hús-
fundar með minnst fjögurra sólar-
hringa fyrirvara en koma þarf fram
í fundarboði að taka eigi ákvörð-
un um þetta málefni. Vænlegast
er að teikningar liggi fyrir tíman-
lega þannig að íbúar geti skoðað
þær áður en til fundar kemur. Vert
er að hafa í huga að með samþykki
svalalokunar er einnig verið að
samþykkja stækkun eða viðbót á
ytra byrði hússins og allar reglur
laga um fjöleignarhús gilda þannig
um viðhaldið í framtíðinni. Leki
sólskáli gilda þannig svipuð sjón-
armið og ef um væri að ræða leka
meðfram glugga í mörgum tilfell-
um. Gler og innra byrði sólskála er
hins vegar alltaf á ábyrgð hvers og
eins. Það fer þannig allt eftir hönn-
un sólskála hvort og að hve miklu
leyti viðhald verður sameiginlegt í
framtíðinni.“
Við létum skipta um glugga hjá
okkur í öllu húsinu en við búum í
fjórbýli. Ágreiningur er um skipt-
ingu kostnaðar en sumir vilja
meina að húsfélagið eigi að greiða
þetta allt þar sem þetta sé ytra
byrði húss. Einnig var gert við
tröppur fyrir framan sérinngang
eins íbúa og ég tel mig ekki þurfa
að taka þátt í þeim kostnaði. Hvað
gildir í þessum tilfellum?
„Allt ytra byrði húss er sameign
allra og framkvæmdir er lúta að því
skal hver og einn greiða í samræmi
við þinglýstar hlutfallstölur. Þeg-
ar um gluggaviðhald ræðir mæt-
ast sameign allra og séreign. Hús-
félagið ber kostnað af ytra byrði
glugga en viðkomandi eigandi ber
ábyrgð á innra byrði hans og gleri.
Í því felst að húsfélagið ber kostn-
að af helmingi efnis og vinnu við
gluggaramma eða karm. Glerið og
helmingur efnis og vinnu við karm
er hins vegar sérkostnaður hvers
og eins eiganda. Sömu reglur gilda
um opnanleg fög. Til að tryggja
greiðsluskyldu allra sem lög gera
ráð fyrir verður að taka ákvörðun
um framkvæmdir á löglegum hús-
fundi þar sem tilskilið samþykki er
fengið. Athuga skal að þegar rætt
er um skyldu húsfélags til kostn-
aðar gildir að allir taka þátt í þeim
kostnaði miðað við hlutfallstöl-
ur samkvæmt þinglýstum eigna-
skiptasamningi. Það þýðir að eig-
andi greiðir séreignarkostnað og
sinn hlut í sameiginlegum kostn-
aði vegna gluggaskipta. Um tröpp-
urnar gildir að um er að ræða part
af ytra byrði húss jafnvel þótt að-
eins einn eigandi hafi not af þeim.
Viðgerð á tröppum er því sameig-
inlegur kostnaður. Hér sem ávallt
verður að gæta formreglna laga um
fundarboðun og fundarhald til að
tryggja greiðsluskyldu allra.“
Svalir á fjölbýlishúsi „Samkvæmt lögum um fjöleignarhús telst allt ytra byrði
húss, þar á meðal svalir svo og stoð- og burðarvirki þeirra auk svalahandriðs, vera
sameign allra.“ Mynd KriStinn MagnúSSon
Svalir, stoð- og burðarvirki eru
sameign Ef skemmdir verða á þeim
hluta hússins sem telst til sameignar
skal taka málið fyrir á húsfundi.