Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Side 8
Þriðjudagur 19. maí 20098 Fréttir Smáauglýsingasíminn er 515 5550 smaar@dv.is Afbrotatölfræði sýnir að innbrotum hefur fjölgað mikið: Fjölgar í kreppunni Talsvert fleiri þjófnaðir og innbrot komu inn á borð til lögreglunnar í síðasta mánuði, samanborið við apríl á síðasta ári þegar efnahags- og atvinnuástandið í landinu var betra. Samkvæmt afbrotatölfræði Ríkislögreglustjóra fyrir apríl, sem birt var í gær, fjölgaði þjófnaðar- brotum úr 268 í apríl á síðasta ári í 392 í apríl á þessu ári. Þetta er aukning upp á 68 prósent. Tölfræði Ríkislögreglustjóra yfir innbrot segir einnig svipaða sögu, þeim fjölgaði mikið á milli ára. Í apríl árið 2007 komu 169 innbrot inn á borð lögreglu og nákvæmlega sami fjöldi kom upp á síðasta ári. Í apríl á þessu ári fjölgaði innbrotum hins vegar mikið, því 287 tilvik komu til kasta lögreglu. Aukningin saman- borið við apríl í fyrra nemur rúm- lega 58 prósentum. Tölfræði yfir önnur brot er ekki jafnafgerandi. Þannig fjölgaði til- fellum sem varða eignarspjöll lít- illega á milli ára en ölvunarakst- urstilfellum fækkaði mikið, miðað við sama tímabil í fyrra. Í apríl 2008 var 181 tekinn ölvaður undir stýri á landinu öllu, en í apríl á þessu ári voru 109 manns teknir fyrir sömu sakir. Tölur yfir líkamsárásir eru að mestu óbreyttar, 94 tilfelli komu upp í síðasta mánuði samanbor- ið við 97 tilfelli á sama tíma í fyrra. Sama má segja um fíkniefnabrot, þau voru 136 í síðasta mánuði samanborið við 139 á sama tíma í fyrra. valgeir@dv.is Innbrot í apríl á þessu ári fékk lögregla 287 tilkynningar um innbrot. Á sama tíma í fyrra voru tilvikin hins vegar 169 talsins. Mynd Photos „Margir hafa bugast vegna afborg- ana og eflaust eiga fjölmargir eftir að fylgja í kjölfarið. Þetta er vanda- mál sem þarf að bregðast við ekki síður en húsnæðisvandanum. Þetta á eflaust eftir að setja fjölmargar fjölskyldur í þrot,“ segir Özur Lárus- son, framkvæmdastjóri Bílgreina- sambandsins, um sífellt hækkandi greiðslubyrði af rekstrarleigusamn- ingum. Samingarnir eru flestir í erlendri mynt og hækkar því greiðslubyrðin í takt við lækkandi gengi krónunn- ar. skilað á geymsluplanið Ein birtingarmynd þessa ástands er vaxandi fjöldi bíla á geymsluplani í Gufunesi sem fólk hefur skilað inn til bílaumboðsins eftir að samning- urinn er úti í stað þess að endurnýja saminginn. Ingvar Helgason ehf. og B&L leigja hluta af planinu og er því fjöldi bílanna þar frá þeim. Loftur Ágústsson, markaðsstjóri fyrirtækj- anna, segir fjölda rekstrarleigu- samninga renna út á hverjum degi. „Bílarnir sem eru á þessu geymsluplani í Gufunesinu koma ekki frá fólki sem hefur ekki getað greitt af bílunum sínum heldur eru þetta bílar sem viðskiptavinir hafa greitt eðlilega af og síðan verið skil- að eftir að rekstrarleigusamning- ur viðkomandi bíls rann út,“ segir Loftur. sölutregða „Ástæða þess að bílarnir eru í geymslu er sú að ekki er hægt að selja þessa bíla núna eins og ástandið í þjóðfélaginu er og því munum við bíða átekta eins og við raunar erum að gera með nýja bíla sem eins og öllum er kunnugt um seljast ekki heldur,“ segir Loftur. Hann bendir á að rekstrarleigu- samningarnir hafi oftast verið gerð- ir til þriggja ára. „Á hverjum degi klárast einhverjir samningar og þá er bílunum skilað eins og samning- urinn gerir ráð fyrir,“ segir Loftur. Brostnar forsendur Özur Lárusson segir að flest bíla- umboðin þekki það vandamál að sitja uppi með bíla sem fólk hef- ur skilað inn eftir að rekstrarleigu- samningur er útrunninn. Slíkir samningar urðu algengir upp úr 2005 og hafa margir nýtt sér þenn- an möguleika síðan. „Þetta var ágætishugmynd. Enginn átti von á því að krónan myndi veikjast jafn svakalega og hún gerði. Með geng- isfallinu brustu allar forsendur fyrir þessu,“ segir Özur. Bílaumboðin skuldbundu sig til að taka við bílunum að loknum rekstrarleigutímanum en þau þurfa nú að kaupa þá af fjármögnunarfyr- irtækjunum á langtum hærra verði en markaðsvirði þeirra er. skuldapakki í skottinu Özur segir að samkvæmt gróflegri könnun Bílgreinasambandsins þurfi bílaumboðin á næstu tveimur til þremur árum að taka við allt að sex þúsund bílum. „Verðið á þessum bíl- um er þrjátíu til fimmtíu prósent- um hærra en hægt er að selja þá á. Með hverjum bíl er því skuldapakki í skottinu sem bílaumboðin þurfa að leggja út fyrir,“ segir hann. Özur getur ekki sagt til um hvort þessi staða verði hreinlega til þess að umboðin verði gjaldþrota. „Ég þori ekkert að fullyrða um það en þetta mun ekki létta þeim byrðarnar eft- ir sölusamdráttinn frá því í október sem hefur verið allt að níutíu og þrjú eða fjögur prósent. Ég get ekkert full- yrt en staðan er alvarleg,“ segir hann. Framtíðin er því ekki björt og seg- ir Özur að eina vænlega leiðin út úr þessum vanda sé að gengisskrán- ingin sé færð í eðlilegt horf. Þannig myndi greiðslubyrði einstaklinga af bílunum lækka og þeir gætu því frek- ar borgað af þeim í stað þess að safna skuldum. Erla hlynsdóttIr blaðamaður skrifar: erla@dv.is Ein birtingarmynd versnandi efnahagsástands er bílar sem safnast upp við Gufunesið. Þetta eru bílar sem fólk hefur skilað inn eftir að rekstrarleigusamningur er útrunninn og hefur ekki treyst sér til að framlengja vegna stighækkandi afborgana. Özur lárusson hjá Bílgreinasambandinu segir gengisbreyt- ingar einu lausnina. Margir hafa þegar bugast vegna gífurlegrar greiðslubyrði. Bílakirkjugarður kreppunnar „Á hverjum degi klárast einhverjir samningar og þá er bílunum skilað.“ Þúsundum bíla skilað Özur Lárusson býst við að bílaumboðin þurfi að taka við allt að sex þúsund bílum úr rekstrarleigu á næstu tveimur til þremur árum. Mynd hEIða hElgadóttIr Bílar í biðstöðu Bílarnir hrannast upp við gufunesið og búist er við því að þeir standi þar um nokkra hríð. Þar hefur því myndast eins konar bílakirkjugarður. Mynd róBErt rEynIsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.