Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.05.2009, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 19. maí 2009 15Umræða Hver er maðurinn? „Ég er bara Hrafna.“ Hvað drífur þig áfram? „Lífið og tilveran og að hafa gaman af því sem ég er að gera hverju sinni.“ Hvaða þrjú orð lýsa þér best? „Hógvær og heiðarleg. meira dettur mér ekki í hug. Ég á mjög erfitt með að lýsa sjálfri mér.“ Hver er þín fyrirmynd? „Ég á mér í raun enga fyrirmynd, ég er og hef alltaf verið bara ég sjálf.“ Áhugamál? „Hestamennska og söngur.“ Uppáhaldsmatur? „Karrýlasagna og fiskibollur.“ Hvenær byrjaðir þú að hafa áhuga á söng? „Ég hef sungið síðan ég man eftir mér, ég er ekki frá því að ég hafi verið byrjuð að syngja áður en ég byrjaði að tala.“ Af hverju ákvaðstu að taka þátt í Idolinu? „Foreldrar mínir ráku mig í keppnina, sögðu mér að gera nú eitthvað við það sem ég hefði. mig hefur lengi langað en aldrei þorað fyrr en núna.“ Áttirðu von á að komast langt í keppninni? „Nei, engan veginn. Ég gerði mér engar vonir og tók bara einn föstudag í einu.“ Eftirminnilegasta uppákoman í keppninni? „Þessi þátttaka mín í keppninni er bara búin að vera frábær í alla staði, æðisleg upplifun með góðu fólki.“ Hvað ætlarðu að gera við verðlaunaféð? „Ég ætla að fjárfesta í framtíðinni og fara í skóla. Eins og staðan er núna er ég á leiðinni í Háskólann og svo kemur framhaldið í ljós.“ Hver er draumurinn? „draumur- inn er náttúrlega að geta unnið við söng en gaman væri að geta gert eitthvað annað með. Ég er gagntekin af jarðfræði, og hef lengið verið, og vonast því til að getað farið í nám því tengt.“ Hvað finnst þér um úrslit Eurovision? „Þetta var mjög flott og bara ánægð með úrslitin.“ SUnnEvA REynISdóttIR, 16 ára NEmi „Þetta var flott frammistaða.“ ÁSdíS AlExAndRA, 16 ára NEmi „Frekar góð fyrir ísland. jóhanna stóð sig vel.“ IngvAR ÁSbjöRnSSon, 18 ára NEmi „Þetta var fínt, bara flott.“ tHEódóRA toRfAdóttIR, 20 ára NEmi Dómstóll götunnar HRAfnA HAnnA ElíSA HERbERtSdóttIR fór með glæsilegan sigur úr býtum í idolinu á föstudaginn. Hrafna var rekin í keppnina af foreldrum sínum og ætlar að nota verðlaunaféð til að fjárfesta í framtíðinni. GaGntekin af jarðfræði „Úrslitin voru bara góð. jóhanna var alveg glæsileg.“ KRIStjÁn gUðfInnSSon, 48 ára baNKastarFsmaður maður Dagsins Eftir 11 ár í harðbýlu héraði kemur margt upp í hugann. Eins og marg- ir þéttbýlingar hafði ég ákveðnar hugmyndir um útnárana og átti stansinn að vera stuttur. Raunin varð önnur og endaskipti orðin á mörgum hlutum. Suðvesturhornið skartar auð- vitað sínu, ekki síst fjölmenninu með tilheyrandi uppsprettum. Í fá- menninu er hinsvegar eftir fleirum tekið. Hér vestra eru fjöllin ofan í byggð með skjóli sínu og hættum, hlutur sem aðkomufólk lítur á sem ókost en heimamenn á þrífast. Og vissulega á maður eftir að sakna fjallanna því sannast sagna finnst manni Esjan harla fjarlæg. Kynni lækna af fólki eru mikil og mun nánari í sveit en borg. Um- ræðan er samt einatt á þann veg að læknisþjónusta landsbyggðarinn- ar sé eftirbátur. Hvað hátækniþjón- ustu varðar er þetta sjálfgefið enda lítið af slíku í boði útnáranna. Al- mennt skartar landsbyggðin hins- vegar betra aðgengi, meiri yfirsýn og betra upplýsingaflæði til skjól- stæðinga. Þessa hafa Vestfirðing- ar notið þó ekki öllum sé það ljóst. Sjálfur tel ég að almenna heilbrigð- isþjónustu þyrfti að styrkja, ekki síst á þéttbýlissvæðum, enda yfirgnæf- andi hluti samskipta sem fellur í al- mennan flokk en aðeins brotabrot í hátækni. Því eru áform um bygg- ingu slíks sjúkrahúss álíka galin og varnarmálastofnun á friðartímum. Hin aðkallandi þörf er almenn og hana þarf að verja í komandi harð- æri. Upplýsingar til sjúklinga eru víða í molum. Vergangur milli sér- fræðinga er algengur og kemur fyr- ir að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri er að gera og öfugt. Þá er gott að geta leitað til heilbrigðisstarfs- manns með almenna skírskotun, einhvers sem getur safnað saman gögnum og lesið úr á mannamáli. Vestfirðingar hafa verið skemmtilegt viðfangsefni. Hvergi á mínum ferli hef ég séð móðursýki eins litla og sjálfsbjörg eins mikla. Lífssýnin liggur fremur í gæðum en magni. Það eru verðmæti í sjálfu sér og ekki ósennilegt að þau markist af nálægð hafs og fjalla. Byggðaþróun og batnandi sam- göngur hér vestra kalla nú á skipu- lagsbreytingar og heilbrigðisþjón- ustan þar á meðal. Í hlutverki mínu sem flökkulæknir hef ég komið víða við og vonandi einhverjum til gagns. Þessu flandri lýkur nú um mánaðamótin. Samstarfsfólki óska ég velfarnaðar og Vestfirðingum öllum þakka ég innblástur og lang- lundargeð. ELLEFU ÁR Í HARÐBÝLINU kjallari svona er íslanD 1 neitar að skila fálkaorðunni sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, ætlar ekki að skila orðu sem hann var sæmdur árið 2007. 2 glæsifloti sjeiks vakti athygli á Suðurnesjum svartir eðalvagnar í lögreglufylgd fluttu utanríkisráðherra sameinuðu arabísku furstadæmanna frá Keflavíkurflugvelli. 3 Keyptu glæsivillu í kreppunni inga Lind Karlsdóttir og árni Hauksson keyptu fyrir skemmstu glæsivillu í garðabæ. 4 jóhanna guðrún á göngu- skíðum til Moskvu blaðakonan Hilary alexander var ekki sátt við kjól jóhönnu guðrúnar. sagðist þó skilja það þar sem ísland væri gjaldþrota. 5 tvíburar en eiga ekki sama pabbann tvíburarnir justin og jordan eiga ekki sama föðurinn. 6 breytti íbúðinni í Star trek- geimskip bretinn tony alleyne hefur breytt íbúð sinni í nákvæma eftirmynd af geimskipi úr star trek. 7 Ákærðir fyrir hrottalega líkamsárás Lögreglustjórinn á suðurnesjum hefur gefið út ákæru á hendur þremur piltum fyrir líkamsárás í Njarðvík í lok síðasta árs. mest lesið á dV.is lÝðUR ÁRnASon heilbrigðisstarfsmaður skrifar „Vergangur milli sér- fræðinga er algengur og kemur fyrir að hægri höndin viti ekki hvað sú vinstri er að gera og öfugt.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.