Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Page 2
2 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fréttir Barði mann með glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt 26 ára karlmann í fimm mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að berja annan mann í höf- uðið með glerflösku. Fórnar- lamb árásarinnar hlaut þriggja sentimetra skurð á höfði við höggið. Árásin átti sér stað að morgni laugardagsins 9. júlí á síðasta ári á gatnamótum Njálsgötu og Vitastígs. Árásarmaðurinn játaði brot sitt skýlaust og var það virt hon- um til málsbóta. Dómurinn yfir manninum er skilorðsbundinn til tveggja ára. Hver tannlæknanemi kostar menntamálaráðuneytið 2,65 milljónir á ári: 90 milljónir í tannlæknanema Menntamálaráðuneytið greiðir 2,65 milljónir til Háskóla Íslands á næsta skólaári vegna hvers virks nemanda sem þar lærir tannlæknisfræði. Sjö nemendur fara áfram á ári hverju eftir samkeppnispróf í fyrsta bekk. Námið er alls sex ár og má því reikna með að kostnaður ráðuneytisins við tannlæknanema á komandi skólaári verði tæpar 93 milljónir króna. Virkur nemandi er skilgreind- ur sem nemandi er lokið hefur 60 ects einingum, sem samsvarar einu námsári. Vilborg Loftsdóttir, rekstrar- stjóri heilbrigðisvísindasviðs HÍ, segir mikinn kostnað við hvern tannlæknanema helgast af því að nemendurnir eru mjög fáir, fyrir hvern þeirra þarf dýr tæki og bún- að og stór þáttur námsins er verk- legur. Þannig er hluti námsins tannlæknaþjónusta fyrir almenn- ing sem lengra komnir nemend- ur sinna á niðursettu verði í húsa- kynnum skólans. Tannlæknisfræði er aðeins kennd við HÍ en greiðslur mennta- málaráðuneytis fara til þess skóla sem nemandi stundar nám í. Menntamálaráðuneytið leggur árlega til fjármagn með hverjum háskólanema. Upphæðin fer eft- ir fjölda nemenda og hvaða náms- grein þeir stunda. Samkvæmt fjárlögum ársins sem nú er að líða var einnig greitt mest fyrir tannlæknanema, eða 2,4 millj- ónir á hvern þeirra. Röð námsgreina eftir kostnaði var þá einnig sú sama og nú. erla@dv.is Félags- og mannvísindi Tölvufræði og stærð- fræði Kennaranám og upp- eldisfræði, starfsnám Hjúkrun- arfræði og sjúkra- þjálfun Verk-, tækni- , efnafræði, arkitektúr, lyfjafræði Læknis- fræði Tann- læknis- fræði Kostnaður á nemanda eftir námsgreinum 501 793 846 891 1.139 1.588 2.650 n Framlag ráðuneytis til háskóla á hvern virkan nemanda í þúsundum króna í fjárlögum 2009 kaupþing lánaði fyrir símanum Skipti, móðurfélag Símans, skuldaði Kaupþingi tæplega 297 milljónir evra, eða rúma 54 milljarða króna á núver- andi gengi, samkvæmt yfirlitinu upp úr lánabók Kaupþings sem birt var á vefsíðunni Wikileaks nýverið. Í yf- irlitinu kemur fram að skuldin sé að stærstu leyti tilkomin vegna kaupa Skipta á Landssíma Íslands árið 2005 en Skipti keypti Símann á 66,7 millj- arða króna. Skuldin færðist yfir í Nýja Kaupþing með öllum íslenskum lán- um eftir að Fjármálaeftirlitið tók bankann yfir í október. Skipti er að öllu leyti í eigu eign- arhaldsfélagsins Exista, sem aftur er eign Bakkavararbræðra, Lýðs og Ág- ústs Guðmundssona. Exista berst nú fyrir lífi sínu en Lýður Guðmunds- son hefur sagt í bréfi til skilanefnd- ar Landsbankans, sem greint var frá í Morgunblaðinu fyrr í mánuðin- um, að skilanefndir Glitnis og Kaup- þings vilji keyra félagið í þrot og taka það yfir. Stærstu kröfuhafar félagsins eru sem áður segir Nýja Kaupþing og skilanefndir Glitnis og gamla Lands- bankans. Talið er að endurheimtur kröfuhafa upp í skuldir Exista verði á bilinu 1 til 7 prósent. exista stór hluthafi í Kaupþingi Kaup Skipta á Landssímanum á sín- um tíma virðast því hafa verið fjár- mögnuð að mestu leyti með láni frá Kaupþingi sem er útistandandi hjá félaginu og sem leitt hefur til þess að bankinn vill taka félagið yfir ásamt skilanefndum Glitnis og Landsbank- ans. Því virðist vera komið að endan- legum skuldadögum Skipta, og þar af leiðandi Existu, vegna kaupanna á Landsímanum jafnvel þó að félag- ið hafi greitt ríkissjóði kaupverðið að fullu í september 2005. Kaupverðið virðist hins vegar hafa verið tekið að láni að mestu frá banka sem nú er kominn undir íslenska ríkið. Síminn gæti því farið aftur yfir til ríkisins að hluta í gegnum Nýja Kaupþing. Einkavæðing Landsímans er oft tekin sem dæmi um vel heppnaða einkavæðingu og hefur hún verið til- tölulega óumdeild, sérstaklega í sam- anburði við einkavæðingu annarra ríkisfyrirtækja eins og Landsbank- ans, Búnaðarbankans og Íslenskra aðalverktaka. Fjármögnun kaupanna á Símanum virðist hins vegar hafa verið afar skuldsett líkt og gögnin úr Kaupþingi sýna fram á. Kaupþing lánaði sjálfu sér og stærsta hluthafanum Þegar Skipti keypti Símann var Ex- ista stærsti hluthafinn í Skiptum, með um 45 prósent eignarhluta. Ex- ista var jafnframt stór hluthafi í Kaup- þingi. Aðrir hluthafar í Skiptum voru svo Kaupþing, með um 30 prósent eignarhluta, og Lífeyrissjóður versl- unarmanna og Gildi með 8,5 pró- sent hluta. Fjórir aðrir hluthafar áttu svo um og yfir 2 prósent hver. Lánið frá Skiptum til að kaupa Símann var því að 75 prósent leyti lán til bankans sjálfs og til stórs hluthafa í bankan- um. Exista tók allt félagið svo yfir sum- Yfirlit úr lánabók Kaupþings sýnir að stærsti hluti skulda Skipta, móð- urfélags Símans sem er í eigu Exista, við bankann eru tilkomnar út af kaupunum á Landsíma Íslands árið 2005. Bakkavararbræður, sem eiga Exista, voru einnig stórir hluthafar í Kaupþingi. Nýja Kaupþing og aðrir kröfuhafar Exista vilja taka félagið yfir og stjórna því sjálfir. Síminn gæti því farið aftur yfir til ríkisins að hluta. Aðalfundur Exista verður haldinn í dag þar sem ársreikningur félagsins fyrir árið 2008 verður lagður fram. Hvað er exista? n Exista er eignarhaldsfélag sem á og rekur meðal annars Vátryggingafélag Íslands (VÍS), Líftryggingafélag Íslands (Lífís) og eignaleigufyrirtækið Lýsingu. Félagið á jafnframt móðurfélag Símans, Skipti ehf., en Síminn var keyptur af íslenska ríkinu árið 2005. Exista var jafnframt stærsti hluthafinn í Kaupþingi áður en bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í október í fyrra. Exista skaust fyrst fram á sjónar- sviðið þegar Skipti keypti Símann og var leiðandi fyrirtæki í íslensku viðskiptalífi á árunum fyrir bankahrunið. Bræðurnir Lýður og Ágúst Guðmundssynir, oft kenndir við Bakkavör, eru stærstu hluthafar þess. Exista hét áður Meiður ehf. sem var skilgreint sem fjárfestingafélag sem meðal annars sérhæfði sig í verðbréfaviðskiptum. Meiður breytti um nafn sumarið 2005, um það leyti sem salan á Símanum stóð fyrir dyrum, og hét eftir það Exista. Bakka- vararbræður höfðu keypt sig inn í Meið í árslok 2002 en Kaupþing hafði átt nærri helmingshlut í félaginu þegar þetta gerðist. Við kaup Bakkavararbræðra á hlutnum í Meiði fór eignarhlutur Kaupþings í félaginu niður í 18 prósent. Tengsl Kaupþings og Bakkavararbræða og Meiðs og Exista ná því nokkuð langt aftur í tímann. n Hluthafar skipta 2005: Exista 45% Lífeyrissjóður verslunarmanna 8,25% Gildi - lífeyrissjóður 8,25% Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,25% Samvinnlífeyrissjóðurinn 2,25% MP Fjárfestingarbanki hf. 2% Imis ehf. 2% n Hluthafar skipta 2009: Exista 100% ingi f. vilHjálmsson blaðamaður skrifar ingi@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.