Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 3
arið 2008 þegar hinir hluthafarnir í Skiptum voru keyptir út og varð í kjöl- farið eini hluthafi þess. Skuldbind- ingar Skipta færðust því alfarið yfir á herðar Exista við þennan gerning. Engar upplýsingar frá Kaupþingi Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Nýja Kaupþings, neitar aðspurður að svara þeirri spurningu hvernig Skipt- um gangi að standa í skilum með af- borganir af láninu. Hann neitar sömu- leiðis að svara þeirri spurningu hvort bankinn hyggist taka Exista yfir út af skuldastöðu félagsins. „Ég hef ekkert um þetta að segja. Ekkert um þetta að segja,“ segir Finnur um málið. Berghildur Erla Bernharðsdóttir, upplýsingafulltrúi Kaupþings, vildi heldur ekki tjá sig um málið aðspurð. Hún segist ekki geta tjáð sig um mál- efni einstakra viðskiptavina. Hvað sem líður svörum talsmanna bankans er alveg ljóst að skuldastaða Exista er það slæm að félagið getur vart varist gjaldþroti og kröfuhafar þess virðast ætla að ná eignum félagsins til sín. „Svona var Ísland“ Innanbúðarmaður úr íslenska banka- kerfinu, sem vill ekki láta nafns síns getið, sem þekkir vel til Exista seg- ir að það þurfi ekki að koma mikið á óvart að kaup Skipta á Símanum hafi verið fjármögnuð að stóru leyti með láni frá Kaupþingi. „Ég meina, svona var Ísland. Það var ekki þannig að menn væru oft að fjármagna kaup sín með miklu eigin fé, það var bara að sáralitlu leyti sem það var gert,“ segir bankamaðurinn. Hann segir að Exista og dóttur- félög þess séu svo skuldsett að ekki megi búast við því að neinn arð- ur verði af rekstri félagsins á næstu árum. „Ekki nóg með að Exista sé kengskuldsett heldur eru dótturfé- lög þess líka skuldsett. Það er ekkert að fara upp í skuldir Exista á næst- unnni því dótturfélögin eiga nóg með að borga af skuldum sínum. Eigend- ur Exista munu því ekki fá neinn arð af félaginu á næstunni,“ segir banka- maðurinn en stjórnendur Exista hafa lagt það til við kröfuhafa bankans að dótturfélög Exista greiði móðurfé- laginu arð og að rekstrarkostnaður félagsins verði einn milljarður króna á ári. Kröfuhafar félagsins hafa lagst gegn þessum tillögum. Aðalfundur Exista verður haldinn í dag og verður ársreikningur félags- ins meðal annars lagður þar fram auk þess sem tekin verður ákvörðun um greiðslu arðs til eigenda félagsins. fréttir 26. ágúst 2009 miðvikudagur 3 Hver tannlæknanemi kostar menntamálaráðuneytið 2,65 milljónir á ári: 90 milljónir í tannlæknanema 1.139 1.588 2.650 Enginn skólastjóri hefur verið ráðinn við grunnskólann á Hvolsvelli fyrir veturinn: Hafnaði skólastjórastöðunni „Þetta er fyrst og fremst út af að- stæðum sem komu upp í fjölskyld- unni,“ segir Friðþjófur Helgi Karls- son um ástæður þess að hann hefur hafnað stöðu skólastjóra grunn- skólans á Hvolsvelli. Gert var ráð fyrir að hann myndi hefja störf nú í septemberbyrjun en skólasetning Hvolsskóla var í gær. Friðþjófur hefur gegnt stöðu aðstoðarskólastjóra Hjallaskóla í Kópavogi og gerir það áfram. „Ég var ekki búinn að gefa það algjör- lega frá mér,“ segir hann. Elvar Eyvindsson, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir það vissulega vonbrigði að Friðþjófur taki ekki við. „Jú, þetta er auðvitað leiðinlegt.“ Enn er óvíst hver verður ráðinn í hans stað. „Við eigum fjöl- marga leiki uppi í erminni,“ segir hann en vill ekki skýra það nánar að svo stöddu. Spurður hvort ekki sé eðlilegast að halda áfram viðræðum við Hall- dóru K. Magnúsdóttur, aðstoðar- skólastjóra Hvolsskóla, segir Elvar: „Þeim viðræðum var slitið form- lega. Það yrði þá að taka þær upp að nýju og við höfum ekki tekið um það ákvörðun enn að gera það,“ segir hann. Áður en ákveðið var að ráða Frið- þjóf fékk sveitarstjórnin matsmenn til að meta hæfi umsækjenda. Frið- þjófur og Halldóra voru þar met- in „vel hæf“ en Halldóra þó hæf- ari. Halldóra setti upphaflega þau skilyrði fyrir ráðningu sinni að eig- inmaður hennar, Unnar Þór Böðv- arsson, fráfarandi skólastjóri, yrði ráðinn í hálfa stjórnunarstöðu við skólann. Hluti sveitarstjórnar lagð- ist á móti þessu og féll Halldóra því frá kröfunni áður en til ráðningar kom. Friðþjófur var síðan ráðinn í síðustu viku eins og DV greindi frá. Elvar segir skólastarfið í ör- uggum höndum núverandi starfs- manna þrátt fyrir að enginn skólastjóri hafi verið ráðinn fyrir veturinn. Hann vonast til að málið skýrist frekar í vikunni. Aðrir umsækjendur um starf skólastjóra voru Eyjólfur R. Braga- son, verkefnisstjóri hjá Grindar- víkurbæ, og Þorsteinn Kristjáns Jóhannsson, starfsmaður Náms- matsstofnunar. Halldóra vildi ekki tjá sig um málið þegar DV náði tali af henni í gær. erla@dv.is Skólinn hafinn Óvíst er hvort gengið verður aftur til viðræðna við Halldóru K. Magnúsdóttur, aðstoðarskólastjóra Hvolsskóla. Hass og gras í Grafarholti Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á eitt og hálft kíló af hassi, ríflega 600 grömm af marijúana og kókaín í neysluskömmtum í íbúð í Grafarholti. Tveir menn á þrítugsaldri hafa verið handteknir og yfirheyrðir í tengslum við rannsókn málsins. Þeir hafa áður komið við sögu lögreglu. Húsleitin var framkvæmd að undan- gengnum dómsúrskurði. Fyrrnefnd aðgerð er liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkni- efna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkni- efnamál. kaupþinG lánaði fyrir símanum n Lögin um ráðstöfun þess fjár sem fékkst við sölu Landsíma Ís- lands árið 2005 voru numin úr gildi í desember árið 2008, í kjölfar bankahrunsins á Íslandi. Ástæðan var sú að ríkisstjórnin vildi ekki vera bundin af lögunum heldur að hún gæti ráðstafað peningunum í fjár- lögum ár frá ári. Samkvæmt frum- varpinu átti að verja 43 milljörðum af þeim 67 sem fengust fyrir Land- símann í alls kyns framkvæmdir fram til ársins 2012. Meðal annars átti að verja 15 milljörðum króna í vegaframkvæmdir og 18 milljörð- um í uppbyggingu Landspítala-há- skólasjúkrahúss. Lægri upphæðir áttu svo að renna til ýmissa verk- efna eins og bættra búsetuskilyrða og fjarskipta á landsbyggðinni sem og í úrræði fyrir geðfatlaða. Búið var að verja fjármununum í einhver þeirra verkefna sem rætt var um í lögunum þó svo að það hafi ekki átt við um þau stærstu: uppbyggingu Landspítalans og byggingu Sunda- brautar fyrir 8 milljarða króna. Ekki liggur ljóst fyrir nákvæm- lega hversu miklu af Landsímapen- ingunum hefur verið eytt í fram- kvæmdirnar en það liggur ljóst fyrir að ríkissjóður á enn eftir einhverja tugi milljarða af þeim 43 sem nota átti, auk þess sem milljarðarnir 23 sem af gengu eru í varasjóði ríkisins í Seðlabanka Íslands. „Ég meina, svona var Ísland. Það var ekki þannig að menn væru oft að fjármagna kaup sín með miklu eigin fé, það var bara að sáralitlu leyti sem það var gert.“ SÍmapEningarnir áttu mEðal annarS að fara Í: n Vegaframkvæmdir fyrir 15 milljarða. Meðal annars byggingu Sundabrautar fyrir 8 milljarða, Norðausturvegur 1,5 milljarðar og Suðurstrandarvegur 400 milljónir. n Uppbygging Landspítala-háskólasjúkrahúss fyrir 18 milljarða króna. n Kaup á varðskipi fyrir Landhelgisgæsluna fyrir 2 milljarða. n 2,5 milljarðar til bættrar fjarskiptaþjónustu, meðal annars á landsbyggðinni. n 1 milljarður í nýbyggingu fyrir Stofnun íslenskra fræða - Árnastofnun. * 43 milljarðar af 67 löGin um símapeninGana afnumin í desember Skulda ennþá fyrir Símann Skipti, móðurfélag Símans sem er í eigu Exista, skuldar Nýja Kaupþingi rúma 54 milljarða króna á núverandi gengi og gæti félagið verið yfirtekið af bankanum vegna þessa. Aðalfundur Exista verður haldinn í dag. Exista í kröppum dansi Svo gæti farið að eignarhaldsfélagið Exista verði yfirtekið af kröfuhöfum þess en félagið er „kengskuldsett“, meðal annars út af kaupunum á Landsíma Íslands árið 2005. Myndin sýnir eigendur og stjórnendur Exista á aðalfundi félagsins árið 2007. Frá vinstri Lýður Guðmundsson, Sigurður Valtýsson, Erlendur Hjaltason og Ágúst Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.