Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 10
Grauturinn hækkar Verðmunur á Kjarna jarðarberja- graut reyndist 73,4 prósent í lítilli verðkönnun Neytendasamtak- anna. Frá þessu er sagt á heima- síðu samtakanna. Lægsta verðið á eins lítra fernum reyndist 282 krónur. Það var í Bónus. Í Nettó kostar varan 289 krónur, eins og í Kaskó. Í Fjarðarkaupum kostar varan 330 krónur og í Spar Bæj- arlind 359 krónur, eða 15 krónum minna en í sambærilegri könnun í fyrra. Fram kemur að hráefni í jarðarberjagrautinn sé innflutt og ætti því að hafa hækkað nokkuð vegna gengishruns krónunnar. Í Spar Bæjarlind hafi álagning því snarlækkað. Í Melabúðinni hefur varan hækkað um 110 prósent á einu ári. Þar kostar grauturinn 415 krónur en 489 krónur í Sam- kaupum - Úrval. tebollinn á svipuðu verði Neytendasamtökin eru dugleg að gera smáverðkannanir. Ein slík leiddi í ljós að verðmunur á tebolla á kaffihúsum borgarinn- ar reyndist fremur lítill, eða 16,7 prósent. Lægsta verðið var á Kaffi Sólon, 300 krónur, en hæst á Kaffi París, Íslenska barnum og Svarta Kaffi. Þar kostar tebollinn 350 krónur. Tekið er fram að á sum- um kaffihúsum sé boðið upp á tepott sem dugi í tvo til þrjá kaffi- bolla en sums staðar sé aðeins um einn bolla að ræða. Þá fylgir sums staðar auka tepoki og ábót á vatnið. n Lastið fær verslunin Nesti við Hringbraut. Ung stúlka hringdi inn og blöskraði verðið á fílakaramellum á staðnum. Hún keypti sér fjórar karamellur, en segist betur hefði sleppt því þar sem stykkið kostaði 35 krónur og því voru þær fjórar á 140 krónur. Hún ætlar að sleppa því í framtíðinni. n Lofið fær veitingastaðurinn Fiskfélagið á Vesturgötu í Reykjavík. Ánægður viðskiptavinur fór þar út að borða með sinni heittelskuðu og leist vel á fjölbreyttan matseðil og frábæra þjónustu. Ekki spillti fyrir að maturinn er á viðráðanlegu verði og andrúmsloftið á staðnum hentugt fyrir rómantík. SENDIÐ LOF EÐA LAST Á NEYTENDUR@DV.IS Dísilolía algengt verð verð á lítra 191,9 kr. verð á lítra 184,6 kr. skeifunni verð á lítra 188,4 kr. verð á lítra 180,2 kr. algengt verð verð á lítra 189,9 kr. verð á lítra 181,6 kr. bensín Dalvegi verð á lítra 185,6 kr. verð á lítra 177,3 kr. Fjarðarkaupum verð á lítra 186,3 kr. verð á lítra 178,1 kr. algengt verð verð á lítra 189,9 kr. verð á lítra 181,6 kr. UmSjóN: LILjA KATRÍN GUNNARSDóTTIR, liljakatrin@dv.is / neytendur@dv.is el d sn ey t i 10 miðvikuDaGur 26. ágúst 2009 neytenDur Plástrar, tyggjó og nefúði frá Nicor- ette og Nicotinell sem hjálpa fólki að losa sig við tóbaksfíknina er dýrast í Lyfjum og heilsu Austurveri sam- kvæmt verðkönnun DV. Ódýrust eru þessi lyf í Árbæjarapóteki, Garðs ap- óteki og Laugarnesapóteki. 118% munur á tyggjói Verðkönnunin var framkvæmd þannig að hringt var í tíu apótek á höfuðborgarsvæðinu. Grennslast var fyrir um verð á tyggjói, plástrum og nefúða frá Nicorette og tyggjó og plástrum frá Nicotinell. Kannað var verð á stærstu pakkn- ingunni af Nicorette fruitmint tveggja milligramma nikótíntyggjói annars vegar. Í þeim pakka eru 210 tyggjó. Hins vegar var athugað verð á stærstu pakkningunni af Nicotin- ell fruit tveggja milligramma nikót- íntyggjói með 204 stykkjum í pakka. Í öllum apótekum er Nicotinell- tyggjóið ódýrara og getur verðmunur á þessum tveimur tegundum verið hátt í þúsund krónur. Þó skal taka til greina að í Nicorette-pakkningunni eru sex fleiri tyggjó en í Nicotinell. Nicorette-tyggjóið er ódýrast í Árbæjarapóteki þar sem það kostar 5.264 krónur en dýrast í Lyfjum og heilsu Austurveri. Þar kostar pakk- inn 6.424 krónur. Mismunurinn er því rúmlega ellefu hundruð krónur. Nicotinell-tyggjóið er ódýrast í Garðs apóteki á 4.790 krónur en dýrast á 5.675 pakkinn í Lyfjum og heilsu Austurveri. Þetta er tæplega níu hundruð króna mismunur, eða 18 prósent. Gríðarlegur munur á plástrum Sláandi er verðmunur á fjórtán milli- gramma Nicotinell-nikótínplástr- um. Athugað var verð á þriggja vikna skammti sem inniheldur 21 sólar- hringsplástur. Pakkinn er ódýrastur í Laugarnesapóteki þar sem hann kostar 8.470 krónur. Dýrastur er hann í Lyfjum og heilsu Austurveri. Þar kostar pakkinn 11.585 krónur. Hér er um að ræða mismun upp á 3.115 krónur sem jafngildir 37 pró- senta mun. Tuttugu prósenta munur er á ódýrustu og dýrustu pakkningunni af tíu milligramma Nicorette-nikótín- plástrum. DV skoðaði verð á pakkn- ingu sem inniheldur fjórtán sextán tíma plástra. Ódýrastur er plástur- pakkinn í Árbæjarapóteki þar sem hann kostar 6.268 krónur. Dýrast- ur er hann í Lyfjum og heilsu Aust- urveri þar sem pakkinn er seldur á 7.540 krónur. Jafngildir þetta tæplega þrettán hundruð króna mismun. Fastur afsláttur Garðs apótek er með ódýrasta Nic- orette-nefúðann samkvæmt verð- könnun DV. Þar kostar 10 millilítra hylki 4.390 krónur en dýrast er það á 5.036 krónur í Lyfjum og heilsu Aust- urveri. Þar er munurinn minnstur á vörunum sem kannaðar voru, eða 646 krónur. Við framkvæmd verðkannarinn- ar tóku tvö apótek, Árbæjarapótek og Laugarnesapótek, fram að fastur af- sláttur væri af öllum vörum Nicorette og Nicotinell. Í Árbæjarapóteki er af- slátturinn 20 til 25 prósent en fimm- tán prósent í Laugarnesapóteki. Ekki er um tímabundið tilboð að ræða. Nikótínlyf af ýmsu tagi eru dýrust í Lyfjum og heilsu samkvæmt verðkönnun DV. Hleypur verðmunurinn oft á þúsundum króna. Mestur er munurinn á Nicotinell fjórtán milligramma plástrum. Stór pakki af þeim er ódýrastur á tæplega 8.500 krónur í Laug- arnesapóteki en dýrastur í Lyfjum og heilsu Austurveri á rúmlega 11.500 krónur. NIKÓTÍNLYF DÝRUST Í LYFJUM OG HEILSU lilja Katrín Gunnarsdóttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is ÁrbæjarapóteK Nicorette fruitmint-tyggjó 2mg 210 stk/pk 5264 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 6268 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4400 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2mg 204 stk/pk 4956 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 8934 kr. lyFja smÁralind Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6276 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 7367 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4920 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5543 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 11316 kr. lyF oG heilsa austurveri Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6424 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 7540 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 5036 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5675 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 11585 kr. lyFjaver Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg210 stk/pk 6210 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 7304 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4920 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5346 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 10822 kr. rima apóteK Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6371 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 7366 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4921 kr. Nicotinell fruit tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5627 kr. Nicotinell plástur 14 mg 21 stk/pk 11316 kr. apóteKarinn mjódd Nicorette-fruitmint tyggjó 2 mg 210 stk/pk 5782 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 6786 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4532 kr. Nicotinell fruit tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5107 kr. Nicotinell plástur 14 mg 21 stk/pk 10426 kr. apóteKið í haGKaupum sKeiFunni Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6276 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 7367 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4920 kr. Nicotinell fruit tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5543 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 11316 kr. Garðs apóteK Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 5390 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 6990 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4390 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 4790 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 9490 kr. reyKjavíKur apóteK Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6157 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 6323 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4598 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5199 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 10460 kr. lauGarnesapóteK Nicorette fruitmint-tyggjó 2 mg 210 stk/pk 6029 kr. Nicorette-plástur 10 mg 14 stk/pk 6940 kr. Nicorette-nefúði 10 ml 4958 kr. Nicotinell fruit-tyggjó 2 mg 204 stk/pk 5486 kr. Nicotinell-plástur 14 mg 21 stk/pk 8470 kr. mikill verðmunur Verð á sígar- ettum fer sífellt hækkandi og því vilja margir losa sig við ávanann. Gríðarlegur verðmunur er á hinum ýmsu nikótínlyfjum milli apóteka. mynd Getty imaGes mikið úrval Þeir sem vilja hætta að reykja geta valið ýmis hjálpartæki til þess. Verðið er samt ekki það sama alls staðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.