Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Blaðsíða 16
Miðvikudagur 26. ágúst 200916 Skótíska samtímans er svo fjölbreytt að maður veit ekki hvar á að byrja að stíga niður fæti. Skór með engum hæl, skór með hæl, skór með mjórri tá, skór með breiðri tá, sandalar, stíg- vél, klossar, Buffalo-skór ... Listinn er endalaus. Skór með sóla sem einn- ig þjóna hlutverki fiskabúrs þekkjast meira að segja, eins og þeir vita sem séð hafa grínmyndina I´m Gonna Git You Sucka. Og saga skósins er alda- löng. Skór hafa verið til merkis um virðu- leika síðan löngu fyrir Krist. Í Biblíunni er minnst á skó á fleiri en einum stað. Til að mynda hljómar fyrsta skipun Guðs þegar hann birtist Móses í ann- arri Mósesbók á þá leið að hann skuli taka af sér skóna því jörðin sem hann standi á sé heilög. Í nokkurra þúsund ára gömlum skjölum um hindúatrú eru hinir trúuðu varaðir við því að fara ekki úr skónum áður en gengið er inn í helgan stað. Líkt og þeir vita sem ferðast hafa til landa þar sem ís- lamstrú er iðkuð er venjan að fara úr fótabúnaði sínum áður en gengið er inn í bænahús. Á dögum Grikklands hins forna áttu konur af stétt aristó- krata allt upp í tuttugu skópör, í mis- munandi stíl eftir því hvað hentaði tilefninu hverju sinni. Í Kína er alda- gömul hefð sem gengur út á að hafa kvenmannsfætur reirða. Upphaflegi tilgangurinn var að tryggja að konan yfirgæfi manninn sinn ekki sem var talið erfitt fyrir hana ef fæturnir væru afmyndaðir eftir böndin. Á miðöldum komust sandalarnir „í tísku“ (aftur myndu sumir segja) sökum þæginda og svona mætti lengi halda áfram í að stikla á stóru í sögu skófatnaðar. Að lokum verður þó að koma því að að konur í Bandaríkjunum nú til dags kaupa að jafnaði fimm pör af skóm á ári á meðan karlarnir kaupa um tvö pör. Það er eingöngu talið tengjast því að karlmannsskór endast lengur og tolla lengur í tísku. Eða ekki. Brot úr sögu skósins Skór, skór, skór Mikið þarfaþing í sögu mannsins. „Ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í þegar ég byrjaði fyrir tveimur árum,“ segir Halldóra Eydís Jóns- dóttir, nemi í skóhönnun í Lond- on College of Fashion. Hún hefur stundað nám í Bretlandi í tvö ár og mun útskrifast frá skólanum næsta vor. Halldóra lærir allt sem tengist skóhönnun í skólanum bæði mark- aðsfræði og hvernig á að sauma og gera skó. Skólagjöldin roSalega há „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á myndlist og er með mikla skódellu sem ég hef líklega fengið frá ömmu minni frá því ég var yngri, svo ég ákvað að sameina þetta tvennt,“ segir Halldóra sem hélt út á vit æv- intýranna í nám sem ekki marg- ir Íslendingar hafa farið í. „Vinkon- um mínum fannst alveg frábært að ég væri að fara út í námið, þær eru margar hverjar í svipuðu námi tengdu myndlist, svo þetta var ekki algjörlega nýtt fyrir þeim. Fjölskyld- unni minni leist nú ekkert voðalega vel á þetta í fyrstu, en mamma og pabbi styðja alltaf við bakið á mér í því sem ég tek mér fyrir hendur.“ Námið er oft á tíðum strembið hjá Halldóru en hún heldur út til Bret- lands á næstu vikum til að klára síðasta árið. „Ég ætla að klára loka- árið með stæl nú í vor. Þetta er oft á tíðum strembið nám og mikil sam- keppni. Skólagjöldin eru líka rosa- lega há, þá sérstaklega fyrir okkur sem erum ekki í Evrópusamband- inu, þannig að ég ætla að reyna drífa lokaárið af.“ notar íSlenSka Steina og roð í Skóna Sína Þegar Halldóra útskrifast í vor stefnir hún á að ná frama á Norðurlöndun- um og Bretlandi en segir að íslenski markaðurinn sé erfiður. „Markað- urinn á Íslandi er svo lítill og erfið- ur en auðvitað væri það draumur að geta opnað búð á Íslandi en draum- urinn er úti í heimi.“ Halldóra bjó í London þegar bankahrunið varð í október í fyrra, hún segist hafa fundið vel fyrir því. „Það var svolít- ið erfitt að búa þá úti. Til að mynda fór leigan á íbúðinni sem ég bjó í úr 100 þúsundum á mánuði í 170 þús- und á mánuði. Ég þurfti að flytja út úr henni eiginlega strax því það var bara allt of mikið.“ Halldóra reynir að auglýsa og nota Ísland sem mest þegar hún hannar skóna sína. „Ég nota rosa- lega mikið af sjaldgæfum íslenskum steinum og einnig roð í skóna sem ég hanna í skólanum, kennararnir og krakkarnir í skólanum eru mjög hrifnir af því hér úti.“ ein af tíu upprennandi Skóhönnuðum BretlandS Nú fyrir stuttu var Halldóra val- in sem ein af tíu upprennandi skó- hönnuðum á Bretlandi til að keppa um titilinn „Nýju skóstjörnuna“ hjá fyrirtækinu Viva la Diva sem sel- ur fjölda þekktra merkja undir sínu nafni. „Ég var með yfir tvö hundr- uð hugmyndir í upphafi svo eftir langt og strangt ferli endaði ég með tólf hugmyndir sem ég vann svo meira úr.“ Það var þó ein hugmynd sem Halldóra sendi inn í keppnina og var hún valin, eins og fyrr segir. „Síðan er kosið á heimasíðunni vi- valadiva.com og gestir þeirrar síðu kjósa síðan flottasta skóparið.“ Úr- slitin verða síðan birt í september og er Halldóra bjartsýn að bera sig- ur úr býtum. „Verður maður ekki að vera það? Ég er það að minnsta kosti alveg, það er svo erfitt að segja og maður getur engan veginn vitað það.“ Hún segir mikil tækifæri fel- ast í því að vinna keppnina. „Þetta er náttúrlega stórt fyrirtæki og stór stökkpallur og flottir vinningar ef maður skyldi vinna,“ segir Halldóra kát að lokum. Halldóra Eydís Jónsdóttir er 25 ára Mývetningur sem hefur stundað nám í London College of Fashion í tvö ár. Þar lærir hún skóhönnun en það eru ekki margir Íslendingar sem hafa lært það undanfarin ár. Hún er komin í hóp tíu skóhönnuða á Bretlandi sem taka þátt í keppni hjá stóru fyrirtæki. Halldóra notar íslenska steina og roð í skóna sína. íSlenSkur Skóhönnuður slær í gegn í Bretlandi „Ég nota rosalega mikið af sjald- gæfum íslenskum steinum og einnig roð í skóna sem ég hanna í skólanum.“ Halldóra Eydís Stundar nám í Bretlandi og lærir þar skóhönnun. Catwalk-skór Halldóra var með vatn, ís og loft í huga þegar hún hannaði þesa skó í sam- vinnu við Georginu Goodman skóhönnuð. Hiphop-skór Halldóra hannaði þessa skó með hiphop og graffití í huga. Hún prentaði sjálf á leðrið. Íslensk hönnun Í þessa skó notar Halldóra íslenskt laxaroð og muge- arit-steina sem eru afar sjaldgæfir og finnast einungis á Íslandi og Írlandi. skór og FYLgIHLUTIr Sérverslun með FÁKAFENI 9 - (við hliðina á ísbúðinni) Sími: 553 7060 Skór & töskur www.gabor.is ALLT Í STÍL snyrtibuddur töskur lykla veski seðlaveski

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.