Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Side 21
fréttir 26. ágúst 2009 miðvikudagur 21
Lausn Lockerbie-sprengjumannsins hefur víða áhrif:
Krafist bóta fyrir fórnarlömb IRA
Útlit er fyrir að lausn Lockerbie-
sprengjumannsins Abdels Baset
Ali Al Megrahi úr prísund á Bret-
landi muni draga þungan dilk á eft-
ir sér. Nú hafa ættingjar fórnarlamba
hryðjuverka írska lýðveldishersins
IRA endurnýjað kröfur sínar á hend-
ur Líbýu um bætur, í kjölfar lausnar
Megrahis. Líbýa útvegaði IRA byss-
ur og sprengiefni á sínum tíma og
nú vilja ættingjar fórnarlamba sam-
takanna að líbýsk stjórnvöld horfist
í augu við ábyrgð sína. Þeir fara fram
á að Muammar Gaddafi sýni sömu
samúð og sýnd var Megrahi.
Fjölskyldur þeirra sem féllu fyr-
ir líbýskum vopnum telja lausn
Megrahis hafa styrkt málstað þeirra,
en lausn hans hefur valdið úlfaþyt
beggja vegna Atlantsála.
Skoska ríkisstjórnin tók ákvörð-
un um að sleppa Abdelbaset Ali Al
Megrahi á grundvelli samúðar, en
hann mun vera með ólæknandi
krabbamein. Megrahi var fagnað
sem hetju þegar hann kom heim til
föðurlandsins og var það síst til þess
fallið að slá á gagnrýni á ákvörðun
breskra stjórnvalda.
Jason McCue, lögfræðingur fjöl-
skyldnanna, sagði að uppákoman
við heimkomu Megrahi hefði kastað
Líbýu mörg ár, diplómatískt séð, aft-
ur í tímann.
Kenny MacAskill, dómsmálaráð-
herra Skotlands sem tók ákvörð-
un um lausn Abdelbasets Ali Al
Megrahi, sakaði hann í fyrradag
um að hafa gengið í bága við loforð
um að stofna ekki til sérstakra há-
tíðarhalda og var það í fyrsta sinn
sem stjórnvöld í Skotlandi taka
undir fordæmingu á þeim sigurlát-
um sem fylgdu heimkomu Megra-
his.
kolbeinn@dv.is
Heimkoma Abdel Baset Ali Al Megrahi Fagnaðarlætin gengu í bága við
samkomulag vegna lausnar hans. Mynd AFP
Dánarorsök poppprinsins að skýrast og ekki allt með felldu:
Dauði Jacksons manndráp
Dánardómstjóri Los Angeles-sýslu
hefur úrskurðað dauða Michaels
Jackson manndráp. Samkvæmt leit-
arheimild sem tekur til Conrads
Murray, einkalæknis Jacksons, sem
var opinberuð á mánudaginn, fannst
banvænt magn svæfingalyfsins Prop-
ofol eftir að lík Jacksons hafði verið
rannsakað. Lyfið er allajafna notað á
sjúklinga fyrir uppskurði.
Embættismaður við embætti
dánardómstjóra sagði að Jackson
hafi verið gefin banvæn blanda lyfja
klukkustundum áður en hann lést
25. júní. Við rannsókn fannst Propof-
ol auk tveggja annarra deyfilyfja í lík-
ama Jacksons.
Við húsleit á aðsetri Jacksons í Los
Angeles fann lögreglan átta flöskur af
Propofol auk annarra lyfja, þeirra á
meðal Valíum, Tamsulosin, Loraz-
epam og fjögur önnur. Í læknistösku
Murrays læknis fannst Propofol, en
hann tjáði rannsóknarlögreglunni að
hann væri ekki fyrsti læknirinn sem
hefði gefið Jackson þetta öfluga svæf-
ingalyf.
Að sögn Murrays var hann, þegar
dauða Jacksons bar að, að reyna að
venja hann af lyfinu og fá hann til að
sofna án þess.
Í aðdraganda dauða Jacksons
hafði læknirinn gefið honum Valíum
klukkan hálf tvö um nóttina. Þegar
það bar ekki árangur gaf hann Jack-
son Lorazepan í æð klukkan tvö. Þeg-
ar Jackson var enn vakandi klukkan
þrjú fékk hann Midazolam.
Á næstu klukkustundum fékk
Jackson ýmis lyf hjá lækninum og
klukkan 10.20 um morguninn fékk
hann 25 milligrömm af Propofol.
Nokkrum klukkustundum síðar var
Michael Jackson allur.
Michael Jackson Tekinn inn í Rock and
Roll Hall of Fame 2001.
Mynd AFP
Mannskæðasta ár hersveita Nato í Afganistan:
Fleiri fallið en allt síðasta ár
Með dauða fjögurra bandarískra her-
manna í Afganistan, sem féllu í gær,
er árið 2009 það mannskæðasta fyrir
Nato og alþjóðlegar hersveitir undir
forystu þess í landinu síðan aðgerðir
hófust. Mannfall það sem af er ári er
295 manns miðað við 294 allt síðast-
liðið ár.
Fyrir skömmu varaði Michael
Mullen aðmíráll, háttsettur embætt-
ismaður í Bandaríkjaher, við versn-
andi öryggisaðstæðum í Afganist-
an. Í viðtali við fréttastofu CNN á
sunnudag sagði Mullen aðmíráll að
aðstæður væru „alvarlegar og færu
versnandi“. Að sögn hans gengi sókn
talibana betur en áður og væri þró-
aðri.
Richard Holbrooke, sérstakur full-
trúi Baracks Obama, forseta Banda-
ríkjanna, um málefni þessa heims-
hluta, hitti yfirmenn í Afganistan um
helgina og varð honum tíðrætt um að
skortur væri á landhermönnum til að
takast á við sókn talibana.
Æðsti yfirmaður Bandaríkjanna
í Afganistan, Stanley McChrystal,
sagði fyrr í þessum mánuði að tali-
banar væru að vinna.
Þetta eru nöturlegar niðurstöð-
ur, ekki síst í ljósi þess að Banda-
ríkjamenn fjölguðu nýlega her-
mönnum sínum í Afganistan um
17.000 og er heildarfjöldi banda-
rískra hermanna í Afganistan nú
um 57.000.
Bandarískir hermenn með slasaðan félaga Þrátt fyrir fjölgun hermanna eykst
mannfall vestrænna herja í Afganistan. Mynd AFP
GenGisfall í ÁGÚsT
Allar pizzur á matseðli
1.500 kr
miðað við sóttar pizzur
568-6868
30 days
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla verðinu.
30 days
Losnið við hættulega kviðfitu og
komið maganum í lag með því
að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30
days saman.
Oxy tarm
Apótekin & Heilsubúðirnar
www.leit.is · Smellið á ristilvandamál
Á gamla gamla genginu.
Oxy tarm
Endurnærir og hreinsar ristilinn
Allir dásama oxy tarmið
KOMDU Í ÁSKRIFT
:: hringdu í síma 515 5555 eða
:: sendu tölvupóst á askrift@birtingur.is eða
:: farðu inn á www.birtingur.is og komdu í áskrift