Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Side 23
Hver er maðurinn? „Baldvin
Zóphoníasson, 31 árs Akureyringur.“
Hvað drífur þig áfram? „Að hafa
eitthvað fyrir stafni og vinna að
einhverju.“
Hvar ertu uppalinn? „Akureyri.“
Uppáhalds leikari/leikkona og
leikstjóri? „Paul Tomas Andersson
leikstjóri og Atli Óskar Fjalarsson sem
leikari.“
Hver myndi leikstýra Holly-
wood-mynd um íslenska
efnahagshrunið? „Oliver Stone.“
Af hverju unglingadrama? „Því
það hafa allir verið þar og það fara
allir í gegnum það. Það geta allir
tengt sig við þessi ár og þetta eru
skemmtilegustu ár ævi okkar. Þegar
enginn er morgundagurinn og allar
ákvarðanir endanlegar.“
Um hvað fjallar myndin?
„Unglinga sem eru að breytast í
fullorðið fólk. Skilin þarna á milli.“
Af hverju Ingibjörg Reynisdóttir
og hennar bækur? „Það var
upphaflega haft samband við mig.
En hún nær að fanga þennan anda
vel en krakkarnir í myndinni eru
eilítið eldri en í bókunum.“
Hvað kostar myndin í fram-
leiðslu? „Mér skilst 130 milljónir.“
Fyrsta mynd í fullri lengd. Hvað
hefur þú gert áður? „Ég hef gert
töluvert af stuttmyndum. Í fyrra gerði
ég til dæmis myndina Hótel Jörð sem
fór á nokkrar kvikmyndahátíðir. Svo
bjó ég í Danmörku í 3 ár. Var þar í
námi og vann við auglýsinga- og
myndbandagerð.“
Áttu þér einhverja drauma-
mynd? „Ég er að vinna í drauma-
myndinni og það er heimildarmynd
um Reyni Örn Leósson betur þekktan
sem Reynir sterki.“
Fórst þú til útlanda í sumarFrí í sumar?
„Nei það gerði ég ekki, ég hafði ekki
efni á því. Ég ferðaðist bara innanlands
í staðinn.“
AUðUR BjöRg gUðmUndsdóttIR
24 áRA STARFSMAðUR Í SPAkSMANNSSPJÖRUM
„Ég bý í útlöndum og er á Íslandi í fríi,
þannig, já, ég fór til útlanda í sumarfrí.“
RegínA mARíA ÁRnAdóttIR
22 áRA NEMi
„Nei ég ákvað að fara ekki, Ísland
verður að duga í bili.“
ólAFUR snæR ólAFsson
16 áRA NEMi
„Nei, því miður, ég átti engan pening.“
mAgdAlenA BjöRnsdóttIR
15 áRA NEMi
Dómstóll götunnar
BAldvIn ZópHoníAsson
leikstýrir sinni fyrstu kvikmynd í
haust. Um er að ræða unglingamynd
eftir bókum ingibjargar Reynisdóttur.
Myndin mun kosta um 130 milljónir
en Baldvin segir unglingsárin nokkuð
sem allir geti tengt við og mest
spennandi tíma lífsins.
DraumamynDin um
reyni sterka
„Já, ég fór til Spánar og Praag.
jARA HIlmARsdóttIR
14 áRA NEMi
Innanbúðarmaður í einum bank-
anna sem hrundu síðastliðið haust
hefur efnislega látið eftirfarandi frá
sér fara:
Veikleiki íslensku bankanna fólst
í að lántakendur voru orðnir fáir og
stórir. Í þessu fólst vaxandi áhætta.
Matsfyrirtækin vissu þetta. Fjár-
málaeftirlitið breytti vinnubrögðum
sínum til að geta farið sérstaklega
yfir lánveitingar til tengdra aðila.
Kaupþing greip til varúðarráð-
stafana þegar haustið 2007. Bankinn
stöðvaði vöxt útlána. Hann fækkaði
starfsfólki og dró úr rekstrarkostn-
aði. Stjórnendur bankans gerðu sér
grein fyrir því að fjármálamarkaðir
voru farnir að hökta og jafnvel lok-
ast.
Stjórn Kaupþings hélt örlagarík-
an fund rétt fyrir bankahrun. Þar var
tekin ákvörðun um að flytja alla al-
þjóðlega starfsemi bankans í dótt-
urfélög. Starfsemina í Svíþjóð, Finn-
landi og í Danmörku átti að fella
undir FIH-bankann í Danmörku
sem þá var í eigu Kaupþings. Alla
aðra erlenda starfsemi Kaupþings
átti að fella undir starfsemi Kaup-
þings í Bretlandi. Á Íslandi yrði að-
eins íslensk starfsemi bankans. Á
þessum tíma voru um 80 prósent
af starfsemi Kaupþings á erlendri
grundu. Þessar ákvarðanir ætl-
uðu stjórnendur bankans að kynna
markaðnum í lok október 2008.
En bankinn féll og ekkert varð af
þessum áformum.
ógnarleg umsvif
Þegar allt lék í lyndi var heildar-
velta Kaupþings 55 milljarðar evra.
10 milljarðar evra hafi tapast af
þessum peningum en það merkir
að heimtur upp í kröfur eru um 75
til 80 prósent. Bankinn er búinn að
gera upp við alla kröfuhafa í Finn-
landi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku,
Lúxemborg, Þýskalandi og Austur-
ríki. Ekki fellur króna á íslenska rík-
ið eða íslenskan almenning. Innan-
búðarmaðurinn segir jafnframt að
rétt hafi verið að lána Kaupþingi 500
milljónir evra á síðustu metrunum
fyrir hrun enda líkur á að umtalsvert
heimtist upp í þá upphæð.
Öll dótturfyrirtæki Kaupþings
fengu eðlilegan stuðning þegar á
reyndi, til dæmis í Svíþjóð. Enda
gerði sænski seðlabankinn ekki
annað en að leysa til sín starfsemina
í Stokkhólmi þegar Kaupþing féll
og hefur nú selt bankann og fengið
allt sitt til baka. Singer Friedlander-
bankinn í London var sá eini sem
ekki fékk fyrirgreiðslu; hann stóð
ekkert verr en margir aðrir breskir
bankar á þessum tíma. Singer Fri-
edlander varð fyrir jarðskjálftanum
frá viðskiptum breskra yfirvalda við
Landsbankann og Icesave.
Innanbúðarmaðurinn umræddi
heitir Hreiðar Már Sigurðsson, fyrr-
verandi forstjóri Kaupþings. Í sjón-
varpsþætti á RÚV nýverið sagðist
hann ekki geta beðist afsökunar á
því sem hann kallaði skelfileg mis-
tök Seðlabankans á síðasta ári. Ef
Seðlabankinn hefði hagað útlánum
sínum eins og hann hagaði lánum
sínum til Kaupþings hefði ríkissjóð-
ur ekki verið rekinn með 240 millj-
arða króna halla í fyrra. Skuldir rík-
issjóðs hafa aukist um 700 milljarða
króna sagði Hreiðar Már. „Það er
áætlað að það sé annars vegar vegna
hruns Seðlabankans og hins vegar
vegna Icesave. Þessar upplýsingar
eiga allar að fara upp á borðið.“
vont ef satt reynist
Hreiðar Már sagði einnig í umræddu
viðtali að stærstu mistök stjórnenda
bankans hefðu verið að flytja ekki
höfuðstöðvar hans úr landi þegar
árið 2006.
Hreiðar Már bað hluthafa, starfs-
menn og lánardrottna afsökunar á
mistökum sínum.
Frekar en að vera með skæting
og veifa blöðrum fullum af máln-
ingu er verðugt að staldra við eitt
andartak og velta því fyrir sér hvort
ekki sé hægt að sannreyna staðhæf-
ingar Hreiðars Más.
Hafi hann rétt fyrir sér verð-
ur ábyrgð stjórnvalda
þeim mun meiri.
Þau bönnuðu
Kaupþingi
að gera
upp í er-
lendri
mynt.
Þau
leyfðu
bönk-
um að
taka
stöðu gegn krónunni með þeim af-
leiðingum að gengi hennar féll um
80 prósent löngu áður en bank-
arnir féllu. Það leiddi til 30 pró-
senta hækkunar verðbólgu sem nú
er meginástæða þess að heimilin í
landinu eru að kikna undan dráps-
klyfjum. „Þetta voru ekki ákvarðanir
bankamanna. Þetta voru ákvarðan-
ir stjórnvalda og yfirmanna Seðla-
bankans,“ sagði Guðmundur Ól-
afsson hagfræðingur í útvarpsþætti
fyrir fáeinum dögum.
Þyngra en tárum taki
kjallari
mYnDin
1 Bush berar bossann - myndir
Sophia Bush virðist mjög hrifin af stuttum
kjólum og stuttbuxum þessa dagana.
2 Allsber og ólétt
Veruleikasjónvarpsstjarnan kourtney
kardashian gengur nú með sitt fyrsta barn.
Svo ánægð er hún að hún gengur um
nakin heima hjá sér til að sýna bumbuna.
3 jákvæð en dauðhrædd
Borghildur Björnsdóttur, sem nýlega var
dæmd til að skila sonum sínum til föður
þeirra í Bandaríkjunum, er jákvæðari núna
en áður. Hún er þó dauðhrædd um
hvernig málið endar.
4 skoða sölu Baugs á Högum
Einn af þeim viðskiptagerningum sem nú
er verið að skoða er hvort sala Baugs á
tæplega 96 prósenta hlut í Högum yfir til
eignarhaldsfélagsins 1998 ehf. á síðasta ári
hafi verið óeðlileg.
5 Árni betur á sig kominn en gylfi
árni Páll árnason félagsmálaráðherra hljóp
hraðar í Reykjavíkurmaraþoninu en kollegi
hans Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra.
6 sigmundur ernir sver af sér
ölvun á þingi
Þingmaðurinn Sigmundur Ernir Rúnarsson
þvertók fyrir að hafa verið ölvaður í
ræðustól á Alþingi, þegar svæðisútvarp
Austurlands spurði hann út í ásakanir þess
efnis.
7 Hver á þetta forláta hálsmen?
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir
eiganda forláta hálsmens sem nú er í
vörslu lögreglunnar.
mest lesið á DV.is
umræða 26. ágúst 2009 miðvikudagur 23
nudd á milli vina Annars ólánsamir íbúar strætisins eiga margir því láni að fagna að geta leitað til góðra félaga þegar eitthvað
bjátar á. Hvort sem það var vöðvabólga eða axlarverkur sem þjáði þennan mann þar sem hann sat á bekk við Austurvöll í gær
þurfti hann ekki að bíða lengi eftir að sessunauturinn byðist til að nudda hann þar til verkurinn hjaðnaði. mynd sIgtRyggUR ARI
jóHAnn
HAUksson
blaðamaður skrifar
„Þetta voru ekki
ákvarðanir banka-
manna. Þetta voru
ákvarðanir stjórn-
valda og yfirmanna
Seðlabankans.“
maður Dagsins