Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 26.08.2009, Síða 30
Fullt var út úr dyrum í kjallara Batterísins á Menningarnótt þeg- ar leikverkið Kata Dori:!!Seagal!! var frumsýnt. Verkið sýnir leik- hópurinn Cobra Kai en í honum er meðal annars að finna hina ungu og efnilegu listamenn Hall- dór „DNA“ Halldórsson og Snorra Engilbertsson úr Astrópíu. Vísa þurfti fólki frá en brjáluð stemn- ing myndaðist á sýningunni sem er svokallað „Action-theatre“. Þegar hápunkti sýningarinnar var náði æpti einn áhorfendanna upp yfir sig af spenningi: „Þetta er geðveikt“. Verkið er hluti af art- Fart og verður sýnt í síðasta sinn á fimmtudaginn. „Já, að sjálfsögðu myndi ég svara kall- inu ef það kæmi,“ segir grínistinn Stein- þór H. Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr. Fyrir nokkrum dögum stofn- uðu adáendur hans grúppu á Facebook- samskiptavefnum undir yfirskriftinni „Við viljum Steinda Jr. í áramótaskaup- ið!“. Ekki hefur staðið á viðbrögðun- um en yfir 2000 manns hafa skráð sig í grúppuna. „Þetta kom mér mjög á óvart og ég er mjög ánægður með þetta pepp,“ segir Steindi um stuðninginn. „Það er bara jákvætt ef maður getur feng- ið einn, tvo til þess að brosa á þessum síðustu og verstu tímum.“ Steindi tekur þó fram að ef hann yrði fenginn til þess að skrifa eða leika í Skaupinu yrði það að vera í svipuðum dúr og það grín sem hann hefur verið að gera. „Ég myndi ekki setja á mig hárkollu og leika Davíð Oddsson nema ég fengi ítrekað löðrung á meðan.“ Það er Gunnar Björn Guðmundsson sem leikstýrir Skaupinu að þessu sinni en hann er þekktastur fyrir myndina Astrópíu. Þá eru það þeir Ari Eldjárn og Ottó Geir Borg sem skrifa handritið. Sjálfur segir Steindi Skaupið frá árinu 1994, sem Guðný Halldórsdóttir gerði, vera í mestu uppáhaldi hjá sér. „Og líka Skaupið árið 2006 sem Þorsteinn Guð- mundsson, Hugleikur Dagsson og Ari Eldjárn skrifuðu, ásamt fleirum. Það var ekkert smávegis gott að fara út á gaml- árskvöld með rótsterka blöndu eftir að Þorsteinn hafði lokið Skaupinu með sögulegu söngatriði.“ asgeir@dv.is Hvattur í Skaupið Yfir 2000 manns vilja Steinda Jr. í Áramótaskaupið 2009: Yfirmenn eimskips á skólabekk: 30 miðvikudagur 26. ágúst 2009 fólkið Steindi Jr. Heldur sjálfur mest upp á Skaupið 1994 og 2006. „Þetta er geðveikt“ Miðasala er hafin á hausttón- leika Harðar Torfasonar sem haldnir verða í Borgarleikhúsinu 8. september klukkan 20. Þetta er í þrítugasta og þriðja sinn sem Hörður stendur fyrir þessum tónleikum. Líklegt má telja að kappinn taki bæði gömul lög og einhver sem eru nýrri af nálinni. Spurning hvort einhverjir mót- mælasöngvar fái að fljóta með að þessu sinni þar sem Hörður er þessi dægrin kunnastur fyrir aðgerðir sínar sem mótmælandi eftir atburði síðasta vetrar. Eins og kunnugt er fór hann fremstur í flokki þeirra sem stóðu fyrir laugardagsmótmælunum á Austurvelli mánuðina eftir efna- hagshrunið. Miðasala á tónleik- ana er á midi.is og er miðaverð 3.800 krónur. miðaSala Hafin á Hörð „Við sáum auglýsingu um þetta nám og tókum þá skyndiákvörðun í ein- hverjum hádegisverðinum að skella okkur í það,“ segir Ólafur William Hand, markaðsstjóri Eimskips, sem á dögunum lauk pungaprófinu svo- kallaða í sjómennsku. Og Ólafur var ekki einn um það því forstjóri fyrir- tækisins, Gylfi Sigfússon, fór með honum í námið. „Okkur fannst líka allt í lagi að hafa einhverja þekkingu á sjó- mennskunni fyrst við erum að vinna hjá skipafélagi. Það var aðalástæð- an. Við erum ekki að fara að stýra Fossunum,“ segir Ólafur hlæjandi og vísar þar til skipa Eimskips en öll bera þau nöfn sem enda á „foss“. Pungaprófið veitir mönnum réttindi til að stýra skipum sem eru þrjátíu rúmlestir eða minni. Námið tóku þeir félagar í fjarnámi en það stóð yfir í átta vikur. „Þetta var þræl- skemmtilegt,“ segir Ólafur. „Fyrir- lestrarnir voru í formi myndbands- upptakna og svo var tekin ein helgi, frá hálf níu á morgnana til sex á kvöldin, þar sem við prófuðum sigl- ingahermi, fórum yfir vélfræðina, fjarskiptatæknina og fleira. Fengum svona nasaþef af flestu því sem þarf að vita.“ Og augljóst er að forstjórinn og markaðsstjórinn sinntu náminu vel því þeir fengu báðir 9,5 í meðalein- kunn. Þeir voru þó ekki dúxarnir í bekknum telur Ólafur. „Ég held að það hafi verið reynslumeiri sjómenn sem voru með aðeins hærra. En 9,5 er helvíti gott. Við vorum allavega mjög stoltir af því.“ Það er því ekki á Ólafi að heyra að það hafi verið átak fyrir hann og forstjórann að setjast aftur á skóla- bekk eftir töluvert langt hlé. Gylfi útskrifaðist sem viðskiptafræðing- ur frá Háskóla Íslands árið 1990 og Ólafur sat síðast á skólabekk þegar hann var við nám hjá Endurmennt- un HÍ fyrir um tíu árum, þá í mark- aðs- og útflutningsfræðum. „Maður er þroskaðri núna og sýndi náminu meiri áhuga heldur en þegar mað- ur var ungur. Auðvitað þurfti maður að liggja vel yfir þessu, rifja upp al- gebruna og svona, en þetta var fljótt að koma. Við Gylfi hjálpuðumst líka að, notuðum nokkur kvöld í vikunni fyrir próf til að hlýða hvor öðrum yfir.“ Ólafur og Gylfi eru hins vegar ekki komnir með skírteini í hendurnar til sönnunar þess að þeir séu með pungaprófið. „Við þurfum að skila inn læknisvottorði, vottorði um sigl- ingatíma og fleira til að fá skírteinið og við eigum bara eftir að gera það,“ segir Ólafur og bætir við að hann sé með nægilega marga siglingatíma frá því hann var á sjó þegar hann var yngri. Gylfi sé einnig með einhvern siglingatíma að baki en markaðs- stjórinn er ekki viss hversu mikinn. Aðspurður hvort hann telji nám- ið geta komið sér að gagni í mark- aðsstjórastarfinu og forstjóranum í sínu starfi kveðst Ólafur binda vonir við það. „Þetta opnar allavega augun fyr- ir manni hvað það er í mörg horn að líta á sjó. Maður gerir sér aðeins betur grein fyrir því hvaða ábyrgð þeir bera, allir þessir sjómenn sem vinna fyrir félagið. Þeir þurfa að kunna siglingareglurnar algerlega upp á tíu þegar komið er í erlendar hafnir víða um heim. Maður fær líka meiri skilning á því hvaðan við kom- um sem Íslendingar sem er kannski aðalatriðið í þessu,“ segir Eimskips- markaðsstjórinn með pungaprófið volga. kristjanh@dv.is eimSkipStoppar tóku punga- prófið Forstjórinn og markaðsstjórinn Hjálpuðust að í náminu og fengu báðir 9,5 í meðaleinkunn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.