Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 4
4 þriðjudagur 15. september 2009 fréttir Persónuvernd lokaði á Jón Lokað var fyrir flæði upplýsinga úr fyrirtækjaskrá inn á tengsla- vef Jóns Jósefs Bjarnasonar, rel8, út af því að leyfi Persónuvernd- ar fyrir notkun upplýsinga úr skránni skorti. Greint var frá því um helgina að embætti ríkis- skattstjóra hefði lokað fyrir upp- lýsingar úr fyrirtækjaskrá á vef Jóns Jósefs fyrirvaralaust og án þess að hafa samband við hann. „Ég hef eftir óbeinum leiðum að lokunin stafi af því að það skortir leyfi Persónuverndar og að aðgangur hafi verið veitt- ur fyrir mistök. Ríkisskattstjóri hefur ekki enn haft samband við mig út af þessu,“ segir Jón. Tvö innbrot á einni viku Fimmtíu gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðrarstöðinni Espiflöt í Laugarási í fyrrinótt. Aðfaranótt síðastliðins þriðju- dags var einnig brotist inn í gróðrarstöðina og 28 lömpum stolið. Lögreglan á Selfossi biður alla þá sem veitt geta upplýsing- ar um grunsamlegar manna- ferðir í og við Laugarás á um- ræddu tímabili eða búa yfir upplýsingum er leitt geta til að upplýsa málið að hafa samband við lögreglu í síma 480 1010. Berjast enn gegn bygginu Sjö félagasamtök hafa kært til umhverfisráðherra þá ákvörðun Umhverfisstofnun- ar að veita ORF Líftækni leyfi til útiræktunar á erfðabreyttu byggi til lyfjaframeiðslu. Samtökin telja að leyf- isveitingin samræmist ekki lögum og reglum um erfða- breyttar lífverur og útiræktun þeirra. Þau benda á að skað- leysi útiræktunar á erfða- breyttum lífverum sé ekki vísindalega sannað. Auk þess hafi ekki verið tekið tillit til samfélagslegra og siðferði- legra álitamála varðandi leyfisveitinguna. Því beri að ógilda ákvörðunina og aftur- kalla leyfið. Leyfi Umhverfisstofnun- ar studdist við umsagnir frá sérstakri ráðgafarnefnd og Náttúrufræðistofnun. Hvorug stofnunin lagðist gegn leyfis- veitingunni. Þriðjungi dýrara vín Sala áfengis minnkaði um 21,2 prósent í ágúst miðað við sama mánuð árið áður á föstu verðlagi og jókst um 7,1 pró- sent á breytilegu verðlagi. Verð á áfengi var 35,9 prósentum hærra í ágúst síðastliðn- um en í sama mánuði í fyrra. Þetta kemur fram í niður- stöðum Rannsóknarseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst. GAF GRÆNT LJÓS Á ICESAVE Fjármálaeftirlitið heimilaði innláns- reikninga Icesave í Bretlandi síðla árs 2006 þrátt fyrir mikla lækkun hluta- bréfa í bankanum fyrri hluta ársins og vaxandi óstöðugleika á fjármála- markaði. FME hafði ekkert við stjórnun, fjárhag og gjaldfærni bankans að athuga eftir að umsókn um opnun Icesave-innlánsreikninganna barst eftirlitinu í kjölfar dýfunnar á hluta- bréfamarkaði þetta sama ár. Einnig má álykta að FME hafa talið trygg- ingar innlána og bótakerfi til verndar viðskiptavinum Landsbankans full- nægjandi á þessum tíma þó svo að á daginn hafi komið að Tryggingar- sjóður innstæðueigenda hefði varla risið undir skyldum sínum miðað við skjótan vöxt Icesave-innlánanna. FME gat tafið eða stöðvað Icesave Þetta má ráða af skriflegum svörum FME við ítrekuðum fyrirspurnum DV að undanförnu. Samkvæmt lögum bar FME að staðfesta við rétta aðila í gistiríkinu Bretlandi að fyrirhuguð starfsemi Landsbankans væri í sam- ræmi við starfsleyfi og ekkert væri við stjórn og fjárhagsstöðu bankans að athuga. Jafnframt bar FME að senda yfirvöldum í Bretlandi upplýsing- ar um eigið fé Landsbankans, gjald- færni hans, tryggingar innlána og bótakerfi sem vernda átti viðskipta- vini útibúsins í Bretlandi. Í svari FME kemur fram að til- kynning var send breskum yfirvöld- um um fyrirhugaða starfsemi Lands- bankans og afrit til bankans sjálfs. Samkvæmt 36. grein laga um fjár- málafyrirtæki frá árinu 2002 hefur FME heimild til að banna stofnun útibús erlendis meti það stjórnun og fjárhagsstöðu viðkomandi banka ekki nægilega trausta. Bannið skal til- kynna bank- anum inn- an þriggja mánaða frá umsókn um stofn- un útibús. „Þessi skylda FME til þess að kynna fyr- irtæki af- stöðu sína snýr ein- göngu að því að eftirlitið telur stjórnun og fjárhags- stöðu ekki nægilega trausta og ákveð- ur að banna starfsemina,“ segir í svari FME til DV. „Það er því ekki rétt skilið að Landsbank- inn hafi opnað útibú í Englandi eða haf- ið móttöku innlána án þess að fá form- legt svar frá FME. FME sendi viðeig- andi upplýsingar til eftirlitsaðila erlendis ásamt tilkynningu til Landsbankans um að upplýsingarnar hefðu verið sendar.“ Sjálfumglaðir bankastjórar Landsbankinn hóf söfn- un innlána á Icesave-reikninga í Bret- landi í október 2006. Hlutabréf höfðu fallið mjög í verði fyrri hluta árs 2006, ekki síst í Landsbankanum. Nokkru eftir það, eða um áramótin 2006-2007, sagði Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri afkomu Landsbankans einstaklega góða. „Stóran þátt þessarar velgengni má þakka sérstaklega vel heppnaðri innkomu Icesave á Bretlandsmark- aði á fjórða ársfjórðungi, en innlán Icesave námu tæpum 110 milljörðum króna í lok ársins,“ sagði Sigurjón í af- komutilkynningu til Kauphallarinnar. Halldór J. Kristjánsson, banka- stjóri Landsbankans, lofaði ástand- ið einnig og talaði um vel heppnaða innkomu á breska lánamarkaðinn. „Lausafjárstaða bankans er því mjög sterk og nær nú þegar að standa undir afborgunum langtímaskulda til næstu tveggja ára.“ Snemma árs 2006 höfðu sést fyrstu merki um fjármálalegan óstöðug- leika á Íslandi. Minnast má skýrslu Carstens Valgreen og Lars Chris- tensens, sérfræðinga greiningar- deildar Danske Bank, hálfu ári áður en söfnun innlána hófst í Bretlandi á vegum Lands- bankans. Þeir töldu fjármála- kreppu yfirvofandi. Við þessu var meðal ann- ars brugðist í skýrslu sem Tryggvi Þór Herbertsson og þekktur bandarískur hagfræðingur, Freder- ic Mishkin, birtu í maí þetta sama ár. Brást FME skyldum sínum? Í skýrslu Mishkins og Tryggva sagði með- al annars að þótt áhyggjur af hætt- unni samfara hröð- um vexti bankanna á nýjum sviðum viðskipta væru ekki með öllu ástæðulausar væri gott til þess að vita að Fjármálaeftir- litið væri meðvitað um slíka hættu. Einnig ætti það að hafa róandi áhrif að vita til þess að Íslendingar réðu yfir vönduðum ríkisstofnunum sem tryggðu öryggi og heilbrigði íslenska bankakerfisins. Margt bendir til þess að með því að banna ekki Icesave-innlánin hafi Fjármálaeftirlitið brugðist skyldum sínum gagnvart breskum og íslensk- um sparifjáreigendum. Þótt heimild- in til starfseminnar styddist við reglu- verk EES-samningsins er erfitt að sjá að Tryggingarsjóður innstæðueig- enda gæti staðið undir gríðarlegum vexti innlána frá breskum sparifjár- eigendum sem náði langt út fyrir ís- lenskar mælistikur. Eftirlit með þessu er lögum samkvæmt í höndum Fjár- málaeftirlitsins. Veikar tryggingar fyrir spari- fjáreigendur Í árslok 2006 voru eignir Trygging- arsjóðs innstæðueigenda 8,4 millj- arðar króna en voru mun minni áður en Fjármálaeftirlitið gaf grænt ljós á Icesave. Samkvæmt lögum á heild- areign sjóðsins að nema 1 prósenti af meðaltali tryggðra innistæðna í bönkum. Þessu skilyrði náði sjóð- urinn ekki í árslok 2006 og skorti á annan milljarð króna frá bönkunum. Ári síðar hafði enn hallað undan fæti og gerði sjóðurinn ráð fyrir að hann þyrfti að innheimta um 2,5 milljarða hjá bönkunum til að fullnægja ofan- greindu ákvæði auk þess sem hann yrði að krefjast 6 milljarða króna ábyrgðar. Tryggingar innlána og bótakerfi, sem vernda átti viðskiptavini Lands- bankaútibúsins í Bretlandi jafnt sem annars staðar, virðist því ekki hafa valdið Fjármálaeftirlitinu áhyggjum þegar það ákvað að tilkynna réttum yfirvöldum í Bretlandi að bankanum væri heimilt að reka þar útibú. Landsbankinn sótti um og fékk samþykki Fjármálaeftirlitsins fyrir því að afla Icesave-innlána frá breskum almenningi, þrátt fyrir mikla lækkun hlutabréfa og hremmingar á innlendum fjármálamarkaði 2006. Þegar FME gaf leyfi sitt voru aðeins um 8 milljarðar króna í Tryggingarsjóði innstæðueigenda. Í árslok 2006 hafði bankinn safnað 110 milljörðum króna. Tveimur árum síðar var bankinn farinn á hausinn og íslenska ríkið sat uppi með skellinn. Ábyrgð Fjármálaeftirlitsins á Icesave-skuldum þjóðarinnar kann því að vera vanmetin. Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Sigurjón Þ. Árnason „Stóran þátt þessarar velgengni má þakka sérstaklega vel heppn- aðri innkomu Icesave á Bretlandsmarkaði á fjórða ársfjórðungi, en innlán Icesave námu tæpum 110 milljörðum króna í lok ársins.“ Þeir réðu ferðinni Jónas Fr. Jónsson (f.m.), þáverandi forstjóri FME, tilkynnti vilja og áform Landsbankans til yfirvalda í viðkomandi löndum. Lárus Finnbogason (t.v) var um tíma formaður stjórnar FME. Björgvin G. Sigurðsson (t.h.) leysti Jónas Fr. frá störfum um leið og hann sagði af sér embætti viðskiptaráðherra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.