Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 5
Í maí á síðastliðnu ári hófst söfn- un Icesave-innlána í Hollandi á veg- um Landsbankans. Í afkomutilkynn- ingu fyrir fyrstu sex mánuðina í fyrra sagði Sigurjón Þ. Árnason, þáver- andi bankastjóri, að afkoma Lands- bankans væri mjög góð. „Þetta er mikilvægt, ekki síst í ljósi erfiðra aðstæðna á alþjóðlegum fjár- málamörkuðum... Á öðrum ársfjórðungi steig bankinn stórt skref er hann hóf inn- lánastarfsemi á meginlandi Evrópu með því að bjóða Ic- esave-netreikninginn í Hol- landi. Fjöldi Icesave-reikn- inga í Bretlandi og Hollandi er nú yfir 350 þúsund talsins og yfir 50 prósent af heild- arfjárhæð Icesave-innlán- anna í Bretlandi eru nú bundin,“ sagði bankastjórinn í afkomutilkynningu. Ábyrgð embættis- manna DV spurði Fjármálaeftirlit- ið eftirfarandi spurningar um Ic- esave í Hollandi með vísan til 36. greinar laga um fjármálafyrir- tæki: „Var nauðsynlegt að fara á ný yfir stjórnun eða fjárhags- stöðu Landsbankans þegar FME heimilaði eða bannaði ekki innlánastarfsemi í nafni Icesave í Hollandi?“ Af svörum FME má ráða að sagan hafi endurtekið sig snemma árs í fyrra þegar Landsbankinn óskaði eftir því við Fjármálaeftirlitið að fá að stofna útibú í Hollandi. Engar athugasemdir hafi verið gerðar við stjórnun og fjárhag Landsbankans. Eng- ar efasemdir hafi komið frá Fjármálaeftirlitinu um að íslenska trygginga- og bóta- kerfið í þágu viðskiptavin- anna væri fullnægjandi. Í árslok 2006, þegar til Icesave- reikninganna var stofnað í Bretlandi, var Valgerður Sverrisdóttir viðskipta- ráðherra æðsti yfirmaður Fjármála- eftirlitsins. Jónas Friðrik Jónsson var forstjóri þess á þessum tíma og bar því ábyrgð á því að ákvarðanir um Icesave í Bretlandi og Hollandi væru teknar með upplýstum og málefna- legum hætti. Björgvin G. Sigurðsson var viðskiptaráðherra þegar Lands- bankinn hóf söfnun Icesave-inn- lána í Hollandi. Hann leysti Jónas Fr. frá störfum sem og stjórn eftirlitsins þegar hann sagði af sér ráðherra- embætti í janúar síðastliðnum. Fjármálaeftirlitið hefur ekki enn heimilað DV aðgang að tilkynning- um þeim sem sendar voru frá eft- irlitinu á sínum tíma til yfirvalda í Bretlandi og Hollandi sem og afrit sem jafnframt var sent Landsbank- anum. Óyggjandi er af svörunum að FME lagðist í engu gegn Icesave-inn- lánum Landsbankans í Bretlandi og Hollandi þótt nokkur rauð ljós hafi blikkað þegar haustið 2006. fréttir 15. september 2009 þriðjudagur 5 Breytingar á yfirstjórn Birtíngs, útgáfufélags DV: Nýr framkvæmdastjóri Elín G. Ragnarsdóttir, framkvæmda- stjóri Birtíngs útgáfufélags, hætti störfum í gær. Sverrir Arngrímsson, sem starfað hefur sem fjármálastjóri félagsins, tók við framkvæmdastjóra- starfinu á sama tíma. Elín hefur jafn- framt selt móðurfélagi Birtíngs eign- arhlut sinn. Stjórn félagsins hefur látið eft- irfarandi yfirlýsingu frá sér fara: „Í framhaldi af yfirtöku Hjálms ehf. á hlutum Elínar G. Ragnarsdóttur framkvæmdastjóra Birtíngs útgáfufé- lags ehf. í félaginu og því að Hjálmur ehf. er þannig orðinn eigandi yfir 98 prósenta hlutafjár í Birtíngi útgáfufé- lagi ehf., hefur orðið samkomulag um að Elín láti af störfum fyrir félagið. Á sama tíma hefur Ásmundur Helga- son einnig látið af störfum sem sölu- og markaðsstjóri hjá félaginu. Sverrir Ragnars Arngrímsson hefur tekið við starfi Elínar sem framkvæmdastjóri Birtíngs útgáfufélags ehf. Nýr sölu- og markaðsstjóri er Elísabet Austmann Ingimundardótt- ir og yfirmaður á sviði dreifingar og þjónustu er Karl Steinar Óskarsson. „Ég þakka Elínu mjög gott sam- starf og óska henni alls hins besta í framtíðinni. Jafnframt býð ég Sverri velkominn til starfa. Fyrirtækið er sem fyrr í traustum höndum,“ segir Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Birtíngs útgáfufélags ehf. Hverfur á braut Elín hættir störfum hjá Birtíngi. Nýtt hlutverk Sverrir var fjármálastjóri Birtíngs. GAF GRÆNT LJÓS Á ICESAVE Tilurð Icesave Valgerður Sverrisdóttir, Framsóknarflokki, var viðskiptaráðherra og æðsti yfirmaður FME þegar Landsbankinn hóf söfnun Icesave-innlána í Bretlandi. „Var nauðsynlegt að fara á ný yfir stjórn- un eða fjárhagsstöðu Landsbankans þeg- ar FME heimilaði eða bannaði ekki innlána- starfsemi í nafni Ice- save í Hollandi?“ Þrír menn sitja í gæsluvarðhaldi vegna innflutnings á amfeta- míni frá Danmörku. Lögreglan í Danmörku fann amfetamínið og voru tveir menn handteknir þegar efnið kom til Íslands. Sendandinn er líka í haldi. Fjórða mannsins er nú leitað. LÖGREGLAN SKIPTI AMFETAMÍNINU ÚT Þrír menn voru handteknir í Reykjavík á miðvikudaginn vegna innflutnings á fjórum kílóum af amfetamíni frá Danmörku, sam- kvæmt heimildum DV. Mennirn- ir voru úrskurðaðir í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness síðastliðinn fimmtu- dag. Mennirnir dvelja nú á Litla- Hrauni og hafa ekki gengist við innflutningnum við yfirheyrslur. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar eins manns til viðbótar sem talinn er hafa tekið þátt í innflutn- ingnum á efnunum. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn var ekki kærður til Hæstaréttar, samkvæmt heimildum DV. Menn- irnir eru ekki þekktir úr undir- heimunum og hafa ekki komið við sögu lögreglunnar áður svo vitað sé. Dópi skipt úr fyrir annað duft Fíkniefnainnflutningurinn fór þannig fram að einn mannanna fór til Árósa í Danmörku um miðj- an ágúst. Þar festi hann kaup á amfetamíninu og kom því í skip frá Samskipum, Arnarfell, sem pakkasendingu. Yfirvöld í Danmörku fundu amfetamínið hins vegar áður en efnin fóru úr landi. Danska lög- reglan skipti á amfetamíninu og einhvers konar dufti, hugsanlega lyftidufti, áður en efnin voru send úr landi. Lögreglan á Íslandi var látin vita að efnin væru á leiðinni til landsins til að hún gæti fylgst með pakkasendingunni. Arnarfellið sigldi svo með efnin til Íslands og komu þau hingað til lands þann 18. ágúst. Þrír handteknir Vinur mannsins sem sendi efn- in tók svo á móti þeim í Reykja- vík. Þegar pakkinn með efninu var sóttur til flutningafyrirtækis- ins sem flutti hafði efnin inn fylgd- ist lögreglan með honum. Maður- inn var svo handtekinn af lögreglu þegar hann fór með efnin til tveggja annarra manna sem einn- ig voru handteknir. Eins og áður segir leitar lögreglan nú fjórða mannsins. Reikna má með að gæslu- varðhaldið yfir mönnunum verði framlengt, eða að mennirnir verði ákærðir fyrir innflutninginn fljót- lega, því málavextirnir í þessu máli þykja liggja nokkuð ljósir fyr- ir, samkvæmt heimildum DV. INgI F. VIlHjÁlmssoN blaðamaður skrifar ingi@dv.is Danska lögreglan skipti á amfetamíninu og einhvers konar dufti, hugsanlega lyftidufti, áður en efnin voru send úr landi. Ætluðu að smygla inn fjórum kílóum Þrír menn sitja nú í gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni vegna innflutnings á fjórum kílóum af amfetamíni. Gæsluvarðhaldsúrskurður- inn rennur út á miðvikudaginn í næstu viku. Amfetamíninu skipt út Lögreglan í Danmörku skipti amfetamíninu út og lét annað duft í staðinn í pakkann, hugsanlega lyftiduft.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.