Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 13
svo rammt að í þeim efnum að haft er á orði að um tískusveiflu sé að ræða. Það er engin nýlunda að auðugt vestrænt fólk ættleiði börn frá fátæk- um löndum. Leikkonan Mia Farrow ættleiddi munaðarlaust barn frá Ví- etnam árið 1973. Tveir sona, og ein dætra Brads Pitt og Angelinu Jolie eru ættleidd; synirnir frá Kambódíu og Víetnam, og dóttirin frá Eþíópíu. Madonna hefur ættleidd tvö börn frá Afríkuríkinu Malaví og sætti gagnrýni fyrir að hafa hugsanlega nýtt sér frægð sína til að flýta ferl- inu þegar hún ættleiddi malavíska stúlku fyrr á árinu. Fyrir hafði hún ættleidd dreng frá Malaví í óþökk föður hans, en það mál var síðar til lykta leitt. Efasemdir um ágæti Ekki eru allir sammála um ágæti þess að auðugir útlendingar ættleiði börn frá fátækum löndum. Einn þeirra sem hefur gagnrýnt þetta er Thomas DiFilipo, forseti Joint Council on International Children’s Services, sem sameinar velferðar- stofnanir barna og fleiri stofnanir sem snúa að málefnum barna, með- al annars til að koma mynd á stefnu í ættleiðingarmálum. Eitt atriði sem DiFilipo nefnir máli sínu til stuðnings er að auð- ugir útlendingar styrktu gjarna þau munaðarleysingjahæli þar sem þeir finna börnin sín. Þetta gæti, að mati DiFilipo, leitt til þess að forstöðu- menn munaðarleysingjaheimila horfðu fyrst til útlanda í slíkum mál- um, vegna fjárskorts. Engu að síður fer DiFilipo ekki í grafgötur með þá skoðun sína að ættleiðingar frægs fólks, sem hlytu mikla athygli, hafi beint sjónum Evrópubúa og Bandaríkjamanna að þörfinni, til dæmis í Afríku. Góðra gjalda vert en ... Alþjóðlegu góðgerðarsamtökin Ev- eryChild vöruðu við því á sunnu- daginn að mögulegar fyrirætlan- ir Eltons John um að ættleiða hinn fjórtán mánaða Lev gætu valdið því að fleiri börn yrðu yfirgefin. Stofnunin sagði að þrátt fyrir að þau þökkuðu Elton fyrir að hafa vak- ið athygli á HIV-smituðum börnum í Úkraínu, þá lægi lausnin ekki í al- þjóðlegum ættleiðingum. Að mati EveryChild gæti enn ein ættleiðing af hálfu frægs einstaklings orðið til þess að fleiri börn yrðu skilin eftir á munaðarleysingjaheimilum. fréttir 15. september 2009 þriðjudagur 13 Aldargömlum fjölgar Samkvæmt nýlegri opinberri könn- un í Japan eru 40.399 Japanar eitt hundrað ára eða eldri og hefur þeim fjölgað um tíu prósent frá síðasta ári. Samkvæmt heilbrigðis- og velferðar- ráðuneytinu eru áttatíu og sjö pró- sent þessara 40.399 konur. Einungis Bandaríkin státa af meiri fjölda aldargamals fólks en Japan, en samkvæmt hagstofu Bandaríkjanna eru yfir 96.000 manns eitt hundr- að ára eða eldri. En Japan státar af hæstu lífslíkum í heimi og er það þakkað heilbrigðu mataræði, gæð- um í heilbrigðisþjónustu og virkum ellilífeyrisþegum. Magalenti í Stuttgart Farþegaflugvél frá Lufthansa-flug- félaginu magalenti á flugvellinum í Stuttgart í Þýskalandi í gær. Um borð í flugvélinni, sem er af gerðinni Fokker 100 og var á leið frá Berlín til Stuttgart, voru 82, farþegar og áhöfn. Vegna bilunar í lendingarbúnaði lenti vélin með lendingarhjólin uppi og rann á skrokknum eftir flugbraut- inni. Engin slys urðu á fólki við nauð- lendinguna, en fimm farþegar fengu áfallahjálp og farið var með eina flugfreyju á sjúkrahús til rannsóknar vegna mögulegs áfalls. Skilyrði AGS kosta sitt Til að mæta skilyrðum Alþjóðagjald- eyrissjóðsins þarf hið opinbera í Serbíu hugsanlega að skera niður sem nemur einum fimmta hluta 70.000 opinberra starfa. Diana Dragutinovic, fjármálaráðherra Serbíu, hefur sagt að hún hyggi á enn frekari niðurskurð áður en viðræðum við AGS verður fram haldið í næsta mánuði. Atvinnuleysi í Serbíu er mikið og nú þegar hafa verkalýðsfélög hótað verkföllum. Atvinnuleysi er átján prósent og gert er ráð fyrir fimm prósenta samdrætti í hagvexti. Elton vill ættlEiðA Elton John og Lev Ættleiðingar fræga fólksins geta dregið dilk á eftir sér. Madonna Frægð hennar er talin hafa létt henni ættleiðingu frá Malaví. Ný skilaboð sem sögð eru frá Osama bin Laden: Barack Obama er „veikburða“ Í hljóðupptöku sem sögð er frá Osama bin Laden, leiðtoga al-Kaída, er Barack Obama, forseta Bandaríkj- anna, borið á brýn að vera ófær um að uppfylla kosningaheit sitt um að kalla bandaríska hermenn heim frá Írak. Skilaboðunum fylgir kyrrmynd af bin Laden úr myndbandi sem sýnt var á sjónvarpsstöðinni Al-Jazeera árið 2003. Upptakan kom fram á róttækri ís- lamskri vefsíðu aðeins tveimur dög- um eftir að Bandaríkjamenn minnt- ust árásanna 11. september 2001. „Til bandarísku þjóðarinnar, þetta eru skilaboð mín til ykkar: Áminning um ástæðurnar að baki árásunum 11/9 og styrjöldunum og afleiðing- unum sem fylgdu í kjölfarið og leiðir til að leysa þær,“ segir í skilaboðunum og enn fremur að stuðningur Banda- ríkjamanna við bandamenn sína, Ís- raelsmenn, sé ástæða deilnanna. Obama er „... veikburða maður sem mun ekki geta bundið enda á stríð- ið, líkt og hann lofaði, en mun þvert á móti lengja það,“ segir í skilaboðun- um og fullyrt að ríkisstjórn Obama sé undir áhrifum forvera sinna úr röðum repúblikana og bent á repúblikanann Robert Gates í embætti varnarmála- ráðherra fullyrðingunni til stuðnings. „Dragðu stríðið á langinn eins og þú vilt. Með guð til vitnis, við munum aldrei fallast á málamiðlanir,“ segir í skilaboðunum. Þrátt fyrir að bandarískir hermenn séu ekki við stjórn í helstu borgum Íraks lengur og stór hluti hersins sé horfinn á braut eru enn tugir þúsunda hermanna í landinu og verða þar jafn- vel á komandi árum. Osama bin Laden Obama er „veikburða maður“, að mati Osama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.