Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2009, Blaðsíða 17
Heiðar Heim til Watford Dalvíkingurinn Heiðar Helguson er farinn á láni frá enska Championship-liðinu QPR til Watford en þar verður hann í það minnsta fram að áramótum. Félögin náðu samkomulagi um þetta í gær en Heiðar gekk í raðir QPR í byrjun árs. Hjá Watford þekkir Heiðar hvern krók og kima en þar lék hann við góðan orðstír í fimm og hálft tímabil eða þar til Chris Coleman fékk hann til Fulham í úrvalsdeild- ina. Þaðan lá leiðin til Bolton áður en hann samdi við QPR. Heiðar verður ekki með Watford þegar liðið mætir Plymouth í kvöld en ætti að vera klár um helgina að leika í sínum fyrsta leik fyrir Watford í langan tíma. „Ég er orðlaus,“ sagði belgíska tenn- iskonan Kim Clijsters eftir að hafa borið sigur úr býtum á opna banda- ríska mótinu í tennis á sunnudags- kvöldið. Vann hún í úrslitum hina dönsku Caroline Wozniacki í tveim- ur settum, 7-5 og 6-3. Þetta er ann- ar sigur Clijsters á risamóti en fyrir fjórum árum vann hún sama mót. Clijsters fullkomnaði endurkomu sína í tennisheiminn með sigrin- um en hún hefur verið í tveggja ára fríi frá íþróttinni gagngert til þess að koma fjölskyldu á koppinn. Hún sleit sambandi sínu við fyrr- verandi stigahæsta tenniskappa heims, Leyton Hewitt, aðeins nokkr- um dögum fyrir giftingu þeirra árið 2004 og tók upp samband við am- erískan körfuboltakappa sem leikur í Belgíu. Þau eignuðust svo dóttur í fyrra sem sprangaði um völlinn með mömmu sinni í New York á sunnu- dagskvöldið en Clijsters er fyrsta mamman sem vinnur risamót í 29 ár. „Síðustu vikur hafa verið frábær tími. Þetta er aðeins fyrsta risamót- ið sem ég keppi á síðan ég kom aftur en ég hef samt ekkert verið stressuð. Nema kannski í úrslita- leiknum því honum fylgir eðlilega alltaf ákveðið stress. Ég lék samt ekki jafn vel og til dæmis gegn Ser- enu Williams í undanúrslitunum. Þetta var ekki minn besti leikur en ég gerði það sem þurfti og það skiptir öllu máli,“ sagði Clijsters eft- ir sigurinn. Eiginmaður Clijsters fylgdi henni allt mótið og fékk litla stelp- an Jade að vaka og horfa á mömmu sína vinna titilinn. Forgangsröðin er alveg á hreinu hjá þeirri belg- ísku. „Fjölskyldan skiptir mig enn mestu máli en sem móðir viltu allt- af passa að öllum líði vel. En eins og staðan er núna er ég ánægð að geta spilað tennis sem mér finnst mjög gaman og samræma það fjöl- skyldulífinu,“ sagði Kim Clijsters. tomas@dv.is Fullkomin endurkoma hjá Kim Clijsters: fyrsti mömmusigurinn í 29 ár Besta Högg ferilsins Besti tennisleikari heims, Svisslend- ingurinn Roger Federer, átti sannkallað draumahögg í undanúr- slitaleik á US Open, opna banda- ríska, gegn serbanum Novak Djokovic. Djokovic vippaði þá boltanum yfir Federer sem elti boltann út að endalínunni og skaut í gegnum klofið á sér, yfir netið, út við hornið hinum megin og vann sér inn ótrúlegt stig. Hann vann svo næstu rispu líka og þar með leikinn. „Þetta var besta högg mitt á ferlinum. Við æfum þetta alveg reglulega en það tekst aldrei svona til. Þetta var hreint ótrúlegt og líka þegar það skipti svona miklu máli,“ sagði Federer skælbrosandi. trúir á marquez Hnefaleikakappinn fyrrverandi Oscar De La Hoya, oft nefndur gulldrengur- inn, hefur trú á því að Mexíkóinn Juan Manuel Marquez verður fyrstur til að leggja Bandaríkjamanninn kjaftfora Floyd Mayweather Jr. að velli. Kapparnir mætast í hringnum um næstu helgi en Mayweather hefur verið í fríi frá íþróttinni síðan hann rotaði Ricky Hatton auðveld- lega í Las Vegas. „Ég hef það sterklega á tilfinningunni að Marquez vinni þennan bardaga. Ég kíkti á æfingu hjá honum og hann virkar ógnarhraður og sterkur. Ég held að hann muni koma Mayweath- er í opna skjöldu,“ segir gulldrengur- inn en Mayweather hefur aldrei tapað og er almennt talinn besti hnefaleikakappi heims. Kristín inn fyrir dóru Sigurður Ragnar Eyjólfsson landsliðsþjálfari kvenna í knatt- spyrnu neyddist í gær til að gera eina breytingu á landsliðshópnum sem mætir Eistlandi í undankeppni heimsmeistaramótsins á fimmtudag- inn. Miðjumaðurinn Dóra Stefáns- dóttir þurfti að draga sig úr hópnum vegna meiðsla en í hennar stað kemur framherji Vals, Kristín Ýr Bjarnadóttir, sem hefur farið á kostum með Hlíðarendastúlkum í sumar. Kristín var í EM-hópi Sigurðar í Finnlandi en þurfti þar að verma tréverkið eins og aðrir framherjar fyrir Margréti Láru Viðarsdóttur. UMSJóN: tóMaS ÞóR ÞóRðaRSON, tomas@dv.is sport 15. september 2009 þriðjudagur 17 Kjartan Henry Finnbogason, fram- herji hjá skoska liðinu Falkirk, fékk heldur betur að kynnast bresku pressunni í gær en sum blöð – eða einstaka blaðamaður – þar á bæ hafa oft ekkert sett það sem for- gangsatriði að segja alltaf satt og rétt frá. Því brá Kjartani heldur bet- ur þegar hann opnaði skoska blað- ið Sunday Mail á sunnudaginn til að skoða viðtal sem hann vissi að ætti að birtast við sig. Hlátur varð hins vegar fljótlega að gráti þeg- ar hann sá fyrirsögnina yfir heilli opnugrein með mynd af sér: „Eið- ur Smári sagði að ég gæti orðið besti íslenski leikmaðurinn fyrr og síðar,“ en sú fyrirsögn átti við engin rök að styðjast. Mikill áhugi á Eiði „Mér var sagt að þessi blaðamað- ur væri góður gæi,“ sagði Kjartan Henry við DV í gær. „Það átti að vera viðtal við mig til að hita upp fyrir sjónvarpsleikinn gegn Aber- deen í kvöld [gærkvöld]. Þessi gæi kom því upp á völl og við settumst niður og fórum að spjalla í róleg- heitum,“ hélt hann áfram. Blaðamaðurinn hafði mikinn áhuga á Eiði Smára og tengslum hans við Kjartan. Tengsl sem eru engin. „Hann sagðist hafa lesið ein- hvers staðar um mig að Eiður hefði sagt þetta sem stóð í fyrirsögninni. Ég sagði að ef svo væri þá væri það gaman en ég efaðist um að ég gæti staðið undir því,“ sagði Kjartan við DV en í skoska blaðinu er látið líta út fyrir að fullyrðingin sem blaða- maðurinn spurði hann um komi frá Kjartani. Pabbi var ekki umboðsmaður Eiðs Áfram var spurt um Eið. „Blaða- maðurinn spurði mig hvort ég þekkti hann. Ég sagðist ekkert þekkja hann en einu sinni hefði ég farið á æfingu hjá KR á sama tíma og hann þegar ég var að halda mér í formi yfir sumarið. Þá skrifaði hann að ég hefði sagst hafa alist upp með honum hjá KR en hann ólst náttúrulega upp hjá ÍR og Val. Ég sagði honum reyndar að fað- ir Eiðs hefði verið umboðsmaður minn eitt sinn. En því var einnig snúið við þannig að pabbi minn hefði verið umboðsmaður Eiðs. Ég meina, það vita allir að Arnór er umboðsmaður Eiðs. Pabbi minn er auglýsingasölumaður!“ sagði Kjartan. Passar sig næst Þetta voru ekki einu stað- reyndavillurnar í viðtalinu sem eins og áður seg- ir var yfir heila opnu í blaðinu. Meðal annars var sagt að Kjartan hefði heimsótt fjölskyldu sína til Noregs um daginn en þau hafa alla tíð búið á Ís- landi. Einnig stóð í viðtalinu að Kjartan hefði sagst vera að banka á landsliðsdyrnar. „Ég sagði að ef ég myndi standa mig í skosku úrvalsdeildinni og skora mörk hlyti ég allavega að vera inni í myndinni. Það var nú það eina,“ sagði Kjartan í gær. Hann segist ætla að passa sig á bresku press- unni eftir þetta. „Ég hef greinilega aldrei verið svo frægur að þurfa lenda í þessu,“ sagði Kjartan kíminn. „Ég mun passa mig í framtíðinni og bara fara með veggjum ef ein- hverjir vilja tala við mig. Mér leið alveg hrikalega illa þegar ég sá þetta í blaðinu og var fljótur að henda því beint í ruslið,“ sagði Kjartan Henry Finn- bogason. Knattspyrnumaðurinn Kjartan Henry Finnbogason sem leikur með skoska liðinu Falkirk kom illa út í viðtali við dagblað þar í landi sem birtist á sunnudaginn. Nánast var snúið út úr hverju orði sem Kjartan sagði og honum brá heldur betur í brún þegar hann sá fyrirsögnina á greininni. Hún átti við engin rök að styðjast. TÓMAS ÞÓR ÞÓRÐARSON blaðamaður skrifar: tomas@dv.is Var í Celtic Kjartan lék með Celtic í Skotlandi um tíma. Negldur af bresku pressuNNi Fékk að kynnast bresku pressunni Kjartan segist ætla að passa sig framvegis. MyNd FÓTBOLTI.NET Mamma Jade dóttur Kim fannst gaman að sjá sig á risaskjánum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.