Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 4
Sandkorn
n Vigdís Finnbogadóttir er
einn ástsælasti forseti íslenska
lýðveldisins og eflaust bíða
margir spenntir eftir ævisögu
hennar sem kemur út á næstu
dögum. Frekar lítið hefur farið
fyrir Vigdísi
á undan-
förnum
árum og
hún hefur
alla tíð stað-
ið vörð um
einkalíf sitt
og ekki látið
mikið uppi
um það þannig að það verður
fróðlegt að sjá hversu mikið
ævisagnaritari hennar, hinn
eldklári Páll Valsson, hefur náð
að lokka upp úr forsetanum
fyrrverandi.
n Deilur Frjálslynda flokks-
ins og Ólafs F. Magnússonar,
fyrrverandi borgarstjóra og
fyrrverandi
samherja
Frjálslynda
flokksins,
um fjár-
framlög úr
borgarsjóði
taka enn á
sig nýj-
ar myndir.
Eins og lesa má á heimasíðu
Frjálslynda flokksins íhuga
menn þar innanborðs að
stefna bæði Ólafi og borgar-
stjóra vegna þeirrar túlkunar
innri endurskoðunar Reykja-
víkurborgar að vafi leiki á
um hver skuli fá fjárframlög
F-listans, efsti maður listans
eða flokkurinn sem var stærsti
hlutinn af framboðinu. Það er
því afar breyttur veruleiki síð-
an Ólafur F. náði inn í borgar-
stjórn síðla nætur á kosninga-
nótt 2002.
n Lionsklúbburinn Fjörgyn
hefur slegið í gegn með stór-
tónleikum sem hann heldur
í Grafar-
vogskirkju á
laugardags-
kvöld. Tón-
leikarnir eru
til styrktar
Barna- og
unglinga-
geðdeild
Landspítal-
ans og líknarsjóði Fjörgynjar og
koma margir þekktir tónlist-
armenn fram, þeirra á með-
al Ragnar Bjarnason, Hörður
Torfason, Karlakórinn Fóst-
bræður, Ellen Kristjánsdóttir
og Lay Low. Tónleikarnir eru
svo vinsælir að nú er uppselt á
þá og hafa kviknað hugmyndir
hjá forsvarsmönnum Lions-
klúbbsins Fjörgynjar að efna
til annarra styrktartónleika
á næsta ári vegna velgengni
þessara tónleika.
4 föstudagur 13. nóvember 2009 fréttir
Smíðum allar gerðir
lykla , smíðum og
forritum bíllykla.
Verslun og verkstæði
Grensásvegi 16
Sími: 511 5858
„Ég ætla að fá mér lögfræðing og
lögsækja hann. Þessi maður skil-
ur eftir sig sviðna jörð,“ segir Garð-
ar H. Björgvinsson. Hann ætlar sér
að stefna Ástþóri Magnússyni, fyrr-
verandi forsetaframbjóðanda, vegna
launa sem hann telur sig eiga inni
hjá Ástþóri fyrir að safna meðmæl-
endum fyrir Lýðræðishreyfinguna í
þingkosningunum síðustu. Garðar
telur sig eiga 450 þúsund krónur inni
hjá Ástþóri.
Enginn skriflegur samningur var
gerður milli Garðars og Ástþórs og
segir Garðar hafa treyst því að Ást-
þór myndi greiða sér laun. Þeir hafa
unnið saman áður og voru meðal
aðstandenda Lýðræðisflokksins sem
stofnaður var í lok síðustu aldar.
Þá sakar Garðar Ástþór einnig um
að hafa falsað nafn hans á framboðs-
lista Lýðræðishreyfingarinnar í al-
þingkosningunum fyrr á þessu ári.
Þar var Garðar skráður í áttunda sæti
í Norðvesturkjördæmi.
„Það er of langt gengið. Ég er bú-
inn að kæra það til utanríkisráðu-
neytisins. Það mál er í farvegi og það
verður tekið á því. Hann getur ekki
leikið það úti um allar jarðir að svíkja
fólk. Menn verða að standa fyrir máli
sínu alls staðar í heiminum,“ segir
Garðar.
Ástþór, sem búsettur er á Spáni,
hafði ekki heyrt af yfirvofandi stefnu
Garðars þegar DV hafði samband við
hann. Hann segir ekkert hæft í ásök-
unum Garðars.
„Ég held að maðurinn eigi við
vandamál að stríða, því miður. Ef
hann stefnir mér kemur sannleik-
urinn í ljós. Ég hef ekki falsað nafn
frá nokkrum einasta manni. Ég veit
ekki fyrir hvað ég ætti að borga þeim
manni laun. Ég hef ekkert haft hann
í vinnu. Hann var sjálfur í framboði.
Hann var ekki að vinna fyrir mig. Á ég
að senda honum reikning fyrir mitt
framboð?“
liljakatrin@dv.is
Garðar H. Björgvinsson segir Ástþór Magnússon ekki borga sér laun:
Ætlar að stefna Ástþóri
Leitar réttar síns Garðar hefur ráðfært sig við lögfræðing og hyggst leita réttar síns.
BYKO STEFNIR BROTT-
REKNUM STARFSMANNI
Sigurjón Örn Steingrímsson var rekinn frá Byko fyrir bjórsmygl í byrjun árs. Byko
hefur nú stefnt honum fyrir að láta fyrirtækið greiða tolla af smyglinu. Byko ætlaði að
kyrrsetja eignir Sigurjóns því fyrirtækið telur sig eiga kröfu á hann fyrir að hafa
greitt tolla af smyglvarningnum.
Byggingavöruverslunin Byko hefur
stefnt fyrrverandi yfirmanni lagna-
deildar fyrirtækisins, Sigurjóni Erni
Steingrímssyni, fyrir að láta fyrir-
tækið borga tolla af bjór og öðrum
vörum sem hann er grunaður um að
hafa smyglað til landsins í gámum
fyrirtækisins frá Lettlandi. Smyglið
stóð yfir í nokkur ár. Málið var þing-
fest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur
þann 6. nóvember síðastliðinn.
DV greindi í lok janúar síðast-
liðins frá því að Sigurjón hefði ver-
ið rekinn frá Byko út af smyglinu
sem hann var grunaður um að hafa
stundað um áralangt skeið. Bjórinn
var gefinn í kassavís til viðskiptavina
lagnadeildar fyrirtækisins svo þeir
myndu frekar beina viðskiptum sín-
um til Byko en annarra. Byko hafði
þá þegar kært málið til tollstjóra-
embættisins.
Tollstjóraembættið hefur nú sent
rannsóknina á bjórsmyglinu til lög-
reglunnar, að sögn Egils Stephensen,
deildarstjóra í rannsóknardeild emb-
ættisins. „Þetta er stórfellt og var flutt
inn umtalsvert magn af bjórkössum í
hvert skipti,“ sagði Egill í lok janúar í
samtali við DV. Enginn annar en Sig-
urjón hefur legið undir grun í mál-
inu, að sögn Egils.
Sigurjón Örn sagði við DV á sín-
um tíma að einhverjir stjórnendur í
fyrirtækinu hefðu vitað af smyglinu
en þó ekki forstjórinn, Sigurður E.
Ragnarsson, og aðaleigandinn, Jón
Helgi Guðmundsson.
Tvö aðskilin mál
Því er um að ræða tvö aðskilin mál:
annars vegar einkamál Byko á hend-
ur Sigurjóni sem Byko höfðar og
hins vegar opinbert mál sem líklegt
er að lögreglan muni höfða á hendur
honum þegar rannsókn málsins lýk-
ur. Sigurjón sagði í samtali við DV í
janúar að Byko hefði greitt fyrir bjór-
inn þegar hann var keyptur erlendis
en að hann hefði verið tollaður eins
og um gjafir eða kynningarefni væri
að ræða en ekki áfengi. Líklegt þykir
að hið sama kunni að gilda um aðrar
vörur sem fluttar voru inn til lands-
ins í gámum Byko.
Samkvæmt heimildum DV teng-
ist stefna Byko því ekki eingöngu
bjórsmyglinu heldur voru aðrar vör-
ur fluttar inn líka sem Byko greiddi
tolla af. Ekki hafa fengist upplýsing-
ar um hvaða vörur þetta eru en þó
kann að vera að í einhverjum tilfell-
um hafi verið um rafmagnstæki og
flatskjái að ræða.
Byko fer með málið fyrir héraðs-
dóm þar sem kyrrsetningarbeiðni
fyrirtækisins gegn Sigurjóni var
hafnað af sýslumannsembættinu í
Reykjavík.
Allir neita að tjá sig
DV leitaði til Sigurjóns Arnar til að
ræða við hann um stefnu Byko á
hendur honum. Sigurjón vildi ekk-
ert tjá sig um málið. „Ég vil ekkert
tjá mig um málið,“ sagði hann en nú
er sótt að honum úr tveimur áttum
vegna bjórsmyglsins, annars vegar er
það Byko og hins vegar væntanlega
hið opinbera, lögreglan, þegar þar að
kemur.
Sömu sögu er að segja um lög-
mann hans, Þórð Örn Sveinsson, sem
taldi það ekki þjóna hagsmunum um-
bjóðanda síns að ræða málið við fjöl-
miðla.
Lögmaður Byko, Andri Árnason,
vildi heldur ekki ræða um smáatriði
málsins þegar DV hafði samband við
hann.
Því má segja að nokkur leynd hvíli
yfir þessu máli Byko gegn starfsmann-
inum fyrrverandi þar sem enginn
málsaðila fæst til að tjá sig um það.
InGI F. VILHjÁLMSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð
miðvikudagur 28. janúar 2009 dagblaðið vísir 19. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347
Stórfellt Smygl á bjór frá lettlandi í gámum byKO:
BYKO MÚTAÐI
PÍPURUM
MEÐ BJÓR
fréttir
Hrun Hjá
Bretum
fréttir
Hafnar
gYðingum
Í HjÓLaBúð
„júðar ekki veLkomnir“
BotnLauSttaP
deCode
„Það viSSu aLLir af ÞeSSu“
eigandinn SegiSt ekkert Hafa vitað
davÍðfÆr
78 miLLjÓnir
miSSti
vinnuna en
eignaðiSt
Barn fÓLk
erLent
SviPta
LeYndar-
HuLunni
af ÍSLandi
neYtendur
Leigan Í
frjáLSu
faLLi
176 ÞúSund á Hvern ÍSLending fréttir
fréttir
united fÓr
Hamförum
SPort
Miðvikudaginn 28. janúar 2009.
Eigandinn Jón Helgi Guðmundsson
er eigandi byggingavöruverslunarinn-
ar Byko sem hefur stefnt fyrrverandi
starfsmanni fyrirtækisins.
Hyglað með bjór Um var að
ræða kassa af Diebels Alt-bjór
sem smyglað var í gámum Byko
frá Lettlandi. Viðskiptavinir
lagnadeildarinnar fengu bjórinn
svo gefins.