Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 11
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 11
HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ
BERÐU SAMAN VERÐ OG ÞJÓNUSTU
NÆST ÞEGAR ÞÚ FLÝGUR
HVERS VEGNA VELUR ÞÚ ICELANDAIR?
• Hjá Icelandair býðst farþegum að innrita sig á netinu 22 klukkustundum fyrir
brottför hér heima og erlendis.
• Við netinnritun prentar farþegi út brottfararspjald og ef hann er ekki með annað en
handfarangur getur hann farið beint í öryggisskoðun þegar komið er í flugstöðina.
• Farþegum Icelandair býðst einnig sjálfsinnritun í brottfararsalnum í Leifsstöð.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
I
C
E
4
76
46
1
1/
09
GúmmíkenninG Hæstaréttar
er eðli málsins samkvæmt breytilegt
en verð er ákveðin upphæð en ekki
tilvísun í annað verð.“
Vilhjálmur segir að ákvæði hluta-
félagalaga séu sett til verndar hlut-
höfum og til að takmarka vald stjórna.
Með því að telja samþykkt aðalfund-
ar Glitnis samrýmast lögunum hafi
Hæstiréttur búið til „gúmmíkenn-
ingu um verð og fjölda hluta. Hvort
tveggja, verð og fjöldi hluta, er orð-
ið að áliti Hæstaréttar eins og klám;
loðið og teygjanlegt.“
Hæstiréttur út af sporinu
Undir þetta taka lögfræðingar
sem DV hefur haft samband
við en vilja síður koma fram
undir nafni. Rök þeirra eru
á þá leið, að áðurgreind
samþykkt aðalfundar
sé útúrsnúningur á
hluthafalögunum og
lögleysa. Það bygg-
ist á því að í sam-
þykktinni sé ekki að finna neitt verð,
enga fjárhæð fyrir hvern hlut, svo
sem ráð er gert fyrir í lögunum. Það-
an af síður sé að finna í samþykkt-
inni tímasetningu sem unnt væri að
styðjast við til að finna tiltekið verð
fyrir hvern hvern hlut í Glitni. Þegar
af þessari ástæðu sé samþykkt aðal-
fundar Glitnis ólögleg þar sem ekki
er tilgreint nein fjárhæð fyr-
ir hvern hlut.
Í öðru lagi stað-
hæfa lögmenn, að
jafnvel þótt verð
hefði verið til-
greint fyrir hvern
hlut í umræddri
samþykkt aðal-
fundar Glitnis,
hefði samt sem
áður ekki verið
heimilt að víkja
frá jafnréttis-
ákvæði 76. grein-
ar hlutafélaga-
laga.
Sú grein hluta-
félagalaga hljóðar
svo: „Félags-
stjórn, framkvæmdastjóri og aðr-
ir þeir er hafa heimild til að koma
fram fyrir hönd félagsins mega ekki
gera neinar þær ráðstafanir sem ber-
sýnilega eru fallnar til þess að afla
ákveðnum hluthöfum eða öðrum
ótilhlýðilegra hagsmuna á kostnað
annarra hluthafa eða félagsins.
Félagsstjórn og framkvæmda-
stjóri mega ekki fram-
fylgja ákvörðunum
hluthafafundar
eða annarra
stjórnar-
aðila fé-
lagsins ef
ákvarðan-
irnar eru
ógildar
vegna þess
að þær
brjóta í
bága við
lög eða fé-
lagssam-
þykktir.“
Af þessu
leiðir að
óheimilt er að
búa til sér-
stakt
gengi á hlutabréfum fyrir gæðinga
eða innherja og annað fyrir almenna
hluthafa eins og einn viðmælandi
DV orðar það.
Eina rétta leiðin fyrir
Glitni, aðalfund félags-
ins og stjórn þess,
hefði því verið
að samþykkja
tiltekið verð á
hlut í tilviki
Bjarna Ár-
mannsson-
ar. Hefðu
til dæm-
is verið til-
greindar
30 krón-
ur á hlut
hefði að-
alfund-
ur - í sam-
ræmi við
lögin - enn
fremur get-
að tilgreint efri
og neðri mörk, til
dæmis 27 krónur
sem lægstu mörk
og 33 krón-
ur sem
hæstu mörk fyrir hluti. Á því verð-
bili hefði bankanum verið heimilt að
eiga viðskipti við Bjarna Ármanns-
son. Ef markaðsverðið hefði innan
18 mánaða tímamarkanna far-
ið upp fyrir eða niður
fyrir sett mörk hefði
heimildin einfald-
lega fallið úr
gildi.
Með þess-
ari aðferð
hefði tvöfalt
gengi - eitt
fyrir gæð-
inga og ann-
að fyrir litla
hluthafa -
aldrei kom-
ið til álita
og aðferðin
hefði í einu
og öllu sam-
rýmst jafn-
ræðisákvæði
hlutafélagalag-
anna.
„Kaup á hlut Bjarna
komu því jafnræðisregl-
unni ekkert við enda
ekki hægt að kaupa
hlut af öllum hluthöf-
um bankans,“ skrifaði
Brynjar Níelsson hæsta-
réttarlögmaður.
Þolandi réttarfarsins „Hvort tveggja, verð og fjöldi
hluta, er orðið að áliti Hæstaréttar eins og klám; loðið
og teygjanlegt,“ segir Vilhjálmur Bjarnason.
Jón Magnússon lögfræðingur „Ég (...) vonaðist til þess að Vilhjálmur
Bjarnason hefði sigur í málinu. Svo fór ekki og við skoðun á málinu gat ég
ekki séð að Hæstiréttur hefði getað komist að annarri niðurstöðu.“