Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Page 17
fréttir 13. nóvember 2009 föstudagur 17 var honum bannað að syngja í Skál- holtskirkju en búið var að boða jóla- tónleika með söngvaranum. Í viðtali í Sunnudagskvöldi með Evu Maríu í fyrra sagði Páll Óskar frá þessari reynslu sinni. „Mér var hreinlega kastað út af því að ég var boðberi samkynhneigðra á Íslandi.“ Áfengisvandamál í brennidepli Fréttastofa Stöðvar 2 var harðlega gagnrýnd síðla árs 1996 fyrir um- fjöllun um meint áfengisvandamál séra Hönnu Maríu Pétursdóttur sem þá var þjóðgarðsvörður á Þingvöll- um. Var fréttaflutningurinn tengdur við afsögn hennar úr embætti stuttu áður. Kristín Ástgeirsdóttir, þingkona Kvennalistans, fordæmdi umfjöllun- ina. „Þetta er svo hræðilegt mál að maður á vart orð yfir það. Ég minn- ist þess ekki að það hafi nokkru sinni verið fjallað svona um nokkurn ein- stakling hér á landi. Jafnvel þó að það sé staðreynd að margir fulltrúar þjóðarinnar og forstjórar — sem síð- an hafa verið sendir á Freeport eða Vog — hafi verið veltandi um á fyll- eríum hefur það aldrei áður þótt efni í fréttamál,” sagði Kristín í viðtali við Helgarpóstinn 7. nóvember 1996. Sigmundur Ernir Rúnarsson, þá- verandi varafréttastjóri Stöðvar 2, sagði miðilinn hafa urmul heimilda á bak við fréttina og líkti henni við Davíð Oddsson og Bermúdaskálina. Lagður í einelti Séra Torfi Hjaltalín Stefánsson, þá sóknarprestur í Möðruvallasókn í Hörgárdal, vakti mikinn usla í sókn- inni á tíunda áratugnum. Deilur milli hans og sóknarbarna spönn- uðu nokkur ár og náðu hámarki eft- ir að hann tilkynnti að hann myndi ekki heimila öðrum prestum að vinna prestverk í Möðruvallakirkju. Talsvert var um að sóknarbörn ósk- uðu eftir að fá presta úr öðrum sóknum til að skíra, gifta, ferma eða jarða en afstaða séra Torfa var sú að hann væri prestur í sókninni og ætti að vinna prestverkin sem þyrfti að vinna. Gekk málið svo langt að sókn- arbörn hófu undirskriftasöfnun þar sem krafist var að biskup viki séra Torfa frá störfum. Í viðtali við DV laugardaginn 17. maí árið 1997 sagði séra Torfi þetta vera einelti. „Ég lít á þetta þannig að foreldr- arnir leggi mig í einelti og að verið sé að þjálfa krakkana upp í því að hafna manneskju og leggja hana í einelti, það er eins og yfirstjórn kirkjunnar samþykki slíkt athæfi. Takist það sé það lærdómur í því hvernig þau megi haga sér í framtíðinni.“ Hafnað kynferðislega Í byrjun árs 2000 komst séra Torfi aft- ur í kastljósið er hann var dæmdur í 45 daga skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra fyrir líkamsárás á leikstjórann og leikrita- skáldið Hlín Agnarsdóttur. Hlín sagði fyrir dómi að Torfi hefði ráðist á hana, meðal annars snúið upp á handlegg hennar, slegið höfði hennar marg- sinnis í gólfið og sparkað margsinnis í hana. Torfi viðurkenndi að til átaka hefði komið á milli þeirra en að Hlín hefði átt upptökin. Hann sagði sögu sína í mars í Séð og Heyrt þar sem hann sagði Hlín hafa reiðst því hann hafnaði henni kynferðislega. „Ég viðurkenni að hafa hrist hana full harkalega af mér en neita því að hafa verið valdur að líkamsmeið- ingum [...] Konan missir stjórn á sér þegar henni er hafnað kynferðislega og notfærir sér það hvað staða mín var veik út á við.“ Torfi sagði sig úr embætti í kjöl- far þessa máls og sagði í viðtalinu við Séð og Heyrt að honum fyndist samsærislykt af málinu. „Því er óhætt að fullyrða að Hlín hafi tekist að koma mér úr starfi og eru án efa þeir til sem eru henni þakklátir fyrir það. Þetta mál var auðvitað kærkomið tækifæri fyrir vissa aðila í þjóðkirkjunni til að losa sig við starfsmann sem aldrei gat ver- ið til friðs.“ ALTARI SKANDALA Sagði sig úr embætti Séra Torfi hefur verið mikið í sviðsljósinu í gegnum tíðina. Hann sakaði foreldra um að leggja sig í einelti og reifaði samsæri innan kirkjunnar um að koma ætti honum úr starfi. Kvennalistinn gagnrýndi Mál séra Hönnu Maríu vakti hörð viðbrögð Kvennalistans sem þótti brotið á friðhelgi einkalífsins með umfjöllun um meintan áfengisvanda. Fimmtudagur 30. apríl 200912 Helgarblað Karl Sigurbjörnsson Ólafi Skúlasyni Gunnari Björnssyni FYRIRGEFNING SYNDANNA „Ég bið þær konur og börn, sem brot- ið hefur verið á af hálfu starfsmanna og þjóna kirkjunnar fyrirgefningar á þeirri þjáningu og sársauka sem þau hafa liðið,“ sagði Karl Sigurbjörns- son, biskup Íslands, í setningarræðu sinni við upphaf Prestastefnu Íslands í Kópavogskirkju á þriðjudagskvöld. Sagði biskup ennfremur að Kirkju- þing hefði sett starfsreglur um með- ferð kynferðisbrotamála í kirkjunni. „Settar hafa verið siðareglur og heilræði fyrir starfsfólk í barna- og æskulýðsstarfi. Við verðum að taka mark á þessu og fylgja eftir í starfi kirkjunnar. Þessa dagana er verið að ljúka gerð bæklings sem unninn er af starfshópi á vegum Þjóðkirkjunnar og annarra kristinna trúfélaga sem vill leggja sitt af mörkum til að vinna gegn ofbeldi í hvaða mynd sem er, sem sagt kynferðisáreitni og mis- notkun.“ Vonar að sár muni læknast Karl segir í samtali við DV að fyrir- gefningin sé almenn en útilokar ekki að einstaka aðilar verði beðnir fyrir- gefningar persónulega af hálfu kirkj- unnar. „Þá er það þegar og ef. En ég tek það skýrt fram að þetta er almenn yf- irlýsing og þetta snertir ekki einstaka atvik. Ég er ekki í þeirri stöðu þarna að taka á sérstökum málum sem fyrir liggja. Ég er að vísa til bæði mála sem hafa verið í hámæli og til reynslu sem fólk hefur talað um stundum mörgum árum síðar þar sem farið hefur verið yfir mörkin. Ég er að vísa til þessara sára, þjáningar og sárs- auka sem er þarna úti sem í raun ýf- ist upp og hefur aldrei fengið neina sérstaka úrlausn. Ég er bara að orða það. Ég bið þess og vona að þessi sár muni læknast. Ég tala við presta og djákna og kirkju fólksins og það er fyrir þeirra hönd sem ég ber þetta fram en ég er ekki með nein sérstök dæmi í huga. Ég er ekki að dæma í sérstökum, til- teknum málum. Ég er bara að vísa til þess að það eru ýmsir sem bera sár og finna til þeirrar þjáningar sem hefur kannski aldrei verið tekið á. Eins og er alls staðar í okkar samfé- lagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Kynbundið ofbeldi er samfélagsvá Karl telur að kynferðisbrot verði ekki aðeins gerð upp með lögum og reglum heldur líka með hjálp trúarinnar. „Heimilisofbeldi og kynbundið of- beldi er samfélagsmein á Íslandi í dag. Kirkjan hefur markað stefnu um virka andstöðu gegn kynbundnu ofbeldi í samfélaginu. Hún hefur markað stefnu bæði innan sinna vébanda í kirkjunni og líka í samfélagi við alþjóðakirkju- stofnanir sem við erum þátttakendur í. Það er mikilvægt að við fylgjum því eftir og tökum það alvarlega og látum þau skilaboð hljóma í samfélaginu. Öll umræða um slíka hluti verður til þess að ýfa upp sárar minningar um brot og margt af því verður ekki gert upp með þeim verkfærum sem samfélag- ið leggur til með lögum sínum og regl- um, siðareglum og dómstólum heldur með þeim verkfærum sem trúin bend- ir okkur á. Það er að tala um hlutina, iðrunin, fyrirgefningin sem til þarf. Það er vegur trúar, vonar og kærleika. Að því þurfum við að stuðla. Það sem ég er fyrst og fremst að vísa til er að okkar stefnumörkun í þessum málum er alveg skýr og kirkjan vill ekki líða slíka framkomu. Hún vill vinna að því og taka undir með þeim í okkar samfélagi sem vilja vinna gegn þess- ari samfélagsvá sem margvíslegt kyn- bundið ofbeldi er. Við eigum að taka það alvarlega. Þetta eru ekki bara ein- hver pappírsgögn þessar stefnumark- anir kirkjunnar. Þetta á að hafa áhrif á okkar persónulegu afstöðu og hvernig við vinnum úr málum þegar þau koma upp í framtíðinni.“ Sakaður um nauðgunartilraun Nokkur tilfelli hafa komið upp síð- ustu ár þar sem starfsmenn kirkj- unnar hafa verið sakaðir um kyn- ferðislega áreitni. Árið 1996 sakaði Sigrún Pálína Ingvarsdóttir séra Ólaf Skúlason, þá- verandi biskup, um nauðgunartil- raun. Mál Sigrúnar vakti mikla at- hygli á Íslandi og í kjölfar ásakana hennar gáfu aðrar konu sig fram og sökuðu biskup um kynferðislega áreitni. Öll málin voru frá þeim tíma þegar Ólafur var prestur. Biskup kærði málið til saksókn- ara og sagði sakaráburð nafn- greindra og ónafngreindra aðila vega að friðhelgi einkalífs hans og æru með ólögmætum hætti. Í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á þessum tíma sagði að ráða mætti af ummælum í fjölmiðl- um að markmiðið með þess- um röngu sakargiftum væri að þvinga hann til að segja sig frá biskupsembættinu. Ríkissaksóknari vísaði mál- inu frá þar sem hann taldi ekki efni fyrir hendi til að ákæru- valdið aðhefðist neitt í máli kvenn- anna sem biskup kærði. Skömmu áður en saksóknari tilkynnti þessa niðurstöðu ákvað biskup að aftur- kalla kröfu sína. Biskupinn er sekur Í viðtali við Helg- lilja Katrín GunnarSdÓttir blaðamaður skrifar liljakatrin@dv.is Baðst fyrirgefningar Karl bað fórnarlömb kynferðislegs ofbeldis fyrirgefningar við upphaf prestastefnu íslands og segir kynbundið ofbeldi samfélagsmein á íslandi. Sýknaður Séra gunnar var sýknaður fyrir skemmstu af ákærum um kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. „Eins og er alls staðar í okkar samfélagi eru kirkjunnar starfsmenn upp til hópa fólk eins og annað fólk.“ Fimmtudagur 30. apríl 2009 13Helgarblað arpóstinn 30. maí árið 1996 lýsti Sig- rún Pálína yfir vonbrigðum sínum við þessari niðurstöðu og sagðist standa við að biskup væri sekur. „Ég er ekki sátt við þessi málalok, þar sem engin niðurstaða fékkst. Það segir þó sína sögu að ríkissaksóknari skuli ekki telja ástæðu til málshöfð- unar gagnvart okkur fyrir að hafa borið biskup röngum sökum. Bendir það til þess að biskup sé saklaus? Mér sýnist að ef ég hefði komið fram með þetta mál áður en það var fyrnt hefði ég jafnvel getað unnið það, því ég stend við það að biskupinn er sekur. Við rannsókn RLR komu fram vitni sem höfðu sömu sögu að segja af samskiptum við biskup og við. En það hlýtur að vera óviðunandi, bæði fyrir presta landsins og okkur sem tilheyrum Þjóðkirkjunni, að biskup sitji áfram í embætti eftir það sem á undan er gengið,“ sagði Sigrún Pálína í við- talinu. Valdníðsla Sigrún Pálína tók málið fyrst upp tveimur árum áður. Þá talaði hún við séra Pálma Matthíasson og árið eftir við séra Vigfús Þór Árnason. Hún bað prestana tvo að taka málið upp inn- an kirkjunnar en hvorugur hafðist að í málinu. „Í upphafi lagði ég ekki fram kæru á hendur bisk- upi heldur erindi til siða- nefndar Prestafélagsins. Framganga biskups í mál- inu varð hins vegar til þess að ég fór að sækja málið með ákveðn- ari hætti. Eg sé ekki eftir að hafa farið af stað með þetta mál þótt niðurstaðan valdi mér vonbrigðum. Ég var svo barnaleg að halda að siðanefnd Prestafélagsins tæki virkilega á málinu og liti það alvarlegum augum. Tilgang- ur minn var að losa mig við þessa vitneskju og hræðslu um að aðrar konur ættu eftir að lenda í því sama og ég. En þegar málið snýst upp í það að Ólafur Skúlason fer að hóta mér, eins hann gerði á sáttafundi í Graf- arvogskirkju, varð ekki aftur snúið. Þetta mál er löngu hætt að snúast um mig og biskup. Það snýst um vald og valdníðslu og réttarkerfið í landinu,“ sagði Sigrún Pálína í viðtali við Helg- arpóstinn 30. maí árið 1996. „Neytir aflsmunar“ Sigrún Pálína og tvær aðrar kon- ur sögðu sögu sína í helgarblaði DV í byrjun mars þetta ár. Þar lýsti Sig- rún Pálína fundi sínum við séra Ólaf í Bústaðakirkju að kvöldi vegna þess að séra Ólafur sagðist ekki geta hitt hana á öðrum tíma, að sögn Sigrún- ar. „Ég kalla þetta tilraun til nauðg- unar. Þegar viðkomandi neytir afls- munar til að koma fram vilja sínum og fórnarlambið þarf að beita afli til að komast undan er farið yfir mörk- in á milli kynferðislegrar áreitni og nauðgunartilraunar,“ sagði Sigrún í viðtalinu. „Ég komst út úr kirkjunni, fór heim og brotnaði alveg niður. Ég skalf og grét alla nóttina. Ég sagði mínum nánustu frá þessu en það var alls staðar sama svarið. „Þú getur ekkert gert, þetta er orð á móti orði.“ Á þessum tíma voru engin Stígamót og þessi umræða ekki byrjuð nema að mjög litlu leyti. Eðli atburðarins og hversu alvarlegur hann var gerði það að verkum að ég gat ekki fundið sökina hjá mér þrátt fyrir að ég færi strax að leita að henni eins og fórn- arlömb reyna jafnan að gera.“ Önnur kona sagði frá því að séra Ólafur hefði leitað á hana í Kaup- mannahöfn 1979. Þá hefði hún búið þar ásamt eiginmanni sínum og séra Ólafur viljað hitta þau en hann var þá í borginni á presta- þingi. Þriðja konan sagðist hafa orðið fyrir áreitni séra Ólafs þeg- ar hún var tólf ára. Nokkru áður en konurnar þrjár komu fram í DV birtist frétt í blaðinu þar sem greint var frá að þrjár konur hittust reglulega hjá Stígamótum vegna fyrri samskipta sinna við biskup og að starfskona samtakanna vissi af fleiri konum en vildi ekki greina nánar frá málum þeirra. Tveir biskupar í málinu Einn þeirra sem tengdust inn í mál kvenn- anna gegn séra Ól- afi biskupi á sínum tíma var séra Karl Sigurbjörnsson, þá prestur og nú biskup. Samkvæmt frétt DV 6. mars 1996 beittu tveir prestar, þeir Hjálmar Jónsson, sem þá var þingmaður en er nú sóknarprestur dómkirkjunnar, og Karl, núverandi biskup, áhrifum sín- um til að fá konurnar sem ásökuðu Ólaf biskup um kynferðislega áreitni til að falla frá málum sínum. Í frétt- inni segir meðal annars að prestarn- ir tveir hafi átt tíða fundi með kon- unum og að í kjölfar þeirra hafi ein kvennanna dregið mál sitt til baka. „Munu prestarnir meðal annars hafa lagt mikla áherslu á kostnaðinn sem því fylgi að standa í málarekstri gegn biskupi,“ segir í fréttinni. Séra Karl vildi ekkert tjá sig um þetta á þeim tíma en ónafngreind- ur prestur sem DV ræddi við á þeim tíma sagði að miklu „handafli“ hefði verið beitt af hálfu biskupsmanna til að þagga það niður. Gefðu mér nú kraft Á síðasta ári kærðu tvær unglings- stúlkur séra Gunnar Björnsson, sóknarprest á Selfossi, fyrir kynferð- islega áreitni og brot á blygðunar- semi. Stúlkurnar voru sóknarbörn hans þegar meint brott áttu að eiga sér stað. Önnur stúlkan fór fram á tvær milljónir króna í skaðabætur og hin sex hundruð þúsund krónur. Héraðsdómur Suðurlands sýkn- aði Gunnar. Séra Gunnar sagði við DV í lok apríl að ásakanir stúlknanna væru einn stór misskilningur, að hann hefði aðeins sýnt stúlkunum hlýju en ekki áreitt þær á nokkurn hátt. Þetta staðfesti dómari en hafi látið orðin: „Gefðu mér nú kraft A mín“ falla er hann faðmaði stúlkuna, hann hafi einungis ekki verið alveg hress. Í skýrslu sagði stúlkan að Gunnar hafi látið þau orð falla að straumarnir streymdu úr lík- ama hans við það að faðma hana. Sigurður Þ. Jónsson, þá- verandi lög- maður séra Gunnars, sagði í samtali við DV í maí að umbjóðandi hans væri algjörlega saklaus. „Þetta er nú bara það sem sums staðar hefðu ver- ið talin afar eðlileg samskipti. Þannig sé ég þetta eftir að hafa skoðað málið vandlega,“ sagði Sigurður í maí á síð- asta ári. Leitaði á drengi í KFUM og K Ágúst Magnússon var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn sex drengjum og losnaði út af Litla-Hrauni snemma á síðasta ári. Þegar Ágúst var nýlega laus úr fang- elsi fékk hann leyfi fangelsismála- yfirvalda til að flytja til Uppsala í Sví- þjóð þar sem hann ætlaði að stunda nám í biblíuskóla. Ágústi var neitað um skólavist eftir kvartanir foreldra barna í skólanum um að dæmdur barnaníðingur myndi sækja skól- ann. Ágúst ólst upp í Grýtubakka og var í Breiðholtsskóla á sínum yngri árum. Samkvæmt heimildum DV tók hann að sér vinnu í æskulýðsstarfi kirkj- unnar, KFUM og K, í Bakkahverfinu sem unglingur og las sögur fyrir ungt fólk. Þar lentu einhverjir drengir í því að Ágúst leitaði á þá. Málið vakti usla í hverfinu en var aldrei kært til lög- reglu. Alræmdur barnaníðingur Ágúst tók að sér að lesa sögur fyrir ungt fólk í KFum og K á sínum yngri árum og leitaði þar á unga drengi. Fyrsta fréttin lítil frétt á innsíðu í dV 15. febrúar 1996 markaði upp- hafið að umfjöllun um mál nokkurra kvenna gegn þáverandi biskupi. Sver af sér sakir Séra Ólafur Skúlason biskup sagði ekkert til í ásökununum. Stigu fram Þrjár konur sem sakað höfðu biskup um áreiti og tilraun til nauðgunar komu fram í viðtali í helgarblaði dV 2. mars 1996. dv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjudagur 26. maí 2009 dagblaðið vísir 79. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 Sparnaður brunninn allur upp SviðSljóS neytendur aðkoma karls sigurbjörnssonar að ólafsmálinu: vill ekkert af jordan vita réðu pabbann og eiginmanninn fólk mikael verður Slátrað toppar davíð í launum fréttir Hrafn aftur orðinn pabbi fólk Hart deilt á bæjarStjóra og formann bæjar- ráðS í veStmannaeyjum Huldufólk í HúSi auðmannSinSfréttir BISKUP Í BOBBA preStar íHuga Stöðu biSkupS Sigrún pálína vill uppreiSn æru ein konan átelur biSkup fyrir HanS þátt í málinu „preStar léku tveimur Skjöldum“ fréttir Biskup í bobba Eftir umfjöllun DV um fyrirgefningu biskups komst biskupsmálið gamla aftur í brennidepilinn. Það endaði með uppreisn æru Sigrúnar Pálínu. Séra Gunnari Björnssyni hefur fjór- um sinnum verið vikið úr starfi sem sóknarprestur, þar af tvívegis frá sama söfnuði. Fyrst var hann rekinn, tvívegis, frá Fríkirkjunni í Reykjavík, síðar færður úr starfi sem prestur í Holti í Önundarfirði og nú síðast var honum vísað úr starfi sem sóknar- prestur í Selfosskirkju. Í öll skiptin hefur Gunnar átt í deilum við sókn- arbörn og sóknarnefndir þar sem umræðan hefur ratað í fjölmiðla. Flestir þeir sem til hans þekkja lýsa honum sem hlýjum og góðum en það hefur ekki komið í veg fyr- ir hatrammar deilur hans við sókn- arnefndir og söfnuði þar sem hann hefur gegnt embætti sóknarprests. Það sem mætti kalla þriðja og síðasta stríð séra Gunnars stendur enn yfir. Fimm ungar stúlkur kærðu klerkinn fyrir kynferðisbrot, en þremur mál- unum var vísað frá. Séra Gunnar var síðan sýknaður á báðum dómstigum. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, fullyrðir hins vegar að djúpstæður og alvarlegur trúnaðarbrestur hafi myndast innan safnaðarins í Selfoss- kirkju og því geti Gunnar ekki snúið aftur til starfa. Tugmilljóna tilboð Deila Gunnars við sóknarnefnd Sel- fosskirkju er síður en svo fyrsti vand- inn sem hann lendir í í kirkjusóknum sínum. Honum hefur fjórum sinnum verið vikið úr starfi sem sóknarprest- ur, fyrst í september 1987 frá Fríkirkj- unni í Reykjavík, þá í júní 1988, aft- ur frá Fríkirkjunni, í mars 2000 frá Holtakirkju í Önundarfirði og nú síð- ast 15. október 2009 frá Selfosskirkju. Í öll skiptin voru samskiptaörðug- leikar Gunnars við safnaðarmeðlimi orsök uppsagnarinnar. Karl biskup þverneitar Gunn- ari um að snúa aftur til starfa í Sel- fosskirkju. Biskup bauð honum stöðu sérþjónustuprests hjá Bisk- upsstofu, þar sem honum var með- al annars ætlað að sinna störfum hjá Helgisiðastofu í Skálholti ásamt því að þýða og staðfæra predikunarleið- beiningar fyrir presta, og tók það sér- staklega fram í bréfi að séra Gunnar gæti unnið starfið heiman frá sér. Þá bauðst prestinum starfslokasamn- ingur, upp á nærri tuttugu milljónir króna, en tilboðum um annað en að snúa aftur til starfa hafnaði Gunnar eindregið. DV hefur heimildir fyrir því að biskup hafi orðað betri starfs- lokasamning við Gunnar, samning sem tryggir kleknum þrjátíu millj- ónir króna eða mánaðarlaun næstu fimm ár. Bróðurmissir Séra Gunnar hefur starfað samfellt sem sóknarprestur í Selfosskirkju frá 1. september 2001 og var skipað- ur sem slíkur 1. júní 2002. Gunnar hefur lengstum verið vel liðinn sem prestur þó svo ekki sé hægt að segja það sama um eiginkonu hans í öll- um tilfellum. Ræður hans þykja góð- ar og hlýja hans í garð sóknarbarna hefur í gegnum tíðina verið lofuð af samstarfsmönnum. Eftir að hinar hatrömmu deilur komu upp í Sel- fosskirkju má segja að söfnuðurinn sé klofinn í tvær fylkingar, með og á móti séra Gunnari. Stuðningsmenn hans krefjast almenns safnaðarfund- ar í þeirri von að ná að sýna fram á einingu innan safnaðarins, ólíkt því sem biskup heldur fram. Erfiðleikar og deilur Gunnars við sóknarbörn eru ekki einu erfiðleik- arnir sem Gunnar hefur þurft að glíma við. Gunnar varð fyrir miklu áfalli fyrir tæpum fimm árum er bróðir hans, Ragnar Björnsson veit- ingamaður í Mosfellsbæ, lést. Atvik- ið átti sér stað á veitingastaðnum Ás- láki í Mosfellsbæ, í desember 2004, þar sem Loftur Jens Magnússon sló Ragnar þungu hnefahöggi í hálsinn með þeim afleiðingum að brot kom á hálshryggjarlið og slagæð rofnaði. Mikil blæðing varð inn í höfuðkúp- una í kjölfarið sem leiddi til þess að Ragnar lést skömmu síðar. Tekur enda Þegar kærurnar á hendur Gunn- ari komu fram sagði hann í samtali við DV að málið væri alfarið byggt á misskilningi og hann hefði lengi haft þann stíl að faðma fólk og jafnvel smella kossi á kinn. „Það hefur lengi verið minn stíll að faðma fólk að mér. Í kirkjulegu starfi koma oft þannig stundir að maður ýmist hrósar, þakk- ar, heilsar eða kveður með líkamlegri snertingu. Það getur meira að segja hent að maður smelli kossi á kinn. Ég er hlýr maður,“ sagði Gunnar. Þegar DV spurði Gunnar hvort málið hefði valdið honum hugar- angri svaraði hann að svo væri í raun ekki. Hann væri viss um stöðu sína gagnvart sóknarbörnum sínum. Gunnar viðurkenndi að hann hefði gengið í gegnum súrt og sætt í starfi sínu sem prestur og þessir erfiðleik- ar myndu líða hjá eins og aðrir. „Ég er orðinn það gamalreyndur í starfi mínu sem prestur og veit að meira að segja hörðustu rimmur eiga sér endi,“ sagði Gunnar. 30 föstudagur 30. október 2009 helgarblað TrausTi hafsTeinsson blaðamaður skrifar: trausti@dv.is séra Gunnars Björnssonar ÞRIÐJA STRÍÐ SÉRA GUNNARS „Ég er orðinn það gamalreyndur í starfi mínu sem prestur og veit að meira að segja hörðustu rimmur eiga sér endi.“ Bréf biskups Karl Sigur- björnsson bauð tilfærslu í starfi eða starfslok í bréfi til Gunnars. síðasta stríðið DV hefur heimildir fyrir því að séra Gunnar sé alvar- lega að íhuga að taka tugmilljóna tilboði biskups um starfslok. frÁ gÓðu heIMIlI Gunnar Björnsson fæddist í reykjavík 15. október 1944 og ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna í gömlu timburhúsi á horni Bók- hlöðustígs og Miðstrætis. hann er sonur hjónanna Björns rósenkranz einarssonar hljómsveitarstjóra og ingibjargar Gunnarsdóttur hárgreiðslumeistara. Björn er með frægari hljómsveitarstjórum en til margra ára stýrði hann eigin hljóm- sveit sem skemmti víða, einkum á hótel Borg. Gunnar kvæntist fyrrverandi eiginkonu sinni, Veronicu Margaret Jarosz, árið 1967 og saman eignuðust þau tvö börn. Gunnar er í dag kvæntur Ágústu aðal- heiði Ágústsdóttur söngkonu en þau gengu í hjónaband fyrir aldarfjórðungi. hún stendur þétt við hlið eiginmannsins í erfiðri klípu sem blasir við. Við- mælendur DV segja flestir að Ágústa sé ákveðin kona og skap hennar hafi oft komið prestinum í vanda. Þeir segja að hún hafi ákveðið strax er hún sá Gunnar í fyrsta sinn að hann skyldi verða eiginmaður hennar. Í kjölfarið skildi Gunnar við fyrri konu sína og mældist skilnaðurinn í fyrstu nokkuð illa fyrir í fjölskyldu hans. er Gunnar tók saman við Ágústu eignaðist hann þrjú stjúpbörn. Gunnar er sjálfur mikill tónlistarmaður og spilaði í áratug með sinfóníu- hljómsveit Íslands. hann er fær sellóisti og Ágústa er óperusöngkona. hún rak um árabil söngskóla á Vestfjörðum. Gunnar er mjög félagslyndur og hefur í gegnum erfiðar deilur átt mjög dygga stuðningsmenn. Þeim gefur hann reglulega í nefið og faðmar er þeir hittast. hlýtt heimili Gunnar ólst upp á ástríku heimili foreldra sinna á horni Bókhlöðustígs og Miðstrætis. helgarblað 30. október 2009 föstudagu r 31 Illdeilur séra Gunnars KLOFIN KIRKJA Deilan innan Fríkirkjunnar í Reykjavík á 9. áratug síðustu aldar er eitt stærsta deilumál kirkjusafnaða hér á landi. Lengi vel var kirkjan algjörlega klofin milli tveggja andstæðra fylkinga. Þá gegndi Gunnar Björnsson embætti sóknarprests Fríkirkjunnar og þegar á leið fékk meirihluti sóknarnefndarinnar sig fullsaddan af séra Gunnari og eiginkonu hans Ágústu. Heimildir DV herma að hún hafi orðið nokkuð ágeng í kórstarfi kirkjunnar og hafi viljað ein komast að öllum söng sem þar færi fram. Þannig tók hún fram fyrir hendurnar á organista kirkjunnar og öllum kirkjuhöldurum. Á endanum leysti safnaðarstjórnin Gunnar frá störfum vegna samstarfsörðugleika. Reyndar var honum tvívegis sagt upp. Fyrst í september 1985 en mánuði síðar var hann endurráðinn eftir að hafa gert samkomu- lag um að bæta ráð sitt. Rúmu hálfu ári síðar taldi safnaðarstjórnin séra Gunnar hafa brotið gegn samkomulaginu og að samstarfsörðugleikarnir hefðu verið orðnir það miklir að stjórnin ætti ekki annarra kosta völ en að víkja honum aftur úr starfi. Stjórnin samþykkti brottvikninguna með fimm atkvæðum gegn tveimur. Upp frá þessu klofnaði kirkjan í tvær fylkingar, stuðningsmenn stjórnarinnar og stuðningsmenn séra Gunnars. Á tímabili var rætt um að skipta söfnuðinum upp í tvo söfnuði. Kvenfélag Fríkirkjunnar studdi stjórnina heilshugar og ályktaði gegn stuðningsmönnum prestsins sem konurnar sögðu ósmekklega aðför að stjórninni. Blásið var til safnaðarfundar þar sem meirihluti, 376 atkvæði gegn 313, lýsti yfir vantrausti á safnaðarstjórnina og séra Gunnar fagnaði. Síðar boðaði safnaðarstjórnin til annars fundar þar sem fram fór atkvæðagreiðsla um brottvikninguna. 967 fundarmenn studdu hana, 26 voru á móti og 29 skiluðu auðum seðli. Á kjörskrá voru liðlega 4 þúsund manns og séra Gunnar lýsti yfir vonbrigð- um með að svo margir hefðu kosið gegn presti sínum. Gunnar kom nokkru síðar að læstum dyrum í Fríkirkjunni. Safnaðarstjórnin fagnaði sigri og leit svo á að deilunni væri lokið. Svo var nú aldeilis ekki. Séra Gunnar réð sér lögmann sem leitaði til fógeta í þeirri von að ógilda brottvikninguna. Sú varð ekki raunin og fógeti heimilaði útburð prestsins úr prestsbústað Fríkirkjusafnaðarins við Garðastræti. Eftir hatramm- ar deilur, sem meðal annars fóru fram á síðum dagblaða, yfirgaf Gunnar Fríkirkjuna í Reykjavík. BAÐST AFSÖKUNAR 17. ágúst 1989, rúmu ári eftir deiluna í Fríkirkjunni, var séra Gunnar Björnsson ráðinn sem prestur í Holti í Önundarfirði. Lengi vel var hann vel liðinn í starfi en áratug síðar komu upp deilur milli hans og sóknarbarna sem enduðu á því að nokkur þeirra kærðu hann fyrir erfiðleika í samskiptum og brot í embætti. Á almennum safnaðarfundi var samþykkt að veita Gunnari tímabundið leyfi frá störfum og deilunni var vísað til áfrýjunarnefndar Þjóðkirkjunn- ar. Gunnar sagði misklíðina við sóknarbörnin hafa komið sér fullkomlega í opna skjöldu og benti á að um fáa óánægða einstaklinga væri að ræða. Um þessa óánægðu einstaklinga ritaði séra Gunnar bréf og sendi til prófastsins. Þetta bréf kom fyrir sjónir almennings og var meðal annars birt á netinu nokkru síðar. Það er einkum þetta bréf sem varð til þess að Gunnar hlaut skammir fyrir. Sjálfur hefur hann lýst yfir eftirsjá vegna bréfaskrifanna og sagði bréfið ekki hafa verið ætlað til birtingar. Fyrir utan hin særandi bréfaskrif, þar sem hann líkti sóknarbörnum sínum við Amish-fólk, var prestinum gert að sök að hafa greint óviðkomandi frá trúnaðarsamtali við sóknarbarn og að hafa farið út fyrir velsæmismörk í ræðu sinni í kirkjunni. Deilan endaði með því að Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, áminnti Gunnar, í mars árið 2000, fyrir framkomu sem honum þótti ósamrýmanleg því embætti sem presturinn gegndi. Í sérstöku bréfi biskups til Gunnars mælti biskup fyrir um ákveðna háttsemi og framgöngu og kvaðst gera það vegna þjáninga og sorgar sem hann hefði valdið sóknarbörnum sínum í Holti. Karl gaf Gunnari kost á því að bæta ráð sitt en færði hann úr starfi sem prestur í Holtskirkju og yfir í sérverkefni á vegum Þjóðkirkjunnar. Það gerði Karl biskup eftir úrskurð þess efnis frá áfrýjunarnefnd kirkjunnar. Biskupi barst síðar afsökunarbeiðni frá séra Gunnari: „Ég undirritaður, Gunnar Björnsson, sérþjónustuprest- ur, bið fyrrverandi sóknarbörn mín í Holtspresta- kalli, sem og aðra þá sem ég kann að hafa brotið gegn, afsökunar. Sóknarbörnum í Holtsprestakalli bið ég blessunar Guðs.“ SÝKNAÐUR AF ÁKÆRUM Þrjár ungar stúlkur, allar undir 18 ára aldri, kærðu séra Gunnar, sóknarprest í Selfosskirkju, fyrir kyn- ferðisbrot gegn þeim. Þegar ákærur voru gefnar út gegn prestinum bað hann um leyfi frá störfum og í því leyfi var hann í tvö ár á meðan málið var afgreitt, fyrst í héraðsdómi og síðar Hæstarétti. Hann var sýknaður á báðum dómstigum. Engu að síður var það viðurkennt fyrir dómi að séra Gunnar hefði strokið, kysst og leitað sér huggunar hjá ungum sóknarbörnum sínum. Af ákærum um kyn- ferðisbrot var hann sýknaður en síðar úrskurðaði úrskurðarnefnd kirkjunnar gegn Gunnari; þar var skýrt kveðið upp að presturinn hefði brotið gegn siðareglum presta með hegðun sinni. Málið hefur valdið deilum meðal safnaðarins og er talið að hann sé klofinn í tvær fylkingar. Sóknar- nefndin sjálf, með Eystein Jónasson formann í broddi fylkingar, krafðist þess að Gunnar fengi ekki að snúa til baka, það var gert bréfleiðis til biskups, og fékk vilja sínum framgengt. Biskup Íslands gaf út skýr fyrirmæli, meðal annars til sóknarprestsins sem leysti séra Gunnar af hólmi, um að Gunnar fengi ekki að sinna embættisverkum við Selfosskirkju á meðan málarekstur gegn honum stæði yfir. Engu að síður varð presturinn uppvís að því að sinna útför í óþökk biskups áður en lyktir málsins voru ljósar. Þá sóttist hann síðar eftir því að fá að jarðsyngja gamlan vin sinn í Selfosskirkju en fékk neitun frá sóknarprestinum og biskupi. Leyfi séra Gunnars frá störfum sóknarprests í Selfosskirkju lauk á 65 ára afmælisdegi hans en þá tilkynnti biskup að hann yrði færður til í starfi. Bréf þess efnis endursendi Gunnar til biskups og hefur fram til þessa neitað að hlýða fyrirmælum yfirboðara síns. Hann hefur boðað málshöfðun gegn Biskupsstofu vegna málsins en mögulegt er að málinu ljúki áður með því að séra Gunnar taki tilboði um myndarlegan starfslokasamning. Rekinn tvisvar Séra Gunnar var tvívegis rek- inn úr Fríkirkjunni í Reykjavík, fyrst í september 1987 og síðan í júní 1988. Bréfið lak út Bréf séra Gunnars til prófastsins lak í fjölmiðla. Í bréfinu líkti presturinn sóknarbörnum sínum við Amish-fólk. Snýr ekki aftur Biskup harðneitar séra Gunnari um að snúa aftur til starfa í Selfosskirkju. Allt er þegar þrennt er Deila séra Gunnars Björnssonar við sóknarnefnd Selfosskirkju er þriðja stríð klerksins. Áður hafði hann verið rekinn úr Fríkirkjunni í Reykjavík og færður úr starfi sem sóknarprestur í Holtaprestakalli, eftir hatrammar deilur í bæði skiptin. 16 föstudagur 11. september 2009 fréttir starfskonur beittu stúlkur ofbeldi Kynferðislegt ofbeldi, líkamlegar refsingar og niðurlæging var veru- leiki þeirra stúlkna sem vistaðar voru á stúlknaheimlinu Bjargi sem Hjálp- ræðisherinn rak vestur á Seltjarnar- nesi árin 1967 til 1965. Þetta kemur fram í skýrslu vistheimilisnefndar um starfsemi Bjargs, Kumbaravogs og Heyrnleysingjaskólans. Endalok starfseminnar á Bjargi urðu tilefni mikillar fjölmiðlaumfjöllunar í lok sjöunda áratugarins. Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir starfaði á Bjargi allan starfstímann. Í samtali við DV segir hún ásakanirn- ar ekki eiga við rök að styðjast. „Þetta eru mjög þungar ásakanir sem þarna koma fram. Þær eru ekki réttar,“ segir hún. Auður Eir vill þó ekki skýra mál- ið frekar að svo stöddu. „Ég mun tala um þetta mál en ég ætla ekki að gera það núna,“ segir hún. Aðspurð seg- ist hún hins vegar ekki hafa ákveðið tíma og vettvang til þessa. Auður Eir varð gagnrýnd harka- lega eftir að Bjarg lokaði. Í viðtals- bókinni „Sólin kemur alltaf upp á ný“ sem kom út árið 2005 segir Auður Eir að endalok heimilisins hafi ráð- ist af upplognum sögum. Þær konur sem komu fyrir vistheimilisnefndina greina hins vegar frá því að hafa þar verið beittar alvarlegu ofbeldi. Auður Eir var fyrsti kvenprestur- inn sem fékk vígslu á Íslandi, en hún var vígð til prests 1974. Þar áður hafði hún starfað sem lögreglukona. Hún var lengi prestur Kvennakirkjunn- ar en lét þar af störfum á síðasta ári vegna aldurs. Óviðeigandi böðun unglings- stúlkna Í skýrslunni kemur fram að fjórar af þeim sjö konum sem komu fyrir nefndina hafi greint frá því að hafa orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu tiltekinna starfskvenna. „Til- teknar starfskonur hafi kysst stúlk- ur á munninn þegar þær voru að bjóða góða nótt og þá oft með þeim hætti að stinga tungunni upp í munn þeirra,“ segir í skýrslunni. „Þá greindu þær einnig frá því að komið hafi fyrir að stúlkum hafi verið strokið innanklæða, t.d. yfir brjóstin eða bakið, og greindu tvær frá því að hafa orðið vitni að því er starfskona hafi í eitt tilgreint skipti baðað vists- túlku og við það tækifæri sýnt af sér kynferðislega hegðun, m.a. strokið um brjóst hennar og kynfæri,“ segir þar. Báðar sögðu þær að sér hefði fundist undarlegt að starfskonan hafi baðað stúlkurnar þar sem þær hafi allar verið komnar á unglingsaldur og að aðfarir við böðunina hafi verið óviðeigandi. Næturkossar Þetta kemur heim og saman við um- fjöllun tímaritsins Ostrunnar frá nóvember 1967 þar sem rætt var við tvær stúkur sem vistaðar höfðu verið á Bjargi. „Einu sinni rak forstöðukonan tunguna upp í mig um leið og hún kyssti mig góða nótt, ég hrökklaðist undan en hún varð bara vandræða- leg og sagði að þetta væri bara leikur,“ segir önnur stúlkan í viðtalinu og hin segir frá því hvernig forstöðukona hafi farið inn fyrir peysu sína með hendurnar og káfað á bakinu á sér. DV vitnaði í þessi skrif þegar blað- ið fjallaði um starfsemi Bjargs. Þegar blaðamaður hafði þá samband vildi Auður Eir ekkert tjá sig. „Mig langar ekkert inn í þessa umræðu aftur. Þetta er ekkert grín, ég ræddi þetta á sínum tíma og vil ekki ræða þetta frekar,” sagði hún. Auður Eir bætti þá við að hún ætlaði að fara yfir málið síðar, en tilgreindi ekki hve- nær. Eins og kom fram hér að ofan er hún enn ekki tilbúin til þess. Djúpstæð vanlíðan Tuttugu stúlkur voru vistaðar á Bjargi á starfstíma þess. Við vinnslu skýrsl- unnar hafði nefndin tiltæk gögn um málefni þeirra hluta þeirra stúlkna sem þar voru vistaðar. Nánast engin gögn voru hins vegar til vegna vist- unar hinnar færeysku Marion Gray, heimlið var tekið til rannsóknar eftir vistun hennar. Ákvörðun um vistun stúlknanna þar var tekin á grundvelli ætlaðrar aðkomu stúlknanna að lögbrotum, útivistar um nætur, skróps í skóla, áfengisdrykkju eða annarra hegðun- arerfiðleika. Sjö konur komu fyrir nefndina við rannsóknina og kemur fram í skýrslunni að athygli nefndarinn- ar vakti hversu samhljóða frásagnir þeirra voru. Þær sögðu allar að dvöl- in hafi reyndst þeim erfið og að þeim hafi þar liðið almennt illa. Vanlíðan- in stafaði meðal annars af þeim aga sem ríkti á Bjargi, þeim refsingum sem þar var beitt, erfiðum samskipt- um við starfsfólkið og vegna aðskiln- aðar við fjölskyldur þeirra. Herbergi stúlknanna voru læst yfir daginn og þeim ekki heimilt að dvelja þar nema á kvöldin og yfir nóttina. Ekki var hægt að ganga um húsakynnin án þess að opna hurðir með lyklum. Allar konurnar greindu frá því að þessi skerðing á persónu- frelsi hafi verið afar erfið og ástæða þess að þær upplifðu dvölina sem áþekka fangelsisvist, svo vitnað sé beint til þeirra eigin orða. Vanlíðan- in markaði djúp spor í sálarlíf þeirra allra til langframa. Löðrungar frá starfskonum Meirihluti þeirra kvenna sem komu fyrir nefndina greindu frá því að al- gengt var að erfiðleikar kæmu upp á milli viststúlkna og starfsfólks vegna stífra og ófrávíkjanlegra reglna. Þá hafi jafnvel komið til handa- lögmála vegna þeirra, stundum að frumkvæði stúlknanna. Fimm af konunum sjö sögðust hafa verið beittar líkamlegu ofbeldi af hálfu starfsfólks og ein til viðbótar sagðist hafa horft upp á slíkt. „Komið hafi fyrir að starfsfólk hafi löðrungað viststúlkur, rifið í hár þeirra, klipið í líkama þeirra. Enn- fremur komu fram nokkrar frásagn- ir um að tvær viststúlkur hafi ver- ið dregnar á hári og höndum niður stiga á vistheimilinu. Starfsfólk hafi beitt líkamlegu afli sem hafi ekki ver- ið í þeim tilgangi að kveða niður árás- argjarna hegðun viststúlkna heldur Auður Eir VilhjálmsdóttirErLA HLyNsDÓttir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Neitar ásökunum Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir neitar alvarleg- um ásökunum sem fram koma í nýrri skýrslu vistheimilisnefndar á hendur starfsfólki Bjargs. MyND KArL PEtErssoN hóf umfjöllun um Bjarg 9. febrúar 2007. föstudagur 16. febrúar 200718 Helgarblað DV Um síðustu helgi boðaði kona á sextugsaldri börn sín til fundar við sig. Hún vildi segja þeim leyndar- mál sem hún hafði falið í fjörutíu ár. Leyndarmálið var vist hennar á stúlknaheimilinu Bjargi á Sel- tjarnarnesi. „Ég hef þagað yfir dvöl minni á Bjargi í fjörutíu ár,“ segir Valgerð- ur Kristjánsdóttir, sem hringir á ritstjórn DV og segir að sér finnist tímabært að lækna sárin. „Þegar ég losnaði af Bjargi og það barst í tal að ég hefði verið þar var ég spurð hvort ég hefði verið „vand- ræðabarn“. Þá ákvað ég að fela þessa staðreynd og ætlaði aldrei að ræða hana aftur. En þegar ég las greinina í DV í síðustu viku ákvað ég að ræða málin, sjálfrar mín vegna og annarra.“ Valgerður er fædd suður með sjó en eftir skilnað foreldranna var hún send í fóstur til frænda síns og konu hans vestur í Stykkishólmi. „Blóðmóðir mín mun hafa vilj- að fá mig aftur og meðan verið var að greiða úr þeim málum var mér komið fyrir á Bjargi,“ segir Val- gerður. „Þar dvaldi ég í níu mán- uði og þar fékk ég nóg af Guðsorði fyrir alla ævina og meira til,“ seg- ir hún og hlær lítillega „Við vorum látnar fara með borðbænir sí og æ og sækja nánast allar samkomur Hjálpræðishersins og þarna fékk ég ofskammt af trúartali. Mér hef- ur gengið illa að sækja messur í kirkjum eftir þessa upplifun.“ Eins og hundar í bandi Valgerður man vel eftir húsa- kynnum, starfsfólki og kennurum að Bjargi. „Niðri var skólastofan, þvotta- hús, eldhús, borðstofa og heim- sóknarherbergi, á efri hæð var stofa og einhver herbergi og efst uppi voru svefnherbergi okkar stúlknanna. Á herbergjunum voru rúm og kommóður, en á mínu herbergi var enginn fataskápur. Kennararnir sem ég man best eftir voru guðfræðinemar, séra Sigurð- ur Sigurðsson, nú vígslubiskup í Skálholti, séra Gunnar Kristjáns- son og séra Sigurður Guðmunds- son. Mér fundust þessir menn ágætir en talaði ekkert við þá fyrir utan kennslustundirnar. Það má vel vera að einhverjar stúlknanna hafi sagt þeim frá vistinni, ég kaus að þegja. Dagarnir voru ákaf- lega einmanalegir,“ segir hún og klökknar við að rifja upp dvöl- ina. „Við vorum læstar inni eins og í fangelsi og það var útilokað að fá þá tilfinningu að þetta væri heimili. Við máttum fara í göngu- ferð einu sinni á dag, annaðhvort í tíu mínútur eða klukkustund. Ég kaus alltaf tíu mínútna göngu- ferðina því mér fannst ákaflega niðurlægjandi að vera á göngu með einkennisklæddum Hjálp- ræðisherskonum. Við vorum eins og hundar í bandi og máttum þola augngotur vegfaranda.“ Þegar Valgerður mætti í ljós- myndatökuna vestur á Nes, var það í fyrsta skipti frá því hún losn- aði af Bjargi sem hún stendur við það hús. Hún segist hafa viljað gleyma öllu sem sneri að stúlkna- heimilinu. „Þetta er skrýtin tilfinning,“ segir hún þegar hún horfir á Bjarg.“ Erfiðara en ég átti von á... En þetta minnir mig líka á ljós- ið í lífinu,” segir hún allt í einu og brosir. „Stundum þegar við Gísla Gunnarssonar, Matthildar Hafsteinsdóttur Ómanneskjulegur harmleikur DV mynD: gúnDi AnnA KristinE blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is DV Helgarblað föstudagur 16. febrúar 2007 19 vorum á gönguferð framhjá Mýr- arhúsaskóla heyrði ég í Herberti Guðmundssyni söngvara á hljóm- sveitaræfingu. Hann var sönnun þess að það væri líf fyrir utan veggi Bjargs. Geturðu ekki skilað frá mér kveðju til Hebba og þakkað honum fyrir að hafa varpað gleði á gleði- snautt líf unglingsstúlku fyrir fjöru- tíu árum?“ Þvoði barnafötin úr ísköldu vatni Samtímis Valgerði á Bjargi var færeyska stúlkan Marion, sem fjall- að var um í blaðinu í síðustu viku. „Marion var yndisleg stúlka. Einu sinni gleymdist að læsa úti- dyrahurðinni, svo við Marion stru- kum og fórum heim til frænku hennar. Eftir að hún hafði gefið okkur að borða mætti Auður Eir ásamt lögreglukonu og við vorum illu heilli fluttar aftur á Bjarg.“ Valgerður man vel eftir syni Marion, sem hún segir hafa dvalið á Bjargi í um það bil viku eða ríf- lega það. „Starfskonurnar á Bjargi ætluðu að hafa drenginn hjá sér, en það var útilokað því hann grét stans- laust, enda vildi hann fá mjólk hjá móður sinni. Þær gáfust því upp og Marion fékk að hafa hann hjá sér. Ein minning hefur setið föst í mér frá þessum tíma fyrir fjöru- tíu árum. Það var þegar ég kom að Marion, sárlasinni í þvottahúsinu að þvo fötin af barninu. Ég spurði hana hvers vegna hendurnar á henni væru fjólubláar. Þá höfðu starfskonurnar ekki leyft henni að nota heita vatnið svo hún var að þvo fötin upp úr ísköldu vatni. Ég sótti óhrein föt af mér og stalst til að þvo barnafötin úr heitu vatni.“ Dagurinn sem drengurinn var tekinn af Marion er Valgerði ógleymanlegur. „Ég sat inni á herbergi hjá mér þegar ég heyrði grátinn í barninu og Marion. Þá var ein starfskon- an mætt og tók barnið af Marion með valdi. Marion féll algjörlega saman, en sagði mér að drengur- inn væri að fara til móður sinnar og hún fengi hann þegar hún kæmi til Færeyja. Síðar fékk ég staðfest að barnið hefði verið sent til barna- verndarnefndar í Þórshöfn og Mar- ion fékk aldrei að sjá það...“ Valgerður segist ekki hafa verið beitt ofbeldi á Bjargi utan tvisvar sinnum. „Í annað skiptið sagði ég í fífla- skap að ég nennti ekki í kennslu- stund, en sneri svo við og ætl- aði inn á herbergið mitt að sækja skólabækurnar. En það var of seint, ein starfskonan hafði misst stjórn á sér og dró mig á hárinu niður stig- ann. Í annað skipti fór ég í taug- arnar á einhverri þarna þannig að hún hrinti mér á stigahandriðið og ég var öll blá og marin. Eitt kvöld- ið þegar ég var að festa svefn kom ein kvennanna inn til mín, kyssti mig á kinnina og það var greinilegt að hún ætlaði sér að gera eitthvað meira. En ég var vakandi, sneri mér við og rak henni rokna löðrung. Mín skoðun er sú að þessar konur hafi að sumu leyti verið sadistar,“ segir hún ákveðin. „Sá matur sem ég man mest eftir voru fiskibollur í brúnni sósu sem við fengum nokk- uð oft og nokkrum sinnum sá ég að bollurnar voru myglaðar.“ Séra Hjalti var lífgjöfin mín Þegar Valgerður fór vestur til fermingarundirbúnings bað prest- urinn í Stykkishólmi, séra Hjalti Guðmundsson, hana að bíða eftir tímann. „Hann spurði hvernig mér liði á Bjargi og ég sagði honum að það væri eins hægt að drepa mig og láta mig vera þar. Hann sagðist myndi sjá til þess að ég færi aldrei aftur á Bjarg, þangað hefði ég ekkert að gera. Séra Hjalti var lífgjöfin mín, ég fer aldrei ofan af því,“ segir Val- gerður. „Eftir að ég hafði lesið DV um síðustu helgi sagði ég börnun- um mínum frá reynslu minni og bar undir þau hvort ég ætti að segja opinberlega frá. Minningarnar streymdu fram eins og flóðbylgja. Þau hvöttu mig til að segja sögu mína: „Segðu frá því sem þú get- ur, svona mál má ekki þagga nið- ur“, sögðu þau. Vistin á Bjargi var harmleikur. Þetta var ekki mann- eskjulegt umhverfi.“ „Í annað skiptið sagði ég í fíflaskap að ég nennti ekki í kennslustund, en sneri svo við og ætlaði inn á herbergið mitt að sækja skólabækurnar. En það var of seint, ein starfskonan hafði misst stjórn á sér og dró mig á hárinu niður stigann. Í annað skipti fór ég í taugarnar á einhverri þarna þannig að hún hrinti mér á stigahandrið- ið og ég var öll blá og marin.“ stelpurnar á bjargi „Þetta mál hefur hvílt þungt á mér í fjörutíu ár en nú get ég ekki þag-að lengur. Umfjöllun DV um Breiðu-víkurmálið gerði það að verkum að minningarnar streymdu fram. Það voru ekki bara ungir piltar sem upp-lifðu að þeir sem áttu að aga þá eyði-lögðu líf þeirra.“Matthildur Hafsteinsdóttir er kona á sextugsaldri sem hefur boðað mig á sinn fund. Frá því DV kom út í síð-ustu viku með frásögnum ungra pilta sem dvöldu vestur í Breiðuvík við skelfilegt ofbeldi, hefur hún vart get-að sofið. Hún vill segja sína upplifun af stúlknaheimilinu Bjargi, sem rekið var af Hjálpræðishernum vestur á Sel-tjarnarnesi í tvö og hálft ár. Því heimili var lokað eftir að nokkrar stúlknanna höfðu greint frá dvöl sinni þar. Þangað var frænka Matthildar send frá Fær-eyjum fjórtán ára að aldri og dvaldi þar í eitt ár.„Minningarnar um Marion frænku mína hafa haldið fyrir mér vöku,“ segir Matthildur og hefur greinilega undirbúið vel hverju hún vill koma á framfæri.“Frásagnirnar af ofbeldinu í Breiðuvík heltóku mig og ýfðu upp sárar minningar. Við Marion vorum systradætur. Mæður okkar voru fær-eyskar, en móðir mín flutti ung til Íslands ásamt annarri systur sinni. Marion frænka mín var tveimur árum yngri en ég, fædd síðla árs 1951. Við sáumst fyrst þegar ég heimsótti fjöl-skylduna í Þórshöfn í Færeyjum þeg-ar ég var þrettán ára.“Bjarg var fangelsiMarion, þá tæplega ellefu ára, dökkhærð með gneistandi brún augu, sýndi stóru frænku sinni heimabæ sinn. Í minningunni ber smitandi hlátur hennar hæst.„Marion var alltaf hlæjandi og lífs-gleði hennar hafði áhrif á alla semvoru nálægir. Hún var afskaplega fjörug og hafði mikla útgeislun“ seg-ir Matthildur. „Þegar ég var sextán ára var ég komin í sambúð með Hinriki Jóni Magnússyni, sem var eiginmað-ur minn til dauðadags fyrir þremur árum. Við bjuggum í agnarlitlu húsi við Grettisgötu og þangað bárust mér fregnir af því að Marion frænka mín væri komin til dvalar á Bjargi. Skýr-ingin sem mamma hennar hafði gefiðvar sú að Marion væri óstýrilát og það þyrfti að aga hana. Hún hefði valið Bjarg, því það væri rekið á kristilegumnótum, en Anna, mamma Marion, starfaði með Frelsishernum í Fær-eyjum. Marion hvorki reykti né drakk eftir því sem ég best vissi og ég skildi ekki hvers vegna mamma hennar hefði sent hana til vistar á Bjargi.“Matthildur taldi sig vel geta haft litlu frænku sína hjá þeim Hinriki og þau héldu á Skódanum sínum rak-leiðis vestur á Seltjarnarnes til fundar við frænkuna.„Það fyrsta sem ég sagði við Hinrik þegar við höfðum hringt bjöllunni var að það væri engu líkara en við vær-um að koma í fangelsi. Við heyrðum hringl í lyklum enda voru stelpurn-ar læstar inni. Lyklakippan var stór og þung og sú sem opnaði því lengi að finna rétta lykilinn. Andlitið sem mætti okkur í dyrum Bjargs þennan fyrsta dag var andlit hinnar norsku Kröte, sem spurði með þjósti hverja við vildum hitta. Bjarg var ekkert ann-að en fangelsi. Marion fékk þó að vera hjá okkur tvær eða þrjár helgar í fyrstu, en svo breyttist viðhorfið í garð fjölskyldunnar og okkur var meinað að heyra í og hitta Marion... „Stórt sár í sálinni„Starfsstúlkurnar voru allar norsk-ar, fyrir utan Auði Eir Vilhjálmsdótt-ur, sem réði mestu um daglegt starf Bjargs,“ segir Matthildur. „Ég man alltaf fyrsta fund okkar Auðar Eirar. Þá kom ég að heimsækja Marion og ætlaði upp á herbergið hennar en Auður Eir blokkeraði stigann upp og sagði mér að fara inn í viðtalsherberg-ið. Ég sá því aldrei herbergið henn-ar Marion þetta ár sem hún dvaldi á Bjargi. Þetta var ekki heimili. Þetta var fangelsi. Þessi staður gerði stúlkurn-ar ekki að betri manneskjum held-ur eyðilagði líf þeirra flestra. Ég hefhitt margar þeirra og það var ótrúlegt að heyra frásagnir þeirra af lífinu á Bjargi. Dvölin á Bjargi hefur skilið eft-ir stórt sár í sálu þeirra.“Marion gaf Matthildi engar skýr-ingar á því hvers vegna hún hefði ver-ið send að Bjargi, aðrar en þær að mömmu hennar líkaði ekki við kær-astann hennar. Hún hélt sannleikan-um leyndum, þangað til hann varðekki lengur umflúinn. Marion var barnshafandi. „Mér fannst sérkennilegt hvaðMarion var í ljótum og víðum fötum,“ segir Matthildur. „Eftir að ég varð eldri og þroskaðri, geri ég mér grein fyrir hvers vegna hún sagði mér aldrei að hún ætti von á barni.Hún hagaði sér í raun eins og barn sem hefur ver-ið misnotað; það þegir yfir verknaðin-um.“Um upphaf stúlknaheimilisins að Bjargi segist séra Auði Eir Vilhjálms-dóttur svo frá í ævisögu sinni, Sól-in kemur alltaf upp á ný, sem Edda Andrésdóttir skráði:„...mér sem fleirum þótti vanta hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að þær fengju tíma til að átta sig á því sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra, þar sem þær kæmust inn í reglulegt nám, tækju próf og héldu sína góðu leið í lífinu, Ég var lögreglukona þegar þetta var og þótti úrræðin sem þeim stúlkum buðust ekki mikil en að þau yrðu og gætu verið meiri.“„Vond verk í nafni Drottins“Matthildur getur ekki leynt andúð sinni á séra Auði Eir og segir starfsem-ina á Bjargi dæmi um vond verk, unn-in í nafni Drottins.„Ég söng með kirkjukórnum á Flateyri um margra ára skeið og það get ég sagt þér að það aðfangadags-kvöld sem ég sá að það var séra Auður Eir sem hafði verið fengin til að leysa séra Lárus af, þá gekk ég út. Í minni kirkju er ekki pláss fyrir hræsnara. Þegar Marion fæddi son sinn haustið 1967 fóru mamma og systir hennar á Fæðingardeildina og ætluðu að grípa inn í líf þeirra. En þær komu of seint. Móðir Marion hafði greinilega svipt dóttur sína sjálfræði og falið Auði Eir allt vald yfir henni.“Í viðtalsbókinni við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur er frásögnin á þessa leið:„...færeyska stúlkan sem rætt var við í blaðinu (Þjóðviljanum 20. okt-óber 1967) hafði reynst barnshaf-andi þegar hún kom á skólaheimil-ið. Var barn hennar flutt til Færeyja eftir fæðingu í samráði við móður-ömmu þess og barnaverndaryfir-völd í Færeyjum. Í viðtalinu í Þjóð-viljanum var lýst aðdraganda þess að stúlkan kom á skólaheimilið og dvölinni sem lauk með því að hún “strauk“....“„Hún strauk ekkert,“ segir Matt-hildur. „Henni var rænt af mann-inum mínum, Hinriki Jóni og vini hans og komið fyrir á heimili Ragn-ars Stefánssonar jarðskjálftafræðingsog foreldra hans á Sunnuvegi. Gísli Gunnarsson, kennari við Austur-bæjarskólann kenndi vinkonu einn-ar stúlkunnar á Bjargi, sem sagði honum frá aðstæðum og hann fór að kanna þær. Síðar kom Gunnlaug-ur Þórðarson, lögfræðingur að mál-inu, en hann átti sæti í Barnavernd-arráði.Það var staður þar sem framfór fangelsun og frelsissvipting ungl-ingsstúlkna. Það var ekki eins og þessar stúlkur væru einhver vand-ræðabörn samfélagsins. Þær voru bara of óstýrilátar fyrir foreldra sína, sem vildu losna við þær.“ „Endalok heimilisins voru ekki flókin; þau réðust einfaldlega af upp-lognum sögum“, segir séra Auður Eir í bókinni. „Við höfðum verið rænd til-trúnni; við hefðum aldrei getað hald-ið áfram og okkur hefði aldrei dottið það í hug.“Mörgum mun misbjóða sannleikurinnMarion sneri aftur að Bjargi eft-ir fæðingu sonar síns. Gjörbreytt ung stúlka að sögn Matthildar.„Glaða stúlkan var horfin að ei-lífu,“ segir Matthildur. „Þegar Bjargi var lokað nokkrum vikum síðar eftir að upp komst hvernig búið hafði ver-ið að bjargarlausum unglingsstúlk-unum fór Marion heim til Færeyja. Henni hafði verið lofað að hún fengisoninn þegar hún kæmi heim. Hann sá hún aldrei. Marion varð eins og skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún lést fertug að aldri úr krabbameini. Eftir að nýfæddur sonurinn var tekinn af henni hvarf lífslöngun hennar með öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari hlut en þann að taka nýfætt barn af móður. Það gerði kona sem er prest-ur og rekur sérstaka Kvennakirkju. Mig hryllir við þessu. Bjarg var ekki stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir saklaus börn. Þegar saga Bjargs verð-ur gerð opinber – og þess er ekki langt að bíða – mun mörgum misbjóða, því get ég lofað.“ Földu MarionMeðan mál stúlknanna á Bjargi voru rannsökuð var gripið til þess ráðs að fela Marion Gray á stað þar sem hennar yrði örugglega ekki leitað. Ragnar skjálfti man vel eftir þessari unglingsstúlku.„Gísli Gunnarsson, sem var góð-ur vinur minn bað mig og foreldra mína að taka Marion að okkur tíma-bundið,“ segir Ragnar Stefánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, betur þekktur sem Ragnar „skjálfti“ jarðskjálftafræðingur. „Gísli taldi af ýmsum ástæðum best að Marion væri á heimili þar sem hennar yrði ekki leitað og hún gæti verið örugg meðan mál hennar upplýstust bet-ur. Gísli vissi að hún hafði ekki átt góðar stundir á Bjargi.“Ragnar segir Marion hafa dvalið hjá sér og foreldrum sínum í nokk-urn tíma.„Ég kunni ágætlega við þessa stúlku og ég átti ómögulegt með að skilja hvers vegna hún var lok-uð inni á stúlknaheimili. Hún komvel fyrir sjónir og það var gaman að ræða við hana.“Sagði hún þér frá syni sínum sem hún fæddi og hafði verið tekinn af henni?„Nei, þessar fréttir koma mér alveg að óvörum,“ segir Ragnar og undrunin leynir sér ekki í rödd hans. „Hún talaði að vísu mest við móður mína, því við pabbi vor-um í vinnu á daginn og það má vel vera að hún hafi trúað mömmu fyr-ir þessu. Okkur fannst öllum Mar-ion vera indælisstúlka og var mjög til friðs á heimili okkar. Mér fannst Gísli vera að gera mjög góða hluti því ég gat ekki séð nokkra ástæðu fyrir því að hún væri vistuð á Bjargi. Mér skildist að fjölskylda henn-ar í Færeyjum væri afskaplega sið-vönd og ástæða þess að þau hefðu sent hana á Bjarg væri sú að hún hefði ekki hagað sér nægilega vel að þeirra mati. En þessi frétt um að hún hafi verið barnshafandi og eignast son hér á landi, skýrirmargt fyrir mér. Ég hafði spurnir af Marion síðar og svo virðist sem húnhafi orðið hálfgert rekald eftir lífs-reynslu sína hér á Íslandi.“Stefán Bjarnason, faðir Ragnars, staðfestir að fjölskyldan hafi fallist á að veita Marion húsaskjól og hún hafi verið elskuleg stúlka. „Ég vissi af fæðingu sonarins, en man ekki hvort hún sagði mér sjálf af henni eða einhver annar,“ segir Stefán. Aðspurður hvort Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur hafi komið á heimilið til að taka skýrslu af Mar-ion segist Stefán muna eftir manni sem kom á heimilið til að ræða viðhana.„Hvort það var Gunnlaugur heit-inn Þórðarson veit ég ekki, en Mar-ion var nokkuð brugðið við komu þessa manns. Hún fór að gráta því hún taldi að verið væri að sækja sig og flytja aftur á Bjarg. Umræddur maður fullvissaði hana um að hann væri þarna til að hjálpa henni og fór mjög rólega að henni og talaði hlý-lega við hana.“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir var mest var áberandi í sambandi við Bjargsmálið. Á henni stóðu öllspjót þegar málið var rannsakað og á hana er hart deilt í viðtölum í DV í dag.„Af hverju ertu að fara að skrifa um þetta?“ spyr hún þegar haft var samband við hana síðdegis í gær. „Ég skal segja þér hvað ég vil segja. Við settum þetta heimili á stofn. Þetta var skólaheimili.“Og fór þar fram einhver kennsla? „Þú hefur enga þekkingu á þessu máli og hefur engan rétt á að hringja í mig og krefjast svara. Ég nenni ekki að tala um þetta... Ég nenni þessu ekki lengur.“Auður Eir segir að vissulega hafi verið mikið um þetta mál fjall-að á sínum tíma, en segir:„Mig langar ekkert inn í þessa umræðu aftur. Þetta er ekkert grín, ég ræddi þetta á sínum tíma og vil ekki ræða þetta frekar.“Þegar vitn-að er í frásögn Marion Gray, sem birtist í Þjóðviljanum 20. október 1967 og varð í raun Bjargi að falli svarar Auður:„Þetta var alls ekki eins og Marion lýsir þessu. Við settum þetta heim-ili á stofn, þetta var skólaheimili. Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, ég gerði það á sínum tíma frá morgni til kvölds. Það getur vel verið að ég svari öðrum á morgun um málið. Það erlangbest að lifa lífi sínu í sátt við góðaveðrið. Þú verður að finna þitt hjarta og hvernig það slær,” sagði prestur Kvenna-kirkjunnar, séra Auður Eir Vil-hjálmsdóttir og kvaddi.valur@dv.is „Tala ekki um þetta“ Ragnar „skjálfti“ Stefáns-son og foreldrar hans skutu skjólshúsi yfir Marion „Ég hafði spurnir afhenni síðar og svo virðist semhún hafi orðið hálfgert rekaldeftir lífsreynslu sína hér.“ Bjarg var fangelsi Vond verk unnin í nafni DrottinsMatthildur Hafsteinsdóttir segirstúlkur sem dvöldu á bjargi hafa veriðbeittar andlegu ofbeldi. Sátt við veðrið „Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið,“ segir séra auður eir Vilhjálmsdóttir. DV Fréttir Stelpurnar á bjargi tóku nýfætt barnið af örvilnaðri móðurinni Helvíti á jörðuHarðræði, innilokun og frelsissvipting var hluti þess sem þessar unglingsstúlkur þurftu að þola. Þeim var komið fyrir á Bjargi, sem var heimili rekið af Hjálpræðishernum, og nú fjörutíu árum síðar kraumar enn hatur og beiskja í þeim konum sem þar voru vistaðar. DV hefur fundið gögn um starfiðá Bjargi og birtir hér hluta þeirra og viðtöl við fólk sem þekkir vel til þess sem þar fór fram. Framhald á næstu opnu Fréttir DV Stelpurnar á bjargi „Má móðir taka dóttur sína og láta vista hana í húsi, þar sem hún má varla fara út í tvö ár, bara vegnaþess að stúlkan var of lengi úti eittkvöld?“ Fyrir fjörutíu árum var þessari spurningu var beint til Gísla Gunnarssonar, prófessors í sagn-fræði, sem þá kenndi félagsfræðivið Gagnfræðaskóla Austurbæjar.Umfjöllunarefni kennslustundar-innar var sjálfræði unglinga.„Mér var mjög brugðið og bað stúlkurnar að ræða við mig eft-ir tímann. Þær sögðu mér að um-rædd stúlka væri vistuð á stúlkna-heimilinu Bjargi á Seltjarnarnesi og við sammæltumst um að þegar hún losnaði þaðan, talaði hún viðmig. Hún kom til fundar við migí ágúst árið 1967, ásamt tveimuröðrum stúlkum sem höfðu veriðá Bjargi. Þær sögðu mér af aðstöð-unni þar og ég varð skelfingu lost-inn, aðallega yfir einangruninni,sem mér finnst alltaf hafa veriðversti hluti Bjargsmálsins. Skoð-un mín á Bjargi var að mestu leytium einangrunina, bæði á Bjargiog sérstaklega þó þegar stúlkurn-ar þar voru sendar í refsieinangruneða einangrun við upphaf vistar áríkisupptökuheimilið í Kópavogi. Einnig að þeim var stöðugt hótað á Bjargi að vera settar í einangrun.“Í algjörri einangrunGísli sýnir mér pappíra; heilu möppurnar, sem innihalda skýrslu-tökur af stúlkum sem dvöldu áBjargi, blaðaúrklippur og afritbréfa til yfirvalda. Í vitnisburðieinnar stúlkunnar, skýrslu sem ervottfest af tveimur lögmönnumstanda eftirfarandi orð:„Á ríkisupptökuheimilinu var hún sett í herbergi með einu járn-rúmi. Annað húsgagna var þarekki... Gluggi var spenntur aftur.Þarna var hún læst inni og fékkaldrei allan tímann að fara útnema til að fara á salerni eða í bað.Mjög slæmt loft var í herberginuog lykt varð þar slæm fljótt. Læs-ing var þannig að bundið var fyrir hurð og skrölti mikið þegar opn-að var. Öll föt hennar voru tekin af henni, nema nærbuxur og hennifengin náttföt til að vera í, eða all-an innilokunartímann, 28/5-4/6eða 7 daga...“„Forstöðukona upptökuheim-ilisins, Ólöf Þorsteinsdóttir, tjáðimér að kvenlögreglukonurnarGuðlaug Sverrisdóttir og AuðurEir Vilhjálmsdóttir hafi viljað hafainnilokunina miklu strangari enhún sjálf hefði óskað,“ skrifaði Gíslií skýrslu til yfirvalda 1967. „Þaðþótti góður undirbúningur á Bjargiað hafa stúlkurnar í einangrun fráfimm upp í tíu daga. Þær fengu ekki að hlusta á útvarp né lesablöð. Eina lesefnið var kristilegt efni eða hrós um Bjarg. Þær áttu að vera sem mest með sjálfum sérog þeim sagt að, svo ég vitni orð-rétt í eina stúlkuna: „Til að ná best sambandi við Guð í bæn sé þegarmaður er einn og hefur engan til að trufla.“ Með einangruninni átti Guð að frelsa þær.“Gísli Gunnarsson hefur aldrei komið inn á Bjarg, en hann hafðiupplýsingar sínar frá fyrstu hendi:„Ég kom í fyrstu að málinu sem „vinsamlegur skoðandi“ og starfs-konur ríkisupptökuheimilisinsveittu mér góðfúslega upplýsingar, enda voru þær mótfallnar því aðvera notaðar á þennan hátt. Þærfengu síðar skammir fyrir að veitamér upplýsingarnar, þótt ég semkennari, hafi átt fullan rétt á þeim.Þegar málið fór að vinda upp á sigreyndu starfskonur Bjargs að komasem mestri sök yfir á konurnar á ríkisupptökuheimilinu og þóttust ekki kannast við neitt, jafnvel þóttþað hefðu verið Guðlaug Sverris-dóttir og Auður Eir sem komu með stúlkurnar af Bjargi inn á ríkisupp-tökuheimilið. Þe ar ég kom aðmálinu hafði Bjarg verið starfræktí tvö ár en reglan var sú að stúlkurættu helst að dvelja þar í tvö ár.“Allir aðrir brugðustÞegar Gísli hafði tekið skýrsl-ur af nokkrum stúlknanna sendihann málið til fjölmargra aðila. „Allir þeir aðilar fengu bréf og skýrslu mína um einangrunstúlknanna,“ segir Gísli. „Eini mað-urinn sem svaraði mér var bæjar-fógetinn í Kópavogi, sem gerði sína athugun á ríkisupptökuheim-ilinu. Hann var eina yfirvaldið sem brást löglega við. Allir aðrir brugð- ust. Formaður Sálfræðingafélags-ins hafði samband við mig og gafmér hreinskilnislegasta svar semég hef á ævinni fengið: „Við höfumekki siðferðilegan styrk til að eiga íþessu máli.“Réttlætiskenndinni misboðiðAð sögn Gísla sátu í Barnavernd-arráði Íslands á þessum tíma aukGunnlaugs: Sveinbjörn Jónsson hæstaréttarlögmaður, sem var for-maður ráðsins, Magnús skólastjóri Hlíðaskóla, séra Gunnar Árnason, prestur í Kópavogi og móðurbróðir séra Auðar Eirar Vilhjálmsdóttur ogSímon Jóhann Ágústsson, sem hafði verið í öllum barnaverndarmálumfrá því á fjórða áratugnum.„Barnaverndarráð samanstóð því eingöngu af gömlum karl- mönnum. Gunnlaugur var eigin-lega unglambið, 48 ára! Við Sím-on Jóhann vorum vinir, hann hafðikennt mér við háskólann og hannfylgdist með Bjargsmálinu frá upp-hafi. Hann laumaði til mín upplýs-ingum um hvað barnaverndarráðvar að gera eða ekki að gera. Á yfir-borðinu var hann stuðningsmaðurBjargs, en hann lék tveimur skjöld-um í þessu máli og aðstoðaði mig dyggilega. Hann var í rauninni eini fagmaðurinn í Barnaverndarráði.“En hver er ástæða þess að gagn-fræðaskólakennari tekur upp á sitt eindæmi að rannsaka stúlkna-heimilið Bjarg, með þeim afleiðing-um að því er lokað nokkrum mán-uðum síðar?„Réttlætiskennd minni var mis-boðið og þegar ég byrjaði með mál-ið og mætti andstöðu og fjandsemiþá kom upp í mér þrjóska og bar-áttuvilji. Ég sagði við sjálfan mig aðef ég myndi láta málið niður falla,þá myndu fylgismenn Bjargs herjaá mig með allt sitt lið og það var ekkert lítið! Ég ákvað að ég yrði að sigra í þessu máli til að geta lifaðáfram. Ég var farinn að berjast fyrir minni eigin tilvist sem kennari ogsem virtur þegn í samfélaginu.“Var reynt að stöðva þig?„Já, stöðugt og ég fékk fjölmarg-ar hótanir. Ég vann einn að mál-inu í nær fimm mánuði, með smá-stuðningi frá Símoni Jóhanni ogmanni sem var fljótur að vélrita.Ég bar málið jafnóðum undir tvolögfræðinga, sem fylgdust með tilað gæta að því að ég væri ekki meðneitt ólögmætt í höndunum. Ann-ar þeirra varð síðar virtur prófessor í lögfræði.“Heiftin engu minni en fyrirfjörutíu árumGísli segir stúlkurnar hafa verið misjafnlega á sig komnar andlegaþegar hann hitti þær. Hann hefurnýverið heyrt í tveimur þeirra sem óskuðu eftir samtali við hann afástæðum sem fljótlega verða þjóð-inni kunnar.„Heift þeirra í garð Bjargs er ennþá til staðar. Þessar konur eru nú á sextugsaldri og bera enn þáþann heiftarhug til Auðar EirarVilhjálmsdóttur og Bjargs og þærgerðu fyrir fjörutíu árum.“Eftir að Bjargi var lokað, 23. okt-óber 1967 hafði Gísli ekkert sam-band við stúlkurnar í áratugi.„Ég mat það svo að þær vildu fá að vera í friði næstu árin og fá að gleyma þessum tíma. En svo fórhann að rifjast upp fyrir þeim þeg-ar þær urðu fullorðnar konur og margar þeirra orðnar mæður og sumar ömmur“.Kynferðisleg áreitni og of-beldi hefur komið mikið við söguí Breiðuvíkurmálinu sem mikið er fjallað um þessa dagana. Kom eitt-hvað slíkt til tals í þínum athugun-um?„Ég kannaði aldrei slíkt. Ég lagði áherslu á þann þátt sem sneri aðeinangrun stúlknanna, sem ég leitalvarlegustu augum. Umræða umslíkt kom hins vegar upp af hálfustúlknanna, en þær fundu fljótt aðég vildi ekki um það ræða.“Myndirðu spyrja öðruvísi í dag en þú gerðir fyrir fjörutíu árum?„Ég hygg ekki. Ég var einungis að athuga einangrun.“Bjargi var lokað 23. október 1967, en rannsókn málsins hófst 18. nóvember. Öll gögn málsins liggja á borðinu fyrir framan okk-ur. Það er eins og talnaþraut aðlesa sig í gegnum ferlið.„Málinu var vísað til ráðuneytis í lok nóvember, ráðuneytið sendiþað áfram til saksóknara til athug-unar 20. desember. Þaðan fór mál-ið aftur til saksóknara, sem senditil Barnaverndarráðs sem sendiþað til bæjarfógeta, sem sendi aft-ur til saksóknara og þaðan til ráðu-neytis og síðan lýsti ríkissaksókn-ari því yfir í desember 1968 aðengin málshöfðun verði að höfðusamráði við menntamálaráðu-neytið. Lögfræðingur Bjargs, Logi Guðbrandsson, lýsti sig ánægðanmeð þessar málalykt-ir... Barnaverndarráð Íslands var svo lamað fram til ársins 1970 að Gunnlaugur Þórð-arson var gerður að formanni þess og hann var hvatamaður þess að Breiðuvík var lokað.“Sonurinn tekinn með valdi af móðurinniVar þér kunnugt um að fær-eyska stúlkan, Marion Gray, eign-aðist son sem var tekinn af henni?„Já. Drengurinn fæddist á Fæð-ingarheimili Reykjavíkur og síðarvar farið með hann á Bjarg þar sem Marion fékk að gefa honum brjóst í nokkra daga. Þetta veit ég frá Mar-ion sjálfri og stúlkunum sem vorusamtímis henni á Bjargi. Forráða-konur Bjargs voru ráðalausar ogfyrsta hugmyndin var sú að gefadrenginn til ættleiðingar. Mar-ion neitaði því og þá var leitað tilbarnaverndarnefndarinnar í Þórs-höfn í Færeyjum sem kvað uppþann úrskurð að barnið skyldi senttil Færeyja til umsjónar nefndar-innar. Drengurinn var tekinn afMarion með valdi.“Gísli segir að þegar Marion fór síðar til Færeyja hafi henni veriðlofað að hún fengi að sjá bar ið sitt ef hún undirritaði skjöl þess efnisað allt sem hún hefði sagt um Bjarg á Íslandi væru ósannindi.„Þegar Marion hafði undirrit-að það plagg var hún meðhöndl-uð sem úrhrak í Færeyjum og fékk aldrei að sjá son sinn.“Sannleikurinn er skjalfesturFrá því DV hóf umfjöllun um Breiðuvíkurmálið í síðustu viku hafa fjölmiðlar verið undirlagðir afþví. Við höfum fengið ábendingarum fleiri mál, þeirra á meðal þaðsem hér er til umræðu. Telur þú aðBjargsmálið muni rísa upp tvíefltaftur eins og Breiðavíkurmálið?„Ég veit að það mun gerast,“ svarar Gísli að bragði.“Ég hef heyrtað verið sé að vinna að ítarlegri ogáhrifaríkri athugun á þessu máli. Meira get ég ekki um það sagt, éger bundinn þagnarskyldu.“ Og verður niðurstaða þeirrar athugunar þannig að þú getir tek-ið undir lokaorð Matthildar Haf-steinsdóttur í viðtali í blaðinu í dag að þegar saga Bjargs verði gerð op-inber muni mörgum misbjóða?„Já, ég get tekið undir þau orð. Ég tel tvímælalaust að þær stúlk-ur sem vistaðar voru á Bjargi hafi skaðast sálarlega. Bjargsmálið hvíl-ir á þeim sem skuggi og er kannskineikvæðasta atriði lífs þeirra. Þærvoru margar geymdar á Bjargi meðsamþykki foreldra sinna - þó ekkiallar - og inn í málin blandast þvíuppgjör við foreldrana. Þær viljaekki ennþá vita allt sem foreldrarþeirra gerðu. Eftir að dómsrann-sókn hófst í málinu og lögreglan fór að taka skýrslur af Bjargsstúlk-unum kom margt hræðilegt í ljós. Sann-leikurinnum Bjarg er skjalfesturog margt um hanner aðfinna velgeymt íráðuneytií Reykja-vík.“ Sama iftin eftir 4 ár AnnA KRiStineblaðamaður skrifar: annakristine@dv.is „Ég tel tvímælalaust að þær stúlkur semvistaðar voru á Bjargi hafi skaðast sálarlega.Bjargsmálið hvílir á þeim sem skuggi og er kannski neikvæðasta atriði lífs þeirra.“ Kennarinn sem kannaði málin „Mér var mjög brugðið þegar ég heyrði af unglings-stúlkum í einangrun,“ segir gísli gunnarsson,sem hóf rannsókn á starfsemi bjargs fyrir fjörutíu árum. fyrir framan hann á borðinu erein af þeim möppum sem innihalda skýrslur og viðtöl við stúlkur sem dvöldu á bjargi. Í einangrun fyrir óhlýðni Tvær stúlkur sem höfðu verið vistaðar á Bjargi fóru hörðum orð- um um aðstæður þar og framkomu stjórnenda við stúlkurnar í viðtali sem birtist í tímaritinu Ostrunni í nóvember 1967. Þær lýsa þar meðal annars ofbeldi af hálfu starfskvenna Bjargs, kynferðislegri áreitni og mik- illi hörku. Í viðtalinu segja stúlkurnar að þær hafi verið beittar ofbeldi ef þær hlýddu ekki. Þannig hafi þær til dæmis orðið vitni að því að starfs- konurnar hafi slegið til stúlkna og dregið þær eftir gólfum. Þannig segja þær að ein stúlka hafi verið dregin alla leið niður af efstu hæð niður á jarðhæð þegar hún neitaði að fara niður. Fleiri refsingar komu þó til greina og var beitt. „Ef við mót- mæltum, var okkur hótað að við yrð- um sendar á hælið í Kópavogi eða þá á vandræðaheimili í Danmörku. Þær litu á okkur sem vandræðabörn og lýstu fyrir okkur, hvernig umhorfs væri á þessum vandræðaheimilum í Danmörku. Þær sögðu að þar væru járnbekkir, rimlar fyr- ir gluggum, múrar í kring og annað eftir því.“ Önnur stúlknanna lýs- ir því í viðtalinu hvernig hún var flutt á Upptökuheimilið í Kópavogi og sett í einangrun- arklefa þar eftir að hún flýði af Bjargi. Bróðir hennar hafði þá keyrt hana aftur á Bjarg og tekið loforð af forstöðukon- unni um að hún yrði ekki flutt á upptökuheimilið. Lof- orð sem var ekki virt. „Einu sinni rak forstöðu- konan tunguna upp í mig um leið og hún kyssti mig góða nótt, ég hrökklaðist undan en hún varð bara vandræðaleg og sagði að þetta væri bara leikur,“ segir önnur stúlkan í viðtalinu og hin segir frá því hvernig forstöðukonan hafi farið inn fyrir peysu sína með hendurnar og káfað á bakinu á sér. Neyddar til trúarathafna Þjóðviljinn og Tíminn fjölluðu um flótta Marion Gray frá Bjargi og veru hennar þar í löngum greinum 20. október 1967. Langt viðtal birt- ist við Marion í Þjóðviljanum þar sem hún lýsti upplifun sinni og þá ekki síst hvernig barn hennar var tekið af henni. Marion segir frá því að þegar hún sagði forstöðukonunni að hún væri með barni hafi sú síðarnefnda ekki trúað því. „...hún vildi ekki trúa mér, hún lamdi mig, við lent- um í slagsmálum og svo sagði hún að ég væri ekki frekar ófrísk en hún sjálf. Um kvöldið blæddi hjá mér í klukkutíma.“ Marion segist í við- talinu hafa beðið um að fá að fara til læknis en verið neitað. Síðan hafi liðið langur tími og hún fyrst fengið að fara til læknis þegar barnið var farið að sparka. Þá var Marion komin sjö mánuði á leið. Í umfjölluninni er Bjargi lýst sem ríkisstyrktu uppeldisheim- ili í höndum ofsatrúarflokks. Þar segir meðal annars að eng- inn sálfræðingur starfi við stofn- unina en uppeldisaðferðirnar byggi allar á annarlegri trúfræði, annars vegar séu viststúlkur þvingaðar til að taka þátt í trúar- athöfnum og hins vegar beittar hótunum og refsingum. Barna- verndarráð er sagt hafa lítil af- skipti af Bjargi. Sett í spennitreyju Marion segir frá því að hún hafi verið lokuð inni í klefa í færeyjum í spennitreyju, í fimm daga. Umfjöllun DV 9. febrúar saga Marion gray, sem flýði af bjargi, vakti mikla athygli. Umfjöllun Ostrunnar í nóvember 1967 stúlkurnar segja auði eir Vilhjálmsdóttur, sem þá var lögreglu- kona, hafa sagt að eina leiðin til að ala upp unglinga væri að halda þeim í sífelldum ótta. „...hún vildi ekki trúa mér, hún lamdi mig, við lentum í slagsmálum og svo sagði hún að ég væri ekki frekar ófrísk en hún sjálf.“ „Þetta mál hefur hvílt þungt á mér í fjörutíu ár en nú get ég ekki þag-að lengur. Umfjöllun DV um Breiðu-víkurmálið gerði það að verkum að minningarnar streymdu fram. Það voru ekki bara ungir piltar sem upp-lifðu að þeir sem áttu að aga þá eyði-lögðu líf þeirra.“ Matthildur Hafsteinsdóttir er kona á sextugsaldri sem hefur boðað mig á sinn fund. Frá því DV kom út í síð-ustu viku með frásögnum ungra pilta sem dvöldu vestur í Breiðuvík við skelfilegt ofbeldi, hefur hún vart get-að sofið. Hún vill segja sína upplifun af stúlknaheimilinu Bjargi, sem rekið var af Hjálpræðishernum vestur á Sel-tjarnarnesi í tvö og hálft ár. Því heimili var lokað eftir að nokkrar stúlknanna höfðu greint frá dvöl sinni þar. Þangað var frænka Matthildar send frá Fær-eyjum fjórtán ára að aldri og dvaldi þar í eitt ár. „Minningarnar um Marion frænku mína hafa haldið fyrir mér vöku,“ segir Matthildur og hefur greinilega undirbúið vel hverju hún vill koma á framfæri.“Frásagnirnar af ofbeldinu í Breiðuvík heltóku mig og ýfðu upp sárar minningar. Við Marion vorum systradætur. Mæður okkar voru fær-eyskar, en móðir mín flutti ung til Íslands ásamt annarri systur sinni. Marion frænka mín var tveimur árum yngri en ég, fædd síðla árs 1951. Við sáumst fyrst þegar ég heimsótti fjöl-skylduna í Þórshöfn í Færeyjum þeg-ar ég var þrettán ára.“ Bjarg var fangelsi Marion, þá tæplega ellefu ára, dökkhærð með gneistandi brún augu, sýndi stóru frænku sinni heimabæ sinn. Í minningunni ber smitandi hlátur hennar hæst. „Marion var alltaf hlæjandi og lífs-gleði hennar hafði áhrif á alla sem voru nálægir. Hún var afskaplega fjörug og hafði mikla útgeislun“ seg-ir Matthildur. „Þegar ég var sextán ára var ég komin í sambúð með Hinriki Jóni Magnússyni, sem var eiginmað-ur minn til dauðadags fyrir þremur árum. Við bjuggum í agnarlitlu húsi við Grettisgötu og þangað bárust mér fregnir af því að Marion frænka mín væri komin til dvalar á Bjargi. Skýr-ingin sem mamma hennar hafði gefið var sú að Marion væri óstýrilát og það þyrfti að aga hana. Hún hefði valið Bjarg, því það væri rekið á kristilegum nótum, en Anna, mamma Marion, starfaði með Frelsishernum í Fær-eyjum. Marion hvorki reykti né drakk eftir því sem ég best vissi og ég skildi ekki hvers vegna mamma hennar hefði sent hana til vistar á Bjargi.“Matthildur taldi sig vel geta haft litlu frænku sína hjá þeim Hinriki og þau héldu á Skódanum sínum rak-leiðis vestur á Seltjarnarnes til fundar við frænkuna. „Það fyrsta sem ég sagði við Hinrik þegar við höfðum hringt bjöllunni var að það væri engu líkara en við vær-um að koma í fangelsi. Við heyrðum hringl í lyklum enda voru stelpurn-ar læstar inni. Lyklakippan var stór og þung og sú sem opnaði því lengi að finna rétta lykilinn. Andlitið sem mætti okkur í dyrum Bjargs þennan fyrsta dag var andlit hinnar norsku Kröte, sem spurði með þjósti hverja við vildum hitta. Bjarg var ekkert ann-að en fangelsi. Marion fékk þó að vera hjá okkur tvær eða þrjár helgar í fyrstu, en svo breyttist viðhorfið í garð fjölskyldunnar og okkur var meinað að heyra í og hitta Marion... „ Stórt sár í sálinni „Starfsstúlkurnar voru allar norsk-ar, fyrir utan Auði Eir Vilhjálmsdótt-ur, sem réði mestu um daglegt starf Bjargs,“ segir Matthildur. „Ég man alltaf fyrsta fund okkar Auðar Eirar. Þá kom ég að heimsækja Marion og ætlaði upp á herbergið hennar en Auður Eir blokkeraði stigann upp og sagði mér að fara inn í viðtalsherberg-ið. Ég sá því aldrei herbergið henn-ar Marion þetta ár sem hún dvaldi á Bjargi. Þetta var ekki heimili. Þetta var fangelsi. Þessi staður gerði stúlkurn-ar ekki að betri manneskjum held-ur eyðilagði líf þeirra flestra. Ég hef hitt margar þeirra og það var ótrúlegt að heyra frásagnir þeirra af lífinu á Bjargi. Dvölin á Bjargi hefur skilið eft-ir stórt sár í sálu þeirra.“ Marion gaf Matthildi engar skýr-ingar á því hvers vegna hún hefði ver-ið send að Bjargi, aðrar en þær að mömmu hennar líkaði ekki við kær-astann hennar. Hún hélt sannleikan-um leyndum, þangað til hann varð ekki lengur umflúinn. Marion var barnshafandi. „Mér fannst sérkennilegt hvað Marion var í ljótum og víðum fötum,“ segir Matthildur. „Eftir að ég varð eldri og þroskaðri, geri ég mér grein fyrir hvers vegna hún sagði mér aldrei að hún ætti von á barni.Hún hagaði sér í raun eins og barn sem hefur ver-ið misnotað; það þegir yfir verknaðin-um.“ Um upphaf stúlknaheimilisins að Bjargi segist séra Auði Eir Vilhjálms-dóttur svo frá í ævisögu sinni, Sól-in kemur alltaf upp á ný, sem Edda Andrésdóttir skráði: „...mér sem fleirum þótti vanta hér skólaheimili fyrir stúlkur svo að þær fengju tíma til að átta sig á því sem hafði farið úrskeiðis í lífi þeirra, þar sem þær kæmust inn í reglulegt nám, tækju próf og héldu sína góðu leið í lífinu, Ég var lögreglukona þegar þetta var og þótti úrræðin sem þeim stúlkum buðust ekki mikil en að þau yrðu og gætu verið meiri.“ „Vond verk í nafni Drottins“Matthildur getur ekki leynt andúð sinni á séra Auði Eir og segir starfsem-ina á Bjargi dæmi um vond verk, unn-in í nafni Drottins. „Ég söng með kirkjukórnum á Flateyri um margra ára skeið og það get ég sagt þér að það aðfangadags-kvöld sem ég sá að það var séra Auður Eir sem hafði verið fengin til að leysa séra Lárus af, þá gekk ég út. Í minni kirkju er ekki pláss fyrir hræsnara. Þegar Marion fæddi son sinn haustið 1967 fóru mamma og systir hennar á Fæðingardeildina og ætluðu að grípa inn í líf þeirra. En þær komu of seint. Móðir Marion hafði greinilega svipt dóttur sína sjálfræði og falið Auði Eir allt vald yfir henni.“ Í viðtalsbókinni við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur er frásögnin á þessa leið: „...færeyska stúlkan sem rætt var við í blaðinu (Þjóðviljanum 20. okt-óber 1967) hafði reynst barnshaf-andi þegar hún kom á skólaheimil-ið. Var barn hennar flutt til Færeyja eftir fæðingu í samráði við móður-ömmu þess og barnaverndaryfir-völd í Færeyjum. Í viðtalinu í Þjóð-viljanum var lýst aðdraganda þess að stúlkan kom á skólaheimilið og dvölinni sem lauk með því að hún “strauk“....“ „Hún strauk ekkert,“ segir Matt-hildur. „Henni var rænt af mann-inum mínum, Hinriki Jóni og vini hans og komið fyrir á heimili Ragn-ars Stefánssonar jarðskjálftafræðings og foreldra hans á Sunnuvegi. Gísli Gunnarsson, kennari við Austur-bæjarskólann kenndi vinkonu einn-ar stúlkunnar á Bjargi, sem sagði honum frá aðstæðum og hann fór að kanna þær. Síðar kom Gunnlaug-ur Þórðarson, lögfræðingur að mál-inu, en hann átti sæti í Barnavernd-arráði.Það var staður þar sem fram fór fangelsun og frelsissvipting ungl-ingsstúlkna. Það var ekki eins og þessar stúlkur væru einhver vand-ræðabörn samfélagsins. Þær voru bara of óstýrilátar fyrir foreldra sína, sem vildu losna við þær.“ „Endalok heimilisins voru ekki flókin; þau réðust einfaldlega af upp-lognum sögum“, segir séra Auður Eir í bókinni. „Við höfðum verið rænd til-trúnni; við hefðum aldrei getað hald-ið áfram og okkur hefði aldrei dottið það í hug.“ Mörgum mun misbjóða sannleikurinn Marion sneri aftur að Bjargi eft-ir fæðingu sonar síns. Gjörbreytt ung stúlka að sögn Matthildar. „Glaða stúlkan var horfin að ei-lífu,“ segir Matthildur. „Þegar Bjargi var lokað nokkrum vikum síðar eftir að upp komst hvernig búið hafði ver-ið að bjargarlausum unglingsstúlk-unum fór Marion heim til Færeyja. Henni hafði verið lofað að hún fengi soninn þegar hún kæmi heim. Hann sá hún aldrei. Marion varð eins og skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún lést fertug að aldri úr krabbameini. Eftir að nýfæddur sonurinn var tekinn af henni hvarf lífslöngun hennar með öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari hlut en þann að taka nýfætt barn af móður. Það gerði kona sem er prest-ur og rekur sérstaka Kvennakirkju. Mig hryllir við þessu. Bjarg var ekki stúlknaheimili. Það var fangelsi fyrir saklaus börn. Þegar saga Bjargs verð-ur gerð opinber – og þess er ekki langt að bíða – mun mörgum misbjóða, því get ég lofað.“ Földu Marion Meðan mál stúlknanna á Bjargi voru rannsökuð var gripið til þess ráðs að fela Marion Gray á stað þar sem hennar yrði örugglega ekki leitað. Ragnar skjálfti man vel eftir þessari unglingsstúlku. „Gísli Gunnarsson, sem var góð-ur vinur minn bað mig og foreldra mína að taka Marion að okkur tíma-bundið,“ segir Ragnar Stefánsson, prófessor við Háskólann á Akureyri, betur þekktur sem Ragnar „skjálfti“ jarðskjálftafræðingur. „Gísli taldi af ýmsum ástæðum best að Marion væri á heimili þar sem hennar yrði ekki leitað og hún gæti verið örugg meðan mál hennar upplýstust bet-ur. Gísli vissi að hún hafði ekki átt góðar stundir á Bjargi.“ Ragnar segir Marion hafa dvalið hjá sér og foreldrum sínum í nokk-urn tíma. „Ég kunni ágætlega við þessa stúlku og ég átti ómögulegt með að skilja hvers vegna hún var lok-uð inni á stúlknaheimili. Hún kom vel fyrir sjónir og það var gaman að ræða við hana.“ Sagði hún þér frá syni sínum sem hún fæddi og hafði verið tekinn af henni? „Nei, þessar fréttir koma mér alveg að óvörum,“ segir Ragnar og undrunin leynir sér ekki í rödd hans. „Hún talaði að vísu mest við móður mína, því við pabbi vor-um í vinnu á daginn og það má vel vera að hún hafi trúað mömmu fyr-ir þessu. Okkur fannst öllum Mar-ion vera indælisstúlka og var mjög til friðs á heimili okkar. Mér fannst Gísli vera að gera mjög góða hluti því ég gat ekki séð nokkra ástæðu fyrir því að hún væri vistuð á Bjargi. Mér skildist að fjölskylda henn-ar í Færeyjum væri afskaplega sið-vönd og ástæða þess að þau hefðu sent hana á Bjarg væri sú að hún hefði ekki hagað sér nægilega vel að þeirra mati. En þessi frétt um að hún hafi verið barnshafandi og eignast son hér á landi, skýrir margt fyrir mér. Ég hafði spurnir af Marion síðar og svo virðist sem hún hafi orðið hálfgert rekald eftir lífs-reynslu sína hér á Íslandi.“ Stefán Bjarnason, faðir Ragnars, staðfestir að fjölskyldan hafi fallist á að veita Marion húsaskjól og hún hafi verið elskuleg stúlka. „Ég vissi af fæðingu sonarins, en man ekki hvort hún sagði mér sjálf af henni eða einhver annar,“ segir Stefán. Aðspurður hvort Gunnlaugur Þórðarson lögfræðingur hafi komið á heimilið til að taka skýrslu af Mar-ion segist Stefán muna eftir manni sem kom á heimilið til að ræða við hana. „Hvort það var Gunnlaugur heit-inn Þórðarson veit ég ekki, en Mar-ion var nokkuð brugðið við komu þessa manns. Hún fór að gráta því hún taldi að verið væri að sækja sig og flytja aftur á Bjarg. Umræddur maður fullvissaði hana um að hann væri þarna til að hjálpa henni og fór mjög rólega að henni og talaði hlý-lega við hana.“ Séra Auður Eir Vilhjálmsdóttir var mest var áberandi í sambandi við Bjargsmálið. Á henni stóðu öll spjót þegar málið var rannsakað og á hana er hart deilt í viðtölum í DV í dag. „Af hverju ertu að fara að skrifa um þetta?“ spyr hún þegar haft va samband við hana síðdegis í gær. „Ég skal segja þér hvað ég vil segja. Við settum þetta heimili á stofn. Þetta var skólaheimili.“ Og fór þar fram einhver kennsla? „Þú hefur enga þekkingu á þessu máli og hefur engan rétt á að hringja í mig og krefjast svara. Ég nenni ekki að tala um þetta... Ég nenni þessu ekki lengur.“ Auður Eir segir að vissulega hafi verið mikið um þetta mál fjall-að á sínum tíma, en segir: „Mig langar ekkert inn í þessa umræðu aftur. Þetta er ekkert grín, ég ræddi þetta á sínum tíma og vil ekki ræða þetta frekar.“ Þegar vitn- að er í frásögn Marion Gray, sem birtist í Þjóðviljanum 20. október 1967 og varð í raun Bjargi að falli svarar Auður: „Þetta var alls ekki eins og Marion lýsir þessu. Við settum þetta heim-ili á stofn, þetta var skólaheimili. Ég vil ekki tjá mig um þetta mál, ég gerði það á sínum tíma frá morgni til kvölds. Það getur vel verið að ég svari öðrum á morgun um málið. Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið. Þú verður að finna þitt hjarta og hvernig það slær,” sagði prestur Kvenna- kirkjunnar, séra Auður Eir Vil- hjálmsdóttir og kvaddi. valur@dv.is „Tala ekki um þetta“ Ragnar „skjálfti“ Stefáns-son og foreldrar hans skutu skjólshúsi yfir Marion „Ég hafði spurnir af henni síðar og svo virðist sem hún hafi orðið hálfgert rekald eftir lífsreynslu sína hér.“ Bjarg var fangelsi beittar andlegu ofbeldi. Sátt við veðrið „Það er langbest að lifa lífi sínu í sátt við góða veðrið,“ segir séra auður eir Vilhjálmsdóttir. 9. febrúar 2007 DV opnaði á umfjöll n um Bjarg 9. febrúar 2007 fréttir 11. september 2009 föstudagur 17 viðbrögð starfsfólks ef stúlkurnar neituðu að gera það sem þeim var fyrirskipað eða voru með dónalegar athugasemdir í garð starfskvenna,“ segir í skýrslunni. Konunum fannst þær ekki geta leitað til starfsfólksins vegna vanlíð- unar og flestar þeirra sögðust lengst af dvölinni á Bjargi hafa grátið sig í svefn á kvöldin. Lífslöngunin hvarf DV ræddi við Matthildi Hafsteins- dóttur í byrjun árs 2007 en hún og Marion eru systurdætur. Í kjölfar umfjöllunar blaðsins um Breiðavík- urmálið steig hún fram og sagðist ekki geta þagað lengur, enda hefði hún gert það í fjörutíu ár. Þjóðviljinn og Tíminn fjölluðu um flótta Marion Gray frá Bjargi og veru hennar þar í löngum greinum 20. október 1967. Langt viðtal birtist við Marion í Þjóðviljanum þar sem hún lýsti upplifun sinni og þá ekki síst hvernig barn hennar var tekið af henni. Marion sagði frá því að þegar hún sagði Auði Eir að hún væri með barni hafi sú síðarnefnda ekki trúað því. „...hún vildi ekki trúa mér, hún lamdi mig, við lentum í slagsmálum og svo sagði hún að ég væri ekki frekar ófrísk en hún sjálf. Um kvöldið blæddi hjá mér í klukkutíma,“ sagði Marion. Matthildur sagði í sam- tali við DV að Bjarg hafi gjör- breytt frænku sinni. „Glaða stúlkan var horfin að eilífu,“ sagði Matthildur um lundar- far Marion eftir að hún kom af Bjargi. Marion fór aftur til Færeyja og bjó þar til dánar- dags. „Marion varð eins og skugginn af sjálfri sér. Hún kvaldist þá stuttu ævi sem hún átti eftir, en hún lést fertug að aldri úr krabbameini. Eftir að nýfæddur sonurinn var tek- inn af henni hvarf lífslöngun hennar með öllu. Það er ekki hægt að gera ljótari hlut en þann að taka nýfætt barn af móður. Það gerði kona sem er prestur og rekur sérstaka Kvennakirkju. Mig hryll- ir við þessu. Bjarg var ekki stúlkna- heimili. Það var fangelsi fyrir sak- laus börn. Þegar saga Bjargs verður gerð opinber – og þess er ekki langt að bíða – mun mörg- um misbjóða, því get ég lofað,“ sagði Matthildur. Drakk klór til að drepa sig Í viðtölum hjá vistheimilisnefnd sögðu konurnar sjö að á Bjargi hafi hver dagur hafist með bænahaldi. Eftir morgunmat var skólahald og eftir hádegið sinntu þær hefð- bundnum heimilisstörfum. Þeim var ekki heimilt að fara út í öðr- um erindagjörðum en í daglegan göngutúr og vikulega samkomu hjá Hjálpræðishernum. Yfirleitt voru göngutúrarnir í fylgd starfskvenna sem voru klædd- ar í einkennisföt Hjálpræðishersins og fyrir kom að þær gerðu hróp að stúlkunum með niðurlægjandi at- hugasemdum. Konurnar voru sammála um að þeim fyndist mikil skömm að hafa verið vistaðar á Bjargi og forðuðust að greina frá því á fullorðinsárum. Ef stúlkurnar á Bjargi brutu heim- ilisreglur eða struku var þeim refs- að með innilokun í herbergi í ein- hvern tíma. Frásagnir kvennanna voru ekki samróma um hversu lengi innilokunin átti sé stað en hugsan- lega var það breytilegt eftir eðli aga- brota. Fyrir nefndinni sögðust kon- urnar hafa verið lokaðar inni allt frá einni klukkustund og upp í tvo daga. Þá voru þær sviptar heimild til að hlusta á útvarp, horfa á sjónvarp eða tekið fyrir göngutúrana jafnvel vikum saman. Einnig var algengt að viðlög við stroki frá Bjargi væru vikuvist á Upptökuheimilinu í Kópavogi þar sem þær voru algjörlega einangrað- ar, gátu ekki opnað glugga eða dreg- ið frá gluggatjöld, og fengu ekki að tala við fjölskylduna í síma á meðan á einangruninni stóð. Ein kvennanna sagði sjálfsmat sitt hafa farið mjög niður á við í ein- angruninni og hafi hún upplifað að starfsmönnum fyndist hún verð- skulda einangrunina því hún væri ómerkileg persóna. Þá upplýsti hún nefndina um að ein starfskvenna Bjargs hafi heimsótt hana nokkr- um sinnum á Upptökuheimilið til að biðja fyrir henni en í eitt skiptið hafi hún framkæmt á enni skoðun til að athuga hvort hún væri hrein mey. Eftir það ákvað hún að fremja sjálfsmorð og gerði tilraun til þess með því að drekka klór sem hún fann á salerni Upptökuheimilisins. Ekki var kallað á lækni en starfs- fólk heimilisins lét hana þess í stað drekka saltvatn sem varð til þess að hún kastaði upp klórnum. DV 16. febrúar 2007 DV hóf umfjöllun um Kumbaravog 16. febrúar 2007 DV Fréttir föstudagur 16. febrúar 2007 13 Þrælabúðir barna „Ég þekkti ekkert annað en að vera á barnaheimili á æskuárum mínum,“ segir Elvar Jakobsson, tæplega fimmtugur maður, sem búsettur er í Þýskalandi. „Ég er næstyngstur sex systkina og vegna veikinda minna í bernsku og mik- ils vinnuálags á foreldrum mínum var mér komið fyrir á vöggustofu og barnaheimilum. Þegar ég var ellefu ára kom ég að Kumbaravogi, sem átti eftir að verða heimili mitt næstu fimm árin.“ Forstöðumenn Kumbaravogs voru hjónin Hanna Guðrún Hall- dórsdóttir og Kristján Friðbergs- son. Þar segist Elvar hvorki hafa fengið ástúð né blíðu, en verið not- aður til vinnu eins og önnur börn á heimilinu. „Þetta voru þrælabúðir barna,“ segir hann með mikilli áherslu. Sagan hefur legið á honum eins og mara í áratugi og hann tekur sér nokkra daga til að undirbúa þetta viðtal. „Við vorum tólf eða fjórtán börn á bænum þegar ég dvaldi þar og vorum öll látin vinna hörð- um höndum. Þarna var hænsna- bú með yfir þúsund hænum og ég gleymi aldrei þegar við vorum að moka skítinn úr hænsnahúsinu með skóflum þar til við fengum blöðrur á hendurnar. Frá Kumb- aravogi var mikil „útgerð“, þaðan voru seldir kjúklingar og egg og það var í verkahring okkar barn- anna að hlaða eggjunum upp og sjá um þetta bölvaða hænsnahús, svo ég taki vægt til orða,“ segir hann og hlær lítillega. „Almáttug- ur, hvað ég hataði þetta hænsna- bú! Ef við vorum dugleg fengum við ís að launum.“ Í grænmetisgarðinum frá morgni til kvölds Auk vinnunnar við hænsna- húsið segist Elvar hafa verið látinn stjórna stórri kartöfluvél og negla tjörupappa á þök, ellefu ára að aldri. „Annars lágum við mest á fjór- um fótum á Kumbaravogi. Við vor- um að taka upp gulrætur, gulrófur og kartöflur frá morgni til kvölds og látin bera níðþunga kartöflu- pokana í kartöflugeymsluna. Við vorum líka látin festa þakplötur, ellefu, tólf ára börnin og þau einu sem ég veit til að hafi sloppið við þrældóminn voru þrjú systkini sem komu um það leyti sem ég var að fara af Kumbaravogi. Sum barnanna voru í eftirlæti hjá hjón- unum... Sá yngsti sem var með mér í þessari þrælkunarvinnu var Einar heitinn Agnarsson, sem var níu ára þá.... Við vorum lát- in negla tjörupappa á húsþök, hreinsa timbur, grafa skurði og bera sérstakt efni á timbur svo ég nefni þér dæmi. Og ekki nóg með það, heldur var sett upp pokaverk- smiðja þarna og við börnin vorum látin sauma heyábreiður og ann- að. Við sátum við risasaumavél- ar sem fæst okkar réðu við, enda saumaði ég í gegnum fingurinn á mér. Ef það er ekki barnaþrælkun að láta börn koma beint úr skóla til að setjast við vinnuvélar, þá veit ég ekki hvað barnaþrælkun er. Hér í Þýskalandi, þar sem ég hef búið í áratugi, væru forstöðumenn slíks heimilis löngu komnir á bak við lás og slá. Það var komið fram við okk- ur eins og vinnudýr og sem dæmi þá fengum við aldrei að koma inn í húsið nema bakdyramegin.“ Hann segist aldrei hafa fundið fyrir hlýju eða alúð af hálfu hjón- anna. Eina manneskjan sem hann hafi tengst sterkum böndum hafi verið jafnaldra hans, stúlka úr Reykjavík sem hann kallar fóst- ursystur sína. Hún er sú eina sem hann heldur sambandi við af Kumbaravogsbörnunum. „Ég man aldrei eftir að nokkur hafi sýnt mér ástúð á æskuárum mínum,“ segir Elvar og þagnar. „Og þó. Ég man þegar ég var nokkra daga í Reykjavík hjá mömmu minni þegar ég var að fermast að þá fékk ég nokkra hlýju frá henni.“ Hann segist oft hafa reynt að strjúka ásamt öðrum börnum. En annaðhvort náðust þau eða hann sneri til baka að eigin ósk. „Ég átti nefnilega hest þarna,“ segir hann til útskýringar. „Það eina sem ég gat sýnt blíðu voru dýrin. Ég elskaði að vera innan um dýr, tók að mér veika fugla og hlúði að þeim. Eini tíminn sem gafst þó til þess að sinna hugðarefnunum var á laugardögum, því þetta var aðventistaheimili þar sem laugar- dagurinn var hvíldardagur.“ Langaði til himinsins, til Guðs... Herbergjum deildu börnin ým- ist tvö eða þrjú saman. Að sögn Elvars voru herbergin þrifaleg og þótt honum hafi ekki þótt matur- inn góður, var nóg af honum. „Það sem mér fannst best voru stappaðar gulrætur, rófur og kart- öflur í smjöri,“ segir hann hlæjandi. Framhald á næstu opnu AnnA Kristine blaðamaður skrifar: annakristine@dv.is elvar Jakobsson „Ég er búinn að grafa minningarnar svo djúpt að ég held að enginn nái þeim úr þessu. Ég veit ekki hvort það sé hægt að hjálpa mér lengur.“ Anna Kristine Magnúsdóttir Halldórs J. Kristjánssonar hótað eftir umfjöllun dV „Í símanum var maður, mjög æst- ur, og segir mér að hann viti að ég sé að skrifa um Kumbaravog og að ég skuli ekki halda að ég kom- ist upp með það. Hann viti hvar ég búi, hann viti á hvernig bíl ég aki, gefur upp bílnúmerið á bíln- um mínum og tilkynnir mér að ég verði drepin. Hann segir að þessi grein muni ekki birtast. Þeir muni sjá til þess, og að aðrir hafi verið drepnir áður sem hafi verið að ljúga upp á þennan yndislega, gamla mann, Kristján á Kumbara- vogi,“ segir Anna Kristine Magn- úsdóttir fjölmiðlakona. Fyrri hluta árs 2007 skrifaði hún greinaröð um unglingaheimilið Kumbaravog í DV. Kristján Friðbergsson var for- stöðumaður heimilisins. Sigurjón M. Egilsson tók við ritstjórn DV þá um áramótin og í kjölfar Breiðavíkurmálsins, sem blaðið fjallaði um fyrst fjölmiðla, var ákveðið að Anna skrifaði um starfsemina á Kumbaravogi. Um- fjöllunin var hluti af viðamiklum skrifum sem ritstjórn DV var verð- launuð fyrir af Blaðamannafélagi Íslands fyrir rannsóknarblaða- mennsku ársins. Lömuð af skelfingu Anna hafði árið 2002 skrifað bók- ina Litróf lífsins þar sem hún ræddi við Sigurdór Halldórsson sem lýsti því harðræði sem hann bjó við sem unglingur á Breiðavík. Málið hafði þá vakið litla sem enga athygli en var aftur að koma upp á yfirborðið. Hótanirnar sem Anna fékk vegna skrifa um Kumbaravog fengu mjög á hana. „Ég hrein- lega lamaðist af skelfingu. SME [Sigurjón M. Egilsson] var á vakt- inni með mér og sá mig hreinlega hvítna upp. SME fylgdi mér út í bíl því ég ætlaði ekki að þora heim,“ segir Anna. Hún lagði aldrei fram kæru vegna málsins, taldi sig hafa náð að tala manninn til í símanum og hélt ótrauð áfram við rannsókn- arvinnuna. Grét allt kvöldið Anna sagði vinkonu sinni frá atvik- inu en sú þekkti til þeirra sem ráku Kumbaravog. Anna segir vinkon- una hafa verið sannfærða um að baráttunni gegn því að sannleik- urinn birtist væri ekki lokið. „Nú munu þeir rústa þér fjárhagslega,“ segir hún vinkonuna hafa sagt. Anna var á þessum tíma í viðskipt- um við Landsbankann en þar var annar bankastjórinn, Halldór J. Kristjánsson, sonur Kristjáns Frið- bergssonar á Kumbaravogi. „Ég bara hló að þessu,“ segir Anna. Á kosningadeginum í maí þetta ár var Anna síðan stödd í Bónus með fulla körfu af vörum sem hún ætlaði að kaupa. „Þegar kortinu mínu var rennt í gegn pípti allt og mér var sagt að þetta væri stolið kort. Síðan var kallað í verslunar- stjórann og hann tilkynnti mér að kortið væri stolið, og í rauninni ætti hann að hringja í lögregluna og láta handtaka mig,“ segir hún. Anna hélt í fyrstu að um saklaus mistök væri að ræða og gat sann- að hver hún var með vegabréfinu sínu sem hún var með á sér vegna kosninganna. Hún hringdi síðan beint upp í Visa þar sem henni var sagt að kortinu hefði verið lokað því það hefði borist tilkynning frá Lands- banka Íslands, aðalstöðvum, und- irrituð af Guðlaugu S. Arnórsdótt- ur, um að þetta kort væri stolið. Þá birtist kona í biðröðinni, sagði að allir í búðinni vissu að hún gengi ekki um með stolið kort og greiddi fyrir vörurnar. Eftir spjall við versl- unarstjórann fékk Anna síðan að fara heim. „Ég grét allt kvöldið. Þetta var svo hrikalega niðurlægj- andi, að vera þjófkennd,“ segir hún. Daginn eftir skrifaði Anna um- ræddri Guðlaugu bréf sem og bankastjórn Landsbankans og Björgólfi Guðmundssyni þar sem hún krafðist skýringa á málinu. Þar spurði hún hver hefði gefið út þá fyrirskipan að tilkynna að kort- ið væri stolið og að taka ætti það af þeim sem framvísaði því. Nafnlausar hótanir „Á mánudeginum hringdu í mig bæði Garðar Ólafsson og Guð- mundur Davíðsson og sögðu þetta mistök, ég mætti sækja nýtt kort. Ég hélt nú ekki að ég ætlaði að gera mér ferð í Hafnarfjörðinn, þar sem ég var með viðskipti, og fékk kort- ið sent heim með leigubíl,“ segir Anna. Anna fékk aldrei svör við þessu hjá Landsbankanum, þar vísaði hver á annan og það eina sem barst var „lufsulegt afsökunarbréf úr lögfræðideildinni“, eins og hún orðar það, og hefur ekki enn feng- ið, þrátt fyrir að hafa skrifað Garð- ari Ólafssyni margoft og krafið hann svara. Hún segir mótlætið þegar hún var að skrifa um Kumbaravog hafa hvatt hana áfram. „Það var reynt að stoppa þetta, ég fékk ótal nafnlaus símtöl þar sem ég var vöruð við. En á endanum var ég orðin mjög köld. Eftir því sem mér var ógnað meira, því ákveðnari varð ég og sannfærðari um að þarna var eitt- hvað mikið að. Ég bara fílefldist við hverja hótun. Þegar ég veit að ég hef sannleikann að leiðarljósi er ekkert sem getur stöðvað mig,“ segir hún. Anna tekur fram að hún hafi að sjálfsögðu skipt um viðskipta- banka eftir þetta. Aðspurð um hvort hún ætli að lögsækja Lands- bankann segir Anna að ekki séu öll kurl komin til grafar enda mál- ið langt frá því að vera fyrnt. erla@dv.is „Ég bara fílefldist við hverja hótun.“ Niðurlæging Anna Kristine segist sjaldan hafa upplifað aðra eins niðurlægingu og þegar hún var þjófkennd í yfirfullri Bónusverslun eftir að kortinu henni var synjað og það sagt stolið. 16. fe rúa 2007 DV hóf umfjöllu um Kumb- aravog 16. febrúar 2007 Alvarlegar ásakanir Auður Eir vann á Bjargi allan starfstímann og segir ásakanir um kynferðislegt ofbeldi og líkamlegar refsingar ekki eiga við rök að styðjast. 30 days Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla verðinu. Losnið við hættulega kviðfitu og komið maganum í lag með því að nota náttúrulyfin Oxytarm og 30 days saman. Umboðs- og söluaðili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 www.birkiaska.is Birkilauf Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð Lin Design • Laugavegi 176, gamla sjónvarpshúsið • sími 533 2220 • www.lindesign.is Apótekin & Heilsubúðirnar www.leit.is · Smellið á ristilvandamál Á gamla gamla genginu. Oxy tarm Endurnærir og hreinsar ristilinn Allir dásama Oxy tarmið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.