Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Blaðsíða 21
helgarblað 13. nóvember 2009 föstudagur 21 Stríðið um bjargvætt þjóðarinnar metra á þekktum miðum við strend- ur landsins. Ég er einn þeirra sem tortryggi ráðgjöf Hafró af því að hún stríðir gegn reynslu sjómanna og fer gegn heilbrigðri skynsemi. Menn vita að hafið er ofsetið af smáþorski. Hann hefur svo ekki komið fram í veiðinni sem fullvaxinn fiskur síðar meir og því er lánleysi Hafró við að ávaxta stofninn í sjó tilfinnanlegt. Raunvexir hafa alltaf verið neikvæðir af því að geyma þessi verðmæti í sjó og ætla sér að njóta ávöxtunarinnar síðar,“ segir Kristinn. Geta ofveitt á undraskömmum tíma Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, er mjög ósam- mála því að skortur sé á gögnum um ástand þorskstofnsins. „Við getum alveg veitt 200 til 300 þúsund tonn af þorski með 20 til 30 skipum í frjáls- um veiðum á skömmum tíma. Við vitum að flotinn getur veitt miklu meira en hann gerir af þorski. En það er aðeins gert einu sinni eða tvisvar og ekki víst að þetta hefði góð áhrif á stofnstærðina og sjálfbærar veiðar.“ Friðrik telur vænlegra að huga frekar að því að nota gögn sem til eru innan greinarinnar, um togveið- ar, línuveiðar, netaveiðar og fleiri tegundir veiðiskapar. „En að veiða frjálst í tiltekinn tíma segir okkur ekkert umfram það sem við vitum nú þegar.“ Friðrik undirstrikar þá afstöðu LÍÚ að óhætti hefði verið að halda þorskaflanum í 160 þúsund tonnum, bæta sem sagt 10 þúsund tonnum við þorskkvótann á nýjan leik. Ekki tilraunarinnar virði Jóhanni Sigurjónssyni, forstjóra Haf- rannsóknastofnunarinnar, lýst illa á hugmyndir um vísindaveiðar. „Að auka þorskaflann umtalsvert undir yfirskini vísindaveiða er ekki tilraun- arinnar virði. Ég held að vísinda- veiðar á þorski bæti ekki neinu slíku við þekkingarforðann sem vegur upp þann skaða sem þær gætu valdið.“ Hafrannsóknastofnunin hefur fylgt aðhaldssamri stefnu í því skyni að nýta sem best sterkan árgang frá 2003. Aðrir síðari árgangar hafa reynst slakir þar til í fyrra. Innan stofnunarinnar eru menn vissir um að aukinn veiðanleiki þorsks í hafinu og sýnilega meira af stórum og vel höldnum þorski sé bókstaflega að- haldssamri stefnu að þakka og því að slökum árgöngum sé hlíft. Bent er á að stórþorskar, 10 ára og eldri, voru 10 til 18 prósent aflans í eina tíð en eru nú aðeins um 3 prósent. Gagnrýnandinn Kristinn Pétursson, frá Bakkafirði, hefur engan trúnað lagt á niðurstöður Hafró um stærð og viðkomu þorskstofnsins. Hann telur heppilegt fyrir stofnunina að fá viðmiðun til að bera við eigin niðurstöður. Einráð rannsóknarstofnun? „Ég held að vísindaveiðar á þorski bæti ekki neinu slíku við þekkingarforðann sem vegur upp þann skaða sem þær gætu valdið,“ segir Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafró.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.