Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 25
Hver er maðurinn? „Kristján
Jónsson. Fæddur í nóvember á
Akranesi.“
Hvað drífur þig áfram? „Áhugi á
því sem ég er að gera.“
Og hvað er það? „Ég starfa sem
sölustjóri hjá Vélasölunni.“
Hver er uppáhaldsmaturinn
þinn? „Nautasteik með öllu
tilheyrandi.“
Hver er uppáhaldsbókin? „Ég
er mjög hrifinn af Arnaldi. Finnst
bækurnar hans hver annarri betri.“
Ertu búinn að lesa nýjustu
bókina hans? „Nei, ég bíð spenntur
eftir að fá hana í pakka.“
Hver er uppáhaldskvikmyndin?
„Ég hef alltaf verið hrifinn af Clint og
félögum og svona spagettívestrum.“
Hvað kom til að þið gáfuð þessa
tíu búninga og hjálma?
„Vélasalan er staðsett í Klettagörðum
með gott útsýni yfir sundin. Þar er
Slysavarnaskólinn með æfingu á
föstudögum í hverri viku. Við höfum
orðið varir við þeirra störf í gegnum
tíðina og það má alveg benda á
kunnáttu þeirra og meðhöndlun og
umgengni við þyrlur og þess háttar
þegar á þarf að halda. Svo eru okkar
helstu viðskiptavinir þeir sem
tengjast útgerð og við viljum gjarnan
gefa eitthvað til baka.“
Er þetta byrjunin á einhverju
meira? „Við höfum alltaf átt í mjög
góðu samstarfi við Slysavarnafélagið
og björgunarsveitirnar.“
Er búnaði sjómanna ábótavant?
„Útgerðir spara yfirleitt ekkert til
þegar öryggisbúnaður er annars
vegar og útgerðir eru alltaf velvilj-
aðar gagnvart nýjungum sem geta
gagnast þeirra mönnum. Á Íslandi er
mikið af búnaði sem þekkist hvergi
annars staðar í heiminum.“
Hvað er á döfinni hjá Vélasöl-
unni? „Að halda áfram að veita góða
þjónustu til okkar viðskiptavina til
sjós og lands. Og sigla bjartir inn í
framtíðina.“
Ætlar þú að fá þér áskrift að skjá einum?
„Klárlega. Ég horfi mikið á stöðina og
horfi mest á House. Hann er í algjöru
uppáhaldi.“
Ásdís MagnEa ErlEndsdóttir
17 ÁrA Nemi
„Ég horfi alveg rosalega lítið á sjónvarp.
en ég hefði ekkert á móti því að hafa
Skjá einn þegar honum verður læst.“
Haukur ingi ÁgústssOn
18 ÁrA Nemi
„Nei. Ég horfi samt mikið á Skjá einn en
tími ekki að borga fyrir það.“
Margrét Mjöll sVErrisdóttir
17 ÁrA Nemi
„Neibb. Ég horfi svo lítið á þá stöð.
Horfi bara á Stöð 2.“
ingibjörg tElMa
lEópOldsdóttir
16 ÁrA Nemi
Dómstóll götunnar
Vélasalan færði Slysavarnaskóla
sjómanna tíu Typhoon-þurrbúninga
ásamt Geco-öryggishjálmum til
notkunar við kennslu í skólanum. Véla-
salan var á sínum tíma stofnuð af
Gunnari Friðrikssyni, fyrrum forseta
Slysavarnafélagsins. Kristján Jónsson
er sölustjóri hjá Vélasölunni.
Bíður spenntur
eftir ArnAldi
„Klárlega. Ég er aðdáandi 30 rock og
House.“
bjarni pÁll pÁlssOn
18 ÁrA Nemi
maður Dagsins
Brjálæði Bjarna Ben
Ríkissjónvarpið sýndi nýlega þátt um
íslensku Rauðsokkahreyfinguna sem
var áhugaverður fyrir margt, ekki síst
sé hreyfingin borin saman við ýmsa
þá hópa sem spruttu upp í kringum
búsáhaldabyltinguna. Margt er hér
sameiginlegt, til dæmis kom fram í
þættinum að margar konur gátu sam-
einast um þetta eina stóra málefni,
kvenréttindi, þó að þær ættu annars
fátt sameiginlegt hvað stjórnmála-
skoðanir varðaði. Í búsáhaldabylting-
unni sameinuðust einnig margir hóp-
ar um einfalda kröfu, kosningar. Úr
varð nýr stjórnmálaflokkur, Borgara-
hreyfingin, sem illa hefur þó gengið
að halda saman.
Það voru einnig átök innan kven-
réttindahreyfingarinnar, en henni
tókst þó að koma málefnum sínum
á framfæri. Helsti lærdómurinn sem
draga má af mannréttindabaráttu ís-
lenskra kvenna er ef til vill sá að breyt-
ingarnar gerast ekki á einni nóttu,
ekki frekar en að þær gerist af sjálfu
sér. Vissulega má benda á tímamóta-
viðburði, eins og verkfallið 24. októ-
ber 1975 eða kosningu Vigdísar Finn-
bogadóttur sem fyrsta kvenforseta í
heimi árið 1980. Þó er það svo að jafn-
réttishugmyndin hefur hægt og rólega
náð fram að ganga, með þeim afleið-
ingum að í dag eru allir femínistar,
sé miðað við viðhorf 8. áratugarins. Í
dag eru allir sammála, í minnsta kosti
í orði, um eitthvað sem þá þótti bylt-
ingarkennd hugmynd.
ísland loksins best í heimi?
Þó að enn sé sums staðar pottur brot-
inn og deilt sé um leiðir er enginn sem
að dregur það opinberlega í efa að
jafnrétti eigi að vera eitt af grundvall-
arviðmiðum þjóðfélagsins, og er tals-
verð breyting frá þeim blaðagreinum
sem vísað er til í þættinum. Nýlega var
könnun opinberuð þar sem í ljós kom
að Ísland væri fremst í heimi varðandi
jafnrétti í stjórnsýslunni. Sé þetta rétt
er hefur íslenska kvennahreyfingin
staðið fyrir einhverri best heppnuðu
byltingu undanfarinna ára.
Eins og alltaf er það þannig að þeir
sem ganga á undan þurfa að standa
í mikilli baráttu og jafnvel sæta árás-
um fyrir að halda á lofti skoðunum
sem síðar þykja sjálfsagðar. Starf slíkra
brautryðjenda verður seint ofmetið.
Það kom einnig fram í þættinum
að þegar sérstakt framboð kvenna var
stofnað árið 1982 hreinsaði það nán-
ast hendur sínar af Rauðsokkahreyf-
ingunni. Rauðsokkur voru byltingar-
hópur, Kvennalistinn var stjórnmálaafl
og um slík gilda önnur lögmál. Það er
áhugavert að einn af helstu gerendun-
um í þessum atburðum varð síðar ein
af meginpersónum dramans í janúar
2009.
ingibjörg í bláum sokkum
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ein af
leiðtogum Kvennalistans. Það að geta
aðlagast breyttum kröfum eftir því
hvar hún er stödd í stjórnmálabarátt-
unni er einn af þeim hæfileikum sem
hefur gert Ingibjörgu að einum af mest
áberandi stjórnmálamönnum Íslands
undanfarinn aldarfjórðung. En ef til
vill mun það einnig fella skugga á störf
hennar sem brautryðjanda í kven-
frelsishreyfingunni.
Um leið og hún komst í borgar-
stjórn hætti hún að vera rauðsokka
og fór að haga sér eins og stjórnmála-
maður. Sem borgarstjóri R-listans
fór hún stundum að hljóma eins og
samstarfsmenn hennar í Framsókn-
arflokknum, og olli stuðningsmönn-
um sínum meðal annars vonbrigðum
þegar hún undirritaði samninginn
um Kárahnjúkavirkjun. Að lokum
varð hún ráðherra í ríkisstjórn Geirs
Haarde og fór þá æ meira að hljóma
eins og sjálfstæðismaður. Fram-
koma hennar á borgarafundi
var síðan endanlega til að staðfesta
það að gjá hafði myndast á milli henn-
ar og fólksins.
Einn af áhugaverðari punktum
þáttarins var þegar sumir femínistar
sögðu að það þyrfti að reyna að vinna
kvenfrelsisbaráttuna með vopnum
verkalýðsbaráttunnar. Síðan hefur
kvenfrelsisbaráttan farið langt fram
úr. Ef til vill mætti því snúa þessu á
haus og segja: Baráttuna fyrir réttind-
um vinnandi fólks á Íslandi verður að
vinna með aðferðum femínismans.
Ef til vill ættu þeir sem tóku þátt í
búsáhaldabyltingunni einmitt að hafa
þetta í huga. Betra samfélag verður
ekki skapað á einni viku. Þó að rétt sé
að krefjast breytinga strax má ekki gef-
ast upp þó ekki sé orðið við því
undir eins. Baráttan er rétt
að byrja.
Í dag eru allir femínistar
mynDin
ólífutrén rifin upp með rótum Palestínskir bændur skoða hér ólífutrjálundi sína eftir að ísraelskir landtökumenn rifu upp tré bændanna. Landtökumennirnir í Yitzhar eru
sagðir meðal mestu harðlínumanna gyðinga og telja sig hafa skýrt umboð frá guði sínum til að ráða yfir palestínsku landsvæði. Mynd aFp
kjallari
umrÆða 13. nóvember 2009 föstudagur 25
Valur
gunnarssOn
rithöfundur skrifar
„Baráttuna fyrir
réttindum vinn-
andi fólks á Íslandi
verður að vinna
með aðferðum
femínismans.“