Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Side 28
um helgina
SjálfStæði kvenna í hættu Kvikmyndasafnið
sýnir þýsku myndina Der geteilte Himmel, eða Uppskiptur himinn, í Bæjarbíói
á morgun, laugardag. Leikstjórinn Konrad Wolf gerði myndina í byrjun sjöunda
áratugar síðustu aldar en þá varð stutt tímabil minni ritskoðunar í Austur-
Þýskalandi. Hún er undir sterkum áhrifum myndar Resnais, Hirosima mon
amour, og skoðunar á því hvernig sjálfstæði kvenna er í hættu á tímum afdrifa-
ríkra sögulegra atburða. Sýning hefst klukkan 16 og kostar 500 krónur inn.
málþing um
leikliStarfræði
Leikminjasafn Íslands og Listaháskóli
Íslands efna til málþings um íslensk
leiklistarfræði á morgun, laugardag.
Málstofan er haldin í samvinnu við
Þjóðminjasafn Íslands og Hugvís-
indasvið Háskóla Íslands. Hún verður
haldin í fundarsal Þjóðminjasafnsins
við Suðurgötu og hefst klukkan 14.
Þar munu eftirtaldir fræðimenn flytja
stutt erindi: Ólafur J. Engilbertsson,
sagnfræðingur og leikmyndahöfund-
ur, Ingibjörg Björnsdóttir, listdans-
kennari, Magnús Þór Þorbergsson,
lektor við Leiklistardeild LHÍ, Jón
Viðar Jónsson, forstöðumaður Leik-
minjasafns Íslands, Trausti Ólafs-
son leiklistarfræðingur og Björn G.
Björnsson leikmyndahöfundur. Um-
ræðum stýrir Dagný Kristjánsdóttir,
prófessor við HÍ. Sveinn Einarsson,
stjórnarformaður Leikminjasafnsins,
setur málþingið.
BarnaBóka-
hátíð og ingó
Barnabókahátíð verður hald-
in á Kjarvalsstöðum á sunnu-
daginn á vegum Forlagsins. Þar
verður boðið upp á fjölbreytta
fjölskyldudagskrá fyrir þá sem
vilja kynna sér nýjustu barna- og
unglingabækurnar. Tæplega þrjá-
tíu bækur verða kynntar á hátíð-
inni en auk upplestra og annars
fjörs verður tónlistarmaðurinn
Ingó á staðnum og skemmtir
börnunum. Hátíðin stendur milli
klukkan 13 og 16.
heimStónliStar-
hátíð
Heimstónlistarhátíð verður í Nor-
ræna húsinu í kvöld, föstudag, og á
morgun, laugardag. Tónlistarmenn
hvaðanæva að heimsækja Ísland á
köldum nóvemberdögum og kynda
undir með heitum tónum sem láta
engan ósnortinn. Meðal þeirra sem
koma fram á hátíðinni eru DJ Nad
Jee frá Noregi, Katrine Suwalski (á
mynd), Trans-Nations og Anoth-
er World frá Danmörku, Shava frá
Finnlandi, Punjabi band frá Svíþjóð,
Skrå frá Álandseyjum og hinir ís-
lensku Helgi og hljóðfæraleikararnir.
Veitingasala verður í húsinu og geta
gestir gætt sér á framandi veitingum
frá fjarlægum löndum fyrir tónleika
og milli atriða. Miðasala á midi.is.
28 föStudagur 13. nóvember 2009 fókuS
Styrktartónleikar Caritas með stór-
söngvurunum Kristjáni Jóhannssyni
og Diddú fara fram í Kristskirkju við
Landakot á sunnudaginn. Þetta
verða sextándu styrktartónleikar
Caritas sem hljómað hafa reglulega
í kirkjunni frá árinu 1994. Í ár mun
allur ágóði tónleikanna renna til
Mæðrastyrksnefndar.
Efnisskrá tónleikanna er glæsi-
leg og fluttar verða skærustu perl-
ur tónbókmenntanna ásamt ein-
söngvurum, strengjasveit og kórum.
Caritas-tónleikarnir marka upphaf
aðventunnar fyrir marga og fjöl-
margir gestir koma ár eftir ár á þessa
eftirsóttu tónleika, njóta fagurrar
tónlistar og leggja góðu málefni lið.
Tónleikahaldarar segja að í ár verði
hvergi slegið af kröfum og megi lík-
lega lofa bestu tónleikum til þessa,
enda hafi flytjendahópurinn aldrei
verið glæsilegri.
Auk Kristjáns og Diddúar koma
fram á tónleikunum Rúnar Guð-
mundsson tenór, Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari, Ari Þór
Vilhjálmsson fiðluleikari, Helga
Þórarinsdóttir víóluleikari, Gunn-
ar Kvaran sellóleikari, Hávarður
Tryggvason kontrabassaleikari, Ein-
ar Jóhannesson klarinettuleikari,
Eiríkur Örn Pálsson trompetleik-
ari, Hilmar Örn Agnarsson orgel-
leikari, Vox Feminae og stúlknakór
Reykjavíkur undir stjórn Margrétar
Pálmadóttur.
Tónleikarnir hefjast klukkan 16 á
sunnudaginn. Miðasala er á midi.is
og kostar miðinn 3.000 krónur.
Stjörnur Kristján og Diddú eru eldri
en tvævetur í söngbransanum.
Styrktartónleikar Caritas fara fram í Kristskirkju við Landakot um helgina:
Stórsöngvarar á tónleikum
leiðrétting
Í dálknum „Fyrri dómar“ í bóka-
blaði DV síðastliðinn miðviku-
dag, 11. nóvember, fylgdi röng
stjörnugjöf með bókinni Jón
Leifs - Líf í tónum. Þar áttu að
vera fimm stjörnur líkt og fylgdu
með dómnum þegar hann birtist
í bókablaði DV 4. nóvember síð-
astliðinn.
„Ég sá einu sinni mynd af hundi
sem grafðist undir eldgosinu sem
lagði bæinn Pompei í rúst. Hund-
urinn virtist hafa kvalist mikið og ég
vildi bjarga hundinum af því að ég
elska hunda. Til þess að geta bjarg-
að honum varð ég að ferðast aftur
í tímann þannig að ég læt aðra að-
alpersónuna í bókinni, Ramónu,
gera það,“ segir sænski barnabóka-
höfundurinn Kim M. Kimselius um
tildrög bókarinnar Aftur til Pompei
sem kom nýverið út í íslenskri þýð-
ingu.
Bókin kom út í Svíþjóð árið 1997
og markaði upphafið að farsælum
ferli Kim sem rithöfundar. Upp-
hafið var reyndar svo kraftmikið að
líkja mætti við eldgos. Að sögn Kim,
sem var hér á landi á dögunum til
að fylgja bókinni eftir, seljast venju-
lega 200 til 300 eintök af fyrstu bók
höfundar í Svíþjóð á fyrsta árinu
eftir útgáfu. Aftur til Pompei seldist
hins vegar í ellefu þúsund eintök-
um fyrstu vikuna eftir að hún kom
í verslanir!
„Þetta varð því stórfrétt og líf mitt
breyttist gjörsamlega,“ segir Kim.
„Sjónvarpsstöðvar, útvarpsstöðvar,
dagblöð og tímarit vildu öll fá viðtal
við mig. Mér fannst það hræðilegt
af því að ég byrjaði ekki að skrifa
bækur til að verða fræg heldur til að
setja bækurnar í bókahilluna mína.
En ég hef lært að frægð er gjald sem
ég þarf að greiða til að koma bók-
unum mínum upp í bókahilluna
mína. Fólk ber kennsl á mig þegar
ég fer út í búð og það er ekki alltaf
mjög gleðilegt, sérstaklega
ekki þegar ég er að kaupa
nærföt,“ segir Kim og hlær.
Á 20 handrit tilbúin
Síðan Aftur til Pompei kom út hef-
ur Kim sent frá sér tólf barnabæk-
ur til viðbótar sem komið hafa út
í fjölmörgum löndum, til dæmis
Noregi, Finnlandi, Serbíu, Spáni,
Bandaríkjunum, nokkrum löndum
Suður-Ameríku og nú bætist Ísland
loks í hópinn. Í handraðanum er
svo útgáfa í Þýskalandi, Japan, Kína
og víðar.
„Ég veit það ekki, en þær eru
margar, margar!“ segir Kim, að-
spurð hversu mörg eintök hafi selst
samtals af bókum hennar. Og ótrú-
legt en satt á hún hvorki fleiri né
færri en tuttugu handrit til-
búin ofan í skúffu sem bíða
einfaldlega eftir því að vera gef-
in út á bók. Þrátt fyrir þennan lag-
er er Kim síður en svo að hægja á
skrifunum og kveðst hún ávallt
vera með nokkrar bækur í smíðum
í einu.
Aftur til Pompei segir frá því
þegar stúlka að nafni Ramóna fer í
skólaferðalag til Ítalíu til að skoða
uppgröftinn í Pompei, borginni sem
grófst undir hraun og ösku þegar
eldfjallið Vesúvíus gaus árið 79 eftir
Krist. Ramónu verður eitthvað óm-
ótt þegar hún skoðar gifsafsteypur
af íbúum borgarinnar sem fórust í
eldgosinu, skríður undir bekk til að
hvíla sig og steinsofnar. Þegar hún
vaknar hefur hún flust til í tíma og
Kim M. Kimselius er einn vinsælasti sænski
barnabókahöfundur Svíþjóðar frá upphafi og
hafa sænskir fjölmiðlar kallað hana „hina nýju
Astrid Lindgren“. Bækur hennar hafa komið
út víða um heim og á dögunum bættist Ísland
í hópinn þegar fyrsta bók Kim af þeim þrettán
sem gefnar hafa verið út, Aftur til Pompei, kom
út í íslenskri þýðingu. Blaðamaður DV ræddi
við Kim þegar hún heimsótti Ísland nýverið.
Astrid Lindgren
hin nýja