Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 32

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 32
32 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað Þ að er búið að taka barnið mitt og setja það í geymslu. Þetta er auðvitað ofboðs- lega sárt. Það er erfitt að hugsa um barnið sitt í höndum ókunnugra. Ég veit að hon- um líður illa. Ég veit að hann græt- ur og ég get ekki komið og tekið utan um hann. Það er virkilega sárt,“ seg- ir móðir níu ára drengs sem Barna- vernd Reykjavíkur ákvað að senda á fósturheimili án þess að dómur hefði fallið í málinu. Móðirin er enn með forræði yfir syni sínum en samt átti að senda hann í fóstur. Hún lætur mótlætið þó ekki buga sig. „Ég verð bara enn harðari í baráttunni. Ég gefst ekki upp. Ég hef alltaf verið trúuð og ég treysti því að niðurstaðan verði rétt- lát og drengnum fyrir bestu og hann fái að koma heim. Ég veit að það er syni mínum ekki fyrir bestu að vera sendur í fóstur til ókunnugs fólks. Ég held að honum finnist að það sé verið að stela sér frá mömmu sinni. Hann hatar barnaverndarnefnd og þær kringumstæður sem hann hef- ur verið settur í,“ segir hún. Synir hennar eru tveir, annar níu ára og hinn þrettán ára. Móðirin á sögu um fíkniefnaneyslu og þegar hún hefur ekki verið í ástandi til að annast drengina hafa þeir dvalist hjá móðurömmu sinni en þær mæðgur eru afar nánar. Móðir drengjanna hefur verið edrú í hálft ár og hafa þær undanfarna mánuði unnið að því að þeir geti aftur flutt til hennar. Á föstudaginn í síðustu viku var yngri drengurinn hins vegar tekinn af heimili ömmu sinnar og færð- ur á skammtímavistun í Reykjavík. Til stóð að hann yrði sendur þaðan á fósturheimili á Austfjörðum tæpri viku síðar en eftir kröftug mótmæli lögmanns móðurinnar, Daggar Pálsdóttur, og fleira fólks var ákveð- ið að fresta flutningi drengsins um óákveðinn tíma. Nú á fimmtudag úrskurðaði fé- lags- og tryggingamálaráðuneytið að Helga Elísdóttir, amma drengs- ins, væri hæft fósturforeldri og hann var fluttur til hennar sama dag. DV ræddi við móðurina þegar drengur- inn var á leiðinni og var hún mjög spennt að hitta hann aftur. Öruggt er að drengurinn verður hjá ömmu sinni fram á þriðjudag, hið minnsta, en þá tekur barnaverndarnefnd málið fyrir. allt hrundi Móðirin hefur í gegnum tíðina neytt fíkniefna með hléum. Í ársbyrjun 2008 varð fjölskyldan síðan fyrir persónulegu áfalli. Neyslan jókst þá til muna og var hún farin að neyta fíkniefna á hverjum degi þegar verst lét. „Þarna gjörsamlega hrundi allt,“ segir hún en vill ekki fara nánar út í af hvaða toga áfallið var. „Ég hafði þá samband við barna- verndarnefnd og bað um að mamma fengi strákana tímabundið á meðan ég væri að vinna í mínum málum. Ég er ekki að sækjast eftir því að vera innan um börnin mín þegar ég er í neyslu. Þetta er nógu ljótt fyrir. Ég vil ekki bjóða þeim upp á þann viðbjóð sem fylgir neyslunni. Margir myndu reyna að fela neysluna en þegar ég datt í það ákvað ég að hringja í barnaverndarnefnd sjálf. Ég vissi að þetta gengi ekki svona,“ segir hún. Drengirnir höfðu áttað sig á því að það var ekki allt í lagi með móður þeirra og skildu því að hún þyrfti að leita sér aðstoðar. „Við sögðum þeim yngri að mamma þyrfti að fara á spítala. Sá eldri vissi að ég var að fara í meðferð. Við höfum reynt að skýra málið fyrir þeim í samræmi við þroska þeirra. Ég hafði farið í með- ferðir áður og þá höfðum við sagt þeim að mamma væri með ofnæmi fyrir áfengi og mætti ekki drekka,“ segir hún. Synir hennar fluttu þá til ömmu sinnar og móðirin fór í meðferð. Hún hitti syni sína reglulega en amman sá alfarið um þá á meðan móðirin vann með sjálfa sig. Fyrir um hálfu ári datt hún aftur í það en eftir þriggja daga neyslu ákvað hún að hætta aftur. sækir styrk í trúna „Ég vissi alveg hvað ég þurfti að gera. Ég flutti þá inn til pabba sem er bú- inn að vera edrú í 25 ár. Strákarn- ir voru áfram hjá mömmu því ég vil ekki vera nálægt þeim þegar ég hef verið í neyslu. Ég fór síðan að vinna í sporunum og það hefur gengið vel. Ég geri samt ekki lítið úr því að ég hafi þarna stigið feilspor. Fall er allt- af fall. En ég hef aldrei komist jafn langt í sporavinnunni og núna. Mér fannst ég finna fyrir auknum stöð- „Mér finnst eins og það sé verið að stela barninu mínu“ Móðir níu ára drengsins sem Barnavernd Reykjavíkur ákvað að setja í fóstur án dómsúrskurðar segist upplifa aðfarirnar að fjölskyldu sinni eins og verið sé að gefa barnið hennar. Hún á að baki óreglu en líf hennar hefur sannarlega ekki aðeins einkennst af fíkniefnaneyslu. Móð- irin varð Íslandsmeistari í fimleikum sautján ára og hefur alltaf lagt mikla áherslu á að synir hennar stundi íþróttir. Yngri drengurinn ætlar að verða knattspyrnumaður eða lögga þegar hann verður stór og heldur mest upp á Fernando Torres. „Ég vil ekki bjóða þeim upp á þann viðbjóð sem fylgir neyslunni.“ Hafði sjálf samband Móðirin segist sjálf hafa sett sig í samband við Barnavernd Reykjavíkur þegar hún byrjaði aftur í neyslu og óskaði þá eftir því að drengirnir yrðu vistaðir tímabundið hjá ömmu þeirra.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.