Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 34
34 föstudagur 13. nóvember 2009 helgarblað
albræður og það er verið að stía
þeim í sundur. Þeir hafa alltaf búið
saman,“ segir Helga.
Helgu finnst barnaverndar-
yfirvöld vera að eyðileggja yngri
drenginn með því að taka hann í
burtu frá fjölskyldu sinni þar sem
hann er elskaður. „Mér finnst ver-
ið að brjóta hann algjörlega niður.
Honum líður ekki vel. Ég spurði
hann hvort allir væru ekki góð-
ir við hann á skammtímavistun-
inni. Hann hristi bara höfuðið og
sagði nei. Hann er ekki sáttur,“
segir hún.
Baráttan heldur áfram
Helga fagnar því að félags- og
tryggingamálaráðuneytið hefur
gefið henni jákvæða umsögn sem
fósturforeldri. Hún segist þó að-
eins stefna á að vera með dreng-
inn þar til hann getur flutt aftur til
móður sinnar.
„Ég myndi þá vera tímabundið
fósturforeldri þar til dóttir mín fær
aftur umsjá þannig að sem minnst
röskun verði á lífi drengsins,“ seg-
ir hún.
Helga telur að barnaverndar-
nefnd hafi tafið fyrir að niðurstöð-
ur matsins verði birtar en nú er
ljóst að hún hefur fengið jákvæða
umsögn. „Ég held að þeir hafi ætl-
að að koma barninu í fóstur áður
en niðurstaðan væri kynnt. Þeir
hafa líka brotið á drengnum með
því að ætla að senda hann í fóst-
ur áður en dómur liggur fyrir.
Þegar dómstólar ákveða að hann
eigi best heima hjá móður sinni
geta þeir hjá barnaverndarnefnd
sagt að það sé erfitt að flytja barn-
ið aftur til okkar ef hann er þegar
kominn í fóstur. Ég held að það
sé ástæðan fyrir þessum flýti hjá
þeim,“ segir Helga.
Hún er staðráðin í að halda
baráttunni áfram. „Ég vona að
þessi gjörningur endi og drengur-
inn fari aftur til fjölskyldu sinnar.
Ef það gerist ekki mun ég leita til
almennings um frekari aðstoð,“
segir hún.
Helga hefur fengið gríðarleg-
an stuðning frá bæði vinafólki og
ókunnugum sem hafa sett sig í
samband við hana á síðustu dög-
um og hún er fullviss um að ís-
lenskur almenningur standi við
hlið fjölskyldunnar í baráttunni
við yfirvöld. Þær mæðgur gefa lít-
ið fyrir yfirlýsingu Barnavernd-
ar Reykjavíkur um málið og segja
það einfaldlega rangt að nefnd-
in hafi farið ítarlega yfir málið.
Skortur á gögnum sýni að aðeins
einstakir starfsmenn hafi unnið í
málinu og að nefndin eða teymi á
hennar vegum hafi ekki enn fjall-
að um málið. Það verði ekki gert
fyrr en á þriðjudag.
Lofað hvolpi fyrir að gleyma
ömmu
Á miðvikudaginn fékk Helga að
heimsækja ömmubarnið sitt frá
hálf tólf til hálf tvö. „Þegar ég var
beðin um að fara var drengurinn
rifinn úr örmum mínum. Hann
var mjög æstur og allt starfsfólkið
var þarna samankomið og hann
var tekinn grátandi frá mér. Hann
ríghélt í ömmu sína,“ segir Helga.
„Klukkan hálf tíu um kvöld-
ið fær hann að hringja í mig til að
bjóða góða nótt og segir mér þá
að konan sem hefur sótt um að fá
hann í fóstur hafi komið rétt eft-
ir að ég fór og að hún sé ennþá á
staðnum. Þetta gerist á sama tíma
og ákveðið er að barnið verði kyrr-
sett á vistheimilinu þar til ákvörð-
un verður tekin um framtíð þess.
Um leið og málið er kyrrsett er kon-
unni samt hleypt þarna inn og hún
er sjálfsagt að rugla talsvert í barn-
inu. Hann segir mér að hún hafi
lofað honum hvolpi og að hann
verði að koma til sín á þriðjudag-
inn. Mér finnst undarlegt að hún
geti fullyrt þetta og lofað honum
hvolpi þegar engin niðurstaða er
komin í málið. Þarna fær hún bara
að koma og rugla í honum. Ég bað
um að fá að tala við starfsmann á
staðnum og fékk staðfest að þessi
kona væri á staðnum. Þarna finnst
okkur að verið sé að vinna bak við
tjöldin og halda áfam með ferlið
og skaða þannig andlega heilsu
drengsins þótt málið eigi að vera í
frosti,“ segir Helga.
Á fimmtudagsmorgun hringdi
starfsmaður barnaverndarnefnd-
ar og óskaði eftir fundi með Helgu.
„Ég lét þá í ljós vanþóknun mína á
þessum vinnubrögðum þeirra og
spurði hvaða meining lægi á bak
við og sagði henni að mín krafa
væri skilyrðislaust að barnið yrði
afhent mér tafarlaust svo fjöl-
skyldan gæti strax byrjað að vinna
úr þeim skaða sem þegar er orð-
inn.“
erla@dv.is
„ÞETTA BARN Á HEIMILI“ – FRAMHALD
Móðirin fór ung í hárgreiðslunám
og starfaði um tíma við fagið. Hún
lenti síðan í bílslysi og gat ekki
sinnt hárgreiðslunni lengur. Þá
kláraði hún skrifstofunám og fékk
vinnu á skrifstofu. Nokkru síðar
varð hún rekstrarstjóri í litlu fyrir-
tæki og starfaði um tíma sem fim-
leikaþjálfari.
„Ég varð Íslandsmeistari í fim-
leikum þegar ég var sautján ára.
Ég byrjaði í fimleikum átta ára og
komst síðar í landsliðið. Ég æfði
þá sex sinnum í viku, þrjá til fjóra
tíma á dag. Ég keppti mikið og fór
til útlanda í fimleikabúðir. Flest-
ar mínar æskuminningar eru úr
fimleikum.“
Hún reyndi fyrst fyrir sér í fim-
leikunum sex ára gömul en þurfti
að hætta eftir að æxli fannst í höfði
hennar. „Þetta var æxli sem finnst
yfirleitt í útlimum hjá eldra fólki
en fannst hjá mér sem barni í heil-
anum. Ég var í lífshættu og þurfti
að fara í fjórar aðgerðir til Kanada.
Um leið og ég gat var ég farin að
fara heljarstökk á spítalagöngun-
um. Ég ætlaði alltaf að leggja fim-
leikana fyrir mig.“
Eftir að hún landaði Íslands-
meistaratitlinum leitaði hugurinn
annað. „Ég var búin að ákveða að
ég myndi hætta eftir þetta ár. Allir
úr mínum hópi voru hættir og ég
orðin elst. Það var líka orðið nóg
að gera í skólanum,“ segir hún.
Þegar drengirnir hennar fóru
að æfa íþróttir mundu margir eft-
ir henni úr fimleikunum og henni
bauðst að gerast fimleikaþjálfari.
Synir hennar hafa notið góðs
af íþróttaáhuga móður sinnar. „Í
sumar fórum við mikið saman í
sund. Ég hef líka tekið tímabil þar
sem ég fer mikið með þeim á línu-
skauta. Þeir hafa líka gaman af
því að fara í keilu og við förum oft
saman í keilusalinn. Ef ég er í fríi
um helgar hef ég reynt að gera eitt-
hvað skemmtilegt með þeim. Við
fjölskyldan förum mikið út á land
á sumrin. Núna í sumar fórum við
til Stykkishólms, spiluðum golf og
fórum í siglingar saman. Það var
algjört ævintýri.“
dreymir um atvinnu-
mennsku í knattspyrnu
Fótboltinn á allan hug yngri son-
ar hennar og á hann sér þann
draum að verða atvinnumaður
í fótbolta. „Hann ætlar að verða
knattspyrnumaður. Eða lögga. En
helst knattspyrnumaður. Ég held
að Torres í Liverpool sé í mestu
uppáhaldi hjá honum. Strákarnir
eru báðir aðdáendur Liverpool. Ég
hélt alltaf með Manchester þegar
ég var unglingur. Í fyrra byrjaði ég
aftur að horfa á fótboltaleiki til að
geta talað um fótbolta við strák-
ana. Núna veit ég allavega hvaða
menn þetta eru sem þeir eru að
tala um,“ segir hún.
Móðirin segir heimilislíf þeirra
alltaf hafa verið heldur hefðbund-
ið. Jólin nálgast og hún kvíðir
hátíðinni ef yngri sonurinn fær
ekki að koma aftur til hennar eða
ömmu sinnar. „Þetta verða þá
hræðileg jól. Ef hann verður send-
ur í burtu eru engar líkur á að ég
fái að hitta hann um jólin. Þetta
verða sorgleg jól. Það verður eng-
in gleði ef ég veit af barninu mínu
einhvers staðar hjá ókunnugu fólki
um jólin. Báðir strákarnir mínir
þurfa mikið knús. Við erum alltaf
að faðmast og ég segi þeim dag-
lega að ég elski þá. Það er nokkuð
sem strákurinn minn fær ekki hjá
fólki sem hann þekkir ekki.“
Hún segist vongóð þó að hún
geti ómögulega skilið vinnu-
brögð barnaverndaryfirvalda.
„Ég átta mig ekki á hvaða hvatir
liggja þarna að baki. Þessar aðfar-
ir eru algjörlega óskiljanlegar. Mér
finnst eins og það sé verið að stela
barninu mínu og gefa það svo,“
segir hún. erla@dv.is
NáNar mæðgur Móðir drengsins og
móðuramma eru mjög nánar og hafa unnið
saman að því að halda fjölskyldunni saman. Þær
segjast ekki skilja hvað Barnavernd Reykjavíkur
gengur til með vinnubrögðum sínum.
myNd KristiNN magNússoN
BARNAVERNDARNEFND
HARMAR UMFJÖLLUN
„Barnavernd Reykjavíkur hefur yfirfarið sérstaklega ferli þessa tiltekna
máls og telur að þar hafi verið unnið með bestu hagsmuni barnsins að
leiðarljósi. Starfsmenn hjá Barnavernd Reykjavíkur taka tillit til allra
aðstæðna barna í þeim málum sem þeim er falið að sinna, leitast við
að styðja börnin í þroska þeirra og tryggja öryggi þeirra. Unnið er eftir
lögum, ferlum og reglum. Ákvarðanir eru teknar af teymum eða eftir at-
vikum barnaverndarnefnd, eftir ítarlega yfirferð mála, ekki af einstökum
starfsmönnum,“ segir í yfirlýsingu sem Barnavernd Reykjavíkur sendi frá
sér á miðvikudag í kjölfar fjölmiðlaumfjöllunar um málið. Sú umfjöllun
er þar hörmuð.
„Barnaverndarstarfsmenn eru bundnir trúnaði um málefni einstakra
barna og geta því aldrei útskýrt eða varið ákvarðanir og ferli nema í
lokuðu þinghaldi fyrir dómsstólum eða gagnvart öðrum eftirlitsaðil-
um. Þessi trúnaður er bæði lagalegur og siðferðilegur og snýr að því að
vernda hagsmuni þeirra barna sem starfsmenn barnaverndar vinna fyr-
ir og aðstandenda þeirra,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni.
barátta föður á húsavík
n Stefán Guðmundsson, faðir þriggja
barna, sagði frá baráttu sinni í viðtali við
helgarblað DV í fyrra. Stefán hafði ekki
fengið að hitta sex ára gamla dóttur
sína í tíu mánuði vegna þess að móðir
stúlkunnar hafði komið í veg fyrir það.
Hún hafði hundsað fjölda dómsúr-
skurða þar sem Stefáni var tryggður
umgengnisréttur við dóttur sína. Í 10
mánuði hitti hann eldri dóttur sína sem
var 13 ára þá, á aðeins einum stuttum
fundi hjá Barnavernd Reykjavíkur.
Sýslumaðurinn í Reykjavík þurfti að
grípa inn í til að koma á fundi Stefáns
við dætur sínar eftir að hafa áður reynt
að beita móðurina dagsektum, sem
skilaði engum árangri. Skömmu áður en
Stefán sagði sína hlið á málinu í viðtali
við DV hafði Héraðsdómur Reykjavíkur
úrskurðað að yngsta dóttirin skyldi tekin
úr umsjá móður sinnar til þriggja vikna
dvalar hjá föður sínum.
Þurftu að velja annað barnið
n Árið 1984 svipti Barnaverndarnefnd
Reykjavíkur Hönnu Jónsdóttur og Jón
Viðarsson umsjá með dóttur sinni.
Hún var send í fóstur austur á land, en
Anna og Jón fengu viku til þess að velja
hvort þau myndu vilja hafa dóttur sína
í sinni umsjá eða yngri bróður hennar.
Hanna var afar ósátt við hvernig staðið
var að málum og krafðist svara. „Þetta
er nokkuð sem ég mun aldrei komast
yfir. Aldrei nokkurn tímann,“ sagði
Hanna í viðtali við helgarblað DV í
fyrra. Barnaverndarnefnd kom á heimili
hjónanna og í skýrslu um málið segir
að sterka þvaglykt hafi lagt yfir íbúðina.
„Við notuðum beislið úr barnavagninum
og höfðum hana beislaða í rúminu. En
ekki þannig að hún væri bundin við
rúmið heldur gat hún alveg hreyft sig,
sest upp en ekki staðið upp,“ sagði
Hanna við DV.
lokuðu dótturina inni
n Í janúar á þessu ári fjölluðu fjölmiðlar
um baráttu Gunnars Jósefssonar,
eiganda Laugarásvídeos, en hann og
kona hans voru svipt forsjá tímabundið
yfir dóttur sinni. Henni var komið fyrir
á fósturheimili á Austurlandi, þar sem
hún dvaldi meirihluta síðasta árs. Um
síðustu jól kom stúlkan heim til foreldra
sinna í Reykjavík og neitaði að fara frá
þeim aftur. Foreldrarnir létu hana ekki
af hendi þegar barnverndaryfirvöld
komu til að sækja hana að loknu jólafríi.
Tveimur dögum síðar komu fulltrúar
barnaverndaryfirvalda aftur í fylgd
lögreglu. Þá lokuðu foreldrar stúlkunnar
Laugarásvídeoi, svo ekki væri hægt að
ná stúlkunni. Stúlkan fór huldu höfði
næstu daga. Gunnar sagði við DV í
janúar að ástæðan fyrir því að dóttirin
var tekin frá foreldrum sínum væri sú að
hún væri í óhreinum fötum og tennur
hennar væru illa burstaðar. Gunnar
sagði barnaverndaryfirvöld ekki hafa
komið á heimili hans í tvö ár.
varnarlaus í bandaríkjunum
n Borghildur Guðmundsdóttir berst
fyrir forræði yfir sonum sínum, Brian
sem er níu ára og Andy sem fjögurra
ára. Hún á strákana með bandarískum
manni, Richard Colby Busching.
Borghildur og Busching bjuggu saman
í Bandaríkjunum en skildu að borði og
sæng. Skömmu síðar, í janúar 2008,
fór hún með drengina til Íslands. Eftir
átján mánaða lögfræðibaráttu komst
Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að hún
skyldi fara aftur til Bandaríkjanna með
drengina.
„sá alversti“
n Dómur yfir 26 ára manni sem misnot-
aði tveggja ára dóttur sína vakti mikinn
óhug. Svipta hefði átt barnaníðinginn
sem misnotaði tveggja ára gamla dóttur
sína forræði yfir dótturinni hálfu ári áður
en misnotkunin hófst. Foreldrar litlu
stúlkunnar eru báðir öryrkjar og stunda
ekki vinnu. Þess í stað endaði faðirinn
með fullt forræði yfir henni og flutti úr
bæjarfélaginu. Hann flutti síðar aftur.
Í kjölfarið fór í gang rannsókn á hvort
þess hefði verið gætt að flytja gögn
um hann á milli barnaverndarnefnda
og hvort hann hefði náð að skapa sér
gálgafrest með því að flytja með dóttur
sína.