Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Síða 40
Halldór fæddist á Garðsstöðum í Ög- urvík í Ögursveit og ólst þar upp til níu ára aldurs en þá flutti fjölskyldan í Ögur. Hann gekk í barnaskóla í Ögri og síðan í unglingaskóla í Reykja- nesi. Halldór sinnti hefðbundnum bústörfum í uppvextinum og tók snemma á sig ábyrgð og skyldur í rekstri og verkstjórn búsins. Hann bjó alla tíð í Ögri utan tvo vetur, í Reykjavík, 1965-66 þegar hann stundaði sjómennsku á síðutogar- anum Júpíter og starfaði um hríð í Sænska frystihúsinu. Halldór tók við búinu í Ögri 1967 ásamt konu sinni og þar stunduðu þau búskap alla tíð síðan. Halldór sat í hreppsnefnd Ögur- hrepps í fjölmörg ár þar til hreppur- inn var sameinaður Súðavíkurhreppi. Hann var sömuleiðis hreppstjóri í fjölmörg ár og oddviti Ögurhrepps síðustu ár hreppsins. Hann var sókn- arnefndarformaður Ögurkirkju, sat í skólanefnd Reykjanesskóla, var for- maður Búnaðarfélags Ögurhrepps og sat fundi Búnaðarsambands Vest- fjarða, sat í jarðanefnd Norður-Ísa- fjarðarsýslu og í stjórn Djúpbátsins sem starfrækti Fagranesið. Hann var í hlutastarfi hjá Flugmálastjórn og Pósti og síma um langt árabil frá 1963. Fjölskylda Halldór kvæntist 15.11. 1967 Maríu Sigríði Guðröðardóttur, f. 15.11. 1942, í Kálfavík í Ögursveit, húsfreyju. For- eldrar hennar voru Guðröður Jóns- son og Guðrún Guðmundsdóttir, bændur í Kálfavík. Sonur Halldórs og Sigrúnar Ámundadóttur er Ámundi Halldórs- son, f. 14.5. 1957, pípulagningameist- ari, búsettur í Reykjavík en kona hans er Margrét Traustadóttir og eru börn þeirra þrjú. Börn Halldórs og Maríu eru Hall- dór Halldórsson, f. 25.7. 1964, bæj- arstjóri Ísafjarðarbæjar og formað- ur Sambands íslenskra sveitarfélaga, en kona hans er Guðfinna Hreiðars- dóttir og eiga þau þrjú börn auk þess sem Halldór á son frá því áður; Leif- ur Halldórsson, f. 9.5.1967, búsettur í Garðabæ en sambýliskona hans er Steinunn Einarsdóttir og eiga þau einn son auk þess sem hann á þrjú börn frá því áður; Hafliði Halldórs- son, f. 4.2. 1972, matreiðslumaður í Garðabæ en kona hans er Heiða Sigurbergsdóttir og eru börn þeirra tvö auk þess sem Hafliði á tvö börn frá því áður; Harpa Halldórsdóttir, f. 16.11. 1973, markaðsfræðingur í Reykjavík en hennar maður er Ólaf- ur Ólafsson og eiga þau einn son auk þess sem hún á dóttur frá því áður; andavana fæddur sonur, f. 29.3. 1975; Guðmundur Halldórsson, f. 8.3. 1977, stjórnmálafræðingur, búsettur í Garðabæ og á hann tvö börn; Halla María Halldórsdóttir, f. 15.2. 1981, fé- lagsfræðingur í Reykjavík en maður hennar er Þórólfur Sveinsson og eiga þau eina dóttur. Systkini Halldórs: Lára, f. 17.12. 1930, fyrrv. skrifstofumaður í Reykja- vík; Guðríður, f. 25.12. 1934, d. 2.11. 1956; Ragnhildur, f. 19.7. 1937, hús- móðir í Kópavogi; Erla, f. 18.1. 1940, vistmaður hjá Sjálfsbjörg; Ása, f. 28.9. 1941, d. 8.11. 1998. Uppeldisbróðir Halldórs er Guð- mundur Haraldsson, f. 11.1. 1935, búsettur í Reykjavík. Foreldrar Halldórs voru hjón- in Hafliði Ólafsson, f. 26.12.1900, d. 25.5. 1969, og Líneik Árnadóttir, f. 9.11.1902, d. 25.1.1980, bændur á Garðsstöðum og í Ögri. Útför Halldórs fer fram frá Ög- urkirkju, laugardaginn 14.11. kl. 10.30. 40 föstudagur 13. nóvember 2009 minningar Stefán fæddist og ólst upp á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal. Hann lauk stúdents- prófi frá MA 1950, búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1951, var við verknám við landbúnað í Noregi 1952, lauk búfræðikandídatsprófi frá frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi 1955, stundaði framhalds- nám við ullarrannsóknir, tölfræði og kynbótafræði við háskólana í Leeds, Edinborg og Cambridge 1956-57 og lauk Ph.D.-prófi frá tölfræðideild Ed- inborgarháskóla 1969. Stefán var aðstoðarmaður við bún- aðardeild Atvinnudeildar HÍ 1955-56 og sérfræðingur þar 1957-70, deild- arstjóri búfjárdeildar Rannsóknar- stofnunar landbúnaðarins 1970-91, ullarmatsformaður hjá landbúnað- arráðuneyti 1960-86, ritstjóri Búnað- arblaðsins 1962-66, stundakennari við framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri 1969-70 og 1971-72, við Tækniskóla Íslands 1971-74 og við verk- og raunvísindadeild HÍ 1971- 85, og við læknadeild HÍ 1976-86, töl- fræðiráðgjafi hjá Krabbameinsfélagi Íslands 1985-87 og 1990-91, og fram- kvæmdastjóri Norræns genabanka fyrir búfé 1991-96. Stefán var formaður Félags ís- lenskra náttúrufræðinga 1969-70, formaður Félags íslenskra búfræði- kandídata 1969-71, sat í Tilraunaráði landbúnaðarins 1970-86 og formaður þess 1974-86, í Rannsóknarráði rík- isins 1987-91 og var forseti Vísinda- félags Íslendinga um skeið frá 1990. Þá var hann félagi í The Biometric Society, í The American Genetic Ass- ociation, The British Society of An- imal Production, í Rotaryklúbbnum Reykjavík-Breiðholt frá 1983 og forseti hans 1985-86. Meðal ritverka Stefáns má nefna doktorsritgerð hans, Colour inherit- ance in Icelandic sheep and relation between colour, fertility and fertiliz- ation, í ritinu Íslenskar landbúnaðar- rannsóknir, 1970, og ritin Sauðkindin, landið og þjóðin, 1981; bókaflokk- ur um húsdýrin, fuglana, blómin og spendýrin 1982-1997; Íslenski hestur- inn - Litafbrigði, ásamt Friðþjófi Þor- kelssyni, 1991 og tvær barnabækur auk fjölda ritgerða um fræðilegt efni í innlend og erlend tímarit. Fjölskylda Stefán kvæntist 2.10. 1954 Ellen Sætre, f. 3.2. 1935, húsmóður og verslunar- stjóra. Hún er dóttir Karsten Ingvald Sætre, f. 7.2. 1900, d. 8.5. 1973, húsa- smíðameistara í Oppegaard í Noregi, og k.h., Signe Kristine Sætre, f. 24.12. 1900, d. 11.11. 1967, verslunarstjóra. Stefán og Ellen skildu. Stefán kvæntist 19.6. 1999 eftirlif- andi eiginkonu sinni, Erlu Jónsdótt- ur, f. 22.10.1929. Hún er dóttir Jóns Einarssonar f. 1.10.1895, d. 1.10.1963, trésmíðameistara á Akureyri og Ingi- bjargar Benediktsdóttur f. 3.12.1900, d. 29.8.1988, húsfreyju á Akureyri. Börn Stefáns og Ellenar eru Gunnar, f. 9.8. 1955, tölfræðingur, Ph.D. frá Ohio State University, próf- essor við Háskóla Íslands, kvæntur Kristínu Rafnar, hagfræðingi og for- stöðumanni hjá Kauphöll Íslands og eru börn þeirra Bjarni, f. 17.6. 1981 stærðfræðingur og Stefán Björn, f. 12.4. 1988 en Bjarni er í sambúð með Graciete das Dores, f. 24.10.1976 og þau eiga Gunnar Kára, f. 25.1.2009; Ragnar, f. 17.10. 1957, cand.psych., sálfræðingur í Sönderborg, kvæntist Írisi Elvu Friðriksdóttir myndlistar- manni, nú skilin, og eru börn þeirra Sóley, f. 15.12. 1991, Bergsteinn Gauti, f. 10.6. 1993, og Axel Logi, f. 13.8. 1996; Stefán Einar, f. 23.4. 1963, líffræðingur, Ph.D. frá University of Toronto, deildarstjóri hjá Actavis kvæntur Ranie Sahadeo frá Kanada og eru börn þeirra Lára, f. 3.2. 2002 og Róbert, f. 16.3. 2004; Kjartan, f. 2.6. 1964, stærðfræðingur, tölvunarfræð- ingur, Ph.D. frá Cornell University, aðstoðarforstjóri hjá Caliper Corpor- ation í Boston við hugbúnaðarhönn- un, kvæntur Nancy Stefansson og er barn þeirra Adam, f. 20.6.2007; Hall- dór Narfi, f. 6.10 1971, stærðfræðingur og tölvunarfræðingur, Ph.D. frá Uni- versity of Wisconsin, Madison, sér- fræðingur hjá Mathworks í Boston, kvæntur Masako Atake tungumála- kennara og eru dætur þeirra Nanna, f. 26.2. 2003, og Lena, f. 5.7.2006. Systkini Stefáns: Guðrún, f. 25.5. 1923, d. 24.9.1999, matráðskona; Jó- hanna, f. 15.8. 1924, d. 26.4. 2007, gæslukona; Guðlaug Ingibjörg, f. 18.8. 1925, d. 21.12. 1991, verkakona; Jón Hnefill, f. 29.3. 1927, prófessor við HÍ; Sigrún, f. 29.7. 1930, húsvörð- ur; Aðalsteinn, f. 26.2. 1932, bóndi; Ragnhildur, f. 3.3. 1933, d. 1939; Há- kon, f. 13.7. 1935, d. 6.3.2009, skógar- bóndi; Ragnar Ingi, f. 15.1. 1944, að- júnkt. Foreldrar Stefáns voru Aðalsteinn Jónsson, f. 6.12. 1895, d. 3.2. 1983, bóndi, og k.h., Ingibjörg Jónsdóttir, f. 10.3. 1901, d. 17.12. 1987, húsfreyja. Jarðarför Stefáns Aðalsteinssonar verður frá Dómkirkjunni mánudag- inn 16.11. kl 13. Eysteinn var sonur Jóns Finnssonar, pr. í Hofsþingum, og k.h., Sigríðar Hansdóttur Beck húsfreyju. Bróðir hans var dr. Jakob Jóns- son, sóknarprestur í Hallgrímskirkju og rithöfundur, faðir rithöfundanna Jök- uls og Svövu. Eysteinn stund- aði nám við Sam- vinnuskólann 1925-27 og við Pitman’s College í London 1929. Hann gerði ungur bandalag við Hermann Jónasson gegn Hriflu- Jónasi og hófst yngri til mannvirð- inga í stjórnmálum en dæmi voru um hér á landi, varð alþm. tuttugu og sex ára og ráðherra í Stjórn hinna vinnandi stétta 1934, aðeins tuttugu og sjö ára. Hann var síðan ráðherra í öllum stjórnum Framsóknarflokks- ins fram að Viðreisn, lengst af fjár- málaráðherra. Hann tók við Fram- sóknarflokknum af Hermanni og gegndi þar formennsku 1962-68. Þá var hann stjórnarformaður SlS 1975- 78 og formaður Náttúruverndarráðs 1972-78. Eysteinn þótti með mælskustu þingmönnum á sínum yngri árum en hafði hvorki áheyrilega rödd né þótti fyrirmannlegur á velli. Skopteiknarar nýttu sér t.d. óspart að hann hafði útstæð eyru. Þá galt hann þess að taka við Framsókn- arflokknum á fyrsta kjörtímabili Viðreisnarstjórnarinnar sem sat að völdum á árunum 1959-71. Honum tókst ekki að hnekkja þeirri ímynd sem sjálfstæðismenn og alþýðu- flokksmenn drógu upp af Fram- sóknarflokknum á sjöunda áratugn- um, að flokkurinn væri gamaldags dreifbýlisflokkur og helsti málsvari skömmtunar og innflutningshafta hér á landi. En Eysteinn var engu að síður í hópi merkustu og valdamestu stjórnmálamanna þjóðarinnar fyrir Viðreisn, skarpgreindur, samvisku- og atorkusamur, hreinskiptinn og heiðarlegur. Ólíkt Hermanni Jónas- syni, var hann ætíð eindreginn mál- svari vestrænnar samvinnu. Hann var mikill útvistar- og ferðamaður og einlægur málsvari náttúruverndar. minning búfjárfræðingur og tölfræðingur merkir Íslendingar Fæddur 30.12. 1928 – dáinn 5.11. 2009 Stefán Aðalsteinsson minning bóndi í ögri við ísafjarðardjúp Halldór Hafliðason Eysteinn Jónsson ráðherra og formaður framsóknarflokksins f. 13.11. 1906 - d. 11.8. 1993 Stefán Aðalsteinsson - eftirmæli „Stefán var vel gefinn maður. Hann var áhugamaður um margt sem laut að búfjárræktinni og kynbót- um, sérstaklega sauðfjár, og hann var sérstakur áhugamaður um erfðafræði. Hann hafði brennandi áhuga á þessu og skrifaði mikið um þessi efni. Við Stefán unnum lengi sam- an, meðal annars að sérstökum fjárstofni sem komið hafði upp á Skriðuklaustri og lengi verið varð- veittur. Við komum því meðal annars til leiðar að það voru vald- ir hrútar inn á sæðingarstöðvar og vonandi hefur orðið einhver ár- angur af því. Stefán var dálítið á öndverðum meiði við þá stefnu sem réð ríkj- um á ýmsum sviðum í búfjárrækt og átti þess vegna ekki alltaf upp á pallborðið. Því var reynt að ýta honum svolítið til hliðar, en það var ekki svo auðvelt að gera það því Stefán var rökfastur. Það var ýmislegt sem hann barðist fyrir, til dæmis fannhvíta ullin sem hann vildi festa í íslensku sauðfé. En það dugði ekki að vinna þetta hér því stofninn var ekki nógu alhliða. Að mínum dómi hefðu menn samt mátt reyna að gæta betur að þeim kostum sem þar voru til staðar. Stefán var frábærlega dugleg- ur, áhugasamur og vel að sér í sínum fræðum, alls staðar með augun opin og kveikti áhuga hjá öðrum með áhuga sínum. Hann var skemmtilegur í náinni kynn- ingu, hagmæltur og gamansam- ur. Við Stefán áttum því mjög vel saman.“ sigurður sigurðarson fyrrverandi yfirdýralæknir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.