Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 48

Dagblaðið Vísir - DV - 13.11.2009, Qupperneq 48
48 föstudagur 13. nóvember 2009 lífsstíll brjálaður yfir ráðningu lindsey lohan Stofnandi tískuhússins Emanuel Ungaro, Emanuel sjálfur, er víst brjálaður yfir ráðningu Lindsay Lohan. Emanuel seldi bandarískri fyrirtækjasamsteypu tískuhús sitt árið 2005. Þeir sem stjórna fyrirtækinu í daga hafa ráðið Lindsay til starfa og er hún listrænn stjórnandi tískuhússins. Þetta fer fyrir brjóst- ið á Emanuel sem segir Lindsay ræna sál vörumerkisins en það sé ekkert sem hann geti gert í því. Á hverju ári þegar veturinn skellur á má búast við því að húðin okkar fríki svolítið út. Húðin á það til að verða þurr, flekkótt og fínu línurnar okkar líta út eins og djúpir skurðir í andlitinu. Það er óþarfi að ör- vænta þó ekki sé til tími eða peningar til þess að splæsa í andlitsdekur á fínum snyrtistofum. Það er nefnilega ýmislegt sem við getum gert sjálfar úr því sem er til inni í skáp. Til þess að hreinsa þurra húð er gott að nota 1–2 matskeiðar af ný- mjólk og nokkra dropa af ólívuolíu. Mjólkin hreinsar varlega burt öll óhreinindi meðan ólívuolían er svaka- lega góð til þess að næra húðina. Dauð- ar húðfrumur stífla fitukirtlana og geta látið húðina virka líflausa. Til að losna við þær er gott að búa til maska úr hálfum bolla af haframjöli, einni matskeið af fín- möluðu sjávarsalti, þremur matskeið- um af möndluolíu og smávegis ferskri myntu. Bætið örlitlu volgu vatni út í þangað til blandan verður að þykku mauki. Þetta er nóg að nota einu sinni til tvisvar í mánuði. Nú er bara um að gera að skella í heimatil- búið dekur! Húðin þarf ekki að gjalda þó buddan leyfi ekki að farið sé í dekur á fínum snyrtistofum: heimatilbúið dekur fyrir vetrarhúð UmSjón: HELga kriStjánSdóttir n Blake Lively sem leikur í Gossip Girl-þáttunum vinsælu er ein þessara stjarna sem líta alltaf vel út. Það eftirsóknarverðasta við Blake er þó án efa hárið, sem hárgreiðslumenn vestanhafs eru farnir að kalla „The Rachel“ en þá er átt við eina vinsælustu klippingu allra tíma sem Jennifer Aniston sportaði í þáttunum Friends. n Curtis „50 Cent“ Jackson situr fyrir í auglýsingaherferð fyrir nýj- an rakspíra sem var að koma á markað. Rakspírinn er hans hug- myndasmíð og heitir Power. At- hygli vekur að rapparinn er illi- lega fótósjoppaður á myndunum en öll tattú hans hafa meðal ann- ars verið afmáð. n Um daginn sögðum við frá því að Madonnu hefði verið skipt út hjá Louis Vuitton fyrir yngra módel. Nú er ástæðan kannski komin upp á yfirborðið því söng- konan er nýjasta módel Dolce & Gabbana. Notaður fatnaður hefur aldrei verið jafnvinsæll og um þessar mundir. Verslunin Gyllti kötturinn sérhæfir sig í sölu á slíkum fatnaði og hefur aldrei verið meira að gera en núna, í miðri kreppu. Verslunin heldur upp á fjögurra ára afmæli sitt um helgina og í tilefni af því verður opnuð karlmannsdeild Gyllta kattarins og slegið upp veislu í leiðinni. Notuð föt viNsæl Viktoría segir að fyrstu árin hafi fólk verið dálítið hrætt og for-dómafullt gagnvart því að kaupa sér notuð föt en margt hafi breyst upp á síðkastið. Mikil vitundarvakning sé hjá fólki og jafnvel einhverjir sem kaupa sér notaðar flíkur út frá umhverf- issjónarmiðum. Hins vegar sé mjög móðins í dag að blanda saman not- uðu og nýju og það hjálpi án efa til. Í kreppunni er fólk minna að ferðast erlendis en áður og kaupa sér fatnað þannig að kreppan hefur ekki farið illa með rekstur verslunarinn- ar. Einnig segir hún ferðamenn vera duglega að versla á sumrin. Okkur lék forvitni á að vita hvað væri það heitasta í vetrartískunni. „Það er svo margt í gangi. En við erum að fá æðisleg stutt ullarp- ils, rosalega djúsí pelsa og þykkar peysur. Einn- ig eru flottir ökklaskór og stígvél málið og við vorum að taka upp sérstaklega skemmtilega sendingu af alls konar skarti. Jólakjólarnir eru komnir í hús og eru skemmtilega fjölbreyttir. VIð keppumst við að hafa eitthvað fyrir allar týpur.“ En hverju á karlpeningurinn að leyta að um þessar mundir? Hjá okkur má til dæmis finna alla vega lit- aðar og mynstraðar hneppt- ar peysur, gamaldags og grúví skyrtur, frakka og slauf- ur sem gera karlana voðalega sparilega yfir jólin!“ Hingað til hefur okkur fundist hálfó- mögulegt að finna almenni- leg strákaföt í Reykjavík og ákvaðum við að láta undan miklum þrýstingi og fara að selja föt á sterkara kynið. Hvaðan fáið þið flíkurnar sem þið seljið? „Við kaupum allar not- uðu flíkurnar hjá heildsala í Manchester. Hann fer út um allan heim og svo kíkjum við til hans og veljum það sem okkur líkar hverju sinni.“ Gyllti kötturinn ætlar að bjóða til veislu laugardaginn 14. nóvember og mun ofurfyrirsætan og dj-inn Anna Rakel þeyta skífum fyrir opnu húsi að Austurstræti 8. Sigríður Thorlacius, úr hljómsveitinni Hjaltalín, ætlar einnig að taka nokkur lög en hún gaf út plötu á dögunum. Léttar veitingar verða í boði og troðfull búð af nýjum (notuðum) vörum fyr- ir bæði kynin. Þessari viðbót í tískuflóru landsins mun án efa vera vel tekið. í kreppunni Smart staff Gyllta kattarins Eigandi gyllta kattarins, Hafdís Þorleifsdóttir, og verslunarstjórinn, Viktoría Hermannsdóttir. Fallegir hælar konur eiga aldrei nóg af hælaskóm. Glys og glingur auðvelt er að missa sig í glingrinu. Heimatilbúið dekur Þarf ekki að kosta mikið. Gaman Hafið gaman af því að dekstra við húðina.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.