Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 3
ing. Því má segja að allir hafi grætt á viðskiptunum, stofnfjáreigendur í Byr sem áttu í hlut og MP Banki, nema þá auðvitað hinn almenni stofnfjáreigandi í Byr sem vissi ekki af viðskiptunum fyrr en greint var frá þeim í fjölmiðlum í vor. Þegar þetta gerðist var MP Banki þegar búinn að leysa til sín bréf í eigu starfsmanna Byrs, meðal annars Ragnars Z. Guðjónssonar, sparisjóðs- stjóra hjá Byr, og annarra stjórnenda hjá Byr. Þessi bréf sem MP Banki var búinn að leysa til sín voru þau bréf sem MP seldi inn í Exeter. Næst ekki í Birgi og Jón Þorstein Birgir Ómar sagði í samtali við DV í mars að hann væri enn stofnfjár- eigandi í sparisjóðnum en að hann hefði selt hluta bréfa sinna á síðasta ári. Hann vildi ekki gefa upp hversu stóran hlut hann átti né hversu stór- an hlut hann hefði selt. DV náði ekki í Birgi á þriðjudag. DV náði ekki heldur í Jón Þorstein þar sem hann er í Bretlandi - breskt talhólf hans kom á eftir að hringt hafði út. Jón Þorsteinn er sömuleiðis einn af barnalánsforeldrunum sem tóku lán hjá Glitni fyrir hönd barna sinna til að kaupa stofnfjárbréf í Byr í lok desember 2007. Fullyrða má að Jón Þorsteinn verði yfirheyrður í mál- inu þar sem hann er lykilmaður í því. Spurningin er þá sú hvort hann verð- ur kallaður heim til Íslands til þess á næstunni. Ágúst og tengslin við MP Sá sem er skráður fyrir Exeter Hold- ing heitir Ágúst Sindri Karlsson, en hann hefur starfað sem lögmaður MP Fjárfestingarbanka og er einn af stofnendum og hluthöfum í MP Verðbréfum sem síðar urðu að MP Fjárfestingarbanka. Eignarhaldsfé- lagið er alfarið í eigu Ágústs, að hans sögn, og á það tæplega tveggja pró- senta hlut í bankanum eða 306 millj- ón hluti. Afar líklegt er að sérstakur sak- sóknari hafi í húsleitinni í MP Banka meðal annars verið að reyna að afla gagna sem tengjast Ágústi Sindra Karlssyni og lántakendunum frá Byr auk gagna sem tengjast bankanum sjálfum. MP banki gaf það reynd- ar út á þriðjudag að húsleit sérstaks saksóknara tengdist ekki bankan- um sjálfum eða starfsmönnum hans heldur ákveðnum viðskiptavinum hans. Heimildir DV herma hins veg- ar að þetta sé einfaldlega hefðbund- in „krísustjórnun“ hjá bankanum og að aðkoma bankans sé meiri. Ágúst sagðist, í samtali við DV í mars síðastliðnum þegar blaðið byrjaði að reyna að viða að sér upp- lýsingum um málið, ekki muna ná- kvæmlega hvenær hann keypti hlut- inn í Byr. „Ég þori ekki að segja til um það,“ sagði Ágúst en það var eftir bankahrunið í byrjun október. Ágúst sagðist hafa keypt hlutinn í gegnum MP Banka, sem hafði umsjón með markaði fyrir stofnfjárhluti í spari- sjóðnum. DV náði ekki í Ágúst Sindra á þriðjudaginn til að ræða við hann um málið og spyrja hvernig hon- um hefði dottið í hug að kaupa slíkt magn stofnfjárbréfa eftir að bréfin höfðu lækkað mikið í kjölfar banka- hrunsins. Afar ólíklegt er að maður með mikla reynslu af verðbréfamark- aði taki slíka ákvörðun á viðskipta- legum forsendum. Rannsóknin beinist að MP Banka Þrátt fyrir tilkynningu MP Banka herma heimildir DV að rannsókn sérstaks saksóknara á Exeter-mál- inu beinist einnig mjög að MP Banka sjálfum. Ein af spurningun- um sem svara þarf í rannsókninni er hvers eðlis aðkoma MP Banka að Exeter-málinu var. Bankinn lánaði stjórnarmönnunum og þeim starfs- mönnum sem keyptu stofnfjárbréf- in í Byr fyrir bréfunum á sínum tíma. Veðið fyrir lánunum var í bréfunum sjálfum og eins voru lántakend- urnir í persónulegum ábyrgðum, líkt og komið hefur fram. Bankinn hafði því mikilla hagsmuna að gæta í málinu. Það sem embætti sérstaks sak- sóknara þarf meðal annars að kom- ast að er hvort MP Banki hafi átt þátt í að stofna til viðskiptanna með bréf- in sem Exeter keypti, en ekki bara stjórn og stjórnendur Byrs. Hér þarf meðal annars að athuga hver það var sem græddi á viðskiptunum. Í þessu tilfelli voru það bæði lántakendurnir, eins og Jón Þorsteinn Jónsson, sem hugsanlega sluppu við að vera sett- ir í þrot af MP Banka út af viðskipt- unum, og eins MP Banki sem fékk greitt á yfirverði í peningum fyrir bréf sem orðin voru verðlítil auk þess sem bankinn slapp við að þurfa að ganga að öðrum veðum og lántakendunum sjálfum. Rannsókn embættisins mun væntanlega leiða í ljós hvar ábyrgð- in, og þar með saknæmið, í Exeter- málinu liggur. En eins og er virðist ábyrgðin liggja að mestu hjá stjórn Byrs sem veitti lánið og eins hjá MP Banka. Yfirheyrslur í málinu munu halda áfram hjá sérstökum saksóknara næstu daga. fréttir 25. nóvember 2009 miðvikudagur 3 SLUPPU VIÐ GJALDÞROT MEÐ ÞVÍ AÐ LÁNA EXETER fréttirdv.is F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð þriðjUdagUr 31. mars 2009 dagblaðið vísir 54. tbl. – 99. árg. – verð kr. 347 LeigUbíLstjóri sakaðUr Um mannrán Dularfull viðskipti með stofnfjárhluti: STJoRNENDUR BYRS SÆTA RANNSoKN Ævintýraeggið frá freyjU er best matgÆðingar dv smökkUðU öLL páskaeggin neytendUr LÆsti eLdri mann inni í bíLnUm sparissjóðsstjórinn tiL rannsóknar fjármáLaeftirLitið kaLLar eftir töLvUpóstUm byr Lánaði 1,4 miLLjarða vegna stofnfjárbréfa Lánaði féLagi sem keypti bréf stjórnenda byrs mp banki gjaLdfeLLdi Lán og gerði veðkaLL metUr sönginn meira en stjórn- máLin fóLk geir óLafs var hvattUr í framboð bankamaðUr grÆddi á vatni Undir jökLi fréttir dv gefUr páskaegg 31. mars 2009. Karl Karlsson, 48 ára Íslendingur, fannst látinn í stöðuvatni í Noregi um hádegis- bilið á mánudag. Nóttina áður var honum hent út úr rútu vegna ofurölvunar. Málið hefur vakið usla í Noregi og telja sumir að við rútubílstjórann sé að sakast. Karl Karlsson, 48 ára íslenskur maður búsettur í Noregi, var á leið heim til sín í Gol í Hallingsdal frá Ósló á sunnudagskvöldið. Hann tók rútu en var hent út á miðri leið, um það bil áttatíu eða níutíu kíló- metrum frá áfangastaðnum, vegna ofurölvunar. Hann fannst um há- degisbil á mánudaginn látinn í stöðuvatni í Krøds-héraði. Gerði bílstjórinn rétt? Málið hefur vakið mikla athygli í Noregi og fjölluðu fjölmiðlar mikið um það á mánudag. Tugir manna leituðu að Karli með hjálp leitar- hunda, þyrlna og báta. Málið vakti ekki síst athygli vegna þess að Karli var hent út úr rútunni og fannst síðan látinn. Margir norskir bloggarar velta því fyrir sér hvort rútubílstjórinn hafi gert rétt með því að henda Karli út í ljósi þess að hann var í mjög ann- arlegu ástandi. Lét lögreglu vita Að sögn Stein Arild Gjestemoen, lögreglustjóra í Krøds-héraði, setti rútubílstjórinn sig í sam- band við lögregluna vegna þess að Karl var of ölvaður til að fá að ferðast lengra. „Þegar rútan stöðvaðist hjá rútuskýlinu í Noresund hringdi bílstjórinn í lögregluna og sagð- ist ætla að henda honum út. Hann vildi ekki hafa hann í rút- unni lengur,“ segir Gjestemoen í samtali við Dagbladet. Lögregl- an gaf grænt ljós á að Karli yrði hent út úr rútunni þó að skyggni væri slæmt, hann klæddur í dökkan klæðnað og mjög ölv- aður. Lögreglan kom á staðinn um hálftíma seinna en fann Karl ekki. Gjestemoen telur bílstjór- ann hafa gert það eina rétta í stöðunni. „Hann lét lögregluna vita og gerði það sem hann átti að gera í þessari stöðu.“ Að sögn Stian Hårklau, yfir- manns rútubílstjórans, hefur bíl- stjórinn það fínt eftir atvikum. Vissi ekki hvar hann var Rúmum hálftíma eftir að Karli var hent út úr rútuni hringdi hann í sambýliskonu sína en gat ekki út- skýrt fyrir henni hvar hann var. Hún heyrði ekki í honum aftur og um fjögurleytið þá nótt tilkynnti hún um hvarf hans. Lögreglan hóf ekki leit strax því samkvæmt upp- lýsingum frá rútubílstjóranum var Karl í góðu standi og gat séð um sig sjálfur. Á sunnudag fór umfangsmikil leit að Karli í gang. Tveggja barna faðir Um hádegisbilið á mánudag fannst lík Karls í stöðuvatni í Krøds-hér- aði, fimm til sex hundruð metrum norður af staðnum þar sem hon- um var vísað út úr rútunni. Leitar- þyrla fann Karl og fundust skilríki í klæðum hans sem staðfestu að þetta var hann. Karl skilur eftir sig norska konu og tvö börn. Í gær bauðst fjölskyldu hans áfallahjálp. Karl verður krufinn á hefðbund- inn hátt en dánarorsök er ekki enn kunn. Síðasta myndin Þessi mynd var tekin um hálf eitt aðfaranótt sunnudags af Karli. Nokkrir höfðu samband við lögregluna og töldu sig hafa séð hann gangandi meðfram þjóðveginum. Hann fannst látinn á hádegi á mánudag. Sviplegt andlát föður í Noregi Umfangsmikil leit Eins og sést á þessu skjáskoti af norsku fréttasíðunni DT var leitin að Karli umfangsmikil. Síðustu klukkustundirnar í lífi Karls: Aðfaranótt sunnudags: 00.11: Karli er hent út úr rútunni. 00.28: Mynd tekin af Karli af öryggis myndavél á bensínstöð í Noresund. 00.57: Karl hringir til sambýliskonu sinnar en getur ekki útskýrt fyrir henni hvar hann er. Hún heyrði ekki í honum aftur. 03.30: Sambýliskona Karls tilkynnir hvarf hans. Á sunnudag fer umfangsmikil leit í gang. Mánudagur: 11.55: Karl finnst látinn í stöðuvatni. ÞóRaRiNN ÞóRaRiNSSoN fréttastjóri skrifar toti@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.