Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 6
6 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir Mannfórnir og spenna í nýrri unglingabók Þorgríms Þráinssonar: Þorgrímur drekkti Evu Joly Evu Joly, ráðgjafa sérstaks saksókn- ara vegna bankahrunsins, hefur ver- ið drekkt. Morðið átti sér stað í Bláa lóninu og er kveikjan að sakamála- þræði nýjustu unglingabókar Þor- gríms Þráinssonar, 009. Í bókinni glíma íslenskir ungling- ar við gátuna bak við morðið á ráð- gjafanum í lóninu. Ekki nóg með það heldur þurfa þeir einnig að leysa gát- una bak við ránið á tónlistarmannin- um Björk Guðmundsdóttur í Rúss- landi og koma í veg fyrir að forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sé sprengdur í loft upp á Ráðhústorginu á Akureyri, nánar tiltekið á þjóðhá- tíðardegi Bandaríkjamanna. Þessi nýja bók Þorgríms er sjálf- stætt framhald bókanna Svalasta 7an og Undir 4 augu. Aðspurður telur Þor- grímur það hafa verið nauðsynlegt að myrða Evu Joly til að koma boðskap sínum áleiðis til unglinga. „Það er al- veg rétt að Eva Joly finnst myrt í Bláa lóninu. Það sem ég er að gefa í skyn í bókinni er að það er miklu meira í gangi í þjóðfélaginu heldur en blasir við. Með bókinni vonast ég til að fá unglingana til að hugsa að ekki sé allt sem sýnist. Þannig blanda ég raun- verulegum persónum inn í söguna og þurfti því miður á fórna Joly, þó svo að ég hafi gríðarlega mikið álit á henni,“ segir Þorgrímur. „Mér þykir gaman að geta bland- að spennandi söguþræði inn í at- burði sem eru að gerast hjá okkur í dag. Því miður þurfti Eva Joly bara að láta lífið fyrir málstaðinn. Hún finnst myrt og undir grun liggja nokkrir út- rásarvíkingar. Á sama tíma er Björk rænt í Rússlandi og rússneskri stelpu rænt hér á landi. Þetta er svona James Bond-spennusaga fyrir unglinga sem gerist hér á Íslandi.“ trausti@dv.is Myrt Eva Joly finnst myrt í Bláa lóninu og íslenskir unglingar rannsaka málið. Mynd Heida Helgadottir Mikil spenna Þorgrími fannst tilvalið að blanda saman raunverulegum atburðum og spennu í bókinni 009. Fáklæddar kven- félagskonur Kvenfélag Biskupstungna stend- ur fyrir óvenjulegri fjáröflun þetta árið. Kvenfélagið gefur út dagatal innan skamms þar sem kvenfélagskonurnar sitja naktar fyrir á fallegum listræn- um myndum. Ein af kvenfé- lagskonunum, Sigríður Jónína Sigurfinnsdóttir, segir uppátæk- ið vera til fjáröflunar fyrir félagið sem styrkir ýmis góð málefni og vildu þær einnig gera fjáröflun- ina skemmtilega í ár. „Flest allar myndirnar eru í þessum dúr. Svo eru myndir af kvenfélagskon- um einum og sér í leik og starfi ásamt öðrum hópmyndum,“ segir Sigríður Jónína í samtali við DV. Hún segir ágóðann af sölu dagatalsins fara í tækjakaup fyrir íþróttahúsið í Reykholti og til annarra góðgerðarmála. Daga- talið er til sölu á garn.is. Samkvæmt heimildum DV var lán 1998 ehf. verðmetið á um 17 milljarða króna af starfsmönnum skilanefndar Kaupþings þegar lánið fór yfir í Nýja Kaupþing sem í dag ber nafnið Arion banki. „Þegar stóru lánin voru flutt frá gamla bankanum yfir í nýja bankann voru þau öll verðmetin. Það var í raun áætlun um hvað fengist fyrir þau. Lán fyrirtækja voru metin út frá sjóðs- streymi, undirliggjandi eignum, fast- eignum ef því var að skipta, líkum á endurgreiðslu og EBIDTU margföld- urum,“ segir heimildarmaður DV sem vill ekki láta nafns síns getið. Ef Arion banka tekst að fá meira en 17 millj- arða króna fyrir lánið fer mismunur- inn til skilanefndar Kaupþings. 30 milljarða afskriftir 1998 ehf., sem er móðurfélag Haga, var stofnað sumarið 2008 og fékk þá 30 milljarða króna lán í evrum hjá Kaupþingi samkvæmt lánabók Kaup- þings sem birtist á vefsíðunni Wiki- leaks. Miðað við lækkun krónunnar stæði það lán í 48 milljörðum í dag. Því er ljóst að skilanefnd Kaupþings þarf væntanlega að afskrifa um 30 milljarða króna af skuldum 1998 ehf. en það tjón mun væntanlega leggj- ast á erlenda kröfuhafa. Á mánudag fékk Arion banki tilboð frá Jóhannesi Jónssyni kaupmanni, erlendum fjárfest- um og stjórnend- um Haga um fjárhagslega endurskipu- lagningu 1998 ehf. sem er móð- urfélag Haga. Í yf- irlýsingu frá Arion banka kom fram að samkvæmt tilboðinu komi ekki til neinna afskrifta á skuldum 1998 ehf. Þræta fyrir afskriftir Í samtali við DV sagðist Finnur Svein- björnsson, bankastjóri Arion banka, ekki mega tjá sig um það hvort lán 1998 ehf. hefði farið yfir í Nýja Kaup- þing, nú Arion banka, á 17 milljarða króna. Bæði Finnur og Jóhannes Jóns- son hafa fullyrt að ekkert verði afskrif- að af skuldum 1998 ehf. DV sagði frá því á mánudag að talið væri að erlend- ir fjárfestar kæmu með sjö til tíu millj- arða króna í nýtt hlutafé til 1998 ehf. og fengju fyrir það 60 prósenta hlut í fyrirtækinu. Ef þeir fá 60 prósenta hlut fyrir tíu milljarða króna þá er fyrirtæk- ið metið á 16,7 milljarða króna. „Ég ansa ekki svona helvítis bulli. Þetta á ekki við rök að styðjast og ég ansa þessu ekki,“ segir Jóhannes Jóns- son kaupmaður þegar blaðamaður spyr hann hvort það sé ekki rétt að skilanefnd Kaupþings hafi metið lán 1998 ehf. á 17 milljarða króna þeg- ar það fór yfir í Nýja Kaupþing. End- urskoðandi sem DV ræddi við taldi ógerlegt fyrir 1998 ehf. að standa und- ir 48 milljarða króna skuldum. „Þú verður bara að fara eftir þeim,“ seg- ir hann þegar hann er spurður hvort ekki sé rétt að 1998 ehf. geti ekki stað- ið undir 48 milljarða króna skuldum. Fráleitt að þræta Heimildarmaður DV segir það sæta furðu að Finnur haldi því fram að ekki komi til neinna afskrifta. Samkvæmt skýrslu fyrir kröfuhafa Kaupþings sem var uppfærð í október síðastliðn- um kemur fram að mismunur á milli eigna og skulda Nýja Kaupþings, nú Arion banka, er áætlaður 38 millj- arðar króna. Er um að ræða svokall- að verðmatsbil. Heimildarmaður DV segir að ef lán 1998 ehf. hefði farið yfir í Nýja Kaupþing á 48 milljarða króna en raunvirðið væri ekki nema 17 millj- arðar króna myndi bara þetta einstaka lán nánast sprengja verðmatsbilið fyr- ir öll lán bankans. Það sé því fráleitt af Finni að halda því fram að ekkert verði afskrifað af skuldum 1998 ehf. „Regl- an var sú að meta lán á sem réttustu verði miðað við þær upplýsingar sem lágu fyrir þegar þau voru voru metin. Auðvitað vildi Arion banki hafa þetta sem lægst svo að hann þyrfti ekki að fara í afskriftir. Skilanefnd er hins vegar að vinna fyrir erlenda kröfu- hafa og þarf að sýna þeim að hún hafi fengið sanngjarnt verð fyrir lánin,“ segir heimildarmaðurinn. Óraunhæfur frestur Samkvæmt yfirlýsingu frá Arion banka er niðurstöðu vegna tilboðs frá Jóhannesi Jónssyni og aðilum tengd- um honum að vænta um miðjan jan- úar. Heimildarmaður DV segir að það sé í raun ótrúlegt að bankinn ætli að taka sér svona langan tíma til að fara yfir málefni 1998 ehf. „Það er ekki eðlilegt, ef það þarf ekkert að afskrifa af skuldinni, að taka svona langan tíma. Ef þetta er sömu aðilarnir ættu þeir að vita hvað þeir eiga fyrir. Ef það koma nýir aðilar segir í verklagsregl- um bankans að eigendur megi koma inn með nýtt fé. Þá eru komnir ein- hverjir allt aðrir aðilar. Eiga þeir ein- hvern rétt á tveggja mánaða áreiðan- leikakönnun. Verðmat liggur fyrir og það hefur verið framkvæmt af mörg- um mismunandi aðilum. Það þarf ekki svona langan tíma vegna þess,“ segir heimildarmaðurinn. Þegar lán 1998 ehf. fór frá skilanefnd Kaupþings yfir til Arion banka mátu starfsmenn skilanefndarinnar lánið á 17 milljarða króna. Lánið var upphaflega 30 milljarðar króna en nemur í dag 48 milljörðum króna. Bæði Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, og Jóhannes Jónsson kaupmaður þræta fyrir afskriftir 1998 ehf. SkilaneFnd kaupþingS aFSkriFaði 30 milljarða annaS SigMundSSon blaðamaður skrifar: as @dv.is Helvítis bull Jóhannes Jónsson kaupmaður segir að það sé helvítis bull að skilanefnd Kaupþings hafi metið lán 1998 ehf. á 17 milljarða króna. tjáir sig ekki Finn- ur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, segist ekki mega tjá sig um hvað lán 1998 ehf. var verðmetið á. 30 milljarða afskriftir Steinar Þór Guðgeirsson, formaður skilanefndar Kaupþings, og starfsmenn hans þurfa væntanlega að afskrifa 30 milljarða króna af skuldum 1998 ehf. katrín fyrirgefur klámbúlluheimsókn „Þetta er þeirra niðurstaða og þeir reka þarna sjálfstæð samtök. Ég hef komið mínum sjónarmiðum á framfæri og samtökin hafa beðist afsökun- ar,“ segir Katrín Jakobsdóttir, menningar- og menntamála- ráðherra. Stjórn KSÍ hefur beðið þjóðina afsökunar á för Pálma Jónssonar, fjármálastjóra KSÍ, á klámbúllu í Sviss. Formlegar siðareglur verða settar hjá KSÍ. Femínistafélag Íslands, Samtök um kvennaathvarf og Stígamót fordæma niðurstöðuna. Selur helming í Skeljungi Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. annast mögulega sölu á 49% hlut í Skeljungi hf., S fasteignum ehf., Ö fasteignum og Birgða- stöðinni Miðsandi ehf. sem eru í dag í eigu Miðengis ehf., dóttur- félags Íslandsbanka hf. Hentu Molotov- kokteil í skilti Á sunnudagskvöldið barst lögreglunni í Vestmanna- eyjum tilkynning um að upplýsingaskilti, sem er við útsýnispallinn í hlíðum Eld- fells, stæði í ljósum logum. Var ljóst að kveikt hefði verið í skiltinu. Við rannsókn lög- reglu bárust böndin fljótlega að þremur mönnum um tví- tugt sem höfðu keypt bensín fyrr um kvöldið á einni af bensínstöðvum bæjarins. Í framhaldi af því voru þeir boðaðir á lögreglustöð þar sem þeir viðurkenndu við yfirheyrslu að hafa kveikt í skiltinu með því að henda svokölluðum Molotov-kokteil í skiltið. Gáfu þeir þá skýr- ingu á hegðun sinni að þeir hefðu verið í leit að spennu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.