Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 8
8 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir Við opnum nýja Ísbúð og veitum 30% kynningarafslátt af öllum ísréttum, samlokum, salötum og gosi 17-26 okt. Nýbýlavegi 32 Nýbýlavegi 32 Opið til 22:00 alla daga Smakkaðu 200 kr ís í brauði, miðstærð Ólafur Þór Hauksson, sérstakur sak- sóknari, segir ekkert benda til þess að embætti saksóknara hafi lekið upplýs- ingum til fjölmiðla um mál Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneyt- isstjóra. Karl Axelsson, lögfræðingur Bald- urs, ritaði langa grein í Morgunblaðið í gær þar sem hann sakaði bæði Fjár- málaeftirlitið og embætti sérstaks sak- sóknara um að leka upplýsingum til fjölmiðla. „Sá ítrekaði leki hefur svo alltaf átt sér stað á þeim tímapunkti þegar það hentaði ímyndarherferð viðkomandi embætta best en Baldri verst.“ Gunnar Andersen, forstjóri FME, og sér- stakur saksóknari neita þessum áburði. Ólafur Þór Hauks- son, sérstakur sak- sóknari, segir í yfir- lýsingu að um tugur manna hafi verið yf- irheyrður í tengslum við rannsókn málsins. Óskað var eftir kyrrsetningu eigna Baldurs í tengslum við rannsókn á meintum innherjasvikum hans er hann seldi hlutabréf sín í Landsbank- anum fyrir um 180 milljónir króna dagana 19. og 22. september síðast- liðinn. Kyrrsetningarmálinu lauk 13. nóvember síðastliðinn og hófst um- fjöllun fjölmiðla eftir það, segir í yfir- lýsingu Ólafs. „Rannsókn málsins var því orðin á vitorði fjölda manna utan embættis sérstaks saksóknara og því hæpið að fullyrða að um sé að ræða leka frá embættinu.“ Glæpur FME meiri en Baldurs Kyrrsetning eigna Baldurs er fengin í tengslum við rannsóknarhagsmuni og byggist á lögum um meðferð sakamála. Í 88. grein laganna segir að til tryggingar greiðslu sektar, sakarkostnað- ar og upptöku ávinnings, sem aflað hefur ver- ið með broti, getur lögregla krafist kyrrsetn- ingar hjá sakborn- ingi ef hætta þykir á að eignum verði ella skotið undan eða þær glatist eða rýrni að mun. Karl Axelsson, lögfræðingur Bald- urs, vísar til laga um verðbréfavið- skipti, en þar eru margvísleg ákvæði um innherjaviðskipti og upplýsinga- skyldu. Hann vekur athygli á ákvæð- um um upplýsingaskyldu og segir að í þeim lagaákvæðum felist að innherja- upplýsingar um félög, sem skráð eru á verðbréfamarkaði, séu „ ...upplýsing- ar sem skylt er að gera opinberar fyr- ir almenningi. Teljast upplýsingarnar til innherjaupplýsinga þangað til þær hafa verið birtar.“ Rík skylda er með öðrum orðum til þess að birta upp- lýsingar opinberlega og tímanlega þannig að almenningur hafi virkan og jafnan aðgang að þeim. Baldur á að hafa fengið innherja- upplýsingar á fundum starfs- hóps um fjár- málastöð- ugleika sem hann átti sæti í. Karl bendir á að hafi Bald- ur fengið þar í hendur innherjaupp- lýsingar hafi verið skylt að birta þær. Í starfs- Fjármálaeftirlitinu bar að sjá til þess að innherjaupplýsing- ar um grafalvarlega stöðu Landsbankans á miðju árinu 2008 yrðu birtar. Fulltrúar FME sátu sömu fundi og Baldur Guð- laugsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri, síðastliðið sumar. Fram kemur í bók Styrmis Gunnarssonar að Landsbankinn hafi nánast verið við dauðans dyr í lok júlí í fyrra. Stjórnvöld leyndu innherjaupplýSingum Jóhann haukSSon blaðamaður skrifar: johannh@dv.is Fyrrverandi forstjóri FME Jónas Fr. Jónsson hlaut að hafa sömu upplýsingar og aðrir um grafalvarlega stöðu Landsbankans síðastliðið sumar. FME bar að birta þær. Meintur innherji Baldur Guðlaugsson er grunaður um innherjasvik. Margt bendir til þess að hann hafi selt hlutabréf í skjóli afglapa sem FME framdi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.