Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 12
12 miðvikudagur 25. nóvember 2009 fréttir Samkvæmt skýrslum yfirmanna í breska hernum voru breskir her- menn sendir til innrásar í Írak svo vanbúnir að sumir höfðu einungis fimm skot í byssu sína. Aðrir gengu til bardaga án lífsnauðsynlegs hlífð- arfatnaðs. Hermenn þurftu að ferðast með farþegaflugvélum og skrá tjöld og annan búnað sem handfarangur og sumir hermenn þurftu jafnvel að láta af hendi vasahnífa, kveikjara og naglaklippur. Samvæmt skýrslum yfirmann- anna ríkti svo mikil óreiða í kringum innrásina í Írak að send voru skíði til eyðimerkurríkisins. Í skýrslunni segir að pöntun á lífs- nauðsynlegum búnaði að verðmæti 510 milljóna punda hefði verið sett í bið eftir að Tony Blair, þáverandi for- sætisráðherra, neitaði að uppi væru áform um hernaðaraðgerðir. Í einni skýrslu segir að Tony Blair hafi blekkt almenning 2002 þegar hann sagði að hann vildi einungis af- vopna Íraka en ekki steypa Saddam Hussein af stóli. Líkt og fleiri ráða- menn ýkti Blair þá ógn sem stóð af gereyðingarvopnum Íraka, sem aldrei hafa fundist. Yfirmenn hersins segja að Blair hafi lagt meiri áherslu á að vinna fylgi almennings við aðgerðir en að- gerðirnar sjálfar. Að sögn eins undirofursta höfðu hermenn, sumir hverjir, aðeins fimm byssuskot og einungis var til hlífðar- fatnaður fyrir þá sem voru fremstir og aftastir í farartækjunum. Þrátt fyrir að stríðinu hefði verið lýst sem „markverðum hernaðarleg- um árangri“, segja yfirmenn hersins að skortur á búnaði hefði sennilega gert hæfari óvini kleift að refsa breska hernum alvarlega. Í gær hófst rann- sókn á þætti Breta í innrásinni í Írak og á meðal þess sem fram kom var að bandarískir og breskir embættis- menn ræddu um að steypa Saddam Hussein af stóli tveimur árum fyrir innrásina 2003. Í félagsskap breskra hermanna í Basra,Írak Breskir hermenn fóru sumir hverjir verulega vanbúnir til innrásar í Írak. Mynd: AFP Íraksinnrás einkenndist af blekkingum og óreiðu: Með fimm skot í stríð Tvennt líflátið í Kína Kínversk stjórnvöld hafa líflátið tvo karlmenn fyrir þátt þeirra í hneyksli sem varðaði mengað mjólkurduft sem varð sex börn- um að bana. Yfir 300.000 börn veiktust vegna mjólkurdufts sem innihélt efnið melamín, sem notað er í iðnaði. Á vef BBC er haft eftir þar- lendum embættismönnum að tvímenningarnir, Zhang Yujun og Geng Jinping, væru þeir einu sem teknir voru af lífi, en nítján aðrir fengu fangesisdóma fyrir aðild sína að málinu. Byssur bannaðar á börum Dómari í Tennessee í Banda- ríkjunum felldi nýverið úr gildi lög sem heimiluðu fólki að fara á barinn vopnað skambyssu. Lögin tóku gildi í júlí og tóku til veitingastaða þar sem helming tekna mátti rekja til matsölu. Dómarinn, Claudia Bonn- yman, sagði að lögin væru „full af tvíræðni“ og dæmdi veitinga- húsaeigendum, sem sögðu að skammbyssueigendur gætu ekki sagt til um hvort veitingahús uppfylltu skilyrðin, í vil. Veit- ingahúsaeigendurnir óttuðust að barir hér og hvar yrðu skot- bardögum að bráð. Súdanska blaðakonan Lubna Huss- ein, sem komst í heimsfréttirnar í september þegar hún var ákærð fyrir að ganga í buxum, braut gegn banni súdanskra yfirvalda við því að fara úr landi í síðustu viku. Lubna Huss- ein fór til Evrópu til að leggja lóð sín á vogarskálarnar í baráttunni fyrir frelsi múslímskra kvenna. Hussein, sem heimsótti Frakk- land í síðustu viku, sagði að henni hefðu borist líflátshótanir síðan her- ferð gegn hýðingum og fangelsun kvenna fyrir það eitt að ganga í bux- um hófst. Lubna Hussein á á hættu að verða refsað fyrir að hafa farið frá Súd- an í heimildarleysi, en sagði að það myndi ekki koma í veg fyrir að hún varpaði ljósi á „fáránleika“ þeirra laga sem niðurlægðu konur. Brot á „velsæmislögum“ „Hvar segir í Kóraninum að kon- ur megi ekki ganga í buxum?“ sagði Lubna Hussein í viðtali við The Tim- es. Hussein er fyrrverandi embætt- ismaður Sameinuðu þjóðanna og hefur orðið táknmynd baráttu fyrir réttindum kvenna í Afríku og Araba- löndunum. Lubna Hussein var á meðal þrett- án kvenna sem handreknar voru á kaffihúsi í Kartúm í júlí, og ákærð- ar fyrir brot á „velsæmislögum“ með því að klæðast buxum. Tólf konur ákváðu að játa sök og voru dæmdar til tíu vandarhagga. Lubna Hussein ákvað hins vegar að mótmæla sakar- giftum og átti á hættu að verða dæmd til 40 vandarhögga. Málið varð svo vandræðalegt fyr- ir stjórnvöld að þau buðu Hussein að málið yrði látið niður falla ef hún viðurkenndi sök, en hún afþakkaði boðið. Að lokum var Lubna dæmd til sektargreiðslu, en neitaði að greiða hana. Sektin var að lokum greidd af blaðamannasamtökum sem njóta stuðnings stjórnvalda. Gengur enn í buxum Lubna Hussein hefur síðan haldið áfram baráttu sinni gegn lögum sem heimila refsingar gagnvart konum vegna klæðaburðar þeirra. Lubna hefur einnig haldið áfram að klæðast buxum. „Þúsundir kvenna hafa verið hýdd- ar... Þær þjást í þögn. Þær ganga á brott niðurlútar af skömm,“ sagði Lubna Hussein í viðtali við The Times. Að sögn Lubnu njóta karlmenn hins vegar ótrúlegrar linkindar. „Karlmaður sem nauðgaði dreng var dæmdur til aðeins eins mánaðar fangelsisvistar,“ sagði Lubna og bætti við að það væri sami dómur og kona gæti fengið fyrir að klæðast buxum. Fram í rauðan dauðann Vonir Lubnu standa til þess að kúgað- ar konur alls staðar hrífist með og láti til sín taka. „Hvað gerist ef 100 sádi- arabískar konur, sem bannað er með lögum að aka bifreið, taka höndum saman og brjóta regluna, setjast við stýrið eins og þær gera í Lundúnum eða Beirút, mótmæla í bílalest á göt- um Jedda eða Riyad? Aðeins átak af þeim toga getur komið á breyting- um,“ sagði Lubna Hussein. Annað sem Lubna álítur hneykslanlegt er umskurður stúlkna, en sjálf var hún sjö ára þegar hún var umskorin. Þrátt fyrir að geta sótt um hæli í Frakklandi hefur Lubna heitið því að fara heim til Súdan aftur og halda baráttunni áfram: „Ef nauðsyn kref- ur, er ég reiðubúin að deyja fyrir bar- áttuna.“ yfirgefur dómsalinn í Kartúm í buxum 7. september Lubna Hussein kom súdönskum yfirvöldum í klípu. Súdanska blaðakonan Lubna Hussein braut gegn farbanni sem hún hafði verið úr- skurðuð í. Lubna komst í heimsfréttirnar þegar hún var, ásamt fleiri konum, dæmd til hýðingar fyrir þá sök að ganga í buxum. BuxnaKlædd BaráTTuKona Í félagsskap fyrrverandi Frakklandsforseta Lubna Hussein hitti Jacques Chirac á þriðjudaginn. Mynd:AFP Hugsanlega eng- in fangaskipti Benjamin Netanyahu, forsætis- ráðherra Ísraels, sló á vænting- ar um að ísraelski hermaðurinn Gilad Shalit kynni að losna úr haldi Hamas-samtakanna. Net- anyahu sagði í gær að fanga- skipti Ísraela og Hamas hefðu ekki enn verið samþykkt og hugsanlega yrði ekkert af þeim. Leiðtogar Hamas-samtak- anna, sem fara með völd á Gaza, hafa átt í viðræðum við Ísraela um möguleg skipti á Gilad Shalit og meira en eitt hundruð fang- elsuðum Palestínumönnum. Gilad Shalit hefur verið í haldi Hamas-samtakanna síðan 2006.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.