Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Qupperneq 16
Miðvikudagur 25. nóvember 200916 Bækur
Barna-/unglingaBók
Skemmtileg og vel Skrifuð
Þessi bók, Ég og þú, er
þriðja bókin eftir sama höf-
und um samkynhneigða
unglinga. Fjallað er um
samband samkynhneigðra
stúlkna. Anna býr á Íslandi
en Sylvia á Englandi. Sagan
lýsir því þegar Anna reynir
að segja foreldrum sínum
að hún sé lesbía. Loksins
þegar kom að því að segja
foreldrunum frá kom í ljós
að þeir vissu að Anna var
lesbísk. Inn í söguna flétt-
ast saga Kötu, bestu vin-
konu Önnu, sem verður
ólétt eftir indverskan strák. Það er best að segja ekki meira um það
mál til að eyðileggja ekki fyrir væntanlegum lesendum.
Mér fannst þessi bók mjög skemmtileg og vel skrifuð. Hún lýsir
vel tilfinningum og baráttu samkynhneigðra. Þessi bók er fyrir stelp-
ur fremur en stráka þótt allir hefðu vissulega gott af því að lesa hana.
Ég held að mörgum stelpum eigi eftir að finnast hún skemmtileg.
Bókin mun þó litlu breyta varðandi fordóma gegn samkynhneigð-
um.
Helsti gallinn á bókinni er kápan sem hefði ekki vakið áhuga
minn. Hún er frekar léleg.
Efni bókarinnar á erindi við flesta krakka. Ég mæli með þessari
bók.
Harpa mjöll reyniSdóttir, 13 ára
Ég og þú
Jónína leósdóttirMjög
skemmtileg
og vel skrif-
uð bók. Á er-
indi við flesta
krakka.
Útgefandi:
Vaka Helgafell
Fyrri dómar
Harmur englanna
Eftir Jón Kalman Stefánsson
Ævintýraeyjan
Eftir Ármann Þorvaldsson
Hrunið
Eftir Guðna Th. Jóhannesson
Hvíta bókin
Eftir Einar Má Guðmundsson
Sofandi að feigðaróSi
Eftir Ólaf Arnarson
íSlenSka efnaHagSundrið:
flugeldaHagfrÆði fyrir
byrjendur
Eftir Jón Fjörni Thoroddsen
Svartbók kommúniSmanS
Eftir Stéphane Courtois, Nicolas Werth,
Jean-Louis Panné o.fl.
Stúlkan Sem lÉk SÉr að
eldinum
Eftir Stieg Larsson
laura og julio
Eftir Juan José Millás
Heitar laugar á íSlandi
Eftir Jón G. Snæland og Þóru Sigur-
björnsdóttur
það liggur í loftinu
Eftir Jónas Jónasson
matSveppir í náttúru
íSlandS
Eftir Ásu Margréti Ásgrímsdóttur
Svörtuloft
Eftir Arnald Indriðason
alltaf Sama Sagan
Eftir Þórarin Eldjárn
jón leifS – líf í tónum
Eftir Árna Heimi Ingólfsson
Himinninn yfir
þingvöllum
Eftir Steinar Braga
paradíSarborgin
Eftir Óttar Norðfjörð
frjálS og óHáður
Eftir Jónas Kristjánsson
ÆviSaga einarS
benediktSSonar
Eftir Einar Benediktsson
fölSk nóta
Eftir Ragnar Jónasson
Saga viðSkiptaráðu-
neytiSinS 1939–1994
Eftir Hugrúnu Ösp Reynisdóttur
SólStjakar
Eftir Viktor Arnar Ingólfsson
enn er morgunn
Eftir Böðvar Guðmundsson
Hyldýpi
Eftir Stefán Mána
til veSturHeimS
Eftir Bergstein Jónsson
vormenn íSlandS
Eftir Mikael Torfason
reyndu aftur – ÆviSaga
magnúSar eiríkSSonar
Tómas Hermannsson skráði
milli trjánna
Eftir Gyrði Elíasson
á mannamáli
Eftir Þórdísi Elvu Þorvaldsdóttur
Umsátrið – fall Íslands og endurreisn eftir Styrmi Gunn-
arsson, fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, er ágætlega
skrifuð en vilhöll bók um bankahrunið.
Lokahluti bókarinnar fjallar um sýn Styrmis á framtíð-
ina, vonir um lýðræðisumbætur og gagnsærra þjóðfélag.
Að þeim hluta verður vikið síðar.
Þegar Árni Mathiesen, í hlutverki dómsmálaráðherra
í stutta stund, skipaði Þostein Davíðsson héraðsdómara
gegn mati sérstakrar hæfnisnefndar varð uppnám. Pétur
Kr. Hafstein, formaður nefndarinnar, mótmælti opinber-
lega og upp hófst orðaskak.
Styrmir kemur á framfæri upplýsingum, sumum nýj-
um og merkilegum, setur þær í samhengi og dregur upp
mynd af aðdraganda bankahrunsins og útdeilir ábyrgðinni
á því að illa fór. Sjónarhornið er manns sem hefur reynslu
og yfirsýn. Upplýsingarnar eru komnar úr innsta hring
valdakjarna sem Styrmir viðurkennir að hafa verið hluti
af. Honum sést stundum yfir að sannreyna upplýsingarn-
ar eins og góðum blaðamanni er sæmandi. Frásögn Davíðs
Oddssonar og annarra sem stóðu honum nærri eru látnar
nægja. Ekki er þó loku fyrir það skotið að Styrmir hafi feng-
ið að sjá skjöl þótt ekki sé það ljóst af textanum. Fyrsti hluti
bókarinnar er sá mikilvægasti vegna þeirra upplýsinga sem
þar koma fram. Yfirsýn Styrmis nýtur sín best þar þótt ekki
sjái allir veruleikann sömu augum og hann.
En í frásögn Styrmis dregst upp önnur mynd. Mynd-
in af því hvernig stjórnmálamenn, bankamenn og emb-
ættismenn vissu eða höfðu rökstuddar vísbendingar um
hversu illa væri komið fyrir stóru bönkunum sem féllu.
Hvernig íslenska kunningjaveldið og innmúrað flokksræð-
ið rann saman við trú undangenginna ára á markaðsfrels-
ið og kefisbundið eftirlitsleysið sem óhjákvæmilega hlaut
að vera samofið pólitískri hugmyndafræði frjálshyggjunnar
og markaðshyggjunnar. Að þessu leyti svipar aðdraganda
bankahrunsins til hrunsins á verðbréfamörkuðum í Wall
Street árið 1929 sem markaði upphaf heimskreppunn-
ar. Hoover forseti hafði haft áhyggjur af þróuninni á Wall
Street, en markaðurinn átti að „leiðrétta“ sig sjálfur án af-
skipta stjórnvalda.
Í nóvember árið 2005, þegar Davíð Oddsson hafði verið
formaður bankastjórnar Seðlabankans í tæpa tvo mánuði,
sagði hann Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherra og Geir
H. Haarde utanríkisráðherra frá því að bankakerfið kynni
að fara á hausinn.
„Kjarni málsins er sá að ekki skorti þekkingu eða vit-
neskju á því, sem var að gerast, í Seðlabankanum og Fjár-
málaeftirlitinu,“ segir á einum stað í bókinni. „Forráða-
menn Seðlabankans höfðu ítrekað komið aðvörunum á
framfæri við ríkisstjórn án þess að nokkuð gerðist. Hvað
annað gátu stjórnendur Seðlabankans og Fjármálaeftirlits-
ins gert?“
Nokkru síðar segir í tveggja blaðsíðna kafla um ábyrgð
eftirlitsstofnana: „Formaður bankastjórnar átti þann kost
að segja af sér með yfirlýsingu um, að hann gerði það vegna
þess, að ekki væri hlustað á aðvaranir hans. Það er hins veg-
ar álitamál, hvort slík afsögn hefði hreyft við stjórnkerfinu,
sem af öðrum ástæðum taldi ekki tímabært að grípa inn í.“
Þetta er bráðmerkileg framsetning Styrmis, ekki síst í
ljósi ummæla í vikulokaþætti RÚV síðastliðinn laugardag.
Hallgrímur Thorsteinsson dagskrárgerðarmaður spurði
Styrmi hvers vegna enginn hefði hlustað á Davíð seðla-
bankastjóra. „Svara þú því,“ sagði Styrmir. Hallgrímur
gaf sig ekki og spurði aftur. „Ég get ekki svarað því,“ sagði
Styrmir þá.
Þarna liggur ef til vill vandinn. Hvers vegna naut seðla-
bankastjórinn ekki þess trausts sem telja verður lífsnauð-
synlegt til farsælla starfa á æðstu stöðum í fjármálalífinu?
Þeirri spurningu svarar Styrmir ekki í bókinni heldur.
Af hvaða ástæðum vildu stjórnvöld ekki grípa inn í?
Svarið er ekki á vörum Styrmis en gæti verið eftirfarandi: Í
langvinnri stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins, þar sem gumað
hafði verið af róttækum breytingum og þjóðfélagstilraun-
um í anda markaðsfrelsis, hafði bankakerfið verið einka-
vætt og komið í hendur vina og kunningja í talsambandi
við stjórnarflokkana. Enginn sérstakur vilji var til þess að
starfrækja öflugt eftirlitskerfi samfara hraðfara vexti bank-
anna og útrás þeirra. Klíkuþjóðfélagið íslenska var versta
og minnsta mögulega viðnám sem hugsast gat gegn of-
boðslegri dýrkun vaxtarins, útrásarinnar og græðginnar
sem skila átti öllum meiri velsæld.
Ekki er laust við að Styrmir finni til iðrunar og sektar-
kenndar í lokahluta bókarinnar. Landsstjórn og stefna, sem
hann hafði stutt svo lengi, er fallin og með henni banka-
kerfi heillar þjóðar. Sjálfur hafði hann stundað leynimakkið
sem nærði vald stjórnarherrans, með góðu eða illu. Þjóðin
og forsetinn höfnuðu fjölmiðlalögum Davíðs. Nágranna-
þjóðirnar höfnuðu vinnubrögðum íslensku bankanna
og getuleysi íslenskra stjórnvalda. Bankakerfið hrundi og
þjóðin hafnaði ríkisstjórn sinni, spillingu stjórnmálanna og
viðskiptalífsins. Ný ríkisstjórn hafnaði seðlabankastjóran-
um Davíð Oddssyni. Fjórðungur áskrifenda hafnaði gamla
trausta Morgunblaðinu. Þjóðin hafnar með öðrum orðum
gamla Íslandi og krefst þess nú að fylgt sé almennum leik-
reglum og góðum siðum í opnu og gagnsæju þjóðfélagi.
Þannig hefði bók Styrmis Gunnarssonar fremur átt að
bera titilinn „Höfnunin“ en ekki „Umsátrið“.
En má ekki Styrmir Gunnarsson, sem viðurkennir að
hafa verið innmúraður í valdakerfi gamla Íslands, ekki iðr-
ast og boða umbætur og breytt þjóðfélag? Eins og sá sem
sagði: „Ég er leiðtogi fjöldans og þess vegna fylgi ég hon-
um.“
Jú, sannarlega, og það gerir hann í lokahluta bókar sinn-
ar. Í kafla um opið og gagnsætt samfélag kemur hann að
lykilatriði um völd og yfirráð. Þeir sem ráða mikilvægum
upplýsingum og meðferð þeirra ráða miklu um þjóðfélags-
umræðu og framvindu stjórnmála. Þeir sem kunna spuna
og sviðsetja atburðarás venjast því að unnt sé að handstýra
umræðunni einhverjum hagsmunum í vil.
Styrmir vill aflétta leyndarhjúp og telur Morgunblað
sitt hafa stuðlað að því. „Í einu vetfangi væri fótunum
kippt undan lágkúrulegri fjölmiðlun, sem meirihluti fólks
er þreyttur á og hefur skömm á. Og um leið yrði athyglis-
verð breyting á valdahlutföllum í samfélaginu. Skyndilega
misstu þeir völdin, sem hafa þrifist í skjóli leyndarinnar,
sem hvílt hefur yfir stóru og smáu.“
Vel væri ef Styrmir breytti í samræmi við þessi orð sín í
þeim ritverkum sem hann á enn óskrifuð.
Jóhann Hauksson
Höfnunin
ÞJóðFélagsmál/BankaHrun
umSátrið – fall íSlandS
og endurreiSn
styrmir gunnarsson
Hlutdræg
bók sem
borin er
uppi af yfir-
sýn og góð-
um texta
höfundar.
Útgefandi:
Veröld
StyrmirGunnarsson„Skyndi-
lega misstu þeir völdin, sem hafa
þrifist í skjóli leyndarinnar, sem
hvílt hefur yfir stóru og smáu.“