Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Side 22
Miðvikudagur 25. nóvember 200922 Bækur
fræðiBók
BiBlía útrásarinnar
Ást við fyrstu sýn og augljós-
lega dauðadæmd hjónabönd
eru meðal þess sem fjallað er
um í Augnabliki eftir Malcolm
Gladwell. Umfjöllunarefnið
varðar alla. Bókin fjallar um
eins konar skyndiskynjun sem
verður á nokkrum sekúndum
og getur reynst áreiðanlegri en
löng íhugun og rannsóknir.
Malcolm Gladwell er
popp-félagsfræðingur sem
brúar bilið milli fræðanna og
skemmtanagildis með sönn-
um örsögum úr rannsókn-
um á mannlífinu. Alvarlegir
vísindamenn hafa gagnrýnt
Gladwell fyrir að setja fram einfaldaðar kenningar og taka jafnvel hluti úr
samhengi. Ef þetta er hans mesti löstur, er það um leið hans mesti kostur.
Hann leggur áherslu á það sem fólki þykir áhugavert og safnar saman rann-
sóknum um tengd efni. Það má hins vegar deila um alhæfingargildi umfjall-
ana hans.
Bækur Gladwells breyta sjónarhorni lesandans á samfélagið, mannlífið
og ekki síst á sjálfan sig. Augnablik er ein af þeim sjaldgæfu bókum sem eru
allt í senn lærdómsríkar, gagnlegar og skemmtilegar. Til samanburðar mætti
nefna bókina Freakonomics, sem afrekaði að gera hagfræði skemmtilega.
Gagnrýniverðast við íslensku útgáfu bókarinnar er að hún skyldi koma fjór-
um árum eftir að bókin kom út á ensku. Með réttu hefði íslensk útgáfa nýj-
ustu bókar hans, Outliers, átt að koma út fyrir þessi jól. Og Augnablik hefði
átt að koma út á hátindi góðærisins.
Það má spyrja sig hvort þessi bók sé á einhvern hátt Biblía útrásarvíking-
anna. Hún fjallar um áreiðanleika þess að taka ákvarðanir hratt og örugglega
út frá óútskýrðu innsæi og hæfileikann til að hugsa án umhugsunar. Eitt að-
alsmerki íslenskra viðskiptajöfra í útrás þótti vera að þeir væru fljótir og hik-
uðu ekki við að taka stórar ákvarðanir. Þessir óskiljanlegu eiginleikar voru í
raun hin endanlega skýring sem almenningur sættist á fyrir landvinningum
Íslendinga í góðærinu. Ekki er ljóst hvort útrásarvíkingarnir hafi lesið bók-
ina, en umfjöllunarefnið varpar ljósi á vinnulag þeirra og hugmyndafræði.
Malcolm Gladwell var til að mynda aðalfyrirlesari á hinum fræga Baugsdegi í
Mónakó 2007, sem gerður hefur verið ódauðlegur með myndbandi á netinu.
Í bókinni er tekið dæmi af lögreglumönnum sem skjóta saklausan blökku-
mann í tætlur, vegna þess að hann leit út fyrir að vera grunsamlegur. Niður-
staða bókarinnar, eins og útrásarinnar, er að stórum hluta rök með rökhugs-
un og skynsamlegum efa, frekar en hreinni skyndiskynjun.
Þess ber að geta að árið 2011 er von á kvikmynd byggðri á bókinni, sem
mun skarta Leonardo DiCaprio í aðalhlutverki. Hún fjallar um mann sem
auðgast á því að skynja svipbrigði og látbragð fólks í viðskiptaheiminum.
Jón trausti reynisson
augnaBlik – hæfileikinn
að hugsa án umhugsunar
Malcolm GladwellEin af þeim
sjaldgæfu
bókum sem
eru allt í senn
lærdómsríkar,
gagnlegar og
skemmtilegar.
Þýðing: Hrafnhildur
reykjalín Vigfúsdóttir
Útgefandi:
Bókafélagið
Gylfi Ægisson hefur fyrir löngu unnið hug og hjarta
þjóðarinnar með dægurperlum sem eiga eftir að fylgja
þjóðinni. Þess utan hafa sögur af ýmsu tagi gengið um
manninn. Það var því vel til fundið hjá Sólmundi Hólm
Sólmundarsyni að skrá sögu kappans og varpa ljósi á líf
sem spannar hæstu tinda og dýpstu dali. Gylfi er ald-
urslaust fyrirbæri. En hann er svo gamall sem fæðingar-
vottorð hans staðfestir. Hann byrjar starfsævi sína á ný-
sköpunartogurunum þar sem sukkað var í landlegum
en þrælað á sjónum.
Þeir sem halda að þeir fái dauðhreinsaða, menning-
arlega ævisögu með lestri Sjúddiraddí rei verða örugg-
lega fyrr vonbrigðum. Þessi bók er í rauninni játninga-
bók þar sem fátt er dregið undan. Reyndar má segja að
fremur sé bætt við og upplifanir kryddaðar með ímynd-
unarafli Gylfa. Bersöglin og sagnalistin færir mann nær
Gylfa.
Allir þeir sem stundað hafa sjómennsku þekkja þá
stemningu sem myndast í borðsal eða lúkar á góðum
stundum þegar sagnaþulir hafa orðið. Þá eru sögur
sagðar og ýkt langt umfram efni. Dæmigerð slík frásögn
er í bókinni þegar Gylfi og félagar hans eru fullir á rúnt-
inum í leigubíl. Ökuferðin þróaðist út í það að bílstjór-
inn fékk að vera með í gleðinni og var orðinn þó nokkuð
drukkinn. Allt í einu sáu þeir lögreglubíl fram undan og
þá voru góð ráð dýr. Ekki vildu farþegarnir hafa það á
samviskunni að bílstjórinn missti skírteinið og atvinn-
una. Honum var því skipað að snarstöðva bílinn. Síðan
var farið í skottið og náð í tjakk og bíllinn tjakkaður upp.
Þegar það var afstaðið var bílstjóranum skutlað undir
bílinn svo aðeins sást í fætur hans. Löggan stöðvaði og
fékk þá skýringu að bílstjórinn væru undir ökutækinu
að gera við bilun. Þeir sættu sig við þá skýringu og fóru.
Það er síðan lesenda að meta það hvort hægt sé að gera
allt þetta sem að framan greinir frá því löggan komst í
sjónlínu.
Gylfi segir af einlægni frá alkóhólisma sínum sem lit-
aði allt hans líf framan af ævi. Ekki verður annað séð en
hann lýsi sjúkdómi sínum af einlægni og hispursleysi. Í
bland við dramað eru síðan fínar grobbsögur um slags-
mál kappans. Þar er eins og að framan segir ekkert dreg-
ið úr atburðum og frásagnir í sterkum litum. Og Gylfi
segir líka frá sorginni þegar hann missti bróður sinn af
slysförum. Faðmlög hans og Bakkusar fela í sér dauð-
ann. Gylfi var á einhverjum æviskeiðum kominn á botn-
inn. En hann seiglast áfram í gegnum lífið með gítarinn
sinn. Þær dægurlagaperlur sem öll þjóðin þekkir urðu
til smám saman.
Bókin er frumraun Sólmundar Hólm Sólmundar-
sonar. Það er full ástæða til að óska honum til hamingju
með árangurinn. Textinn er læsilegur og hann rennur
vel. Útkoman er bók sem er báðum, söguhetju og höf-
undi, til mikils sóma. Ritið mun ekki valda neinum
straumhvörfum í ævisagnaskrifum og vissulega eru þar
hnökrar, þó ekki teljandi. En höfundinum tekst það sem
mestu máli skiptir. Þetta er bók sem saltbragð er að. Les-
andinn kynnist söguhetjunni eins vel og hægt er að ætl-
ast til. Ég las bókina í einum áfanga. Sjö sinnum varð ég
að gera hlé á lestrinum til að jafna mig af hláturskasti.
Saga Gylfa er sögð af gleði og taumlítilli frásagnar-
gleði. Eftir lesturinn er eins og hann sé vinur manns. Sú
tilfinning situr eftir að hafa setið við hlið hans í borðsal
nýsköpunartogara og hlýtt á góðlátlegar ýkjusögur. Þetta
er jólabók sjómannsins og allra hinna sem hafa gaman
af frásagnargáfu í hæsta gæðaflokki. Þess vegna fær hún
fjórar stjörnur. Það verður víða hlegið um þessi jól.
reynir traustason
Tröllasögur
alþýðuhetju
endurMinninGar
sJúddirarí rei – endurminn-
ingar gylfa ægissonar
Sólmundur Hólm
Jólabók sjó-
mannsins og
allra hinna
sem hafa
gaman af frá-
sagnargáfu í
hæsta gæða-
flokki.
Útgefandi:
Sena
SkáldSaGa
Örvandi
ádeila á
indland
nútímans
„Hvíti maðurinn verður bú-
inn að vera áður en ævi mín
er öll. [...] innan tuttugu ára
verða bara við gulu og brúnu
mennirnir á toppi pýramídans og við munum stjórna heiminum.“
Þetta segir Balram nokkur Halway, kaupsýslumaður í Bangaloreborg
á Indlandi og söguhetja skáldsögunnar Hvíti tígurinn eftir Aravind Ad-
iga. Indland hefur á síðustu árum breyst gífurlega. Er landið nú talið upp-
rennandi stórveldi sem muni drottna yfir heiminum með Kínverjum í
náinni framtíð. Hvíti tígurinn fjallar um andstæður nútímavæddra fjár-
málamarkaða Indlands og þeirrar algeru fátæktar sem söguhetjan Bal-
ram ólst upp við.
Skáldsagan er í formi bréfa sem Balram Halway og „Hvíti tígur“ sög-
unnar skrifar Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, þar sem hann útlistar
fyrir honum afleiðingar alþjóðavæðingar á Indlandi þar sem berfætt-
ir fátæklingarnir vinna nú í símaverum alþjóðlegra stórfyrirtækja á borð
við Microsoft. Balram segir Wen Jiabao frá litla þorpinu og harmleiknum
sem hann varð fyrir í æsku þegar ríka fólkið kúgaði þá fátæku með harðri
hendi til þess eins að auka við eigin ríkidæmi.
Eftir röð hræðilegra atburða brýtur Balram sig úr fjötrum örbirgðar-
innar með því að rjúfa allar siðareglur. Hann verður jafn harðneskjulegur
og kvalarar fátæka fólksins og fremur morð til að koma sjálfum sér áfram.
Og ekki líður á löngu þar til hann hefur færst upp um mörg þrep í fæðu-
keðju stéttskiptingarinnar.
Höfundurinn Adiga er 35 ára gamall, fæddur á Indlandi en menntaði
sig í enskum bókmenntum við virta háskóla í Bandaríkjunum og Bret-
landi. Hvíti tígurinn kom eins og þruma úr heiðskíru lofti í bókmennta-
líf Vesturlanda þegar Aravind Adiga hlaut Man Booker-verðlaunin í fyrra,
ein eftirsóttustu bókmenntaverðlaun heims.
Adiga þykir draga upp mjög dökka mynd af heimalandinu. Jafnvel
sjálfur Gandhi fær að kenna á beittri ádeilunni. Margir Indverjar upplifa
Hvíta tígurinn sem árás á Indland.
Adiga hefur hins vegar bent á að skylda rithöfunda sé einmitt að segja
frá því harðneskjulega félagslega óréttlæti sem bókin fjallar um. „Ég reyndi
að gera það – bókin er ekki árás á Indland heldur tilraun til sjálfsskoðun-
ar. Það er sérstaklega mikilvægt á þessum umbrotatímum í sögu Indlands
sem mun líklega, ásamt Kína, erfa heiminn frá Vesturveldunum.“
Lipur þýðing Ísaks Harðarsonar skilar beittri, pólitískri, frumlegri og
bráðskemmtilegri ádeilu á Indland nútímans – og alls heimsins – til ís-
lenskra lesenda. Hvíti tígurinn er frábær skáldsaga. Þó verður að hafa í
huga að hún sýnir okkur aðeins eina hlið Indlands, sem er eins og aðrir
heimar af sömu stærðargráðu, veröld óendanlegs margbreytileika.
helgi hrafn guðmundsson
hvíti tígurinn
aravind adigaHryllilega nöt-
urleg og hrylli-
lega spaugi-
leg frásögn af
skelfingum
undiroks og
kúgunar stétt-
skiptingar.
Þýðandi: Ísak Harðarson
Útgefandi: JPV
GylfiÆgissonGagnrýn-
anda finnst að eftir lesturinn
sé Gylfi eins og vinur hans.
MYNDHeiðaHelGaDóttir