Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Side 26
Miðvikudagur 25. nóvember 200926 Bækur Formáli Musteri frímúrara Klukkan 20:33 Leyndardómurinn felst í því hvernig skal deyja. Frá upphafi hefur leyndardómurinn alltaf verið hvernig skal deyja. Hinn þrjátíu og fjögurra ára gamli vígslu- sveinn starði á höfuðkúpu úr manni sem hann hélt í lófanum. Höfuðkúpan var hol, eins og skál, full af blóðrauðu víni. Drekktu það, sagði hann við sjálfan sig. Þú hefur ekkert að óttast. Samkvæmt hefðinni hafði hann hafið ferð- ina klæddur í fatnað villutrúarmanns frá mið- öldum sem er leiddur að gálganum, með víða skyrtuna fráflakandi svo föl bringan kom í ljós, vinstri skálmina bretta upp að hné og hægri ermina bretta upp að olnboga. Um hálsinn hékk þung snara – „kaðaltaumur“, eins og bræðurnir kölluðu hana. En í kvöld var hann klæddur sem meistari eins og bræðurnir sem voru til vitnis. Bræðurnir, sem slógu hring um hann, voru allir klæddir í hátíðarbúninginn með svunt- ur úr lambsskinni, herðafetla og hvíta hanska. Um háls þeirra héngu viðhafnarskartgripir sem tindruðu eins og draugaleg augu í daufu ljós- inu. Margir þessara manna voru í valdastöðum í þjóðfélaginu en vígslusveinninn vissi samt að veraldleg staða þeirra hafði enga þýðingu inn- an þessara veggja. Hér voru allir menn jafnir, svarnir í bræðralag, bundnir leyndarböndum. Þegar hann virti fyrir sér ógnvekjandi sam- komuna velti hann fyrir sér hverjum fyrir utan gæti dottið í hug að þessir menn myndu safn- ast saman á einum stað ... hvað þá á þessum stað. Herbergið var eins og helgistaður úr hin- um forna heimi.Sannleikurinn var hins vegar enn undarlegri. Ég er bara spölkorn frá Hvíta húsinu. Gríðarstór byggingin, á Sextánda stræti 1733 í Washington, var eftirmynd hofs sem reist var fyrir Krist – musteri Mausolusar kon- ungs, hið upprunalega grafhýsi ... áfangastað- ur eftir dauðann. Fyrir utan aðalinnganginn gættu tvær sjötíu tonna sfinxir bronsdyranna. Innandyra var íburðarmikið völundarhús af herbergjum, göngum, læstum hvelfingum, bókasöfnum og meira að segja holur vegg- ur sem geymdi líkamsleifar tveggja manna. Vígslusveininum hafði verið sagt að í öllum vistarverum byggingarinnar væri geymt leynd- armál og samt vissi hann að ekkert herbergi geymdi stærra leyndarmál en hinn ógnarstóri salur þar sem hann kraup nú með höfuðkúpu í lófunum. Musterissalurinn. Herbergið var fullkominn ferningur. Það minnti á helli. Loftið gnæfði yfir, heilum hundr- að fetum ofar, stutt steinsúlum úr grænu graníti. Dökkum rússneskum viðarstólum með hand- unnu svínsleðri var raðað í hring í herberginu. Þrjátíu og þriggja feta hátt hásæti trónaði við vesturvegginn og á móti því var hulið pípuorg- el. Veggirnir voru alþaktir fornum táknum ... egypskum táknum og hebreskum, táknum úr stjörnufræði og gullgerðarlist og fleiri táknum sem enn voru óþekkt. Í kvöld var musterissalurinn lýstur upp af kertum sem var raðað eftir kúnstarinnar regl- um. Daufur bjarminn frá þeim var eina ljós- ið fyrir utan fölan tunglskinsgeisla sem barst gegnum þakgluggann og lýsti upp ógnvæn- legasta hlutinn – gríðarstórt altari höggvið úr fægðum belgískum marmara, nákvæmlega í miðjum salnum. Leyndardómurinn felst í því hvernig skal deyja, minnti maðurinn sig á. „Stundin er runnin upp,“ var hvíslað. Vígslu- sveinninn mældi út tiginmannlega hvítklædda manninn sem stóð fyrir framan hann. Æðsta meistarann. Maðurinn, hátt á sextugsaldri,var mektarmaður í Bandaríkjunum, dáður, kröft- ugur og ótrúlega ríkur. Hár hans, sem einu sinni var dökkt, var að verða silfrað og í vel þekktum andlitsdráttum hans mátti greina gamalreynd- an styrk og skarpa greind. „Sverðu eiðinn,“ sagði æðsti meistarinn, rödd hans var mjúk eins og snjókorn á leið til jarðar. „Ljúktu ferð þinni.“ Ferð vígsluveinsins hafði, eins og allar slíkar ferðir, hafist á fyrstu gráðu. Það kvöld, við at- höfn svipaða þessari, hafði æðsti meistarinn bundið fyrir augu hans með flauelsbindi og þrýst helgum rýtingi að beru brjósti hans um leið og hann sagði: „Lýsir þú því hátíðlega yfir og leggur heiður þinn að veði, án nokkurrar ábatavonar eða annarrar óverðugrar ástæðu, að þú bjóðir sjálfan þig fram af fúsum og frjáls- um vilja og viljir eiga aðild að leyndardómum og sæmd bræðralagsins?“ „Já,“ hafði maðurinn logið. „Megi þetta þá halda samvisku þinni vakandi,“ hafði meistar- inn sagt aðvarandi, „og megir þú tafarlaust láta lífið ef þú skyldir nokkru sinni segja frá þeim leyndarmálum sem þér verður trúað fyrir.“ Þá hafði maðurinn ekki fundið fyrir ótta. Þeir eiga aldrei eftir að vita hver er raunveru- legur tilgangur minn hér. Í kvöld skynjaði hann hins vegar ískyggileg- an hátíðleika í musterissalnum og það rifjuð- ust upp allar skelfilegu viðvaranirnar sem hann hafði fengið á leiðinni, hótanir um hræðilegar afleiðingar ef hann segði nokkru sinni frá fornu leyndardómun- um sem hann var um það bil að fá vitneskju um: Hálsinn skorinn eyrnanna á milli ... tungan slit- in upp með rót- um ... innyfli rif- in út og brennd ... feykt út í veður og vind ... hjartað slitið úr og gefið dýrum merkur- innar – „Bróðir,“ sagði gráeygði meist- arinn og lagði vinstri hönd á öxl mannsins. „Sverðu lokaeið- inn.“ Maðurinn herti sig upp fyrir lokaskref- ið á ferðalaginu, hann rétti úr stæltum líkamanum og beindi athygli sinni aft- ur að höfuðkúpunni sem hann hélt á. Dimm- rautt vínið virtist nærri svart í daufu kertaljós- inu. Það var dauðaþögn í salnum og hann fann að allir horfðu á hann, biðu eftir að hann sværi lokaeiðinn og slægist í hóp hinna útvöldu. Í kvöld, hugsaði hann, er eitthvað að ger- ast innan þessara veggja sem hefur aldrei áður gerst í sögu bræðralagsins. Ekki í eitt einasta sinn, ekki svo öldum skiptir. Hann vissi að það yrði kveikjan ... og myndi veita honum óendanlegt vald. Hann fylltist krafti, dró að sér andann og sagði sömu orð og ótal menn höfðu sagt á undan honum í lönd- um um allan heim. „Megi vínið sem ég drekk nú verða mér banvænt eitur ... ef ég nokkru sinni vísvitandi eða viljandi rýf eið minn.“ Orð hans bergmáluðu í holu rýminu. Síðan varð allt hljótt. Hann hélt höndunum stöðugum, lyfti svo höfuðkúpunni að munninum og fann varirn- ar snerta þurrt beinið. Hann lokaði augunum, hallaði kúpunni og drakk í löngum teygum. Þegar síðasti dropinn var drukkinn lét hann höfuðkúpuna síga. Andartak fannst honum að lungun í honum væru að þrengjast og hjartað væri farið að berj- ast um í brjóstinu. Guð minn góður, þeir vita það! Síðan, jafnskjótt og þessi tilfinning kom yfir hann, var hún horfin honum. Notalegur hiti streymdi um líkama hans. Maðurinn andaði frá sér og brosti með sjálfum sér þegar hann virti fyrir sér grunlausan grá- eygða manninn sem hafði verið svo heimsk- ur að hleypa honum inn í leyndardómsfyllstu raðir bræðralagsins. Brátt muntu missa allt sem þér er kært. 1. kafli Otis-lyftan sem steig upp suður- stólpa Eiffel-turnsins var troð- full af ferðamönnum.Í þröngum lyftuklefanum horfði þungbú- inn kaupsýslumaður í pressuð- um jakkafötum niður á dreng við hlið sér. „Þú ert fölur, vinur. Þú hefðir átt að vera kyrr niðri á jörðinni.“ „Það er allt í lagi með mig ...“ svaraði drengurinn um leið og hann barðist við að halda aftur af hræðslunni. „Ég fer út á næstu hæð.“ Ég get ekki andað. Maðurinn hallaði sér nær honum. „Ég hélt þú værir kominn yfir þetta núna.“ Hann strauk drengnum blíðlega um vangann. Drengurinn skammaðist sín fyrir að valda föður sínum vonbrigðum en hann heyrði varla neitt fyrir suðinu í eyrunum. Ég get ekki andað. Ég verð að komast út úr þessum kassa! Lyftuvörðurinn var að segja eitthvað traust- vekjandi um tengda vélarstimpla lyftunnar og gerð hennar. Langt fyrir neðan teygðu götur Parísar úr sér í allar áttir. Næstum kominn, sagði drengurinn við sjálfan sig, teygði úr hálsinum og leit upp á út- göngupallinn. Reyndu að halda þetta út. Um leið og lyftan steig upp í áttina að efri út- sýnispallinum þrengdist lyftustokkurinn, stór- ar og sterkar þrýstistangirnar drógust saman og runnu upp í þröng lóðrétt göng. „Pabbi, ég held að þetta sé ekki –“ Skyndilega mátti heyra skerandi skruðn- inga fyrir ofan. Klefinn rykktist til og sveiflaðist. Trosnaðir vírar slógust utan í hann, hlykkjótt- ir eins og snákar. Drengurinn teygði sig í föð- ur sinn. „Pabbi!“ Þeir horfðust í augu eitt skelfilegt andartak. Svo hrundi gólfið niður. Robert Langdon kipptist til í mjúku leður- sætinu sínu og hrökk upp úr þessu draumm- óki. Hann sat einn í gríðarstórum klefa í Fal- con 2000EXeinkaþotu sem kipptist til í ókyrrð í loftinu. Fyrir utan suðuðu Pratt & Whitney- hreyflarnir stöðugt. „Herra Langdon?“ Það brast í hátalaranum fyrir ofan. „Við erum að koma inn til lending- ar.“ Langdon rétti úr sér í sætinu og stakk minn- ispunktunum fyrir fyrirlesturinn aftur í leður- skjóðuna sína. Hann hafði verið hálfnaður við að rifja upp táknfræði frímúrara þegar hug- ur hans hvarflaði frá. Draumurinn um föður hans heitinn, hugsaði Langdon, hafði bært á sér vegna óvænts boðs um morguninn frá Pet- er Solomon, lærimeistara Langdons til margra ára. Hinn maðurinn sem ég vil aldrei valda vonbrigðum. Hinn fimmtíu og átta ára gamli mannvin- ur, sagnfræðingur og vísindamaður hafði tek- ið Langdon undir sinn verndarvæng fyrir nærri þrjátíu árum og á margan hátt fyllt upp í tóma- rúmið sem faðir Langdons skildi eftir sig þeg- ar hann lést. Þrátt fyrir áhrifamikið ættarveldi Solomons og gríðarlegan auð hafði Langdon skynjað auðmýkt og hlýju í blíðum augum hans. Sólin var sest fyrir utan gluggann en Lang- don gat enn séð grannar útlínur heimsins stærstu broddsúlu, sem reis upp út við sjón- deildarhringinn eins og spíra á ævafornu sól- úri. 170 metra há marmaraklædd broddsúlan markaði hjarta þjóðarinnar. Í allar áttir frá súl- unni stóðu hús og minnismerki í beinum röð- um í nákvæmu kerfi. Jafnvel úr lofti geislaði Washington af nán- ast dulrænum krafti. Langdon hafði dálæti á borginni og þegar þotan lenti óx eftirvænting hans yfir því sem var í vændum. Þotan ók að einkaflugstöð ein- hvers staðar á gríðarstóru flæmi Dulles-flug- vallar og stansaði. Langdon safnaði saman föggum sínum, þakkaði flugmönnunum og steig út úr rík- mannlegri þotunni og gekk niður fellistiga. Kalt janúarloftið var þægilegt. Andaðu, Robert, hugsaði hann og virti fyrir sér víðáttuna með ánægju. Hvít þokuslæða læddist eftir flugbrautinni og Langdon hafði á tilfinningunni að hann væri að stíga út í mýri um leið og hann gekk niður á mistrað malbikið. „Halló! Halló!“ Það var kallað til hans með syngjandi breskum hreim yfir malbikið. „Lang- don prófessor?“ Langdon leit upp og sá miðaldra konu með einkennismerki og skrifbretti á hraðferð í átt- ina til hans, hún veifaði glaðlega þegar hún nálgaðist. Hrokkið ljóst hár stakkst undan nýtískuleg- um prjónuðum hatti. „Velkominn til Washington, herra!“ Nýjasta bók vinsælasta rithöfundar veraldar, Týnda táknið eftir Dan Brown, kemur út á íslensku í dag. DV fékk leyfi hjá bókaforlaginu Bjarti til að birta formála bókarinnar og hluta af fyrsta kaflanum. Týnda táknið Dan Brown Var með ritstíflu eftir Da Vinci-lykilinn. Þegar hún brast varð Týnda táknið til.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.