Dagblaðið Vísir - DV - 25.11.2009, Síða 29
fréttir 25. nóvember 2009 miðvikudagur 29
Mansal hefur aukist svo í miðvesturríkjum Bandaríkjanna að baráttumenn gegn
því segja að þrælahald hafi skotið rótum að nýju í nýrri mynd. Samkvæmt opin-
berum tölum er braskað með 17.000 ólöglega innflytjendur árlega, og heildarfjöldi
fórnarlamba í Bandaríkjunum kann að vera fimmfaldur sá fjöldi.
Braskað með
lifandi fólk
„Ég hélt að þrælahald
hefði liðið undir lok
fyrir nokkrum öldum.
En hér er það og þrífst
vel,“ er haft erftir
Gene Kelly, lögreglu-
stjóra í Springfield.
Lögreglan í miðvesturríkjum
Bandaríkjanna stendur nú um
stundir frammi fyrir nýrri illsku,
nýrri myndbirtingu þrælahalds þar
í landi. Fórnarlömbin eru konur og
börn, sem neydd eru til vændis eða
launalausrar vinnu, og karlmenn
sem nýttir eru sem vinnuafl.
Svo alvarlegt er ástandið orðið
að haft er á orði að um sé að ræða
nýja tegund þrælahalds. Sam-
kvæmt tölum frá bandaríska utan-
ríkisráðuneytinu er árlega braskað
með um 17.000 manns, sem koma
inn í Bandaríkin með ólöglegum
hætti, annaðhvort gegn vilja fólks-
ins eða undir fölskum formerkjum
og endar fólkið oftar en ekki í kyn-
lífsánauð eða í nauðungarvinnu.
Sérfræðingar telja ekki fjarri
lagi að fjöldi fórnarlamba geti ver-
ið fimmfaldur ef sá fjöldi fólks sem
braskað er með innanlands er tek-
inn með í dæmið.
Sum fórnarlömbin koma langt
að því í síauknum mæli eru þau
flutt um langa vegu frá stöðum
fjarri bandarískum ströndum til
miðvesturríkja á borð við Ohio og
Michigan.
Nýtt til kynlífs og vinnu
Í grein á vefsíðu breska dagblaðs-
ins The Guardian segir frá sextán
ára gamalli mexíkóskri stúlku sem
hafði verið flutt inn frá Mexíkó.
Læknar sáu að stúlkan, sem var
langt gengin með og komið hafði
verið með til Dayton vegna þess,
bar skýr merki líkamlegs ofbeldis.
Lögregla var kölluð til en hjónin
sem komu með stúlkuna voru þá
flúin.
Þegar stúlkan sagði sögu sína
kom í ljós að henni hafði ver-
ið haldið nauðugri viljugri í ná-
grannborginni Springfield þar sem
hún hafði verið notuð til kynlífs og
þrælkunar.
„Ég hélt að þrælahald hefði lið-
ið undir lok fyrir nokkrum öldum.
En hér er það og þrífst vel,“ er haft
erftir Gene Kelly, lögreglustjóra í
Springfield.
Kelly lagði áherslu á þá áhættu
sem nýfætt barn stúlkunnar hefði
staðið frammi fyrir seinna meir,
hefðu læknarnir ekki sýnt árvekni,
því barnið hefði getað orðið fórn-
arlamb misnotkunar um ókomna
framtíð.
Seld á svörtum markaði
Phil Cenedella, stofnandi samtaka
gegn mansali, var sammála Gene
Kelly og sagði í viðtali við The Gu-
ardian skoðun sína þá að barnið
hefði verið selt í ánauð síðar meir.
„Þau [hjónin] hefðu selt barnið
á svarta markaðnum. Það er brjál-
æði að þetta eigi sér stað,“ sagði
Cenedella við The Guardian.
Samtök gegn mansali benda á
að myndbirting þess í Bandaríkj-
unum sé af mörgum toga og fórn-
arlömbin séu karlmenn, konur og
börn. Eitt er það svið sem tengist
braski með fólk í miklum mæli, og
það lýtur að almennri vinnu, oft og
tíðum erfiðisvinnu í landbúnaði.
En dæmin er einnig að finna á
veitingastöðum, hársnyrtistofum
og snyrtistofum. Meirihluti þeirra
dæma sem ekki falla undir það sem
áður er nefnt á sér stað í heimi kyn-
ferðislegrar misnotkunar þar sem
konur og börn eru neydd í vændi.
Misjöfnum aðferðum beitt
Þeir sem standa að þessu prangi
með lifandi fólk beita mismunandi
aðferðum til að halda fólki í viðj-
um. Á meðal þess sem gert er er að
haldleggja vegabréf þeirra fórnar-
lamba sem flutt eru inn frá útlönd-
um og einnig er beitt hótunum um
alvarlegar líkamlegar refsingar.
Öðrum aðferðum er einnig
beitt, til að mynda hótunum í garð
fjölskyldu fórnarlambsins eða fjár-
kúgun.
Mansal er nýtt vandamál fyrir
þá sem standa að löggæslu, ekki
síst á svæðum þar sem ekki hefur
verið álitið að um stórt vandamál
væri að ræða.
Annar þáttur sem hugsanlega
hefur mikil áhrif til hins verra í
þessari þróun er efnahagslægðin
sem heldur landinu í heljargreip-
um. Vandamál vegna innflytjenda
hafa aukist og lýðfræði lands-
ins hefur breyst vegna kreppunn-
ar. Springfield var í eina tíð tal-
in dæmigerð miðvesturríkjaborg
og gjarna nefnd til sögunnar sem
slík. Nú er öldin önnur og borgin
hýsir þó nokkur minnihlutasamfé-
lög sem saman mynda um fimmt-
ung borgarbúa. Þeirra á meðal má
nefna Rússa, Kínverja, Suðuramer-
íkubúa og Sómali.
Reyndar hafa einhverjir, sem
teljast sérfróðir um vandamál-
ið, sakað málsvara fórnarlamba
mansals og fræðimenn um að ýkja
vandamálið og hafa lýst efasemd-
um um að skipulögð glæpasam-
tök braski með fólk til kynlífs eða
vinnu. Einnig telur löggæslufólk
að þörf sé á nánari skilgreinigu á
mansali.
Stúlka í viðjum, sviðsett mynd Mansal og þrælahald færist í aukana í
Bandaríkjunum.
Þrælar fyrri tíma Fórnarlömbum nútíma þrælahalds er meðal annars gert að
vinna launalaust.
Þrátt fyrir að skráðum glæpum hafi
fækkað í Bretlandi síðan á árun-
um 2004 til 2005 hefur handtökum
í Englandi og Wales fjölgað árvisst.
Samkvæmt skýrslu sem kom út á
þriðjudaginn stundar breska lög-
reglan handtökur reglubundið ein-
ungis til að geta skráð lífsýni hinna
handteknu í lífsýnasafn landsins. Í
skýrslunni kemur einnig fram að þrír
af hverjum fjórum ungum blökku-
mönnum, á aldrinum átján til þrjátíu
og fimm, eru í gagnagrunninum.
Ljóst er að þessar upplýsing-
ar, sem koma fram í skýrslu Human
Genetics Commission, sjálfstæðri
ráðgjafanefnd, munu kynda undir
umræðunni um lífsýnasafn breskra
stjórnvalda, sem er hið stærsta í
heimi.
Að sögn Jonathans Montgom-
ery, formanns nefndarinnar, er mik-
ill fjöldi fólks skráður í gagnagrunn-
inn án þess að hafa verið sakfelldur
og aðeins fyrir þá sök að hafa ver-
ið handtekinn. Lífsýni nærri einn-
ar milljónar saklausra borgara er að
finna í lífsýnasafninu.
Montgomery sagði að þess væru
dæmi að fólk væri handtekið til að
komast yfir lífsýni úr því, við aðstæð-
ur sem hefðu ekki endað með hand-
töku á árum áður.
Sem fyrr segir hefur skráðum
glæpum fækkað í Wales og Englandi
en handtökum fjölgað. Samkvæmt
síðustu tölum fjölgaði handtökum
um sex prósent árið 2005, eða í 1,43
milljónir, og um fjögur prósent árin
2006 til 2007, eða í 1,48 milljónir
handtakna.
Lífsýni milljón saklausra í lífsýnasafni bresku lögreglunnar:
Lögreglan á lífsýnaveiðum
Breskir lögreglumennÁstæða fyrir handtöku þarf ekki að vera alvarleg. MyNd: AFP
ekki kyssa
jólasveininn
Heilbrigðisyfirvöld í Ungverja-
landi mælast til þess að jóla-
sveinninn láti vera að kjassa og
taka í hendur þeirra barna sem
setjast í kjöltu hans í aðdraganda
jólanna. Ástæðan hefur þó ekkert
með almennt velsæmi að gera
heldur vilja yfirvöld draga úr lík-
um á útbreiðslu flensu. Einungis
er um tilmæli að ræða.
Í tilkynningu heilbrigðisyfir-
valda segir að ef „jólasveinninn
sé við aldur, í þyngri kantinum
eða glími við krónískan sjúkdóm“
sé hann í áhættuhóp og brýnt að
hann láti bólusetja sig.
Í Ungverjalandi kemur jóla-
sveinninn 6. desember.
neyðarlög í kjöl-
far fjöldamorða
Stjórnvöld Filippseyja settu
neyðarlög á Mindanao-eyju í gær
vegna morðanna sem framin
hafa verið í tengslum við vænt-
anlegar kosningar þar í landi. Að
minnsta kosti 46 manns hafa ver-
ið myrtir, þeirra á meðal barns-
hafandi kona. Um er að ræða
versta einstaka ódæðið sem rekja
má til stjórnmála í sögu landsins.
Ódæðin eru sérstaklega vand-
ræðaleg fyrir Gloriu Arroyo, for-
seta landsins, því sá sem grunað-
ur er um að standa að baki þeim
er stjórnmálamaður sem er hlið-
hollur henni.
Tók frá ríkum,
gaf fátækum
Þýskur bankastarfsmaður sem
millifærði fé af reikningum auð-
ugra yfir á reikninga fátækra fékk
22 mánaða skilorðsbundinn
dóm.
Starfsmaðurinn, 62 ára kona
sem ekki hefur verið nafngreind,
fékk nafngiftina „Banka-Hrói
höttur“. Konan millifærði um 7,7
milljónir evra, sem samsvara um
einum og hálfum milljarði króna,
í 117 færslum.
Við réttarhöldin í Bonn kom
í ljós að konan tók ekkert fé fyrir
sjálfa sig, en þess er krafist að
hún bæti bankanum tap vegna
góðmennsku sinnar.