Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Side 2
2 mánudagur 14. desember 2009 fréttir
Sama dag og eignarhaldsfélagið
Vafningur keypti fasteignafélag sem
hélt utan um byggingu lúxusíbúða-
turnar í Makaó í Asíu fyrir rúma fimm
milljarða króna í febrúar í fyrra festi
félagið kaup á rúmlega 82 prósenta
hlut í breska fjárfestingasjóðnum
KCAJ LLP fyrir 5,4 milljarða króna.
Í báðum tilfellum seldu dótturfélag
Sjóvár, sem var í eigu Milestone, fé-
lögin til Vafnings. Forstjóri Vafnings,
Guðmundur Ólason, skrifaði undir
kaupsaminginn um viðskiptin með
KCAJ fyrir hönd dótturfélags Sjóvár,
SJ2, sem og fyrir hönd Vafnings.
Milestone var jafnframt meiri-
hlutaeigandi í Vafningi áfram í gegn-
um dótturfélag Sjóvár en næststærstu
hluthafarnir voru eigendur N1, Einar
og Benedikt Sveinssynir. Vafningur
fjárfesti því fyrir 10,6 milljarða sama
daginn.
Fjárfestingasjóðurinn KCAJ var
stofnaður af Jóni Scheving Thor-
steinssyni, fyrrverandi starfsmanni
Baugs, árið 2006. Á þeim tíma var
sagt að sjóðurinn ætti að verða ein-
hvers konar mini-Baugur. Sjóðurinn
fjárfesti í ýmsum verslunum á Bret-
landseyjum, meðal annars Cruise,
Duchamp, Aspinal of London, Jones
Bootmaker og útivistarversluninni
Mountain Warehouse. Milestone
keypti sig svo inn í sjóðinn og átti
rúm 82 prósent í honum þegar Vafn-
ingsviðskiptin áttu sér stað í fyrra.
Kaupin á félögunum tveimur
voru að öllum líkindum fjármögnuð
með láni frá tryggingafélaginu Sjó-
vá Almennum upp á 10,6 milljarða
króna. Vafningur skrifaði upp á lána-
samning við Sjóvá í lok febrúar 2008,
þremur vikum eftir að félagið hafði
keypt fasteignaverkefnið í Makaó og
breska fjárfestingasjóðinn. Ástæðan
fyrir því að þetta er líklegt er meðal
annars sú að lánsupphæðin frá Sjó-
vá er nákvæmlega jafnhá og kaup-
verð Makaó-fasteignaverkefnisins og
breska fjárfestingasjóðsins. Eigendur
Milestone og Sjóvár á þessum tíma
voru bræðurnir Karl og Steingrímur
Wernerssynir.
Bjarni veðsetti vegna
tveggja Glitnislána
Líkt og DV greindi frá í síðustu viku
veðsetti Bjarni Benediktsson, þáver-
andi stjórnarformaður eins hluthafa
í Vafningi, BNT, og núverandi for-
maður Sjálfstæðisflokksins, hluta-
bréf BNT, Hrómundar og Hafsilfurs í
Vafningi sama dag og félagið fjárfesti
í fasteignaverkefninu í Makaó. Við
þetta bætist nú að Vafningur fjárfesti
einnig í breska fjárfestingasjóðnum
þennan sama dag.
Heimildir DV herma að Bjarni
hafi veðsett bréfin í Vafningi vegna
lánafyrirgreiðslu frá Glitni sem geng-
ið var frá 29. febrúar 2008, sama dag
og félagið fékk 10,6 milljarðana að
láni frá Sjóvá. Um var að ræða tvö
lán frá Glitni til Vafnings, samkvæmt
heimildum DV.
Tók engar ákvarðanir
Aðspurður segir Bjarni, um hvort
hann hafi vitað að Vafningur fjárfesti
í breska fjárfestingasjóðnum þann
sama dag og hann fékk umboð til að
veðsetja hlutabréf félagsins, að svo
hafi ekki verið. „Ég tók engar ákvarð-
anir fyrir hönd þessa félags. Ég kom
ekkert nálægt þeim ákvörðunum
sem áttu sér stað þennan dag,“ seg-
ir Bjarni. Aðspurður hvort hann hafi
sem sagt ekki vitað að félag sem hon-
um tengdist hafi fjárfest fyrir meira
en 10 milljarða króna sama dag seg-
ir Bjarni: „Að sjálfsögðu ekki. Ég kom
ekkert nálægt þeirri ákvarðanatöku
um þá endurfjármögnun sem var
að eiga sér stað á þessum tíma. Þess
vegna vissi ég ekki hvaða gerningar
lágu þarna að baki. Ég kom einungis
að þeim gerningi að veðsetja hluta-
bréfin fyrir hönd þeirra sem á þeim
héldu. Aðrir voru að vinna í end-
urfjármögnuninni í samvinnu við
bankann,“ segir Bjarni.
Hvorki Bjarni né faðir hans
segjast hafa vitað neitt
Staðan á málinu er því sú að hvorki
Bjarni né faðir hans, Benedikt
Sveinsson, segjast hafa komið að
því að ákveða þátttöku félaga þeim
tengdum í Vafningi þrátt fyrir að
hafa verið stór- ir hluthafar
í félaginu. Benedikt
segist heldur
ekkert kann-
ast við félag-
ið, enda benda
heimildir DV ekki
til þess að
hans
aðkoma að félaginu og viðskiptum
þess hafi verið bein. „Ég bara man
þetta ekki, ég kem þessu ekki fyr-
ir mig. Ég er hættur í viðskiptum, ég
er búinn að draga mig út úr hlutum,“
segir Benedikt. Aðspurður hvort
hans aðkoma að félaginu hafi ver-
ið einhver segir Benedikt að svo hafi
ekki verið.
Því virðist það vera svo, sam-
kvæmt því sem þeir feðgar segja, að
hvorki Bjarni né faðir hans hafi tekið
ákvörðun um það fyrir hönd Hafsilf-
urs að taka þátt í Vafningi jafnvel þó
félagið hafi verið stór hluthafi í Vafn-
ingi í gegnum Skeggja og Mátt og
þó Bjarni hafi veðsett bréf Vafnings
sama daga og viðskipti þess upp á
10,6 milljarða áttu sér stað.
Vantaði 10 milljarða í
eignasafn Sjóvár
Líkt og Morgunblaðið greindi frá í
maí á þessu ári veðsettu eigendur
Sjóvár bótasjóð tryggingafélagsins og
vantaði að minnsta kosti 10 milljarða
króna í eignasafn félagsins til að eig-
infjárhlutafall félagsins teldist vera
jákvætt. Í frétt Morgunblaðsins kom
fram að Sjóvá hefði því ekki uppfyllt
þær lágmarkskröfur um gjaldþol til
að geta starfað sem tryggingafélag
lögum samkvæmt. Jafnframt kom
fram í fréttinni að bótasjóður Sjó-
vár hefði verið 23 milljarðar í lok árs
2007.
Í júlí í sumar kom svo fram að ís-
lenska ríkið hefði þurft að leggja Sjó-
vá til 12 milljarða króna til að bjarga
félaginu frá gjaldþroti en ástæðuna
fyrir slælegri stöðu félagsins má hvað
helst rekja til fjárfestinga þess er-
lendis. Tekið skal fram að um lán var
að ræða sem á að greiðast aftur inn-
an 18 mánaða eða þegar tryggingafé-
lagið verður selt.
Viðskipti Sjóvar, Milestone og
Vafnings voru að öllum líkindum
hluti af þeim fjárfestingum sem knés-
ettu Sjóvá enda munar um minna
þegar nærri 11 milljarðar króna eru
lánaðir frá félaginu til að fjármagna
fjárfestingar erlendis. Einn af heim-
ildarmönnum DV segir að nær úti-
lokað annað en að „peningarnir sem
Sjóvá lánaði inn í Vafning hafi verið
komnir beint eða óbeint úr bótasjóði
félagsins“.
Sérstakur saksóknari efnahags-
hrunsins, Ólafur Hauksson, hefur
rannsakað viðskipti Sjóvár og Mil-
estone síðustu mánuði. Meðal þess
sem er til skoðunar eru veðsetning-
in á bótasjóðnum og ástæðurnar fyr-
ir gríðarlegu tapi Milestone á síðasta
ári.
Vafningur keyptur degi áður
Annað sem er áhugavert í Vafn-
ingsmálinu er að Milestone selur
væntanlegum hluthöfum Vafnings,
SJ2, Skeggja og Mætti, hluti í félag-
inu 7. febrúar í fyrra, degi áður
en viðskiptin með turninn í
Makaó og breska fjárfestingasjóðinn
fara fram og degi áður en Bjarni fær
umboðið til að veðsetja bréfin í fé-
laginu.
Því er ljóst að aðdragandinn að
stofnun Vafnings og þeirra viðskipta
sem félagið átti í hefur ekki verið
langur. Vafningur átti svo ekki í öðr-
um félögum og virðist hafa verið
stofnað gagngert til að eiga í viðskipt-
um með turninn í Makaó og breska
fjárfestingasjóðinn.
Bjarni Benediktsson sagði í viðtali
við DV á föstudaginn að Vafningur
hefði verið stofnað í þeim tilgangi
að endurfjár- magna lán.
Blaðið hefur ekki áttað sig almenni-
lega á því af hverju félagið var sett á
laggirnar til að kaupa þessar eignir af
dótturfélagi Sjóvár og af hverju eig-
endur N1 tóku þátt í því. Þó herma
heimildir DV að líklegt sé að þeir hafi
gerst hluthafar í Vafningi því þeir hafi
viljað græða á fjárfestingum félags-
ins.
Vafningur fjárfesti fyrir 10,6 milljarða króna sama dag og Bjarni
Benediktsson veðsetti hlutabréf félagsins í fyrra. Félagið keypti
breskan fjárfestingasjóð, KCAJ, og fasteignaverkefni í Makaó.
Bjarni veðsetti bréf Vafnings út af tveimur lánum frá Glitni sem
veitt voru í febrúarlok. Bjarni segist ekki hafa vitað um fjárfest-
ingu Vafnings í KCAJ frekar en í turninum í Makaó. Sjóvá veitti
Vafningi 10,6 milljarða lán í lok febrúar í fyrra.
VAFNINGUR Í BRESKRI ÚTRÁS
InGI F. VIlHjálmSSon
blaðamaður skrifar ingi@dv.is
„Ég tók engar ákvarð-
anir fyrir hönd þessa
félags. Ég kom ekkert
nálægt þeim ákvörð-
unum sem áttu sér stað
þennan dag.“
Eignarhald á Vafningi:
SJ2 EHF (Sjóvá/Wernerssynir)
- 48,8 prósent
Skeggi ehf. (SJ2, Hrómundur/Einar
Sveinsson, Hafsilfur/Benedikt Sveins-
son, BNT ehf./Einar og Benedikt ofl.
og Sáttur/Guðmundur Ólason)
- 39,10 prósent
Fjárfestingafélagið Máttur (SJ2,
Hrómundur, Hafsilfur) - 12,1 prósent
Bjarni kjörinn í stjórn máttar:
Bjarni Benediktsson var kjörinn í
stjórn fjárfestingafélagsins Máttar á
stjórnarfundi hjá félaginu sem hald-
inn var í höfuðstöðvum Milestone
á Suðurlandsbraut 12 22. ágúst árið
2007. Aðrir sem kjörnir voru í stjórn
félagsins voru þeir Einar Sveinsson,
föðurbróðir Bjarna, Karl Wernersson
og Guðmundur Ólason. Faðir Bjarna
átti 16 prósenta hlut í félaginu
þegar þetta var. Tæpu hálfu ári síðar
fjárfesti Máttur í fasteignaverkefni
í Makaó og fjárfestingasjóði í
Bretlandi fyrir 10,6 milljarða króna.
10,6 milljarða viðskipti
Eignarhaldsfélagið Vafningur
fjárfesti í lúxusturni í Makaó sem
og í breskum fjárfestingasjóði í
febrúar í fyrra fyrir 10,6 milljarða
króna. Bjarni Benediktsson segist
ekki hafa vitað um fjárfestingar
félagsins þrátt fyrir að hafa
veðsett hlutabréf Vafnings sama
dag og þær áttu sér stað.
Skrifaði undir fyrir báða
Guðmundur Ólason, forstjóri
Milestone og stjórnarmaður í
Vafningi, skrifaði undir
kaupsamninginn að KACJ
fyrir hönd dótturfélags
Sjóvár, SJ2, sem og
Vafnings.
Bræðurnir í Vafningi Karl og
Steingrímur Wernerssynir og Einar og
Benedikt Sveinssynir voru eigendur
Vafnings sem fékk 10,6 milljarða lán frá
tryggingafélaginu Sjóvá og fjárfesti í
Makaó í Asíu sem og í
Bretlandi.