Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.2009, Qupperneq 8
8 mánudagur 14. desember 2009 fréttir Ný veðurfarsrannsókn sýnir fram á að ísöld geti skollið á Evrópu á mjög skömmum tíma. Miðað við niður- stöðuna er hætta á snögglegri kólnun þannig að álfan verði ísilögð á aðeins sex mánuðum. Það var virtur jarðfræðipróf- essor, William Patterson að nafni, sem stýrði rannsókninni og birti niðurstöðurnar nýverið í vís- indatímaritinu New Scientist. Þar kemur fram að það hafi að- eins tekið norðurhvel jarðar sex mánuði að breyt- ast í frosna auðn með skelfilegum afleiðingum fyrir menn, plöntur og dýr. Þetta átti sér síðast stað fyrir 13.000 árum eftir að skyndi- lega hægðist á Golfstraumn- um, að öllum lík- indum eftir að gífurlegt magn ferskvatns rann í Atlantshafið. Fram til þessa hafa marg- ir vísindamenn talið að það hafi tekið jök- ulskeiðið mun lengri tíma að taka völdin. Nú er útlit fyrir að þetta geti gerst á undraskömmum tíma. Styttist í næstu ísöld Ef marka má umfjöllun tímaritsins var rannsókn Pettersons var afar viða- mikil og ein sú stærsta á sviði veður- farsbreytinga á jörðinni. Jarðlög úr stöðuvatni á vesturhluta Írlands voru rannsökuð þannig að hálfs millimetra þykk jarðlög voru skoðuð og þannig var hægt að sjá hitabreytingar á þriggja mánaða tímabili. Niðurstöð- ur rannsóknarinnar sýna klárlega fram á að á aðeins sex mánaða tímabili hafi gífurlegt kuldaskeið skoll- ið á í Evrópu eftir að mjög hægðist á Golfstraumnum. Vísindamenn nútímans hafa sumir áhyggjur af því að hröð bráðnun Græn- landsjökuls kunni að hægja á straumnum og ný ísöld gæti skoll- ið hratt á í álfunni. Ari Trausti Guð- mundsson jarðeðl- isfræðingur bend- ir á að samkvæmt jarðsögunni styttist óðum í næsta jök- ulskeið hér á landi. Hann segir hættu á því að kuldaskeiðið skelli hratt á vera til stað- ar. „Jökulskeið í ís- lenskri jarðsögu eru að minnsta kosti tuttugu talsins og inn á milli hafa komið hlýinda- skeið sem hafa varað í um það bil 10-20 þús- und ár. Okkar hlýja skeið hefur nú varað í rúm 10 þúsund ár og því eru lík- ur á því að styttist í næsta jökulskeið. Við vitum að það gerist hratt,“ segir Ari Trausti. Ekki langt komið Einar Sveinbjörnsson veðurfræðing- ur segir niðurstöður rannsóknarinn- ar eiga við rök að styðjast. Hann tel- ur hins vegar ekki bráða hættu á nýrri ísöld. „Þegar seltan í Golfstraumnum minnkar mikið frýs hann í norðrinu og á mjög skömmum tíma getur ís- hella myndast. Það er alveg ljóst að breyting frá hlýskeiði yfir í jökulskeið getur gengið ansi hratt fyrir sig. Það hafa verið háværar raddir um hætt- una út frá bráðnun Grænlandsjökuls en menn hafa hins vegar séð það að í dag er Golfstraumurinn við hesta- heilsu. Því tel ég ósennilegt að slíkar breytingar verði að ný ísöld skelli á. Það er hins vegar alveg hægt að hugsa sér að líkar aðstæður geti komið upp og þá mjög hratt þannig að við gætum lent í tímabundnu kólnunarskeiði“ segir Einar. Ari Trausti tekur í sama streng og telur fátt sýna fram á að hættan sé yf- irvofandi í dag. Hann segir hins vegar lítið mega raska jafnvægi jarðar til við- bótar svo ekki fari illa. „Bráðnun jökla getur haft áhrif á djúpsjávarstrauma og ef hlýnun sem nú er verður lang- vinn getur þetta gerst. Það eru mikl- ar líkur á því að nýtt jökulskeið komi yfir en nákvæmlega hvenær er óljóst. Þessi nýja rannsókn sýnir að þetta gæti gerst mun hraðar en áður var tal- ið“ segir Ari Trausti Óhætt að hafa áhyggjur Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræð- ingur telur Íslendinga þurfa að hafa áhyggjur af sífelldri hlýnun jarðar því hún geti leitt til bakslags í formi jökul- skeiðs. Aðspurður segist hann ekki ef- ast um niðurstöðu Pattersons. „Þessi niðurstaða er mjög trúverðug því all- ar nýrri rannsóknir gefa til kynna að ferlið sé miklu hraðara en áður var haldið. Hlýnun og kólnun gerist mjög hratt. Það er margt sem bendir til þess að við þurfum að hafa af þessu nokkr- ar áhyggjur, til að mynda ef horft er til bráðnunar Grænlandsjökuls og magns koltvíoxíðs í andrúmsloftinu,“ segir Sigurður. „Hlýnun jarðar er fyrsta áhyggju- efnið því í kjölfarið getur komið bak- slag í formi snöggrar kólnunar og jök- ulskeiðs. Ef þær aðstæður skapast getur þetta gerst mjög hratt. Eyjur úti í miðju hafi eru þar í sérstökum áhættu- flokki. Þegar hlýnunin hefur náð há- marki tekur við hættan á bakslaginu og mikilli kólnun. Allar rannsóknir benda til að það geti gerst hratt. Það er fullkomlega óhætt að hafa áhyggjur af þessu og eiginlega er það hálfgerð- ur barnaskapur að hafa ekki áhyggjur af þessu. Við getum ekki verið í afneit- un því vandamálið er stórt.“ Ný rannsókn sýnir fram á að síðasta ísöld í Evrópu hafi skollið á á mjög skömmum tíma eða aðeins sex mánuðum. Þá hríðféll hitastig heimsálfunnar með skelfilegum afleiðingum fyrir dýr og plöntur. Sigurði Þ. Ragnarssyni veðurfræðingi líst illa á blikuna og telur talsverða hættu á nýju kólnunarskeiði. BARNALEGT AÐ HAFA EKKI ÁHYGGJUR „Það eru miklar líkur á því að nýtt jökulskeið komi yfir en nákvæmlega hvenær er óljóst.“ TRauSTi hafSTEinSSon blaðamaður skrifar: trausti@dv.is Styttist í ísöld Ari Trausti segir jarðsöguna sýna fram á að það styttist óðum í næstu ísöld á Íslandi. Ísilagðar norðurslóðir Niðurstöður Pattersons sýna að ísöld geti skollið á Evrópu á mjög skömmum tíma. Stórt vandamál „Það er fullkomlega óhætt að hafa áhyggjur af þessu og eiginlega er það hálfgerður barnaskapur að hafa ekki áhyggjur af þessu,“ segir Siggi stormur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.